Morgunblaðið - 22.04.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1975
27
— Alitsgerð
Framhald af bls. 25
íbúðabygginga í dreifbýlinu er
ein áhrifamesta leiðin til að draga
úr búsetutilfærslu. Skorað er á
milliþinganefnd í byggðamálum
að endurflytja á Alþingi tillögur
sínar um sérstök örvunarlán til
íbúðabygginga út í lands-
hlutunum.
FRAMKVÆMDASTOFNUN
RlKISINS
Samstarfsfundurinn leggur til
að iög og starfshættir Fram-
kvæmdastofnunar rikisins verði
endurskoðuð, til að auka starf-
semi að byggðamálum, með efl-
ingu Byggðasjóðs og stofnun
byggðamáladeildar. Jafnframt
verði tryggð áhrifastaða lands-
hlutasamtakanna um byggðamál
og ráðstöfun fjármagns Byggða-
sjóðs, með stjórnaraðiid að
byggðadeild og Byggðasjóði. Sam-
starfsfundurinn leggur áherslu á,
að núverandi lánsfjáröflun sjóðs-
ins verði ekki skert.
Samstarfsfundurinn telur að
með auknum tekjum Byggðasjóðs
séu skilyrði fyrir hendi til að
auka stuðning sjóðsins við lands-
hlutasamtökin. Telur fundurinn
sanngjarnt að lögfest sé að 1% af
ráóstöfunarfé sjóðsins renni tii
landshlutasamtakanna.
DREIFING OPINBERRAR
ÞJONUSTU.
Samstarfsfundurinn bendir á
að samþjöppun valds og opin-
berrar þjónustu á einn stað er alls
ekki eðlileg og verki í flestum
tilfellum neikvætt fyrir aðra
landshluta.
Samstarfsnefndin telur það
vera eitt af meginstefnumálum
dreifbýlisins, að skipulegar að-
gerðir i dreifingu opinberrar
þjónustu út á landsbyggðina verói
hafnar hið fyrsta.
Jafnframt slíkum flutningi
þjónustu þarf að koma til í ríkari
mæli aukning valds hinna ein-
stöku landshluta i sérgreindum
málefnum þeirra.
Samstarfsnefndin varar við, að
með lögum um grunnskóla séu
lagðar nýjar útgjaldabyrðar á
landshlutasamtökin án þess að
tekjustofnar komi á móti.
ORKUMAL
Samstarfsnefndin bendir á
gifurlegt misræmi í hitunarkostn-
aði húsa, eftir byggðalögum, og
skorar á stjórnvöld að vinna
markvisst að lausn orkuvandans á
næstu árum, með virkjun fall-
vatna og jarðvarma. Hraðað verði
rannsóknum og undirbúningi að
gerð stærri orkuvera í þeim lands-
hlutum, sem þau eru ekki fyrir.
Orkuver landsins verði samtengd
til að tryggja öryggi í orku-
flutningi og orkudreifingu og
jafnframt jöfnun raforkuverðs.
HAFNARMÁL
Samstarfsnefndin leggur
áherslu á, að komið verði upp
umdæmisskrifstofum Hafnar-
málastofnunarinnar úti um land.
Jafnframt leggur nefndin til að
Hafnarmálastofnuninni verði sett
stjórn, sem skipuð sé fulltrúum
ríkis og sveitarfélaga.
Fundurinn bendir á, að ein-
ungis 1,7% af heildarupphæð
fjárlaga 1975 er ætlað til hafnar-
framkvæmda, og telur að ekki
komi til greina að dregið verói úr
þeirri fjárveitingu við væntan-
legan niðurskurð framkvæmda-
fjár, á fjárlögum þessa árs.
JÖFNUN
FLUTNINGSKOSTNAÐAR
Samstarfsnefndin bendir á að
vegna aukins flutningskostnaðar
búi dreifbýlið við mun hærri
framfærslukostnað en Faxaflóa-
svæðið. Af sömu ástæðum er
gífurlega skert samkeppnisað-
staða fyrirtækja dreifbýlisins
gagnvart fyrirtækjum á höfuð-
borgársvæðinu. Telur nefndin að
brýnni þörf sé nú, en nokkru
sinni fyrr, að jafna þennan að-
stöðumun með opinberum aðgerð-
um.
Heimsfrægar glervörur, kunnarfyrir listfenga hönnun
og frumlegt útlit. littala glervörur eru ein
fallegasta tækifærisgjöf, sem hægt er að hugsa sér.
Komið og skoðið úrvalið í verzlun okkar.
:/7"\ HÚSGAGNAVERZLUN
\fCfl KRISTIÁNS SIGGEIRSSONAR HF.
\GÖ/ Lauqavegi 13 Reykjavik sími 25870
SAMSTARFSNEFND UM
VEGAMAL
Samstarfsnefndin óskar þess,
að með lögum verði komió á fót
samgöngumálanefndum, sem
skipuð verði fulltrúum Vega-
gerðar ríkisins og samtaka
sveitarfélaga í viðkomandi lands-
hlutum.
SKIPAN OPINBERRA
FRAMKVÆMDA
Samstarfsnefndin itrekar óskir
sínar um, að löggjöf um skipan
opinberra framkvæmda verði
breytt svo að sveitarstjórnir geti
áfrýjað stöðvunarvaldi Fram-
kvæmdadeildar Innkaupastofn-
unar ríkisins. I þessu sambandi
minnir nefndin á þingsáiyktunar
tillögu Helga Seljan um endur-
skoðun laga um skipan opinberra
framkvæmda.
SlMAMAL
Samstarfsnefndin bendir á það
mikla óréttlæti sem landsbyggðin
býr við í símakostnaði. Vekur
nefndin athygli á, að hægt er að
tala 30 simtöl, með ótakmarkaðri
tímalengd innan Reykjavikur-
svæðisins fyrir sama gjald, og eitt
viðtalsbil kostar í sjálfvirkum
sima t.d. frá ísafirði, Akureyri
eða Egilsstöðam til Reykjavíkur.
Einnig átelur nefndin það örygg-
isleysi, sem sveitirnar búa við í
simamálum.
NIÐURSKURÐU OPINBERRA
FRAMKVÆMDA
Vegna erfiðleika i fjármálum
rikisins hefur verið boðað, að
fresta þurfi ýmsum framkvæmd-
um, sem áformaðar hafa verið
samkvæmt fjárlögum fyrir 1975.
Samstarfsnefndin varar mjög
alvarlega vi'ð niðurskurði á fram-
kvæmdum rikisins úti um land,
þar sem stærstu framlögin eru til
málaflokka, sem hafa grundvall-
arþýðingu í byggðaþróun, svo sem
til heilbrigðismála, skólamála,
hafnarmála og annarra sam-
göngumála. Sérstaklega varar
nefndin við skerðingu á fjáröflun
til Byggðasjóðs.
|Bí>vöuní>Iat>it>
Jllí>v$nní>Iat>it>
MARGFALDAR
HINIR GEYSIVINSÆLU
UPPLÝSINGAR í SÍMUM 30121 OG 36746 KL. 1-6 E.H.
TJALDVAGNAR
VÆNTANLEGIR Á NÆSTUNNI
LYFTA
OPNA
TILBUIÐ
COMBI-CAMP