Morgunblaðið - 22.04.1975, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.04.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1975 13 sem er borgaralegur flokkur og hefur tvo þingmenn. Lang stærsti flokkurinn er svo Landsbyggðar- og skerjagarðskosningabanda- lagið, sem hefur 18 þingmenn. Þetta er borgaralegur flokkur, sem myndaður er á grundvelli byggðahagsmuna. Loks kemur svo Frisinnad samverkan, sem er hægri sinnaður borgaraflokkur, sem hefur á að skipa fjórum þing- mönnum. Þetta eru ólíkir flokkar um margt, en þeir hafa skipað sér undir eitt merki í sjálfstjórnar- málunum og þau ráða miklu um afstöðu þeirra. Alandsk vSnster er svo lítill kommúnistaflokkur, sem var langt frá því að fá mann kjörinn I kosningunum 1971. Sá flokkur stendur einnig fyrir utan Álandsk samling. Formaður Álándsk samling er Evald HSggblom, sem jafnframt er fulltrúi Alendinga á finnska ríkisþinginu. Hann er mjög I sviðsljósinu um þessar mundir vegna tilrauna hans til að tak- marka ræðutímann í finnska þinginu, en málæði þykir þar keyra úr hófi fram. Hræddir við nýtt kerfi Forseti landsþings Álandseyja nú er Folke Woivalin. Hann hefur tekið mikinn þátt í störfum Norðurlandaráðs síðan Álend- ingar fengu aðild að því og m.a. átt sæti í norrænu menn- ingarmálanefndinni. Hann segir, að flokkakerfið sé þannig upp byggt, að á þingi komi mjög sjald- an til átaka milli hægri og vinstri afla. Að vísu sé mikill borgara- legur meirihluti I þinginu, en í flestum efnum ráði önnur sjónar- mið ferðinni. Aðspurður segir hann á hinn bóginn, að í öllum stjórnmálahópunum sé viss órói. Göran Fagerlund er yngsti þingmaður Alandseyja. Hann hefur nýlega sett fram þá skoðun, að nauðsynlegt sé að stokka upp flokkakerfið og koma á skarpari skilum á milli flokka á hug- myndafræðilegum grundvelli. Hann vill tveggja flokka kerfi og þingræði, þannig að landsstjórnin styðjist jafnan við ákveðinn meirihluta á þingi. Aðspurður sagðist Folke Woi- valin vera á móti þessum hugmyndum. Hann sagðist vera á móti þingræðisreglunni. Ríkjandi fyrirkomulag með hlutfallskosn- ingum í landsstjórnina tryggði meira jafnvægi. Menn væru almennt hræddir við að reyna nýtt kerfi. Ritari ÁlSndsk samling, Folke Sjölund, segir á hinn bóginn, að í röðum ungra manna sé í vaxandi mæli rætt um nauðsyn þess að koma á þing- ræðisskipulagi. Hann telur lík- legt, að breytingar verði á í þess- um efnum á næstu árum, en óvíst sé, hvort þeirra muni gæta f kosn- ingunum, sem fram eiga að fara næsta haust. Woivalin segir, að á þingi taki menn í flestum tilvikum persónu- lega afstöðu til mála og þing- flokksfundir þekkist tæplega. Hann segir ennfremur, að þingið taki til meðferðar 40 til 50 laga- frumvörp auk fjárlaga á hverju ári. Um þessar mundir sé allmikið deild um nýja veiðilöggjöf og ferðaskatt, sem nota eigi til umhverfisverkefna. Þá sæktu Álendingar nú á um aukið frjáls- ræði í skattamálum. Woivalin segir, að tæplega sé unnt að tala um atvinnustjórnmálamenn á Álandseyjum, nema þá helzt þá, sem sitja í landsstjórninni. Sjálfur er Woivalin bóndi, og hann viðurkennir, að stundum sé erfiðleikum bundið að sinna bústörfunum jafnframt þing- störfunum. Woivalin er eins og aðrir Alendingar fyrst og fremst sjálfstjórnarmaður, og hann stað- hæfir, að eyverjar hafi alla jafnan sterkari sjálfstæðiskennd en meginlandsbúar. — Og ugglaust hefur hann nokkuð til sfns máls i því efni. — ÞP. LESIO oncLEcn SíCt* hagiæðmga' P ir^rð l'rá kr rekstn ili Fjölbreytt úrval af buxum í mörgum efnum, sniÖum og litum TAKIÐ SPORo c7HEÐ PVÍ AÐ KAUPA IVORo 'þegar fér lagií H.BENEDIKTSSON H.F SÍMI 38300 — SUÐURLANDSBRAUT 4 - REYKJAVÍK Jíi//ld tSSna/ocrrr? a h'ó/(fí/stu óef/icf mm/ia/eó/oa//ar?s t sÁa/sem i er /2Sm/. f /y /o/rttJ af /ra/c/r/ entolÁc. 'ieytié />ar til lógunnn er />y//cur (2m/n/ /remúf s yrunnt, o/a/J s/at ftss/rafýúna ) //atut S/éfan tnn t Jryst/nr? ttn? (atf />'/ ///s/.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.