Morgunblaðið - 22.04.1975, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.04.1975, Blaðsíða 36
ÆNGIR? Aætlunarstaðir: Blönduós — SÍKlufjörður I Gjöjíur — Hólmavik Búðardalur — Heykhólar I Hvammsianí'i — Flateyri—Bíldudalur | Stykkishólmur —Rif Sjúkra- ok leiguflus um alll land Símar: 2-6060 & 2-60-66. .ti Berið BONDEX á viðinn mélninghf ÞRIÐJUDAGUR 22. APRtL 1975 Rœkjuveiðibann við Grímsey: 20 tonn af þorski komu í rækjutroUið SJAVARÚTVEGSRAÐUNEYT- IÐ hefur afturkallað öll rækju- veiðileyfi á Grímseyjarsvæðinu frá og með deginum í gær. Er þetta gert um óákveðinn tíma vegna mikillar þorskgengdar á svæðinu undanfarna daga. Hafa verið dæmi þess, að bátur hafi verið með 3 tonn af rækju og 20 tonn af þorski í rækjutrollið eftir daginn. Að sögn Þórðar Asgeirs- sonar, skrifstofustjóra I sjávarút- vegsráðuneytinu, bíður ráðuneyt- ið nú eftir skýrslu um athuganir rannsóknarbátsins Drafnar á rækjumiðum undan Norðurlandi, sem nú liggja fyrir hjá ráðuneyt- inu. Þórður tjáði Mbl. í gær, að fyrir allmörgum dögum hefði farið að bera á miklum þorski í afla rækjubátanna sem stundað hafa veiðar á Grímseyjarsvæðinu en þeir eru 8 talsins. Beið ráðuneytið með aðgerðir i von um að þorsk gengdin á svæðinu minnkaði. Sú hefði ekki orðið raunin, þvert á Eramhald á bls. 24 Innflutningsgjöldin á Spáni: Hækka mun minna en horfur voru á HORFúR eru á að innflutnings- gjöld á íslenzkum saltfiski til Spánar verði ekki eins há og óttast var um tíma. Eins og Morgunblaðið skýrði frá fyrir skömmu leit út fyrir að spænsk stjórnvöld myndu fjórfalda inn- flutningsgjöldin á saltfiski, Á landseyjasýningin: Sýningar- grip stolið ÞAÐ BAR við á Alandseyja- sýningunni f Norræna húsinu s.l. sunnudagskvöld að einum sýningargripnum var stolið. Er hér um að ræða akkeri úr smíðajárni, 30—40 sentimetra að lengd, hinn dýrmætasta grip. Lögreglunni er það kapps- mál að upplýsa þennan furðu- lega þjófnað og eru þeir sem einhverjar upplýsingar gætu veitt í máli þessu beðnir að hafa samband við rannsóknar- lögregluna í Reykjavík. þannig að þau hefðu numið allt að 25—30% Fulltrúar Sölusambands ísl. saltfiskframieiðenda voru staddir á Spáni um þetta leyti og munu hafa átt viðræður við þarlend yfirvöld um afleiðingar slíkra gjalda á viðskiptasamningi Is- lands og Spánar, og eins munu hafa komið fram eindregin mót- mæli hérlendra viðskiptayfir- valda við sllkri röskun á fyrr- greindum sölusamningi ásaltfiski til Spánar. Eftir þeim fregnum sem Morgunblaðið hefur aflað sér munu spænsk yfirvöld að yfir- veguðu máli hafa horfið frá því að hækka innflutningsgjöldin svo mjög eða úr 5 pesetum á hvert kiló í 20 peseta hvert kíló, en Framhald á bls. 24 Ljósm. Sv. Þorm. EGNER OG AÐDAENDÚR — Norski leikritahöfundurinn Thorbjörn Egner og kona hans voru viðstödd sýningu á leikriti Egners Kardimommubænum f Þjóðleikhúsinu s.l. sunnudag. Var mynd þessi tekin á tröppum leikhússins að sýningu lokinni og sýnir Egnerhjónin, Svein Einarsson leikhússtjóra og Klemens Jónsson, leiklistarstjóra útvarpsins í hópi ungra leikhúsgesta. A bls. 39 er birt frásögn af 25 ára afmælishátið Þjóðleikhússins og birtar nokkrar myndir. Óskað eftir endurskoðun á raforkuverði álsamningsins tSLENZK stjórnvöld hafa óskað eftir því við forráðamenn Alusuisse að hafnar verði viðræð- ur um endurskoðun á samningi þeim sem er millum þessara aðila vegna álverksmiðjunnar f Straumsvfk með tilliti til breyttra aðstæðna frá þvf að samn- ingurinn var upphaflega gerður. Eru þessar viðræður raunar þegar hafnar og verður haldið áfram á næstunni, að því er Jóhannes Nordal Seðlabanka- stjóri og formaður viðræðunefnd- arinnar um orkufrekan iðnað, tjáði Morgunblaðinu í gær. Stöðvast flugflotinn á miðnœtti? Flugmenn íhuga beiðni Flug- leiða um frestun á verkfalli ISLENZKI flugflotinn mun stöðv- ast á miðnætti f nótt, þvf að frá þeim tíma hafa flugmenn hjá Flugleiðum boðað verkfall næstu fjóra sóiarhringa, hafi ekki tekizt samningar við stjórn Flugleiða Stjórnar- frumvarp: 1644 milljón kr. gengishagnaði skipt Tekjur Olíusjóðs tvöfaldaðar með auknum útflutningsgjöldum LAGT VAR fram á Alþingi í gær frumvarp um ráðstöfun á gengis- hagnaði. Er þar áætlað, að gengis- munur vegna iækkunar á gengi fslenzku krónunnar hinn 14. febrúar s.I. og renna á til gengis- munarsjóðs, nemi 1644 milljón- um króna. Hafa þá verið dregnar frá heildargengishagnaði 200 milljónir króna vegna sérstakra greiðslna á farmgjöldum og vátryggingu. Þá er ennfremur kveðið svo á í frumvarpinu, að lagt verði viðbótar útflutnings- gjald á sjávarafurðir sem fram- leiddar eru eftir 15. febrúar 1975 nema mjöli og lýsi eftir 1. okt. til að auka tekjur Olíusjóðs fiski- skipa. Er gjaidið 6% af fob. verði útflutnings á saltfiski, 2% af fob. verði útflutnings á mjöli og lýsi og 4% af fob. verði út- flutnings á öðrum sjávarafurð- um. Aður var gjald til sjóðsins 4% af öllum sjávarafurðum. Læt- ur nærri, að um sé að ræða tvö- földum á tekjum sjóðsins og nemi þær 1450 milljónum á ársgrund- velli miöað við núverandi sölu- ástand og komi 1000 milljónir inn á þessu ári. Er reiknað með, að Olíusjóðurinn standi undir greiðsluskuldbindingum af eigin tekjum framvegis. Almennt út- söluverð á olíulftranum er nú kr. 20,20 en reiknað er með að út- gerðin greiði kr. 5,80, þannig að Olíusjóðurinn mun greiða kr. 14.40 af hverjum lítra. Hann hefur til skamms tfma greitt kr. 8,50 af hverjum Iftra. Samkvæmt frumvarpinu er ráð fyrir því gert, að gengishagnaðin- um verði ráðstafað sem hér segir. 1. Til lífeyrissjóðs sjómanna 75 m. kr. i samræmi við fyrirheit ríkisstjórnarinnar þar um. 2. Til þess að létta stofnfjár- kostnaðarbyrði eigenda fiski- skipa, sem orðið hafa fyrir gengis- tapi vegna erlendra og gengis- tryggðra skulda, með skilyrðum, sem sjávarútvegsráðuneytið set- ur, 950 m. kr. Gert er ráð fyrir að Framhald á bls. 24 fyrir þann tíma. Forráðamenn Flugleiða segja verkfall þetta munu valda félaginu tugmilljóna króna tjóni auk margs konar óhagræðis. Hafa þeir óskað eftir þvf við forsvarsmenn Félags fs- lenzkra atvinnuflugmanna að verkfallinu verði frestað. Flug- menn höfðu hins vegar ekki tekið afstöðu til þessarar óskar f gær- kvöldi og töldu að flugfélögin yrðu þá að bjóða eitthvað frekar á móti til að hún yrði fhuguð fyrir alvöru, að því er Jóhann Sigfús- son, formaður FlA, tjáði Morgun- blaðinu. Sáttasemjari hóf fund með deiluaðilum kl. fimm í gær- kvöldi og eftir matarhlé hófst fundur að nýju um kl. 10 í gær- kvöldi. Stóð hann enn þegar Morgunblaðið fór f prentun, og var búizt við að haldið yrði áfram fram eftir nóttu. Vegna hins yfirvofandi verk- falls hafa Flugleiðir gert ýmsar ráðstafanir, ef til þess skyldi koma. Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi Flugleiða, sagði, að ef svo illa færi að ekkert samkomu lag næðist fyrir tilsettan tíma og flugmenn frestuðu ekki verkfall- inu, eins og farið hefði verið fram á, þá hefði Flugleiðir tilrækar ráðstafanir vegna þeirra farþega sem ættu bókaðar ferðir héðan Framhald á bls. 24 Að sögn Jóhannesar munu þessar viðræður aðallega snúast um þann þátt samningsins, er varðar raforkuverðið og hugsan- lega skattaálögur á verksmiðjuna einnig. Jóhannes sagði, að ástæðan fyrir því að óskað væri eftir þessari endurskoðun ásamn- ingnum væri fyrst og fremst sú, að orðið hefði önnur þróun i orkumálum en séð varð fyrir þegar samningurinn um álverksmiðjuna var gerður. Þar af leiðandi kvað Jóhannes viðkomandi yfirvöld hér ekki telja raforkuverðið sem kveðið er á um í þessum samningi, réttlátt miðað við núverandi aðstæður. A hinn bóginn teldu forráðamenn Alusuisse að skattaákvæði samn- ings þessa væru að ýmsu leyti óhagstæð fyrir þá. Það hefur komið fram hjá Jóhannesi, að hann telji áætlað tap Islendinga af raforkuverðinu miðað við þróun orkumála að verulegu leyti hafa unnizt upp vegna fyrrgreindra skatttekna af álverksmiðjunni í Straumsvík. Guðmundur enn efstur GUÐMUNDÚR Sigurjónsson stór- meistari er í 1.—4. sæti á skák- mótinu í Lone Pine I Kaiiforníu með 4‘A vinning að loknum 6 um- ferðum. Með Guðmundi f efsta sætinu eru bandarísku stórmeist- ararnir Browne og Evans og tsra- elsmaðurinn Liberzon. Drukknaði Skipverji féll útbyrðis af þýzka verksmiðjuskipinu Hanseat um 60 sjómílur út af Eldey um helg- ina. Niu togarar ásamt fslenzku varðskipi tóku þátt f leit að mann- inum en án árangurs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.