Morgunblaðið - 22.04.1975, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.04.1975, Blaðsíða 16
1 i 4 f 16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. APRlL 1975 2000 milljóna kr. skattalækkun: 1380 millj. kr. tekjuskattslækk- un, 540 m. kr. söluskattslækk- un og 80 m. kr. tollalækkun LAGÐAR voru fram á Alþingi í gær breytingartillögur meirihluta fjárhags- og viðskiptanefndar (stjórnarflokkanna) við frumvarp til laga um ráðstafanir í efnahagsmálum. Tillögurnar gera ráð fyrir 2000 milljóna króna skattalækkun, þ.e.: 1380 milljón króna lækkun tekjuskatts, 80 milljón króna tollalækkun og 540 milljón króna lækkun söluskatts. Frumvarpið og breytingartillögur stjórnarflokkanna fela í sér verulegar hagsbætur, sem einkum koma til góða hinum lægst launuðu í þjóðfélaginu án þess að fela í sér aukna skattbyrði á eina eða neina starfsstétt þjóðarinnar. Ólafur G. Einarsson (S), 5. þingmaður Reyknesinga, gerði grein fyrir þessum breytingartillögum í ítarlegu máli. Fara hér á eftir nokkrir kaflar úr ræðu hans, en rúm þingsíðunnar leyfir ekki birtingu hennar í heild. Eins og áður hefur komið fram voru það tilmæli ASÍ, að öll skatta- lækkunin, sem heitið var, 2000 milljónir króna, kæmi fram í lækkun beinna skatta. og í samræmi við það var í siðari tillögu Alþýðusambands- ins lagt til, að V. kafli frv. yrði felldur niður, þ.e. heimildarákvæðin um lækkun eða niðurfellingu tolla og söluskatts af einstökum matvöru- flokkum. Meirihluti nefndarinnar hefur ekki treyst sér til þess að verða við þessum tilmælum. Ástæðurnar eru einkum tvær: 0 f fyrsta lagi teljum við, að frv., eins og það nú er, með breytingatil- lögum okkar, efni það fyrirheit að fullu, sem forsætisráðherra gaf þann 26. mars sl.. þ.e. að lækka skatta um allt að 2000 milljónir króna, með það fyrir augum að skattaiækkun þessi gagnist best þeim, sem við erfið kjör bua. 0 f öðru lagi verður að teljast var- hugavert að lækka beina skatta meira en hér er gert ráð fyrir, án þess þá jafnframt að gera viðtækari breytingar á lögunum, svo sem varð- andi sérsköttun hjóna o.fl. Til þess að gera frekari grein fyrir, hversvegna frv. er nú svo úr garð gert, sem það er, en ekki einhvern veginn öðruvisi, verð ég að fara nokkrum orðum almennt um lækkun beinna skatta, helstu atriði breyting- anna á tekjuskattinum og fara siðar nokkrum orðum um persónuafslátt og nýtingu hans. Almennt um lækkun beinna skatta Sem kunnugt er hefur verið sam- þykkt i fjárlögum ársins 1975 að skattvisitala skuli hækka um 51%. Samsvarar þetta til fulls áætlaðri tekjuaukningu að meðaltali milli ár- anna 1973 og 1974. Með þessari ákvörðun var leitast við að tryggja að skattbyrði hækkaði ekki milli ára. Þá er i fjárlögum gert ráð fyrir lækkun tekjuskatts og eru ætlaðar til þess 700 millj. kr. og til að greiða fyrir sameiningu fjölskyldubéta og skattgreiðslna. Við tillögugerð um tilhögun skattalækkunarinnar var tekið mið af framtíðarstefnu í skattamálum og tillögurnar urðu einnig liður í því að stuðla að samkomulagi milli aðila vinnumarkaðarins um kaup og kjör. Eins og frv. liggur nú fyrir með breytingartillögum meirihlutans felur það i sér lækkun beinna skatta um 1380 millj kr við álagningu á þessu ári. Helstu atriði breytinganna á tekjuskatti Þeim tilgangi að skattalækkunin gagni best tekjulágum og miðlungs- tekjufólki er náð með þvi að breyta persónufrádrætti gildandi laga i per- sónuafslátt, með þvi að sameina ivilnanir rikisins til barna i barnabæt- ur, sem eru gerðar óháðar tekjum, með breytingu heimilisfrádráttar ein- stæðra foreldra i afslátt, og með þvf að gera ráð fyrir að lækkunar- heimildir skv, 52. gr. geti komið tekjulágum að betra haldi en hingað til. Einnig eru i frv. önnur nýmæli, eins og skattaleg meðferð fólks sem býr saman i óvígðri sambúð, ákvæði sem koma i veg fyrir, að persónuaf- sláttur nýtist með óeðlilegum hætti o.f I. f 10. gr. frv., sem verður 9. gr. skv. tillögum meirihlutans, er að finna uppistöðu þeirra breytingartil- lagna sem gerðar eru til lækkunar á tekjuskatti einstaklinga og til tekju- jöfnunar. Skv. tillögum meirihlutans er gert ráð fyrir að ákvæði frv. um upphæðir persónuafsláttar og barnabóta, svo og um skattstiga og skatthlutföll standi óbreytt. Varðandi meðferð persónuafsláttar er lagt til að eftir- stöðvar hans gangi i fyrsta lagi ekki til greiðslu eignarskatts, eins og frv. gerir ráð fyrir, heldur einvörðungu útsvars á gjaldárinu, og i öðru lagi, að þær eftirstöðvar sem þá kunna að verða greiðist ekki út heldur falli niður. f frv. er einnig miðað við þá meginreglu, að eftirstöðvar greiðist ekki út, en undantekning er þar gerð um lifeyrisþega að ákveðnu marki. Meirihlutinn leggur jafnframt til að þessi útgreiðsla verði sameinuð tekjutryggingu almannatrygginga, og mun tillaga ! þessu efni verða gerð ! meðferð frv. til laga um lág- launabætur sem nú liggur fyrir Alþingi. Þar sem frv. og tillögur meiri- hlutans fela i sér veigamiklar breyt- ingar frá gildandi lögum varðandi meðferð persónuafsláttar er rétt að gera tillögunum sérstök skil. Um persónufrádrátt og reglur um nýtingu hans Hugtakið skattafsláttur var fyrst lögleitt við skattkerfisbreytinguna 1974, sbr. lög nr. 10 22. mars/1974. Skattafsláttur var þá kr. 11.000.00 fyrir einstakling, 18.500 kr. fyrir hjón, 3.300 kr. fyrir hvert barn, 6.500 kr. aukalega fyrir einstætt foreldri og 600 kr. að auki fyrir hvert barn þess. (f greinargerð frv. er að finna þessa afslætti með skattvisitölu 151). Skattafsláttur þessi takmarkast við 6% af tekjum, sbr. nánari skilgreiningu laganna. Nýtist skattafsláttur ekki til greiðslu á tekjuskatti skal honum ráðstafað með ákveðnum hætti og greiðast út til viðkomandi framteljanda, ef svo ber undir. Ráðherra skyldi með sér- stakri reglugerð ákveða meðferð skattafsláttar þar sem m.a. skyldi tryggt eftir föngum að vissir aðilar nytu ekki skattafsláttar. Hugmyndin um skattafslátt var að mörgu leyti gagnmerk en hana bar að með nokkuð öðrum hætti en við hefði mátt búast. Skattafslátturinn kom á ská á skattkerfið og varð nokkurskonar viðhengi sem laut sin- um eigin lögmálum. Einnig hafa komið ! Ijós nokkrir gallar á fyrir- komulaginu á þv! reynsluári sem liðið er og er ástæða til að bæta úr þvl. Um persónuafslætti þessa frum- AIÞMGI varps og barnabætur (sem eru i reynd útborganlegur afsláttur) og reglur um þá, er þetta helst að segja, að teknu tilliti til breytingartillagna meirihlutans: 0 1. Tilgangur afslátta og barna- bóta er að ná tekjujöfnunaráhrif- um og meira réttlæti en hingað til. Jafnframt er sú mikla ein- földun gerð að fjölskyldubætur almannatryggingakerfis eru sameinaðar skattgreiðslum. Skattafslættinum frá 1974 var ætlað að bæta að nokkru hækkun söluskatts. 0 2. Persónufrádráttur skerðist ekki við tiltekið tekjumark ! frv. eins og gildandi lög kveða á um. Þessi 6% skerðing hefur eflaust orðið til að halda kostnaði vegna af- slátta niðri, en jafnframt fylgdi sá böggull skammrifi, að ýmsir sem mest þurftu á afslætti að halda vegna tekjuleysis eða lágra tekna. f gildandi lögum eru sér- ákvæði um námsmenn, sem felld eru niður! frv. 0 3. Frv. gerir ráð fyrir stórfelldri hækkun persónuafsláttar, þar sem persónufrádrætti er að fullu breytt I afslátt og hann sameinaður skattafslætti. Af þessum sökum þarf að huga vel að framkvæmdaatriðum og girða fyrir óréttlæti i meðferð afsláttar- ins. f þv! skyni að tryggja réttláta og sanngjarna nýtingu eftir- stöðva persónuafsláttar eru settar tvær reglur i frv. f fyrsta lagi er ætlast til þess að ! þeim tilvikum er sveitarstjórn hefur heimild til að beita svo- nefndri reglu um viðmiðunartekj- ur skuli tekjur til tekjuskattsút- reiknings hækkaðar með ákveðn- um hætti, þannig að minna gangi upp ! útsvar en ella. f öðru lagi eru reistar almennar skorður við þv! að þeir sem hafa verulega lægri skattgjaldstekjur en vergar tekjur til skatts fái að nýta eftir- stöðvar persónuafsláttar til greiðslu á útsvari. 0 5. Þau atriði, sem vega þyngst á metunum við ákvörðun um að eftirstöðvar persónuafsláttar greiðist ekki út umfram útsvar eru þessi: a) Hin stórfellda hækkun afslátt- arins útheimtir fyllstu varfærni ! útborgun. b) Með þeirri tilhögun barnabóta sem frv. gerir ráð fyrir, verða þær ! reynd útborganlegur afsláttur, þanrrig að allt barnafólk fær út- borganlegan afslátt Jafnframt jafngilda barnabæturnar stór- felldri hækkun útborganlegs af- sláttar hjá þeim sem mikla ómegð hafa, svo og hjá þeim tekjulágu. vegna þess að skerð- ingarákvæði gildandi laga hafa i för með sér að þessi hópur fær lítinn eða engan skattafslátt 6%, en takmörkunin nær einnig til skattafsláttar vegna barns. c) Lífeyrisþegar fá ígildi útborgan- legs afsláttar með hækkun tekju- tryggingar. d) Sérstök athugun hefur verið gerð á þvi hverjir það gætu verið og hve margir það væru, sem töpuðu á þvi að eftirstöðvar per- sónuafsláttar yrðu ekki greiddar út. Sargkvæmt framansögðu getur þar einungis verið um að ræða tekjulága framteljendur úr hópi barnlausra hjóna og einhleypinga, sem ekki eru lífeyrisþegar. Hið athyglisverða kemur i Ijós, að nær öll barnlaus hjón með minna en 550 þús. kr. brúttotekj- ur eru lífeyrisþegar. Þegar tekið hefur verið tillit til þess, svo og fjölda atvinnurekenda og fjölda ungra hjóna án barna á þessu tekjubili, er ! mesta lagi um 65 barnlaus hjón að ræða sem tapað ætu á þv! að útborgun yrði hætt. hópi einhleypinga eru tekju- lægstu framteljendurnir ungling- ar á aldrinum 16—20 ára. Fyrir utan unglinga, atvinnurekendur og lifeyrisþega eru á brúttótekju- bilinu 0—250 þús. kr. innan við 3 þús. framteljendur, en hluti þeirra eru námsmenn eldri en 20 ára. Það eru þv! fáir ! þessum hópi sem mundu bera skarðan hlut frá borði, kannski um 2 þús. framteljendur, sem mundu sjá af óverulegum upphæðum. e) Það sem greitt yrði út ! lokin yrði það litið að vafasamt er hvort Alþingi getur mælt með þv! að almannafé verði varið til að halda uppi sl!ku kerfi, sérstaklega ef tekið er tillit tilþeirrar gagn- rýni, sem fram hefur komið á meðferð skattafsláttar á siðast- liðnu ári. Þetta gildir einnig um tillögu ASf að þessu leyti. Þv! má ekki heldur gleyma, að sá fá- menni hópur sem nú sæi af skatt- afslætti kemur til með að njóta þeirrar skattalækkunar sem nú er lögð til þegar þeir koma út á vinnumarkaðinn. Um tekjutryggingu Áætlað er að útborgun til lif- eyrisþega umfram útsvar skv. reglum frv. i óbreyttu formi hefðu getað numið 1 50—200 millj. kr. Ólafur G. Einarsson, framsögu- maður meirihluta fjárhags- nefndar. á þessu ári. Ástæðan fyrir þvi að frv. gerði ráð fyrir sérmeðferð lífeyrisþega var sú, að niðurfell- ing útborganlegs afsláttar hefði komið hart niður á þeim. Þeir fengu stóran hluta þess skattaf- sláttar sem borgaður var út 1974, ekki sist vegna þess að sveitarfélög lækkuðu yfirleitt út- svör á Iffeyrisþegum eins og þau hafa heimild til. Það væri æskilegt, að geta bú- ið þannig um hnútana að ekki væri verið að tekjujafna á mörgum stöðum til sama fólksins. Tillagan um barnabætur ! frv. er einmitt til komin í þvi skyni að sameina Ivilnanir hins opinbera til barna á einn stað. Eðlilegast væri að fara svipað að varðandi lifeyrisþega. Kemur þá til álita að breyta tekjutryggingu ! afslátt ! skatta- kerfinu eða flytja hinn útborgan- lega afslátt yfir á tekjutrygging- una. Hefur seinni kosturinn orðið fyrir valinu, þar sem hinn fyrri þýddi umfangsmeiri breytingar og þv! eðlilegt að sá kostur verði ihugaður nánar við frekari athug- un á samhæfingu tryggingabóta og skattkerfis. Sameining afslátt- arins og tekjutryggingarinnar skv. tillögu meirihlutans hefur jafnframt þann kost að greiðsl- urnar verði mánaðarlegar, en út- borgun afsláttar kæmi að öðru jöfnu i einu lagi á ári hverju eftir að skattskrá hefur verið lögð fram. Að sjálfsögðu yrði þessi fram- kvæmdamáti til eínföldunar og sparnaðar Niðurfelling söluskatts í stað frekari tekjuskattslækkunar G 1. Talið hefur verið varhugavert að lækka beinu skattana meira ! þessum áfanga án þess að gera jafnframt veigameiri breytingar á lögunum, t.d. varðandi sérskött- un hjóna. sem rlkisstjórnin hefur samþykkt að beita sér fyrir. 0 2. Eðlilegt er að viðbrögð ASf hafi verið á þennan veg meðan það hékk I lausu lofti hvernig heimildum frv. yrði beitt. Nú þeg- ar ákveðnar vörutegundir, sem tvimælalaust eru brýnar nauð- synjar, hafa verið nefndar, ætti að vera Ijósara. hver áhrifin verða. 0 3. Ekki er unnt að benda á mark- tækan mun á þvi hvort kemur lágtekjufólki betur í þessum efn- um, samanber töflu þjóðhags- stofnunar, sem frammi liggur. 0 4. Ekki þarf að lita á þetta sem tilhögun sem standa þarf um ald- ur og ævi. 0 5. Myndar mótvægi við allar nið- urgreiðslurnar á kjöti og mjólk. Söluskattur af kjötvöru Þá ræddi þingmaðurinn um fram- komnar tillögur um niðurfellingu söluskatts af kjörvöru. Um það efni sagði þingmaðurinn m.a.: Við framkvæmd söluskattslaga verð- ur að ganga út frá þvi, að sá sem senda á uppgjör á söluskatti til skattyfirvalda hafi sjálfur möguleika til að greina undanþágusölu frá annarri sölu með nokkurri nákvæmni, svo og að skattyf- irvöld hafi tæknilega möguleika til að sannreyna réttmæti uppgjörsins. Um kjötvörur er þvi það að segja, að hér er um mun erfiðari þátt að ræða en t.d. mjólk og mjólkurvörur eða olíu til húshitunar, og virðist ekki ! fljótu bragði vera mögulegt að setja neina skynsamlega örugga framkvæmdareglu um söluskatts- undanþágu á sölu þessara vöruteg- unda og skal ég nefna aðeins nokkur atriði ! þv! sambandi: 0 1. Dreifing kjöts og kjötvara til smásala (og beint til neytenda) er ! höndum fjölda aðila (framleið- endur, kjötvinnslustöðvar) og varan er seld á mjög mismunandi framleiðslustigum. 0 2. Vinnsla kjötvara. Vinnsla kjöt- vara fer ! flestum tilvikum fram að einhverju leyti hjá smásala sjálfum og er þv! ekki hægt að beita fastri álagningarreglu. Sem dæmi má nefna kjötkaupmann, sem kaupir kjöt I heilum skrokk- um af framleiðanda fyrir fast verð. Kaupmaðurinn selur hluta kjötsins ! heilum stykkjum, hakk- ar hluta þess, sagar annað, reyk- ir, saltar og býr til álegg. Hve mikið kaupmaðurinn fær endan- lega fyrir kjötskrokkinn getur hann naumast vitað þar sem sala hans blandast sölu annarra vara i versluninni, og það er engin til- tæk leið til að reikna það út með neinni vissu. 0 3. Sala á kjöti og unnum kjötvör- um er stór liður I sölu veitinga- húsa og matsölustaða. Þegar seld er t.d. kjötmáltið á veitingahúsi er verið að selja ekki bara efnið i máltíðina. þ.e. kjöt, heldur einnig grænmeti, sósur o.s.frv., auk þjónustunnar, og verður kjöt- salan vart aðgreind frá öðru ! þessu tilviki. 0 4. Verði sala kjöts i veitingahús- um talin söluskattskyld vaknar t.d. spurning um sölu tilbúinna rétta ! matvöruverslunum og að- greiningu þeirrar sölu frá annarri sölu sllkra verslana. 0 5. Verði undanþáan hinsvegar takmörkuð við óunnið kjöt (sem nánar yrði skilgreint) skapast margvislegir möguleikar til und- anskota og verður ekki séð hvaða möguleikar eru til að sannreyna söluskattsuppgjör þeirra, sem versla með þessar vörur. Einstæðir foreldrar Þá sagði þingmaðurinn að komið hefði verið til móts við óskir ein- stæðra foreldra, sem þýða myndi 40 m. kr. hagsbætur fyrir þá og rakti nánar ákvæði þar um. Fleiri þættir skattamála í endur- skoðun Að lokum sagði þingmaðurinn, að fleiri þættir skattamála væru nú i endurskoðun. Fyrir haustþing yrði undirbúið frumvarp um sérsköttun hjóna með skiptingu tekna þeirra og eigna að jöfnu og skattlagningu hvors helmings um sig. Unnið væri að athugun á þvi að taka upp virðis- aukaskatt i stað söluskatts. Stað- greiðslukerfi skatta væri ! sérstakri athugun. Þessar breytingar, sem hér væri stefnt að. væru aðeins fyrsta skrefið af mörgum, sem eftir væri að stlga „Ég er sannfærður um," sagði þingmaðurinn, „að þessar breytingar horfa allar til heilla fyrir þegna þjóð- fétagsins."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.