Morgunblaðið - 22.04.1975, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.04.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. APRlL 1975 5 Byggingartrygging SJÚVA boetír dll utanaókomandi tjón, þar meó talin tjon af völdum hruns, sigs, foks 'CX,' SUÐURLANDSBRAUT 4 82500 Fóstbræður undirbúa sanisöngvana ásamt Sigrfði E. Magnúsdóttur, sem verður einsöngvari með kórnum. Húnavakan að hefjast Húnavakan, hin árlega fræðslu- og skemmtivika Ungmennasam- bands Austur-Húnvetninga, hefst f félagsheimilinu á Blönduósi síð- asta vetrardag, þ.e. á morgun. Að venju verða fluttar samfelldar dagskrár með leikþáttum, söng og frumsömdum gamanvfsum. Leik- rit verður sýnt, karlakórar syngja, sýndar verða kvikmyndir og loks verða dansleikir á hverju kvöldi. Húnavökunni lýkur sunnudaginn 27. aprfl. Á annað hundrað mans munu koma fram f dagskráratriðum Húnavökunnar. Húnavakan hefst með dag- skrá Ungmennasambands Austur- Húnvetninga sem nefnist Hús- bændavaka. Þar mun m.a. frú Guðrún Lára Asgeirsdóttir á Mælifelli flytja erindi, Jóhann Már Jóhannsson bóndi á Hrafna- Hvar er kisa? I Vesturbænum í Kópavogi tap- aðist kisa sl. föstudag, sem heitir Theodór, hálfangóra, blágrár og hvítur með hvítar loppur. Hann er allur Ioðinn, mest á hálsi, bringu og skottið er geysisvert og loðið. Ef þið hafið séð vininn þá hringið i síma 43855. Háls- bandið var ekki á honum vegna þess að hann hefir verið lasinn undanfarið. björgum i Svinadal syngur ein söng, skemmtikraftar úr héraðinu syngja gamanvísur, kvartettinn Gamlir félagar á Skagaströnd syngur nokkur lög, ungmenni þaðan sýna leikfimi, og loks leik- ur lúðrasveitin á Blönduósi nokk- ur lög. Hjálparsveit skáta á Blönduósi hefur lífgað upp á Húnavökuna með margvíslegum hætti. I ár hafa nokkrir félagar úr sveitinni æft revíukabarett sem þeir setja upp. Þá munu þeir sýna gaman- leikinn Gullbrúðkaupið og atriði úr Kardimommubænum. Loks taka þeir nokkur rammislenzk lög ásamt konum sínum. Frá Skaga- strönd kemur meira efni en að framan hefur verið getið. Má nefna, að Umf. Fram og kvenfé- lagið Eining sýna leikþáttinn Ertu nú ánægð kerling? Leikrit þetta var frumsýnt á Skagaströnd fyrir nokkru og hlaut þá góðar undirtektir. Leikritið verður sýnt á laugardagskvöld, en revíukabar- ettir.n hjálparsveitarmanna verð- ur sýndur á fimmtudagskvöld. Á sumardaginn fyrsta sýna nemend- ur barnaskólans á Blönduósi nokkur atriði um miðjan dag. Þá er aðeins ógétið gestanna á Húnavökunni í ár, en það eru félagar úr Karlakórnum Heimi i Skagafirði. Fjöldi gesta hefur ætið sótt Húnavökuna og er búizt við að svo verði einnig að þessu sinni. Flug- félagið Vængir flýgur til Blöndu- óss dag hvern og aukaferðir eftir þörfum og hótelið á Blönduósi verður opið. ÁRSSKÝRSLA Útvegs- banka Islands fyrir árið 1974 er komin út. Heildarinnlán bankans jukust á árinu um 658 milljónir króna og námu í árslok 4.645 milljónum króna. Heildarútlán bankans jukust á árinu um 2.721 milljón króna og námu í árslok 7.548 milljónum króna, en þar af voru end- urseld útlán 1.666 milljónir króna, aðallega vegna sjáv- arútvegs. Sigríður E. Magnús- dóttir einsöngvari með Fóstbræðrum KARLAKÓRINN Fóstbræður heldur sfna árlegu samsöngva fyrir styrktarfélaga sfna á morg- un, miðvikudagskvöld, fimmtu- dagskvöld, föstudagskvöld og laugardagskvöld og hefjast öll kvöldin kl. 19.00. Söngstjóri Fóst- bræðra er Jónas Ingimundarson, og eru þetta fyrstu samsöngvar hans með kórnum, en hann var ráðinn til hans s.l. haust. Ein- söngvarar verða Sigríður E. Magnúsdóttir, Hákon Oddgeirs- son og Þorgeir Andrésson, en undirleik annast Carl Billich. Efnisskráin er fjölbreytt að vanda, eftir innlend og erlend tónskáld. Þau innlendu eru: Arni Thorsteinsson, Sigursveinn D. Kristinsson og Jón G. Ásgeirsson, en eftir hann mun kórinn syngja upphafs- og lokakórinn úr óper- unni Þrymskviðu. Af erlendum verkum á söngskránni má nefna Rapsodie op. 53 fyrir alt-rödd og karlakór eftir Jóhannes Bramhs, kóra úr óperunni Töfraflautunni eftir W.A. Mozart auk laga eftir Schubert, Sibelius, Selim Seger- stam o.fl. Styrktarfélögum Fóstbræðra hefur fjölgað mikið undanfarin ár og verða samsöngvararnir því fjórir i stað þriggja oftast áður. Aðgöngumiðar á samsöngvana hafa nú verið bornir út til styrkt- arfélaga, en hafi einhverjir ekki fengið miða sína enn, geta þeir vitjað þeirra til Friðriks Eyfjörðs i Leðurverzlun Jóns Brynjólfsson- ar Austurstræti 3. Skipting útlána bankans til hinna ýmsu atvinnu- greina var í árslok þannig: sjávarútvegur 51.5%, verzlun 14.9%, iðnaður 10.5% og aðrar greinar 23.1%. Þannig hefur meira en helm- ingur heildarútlána Utvegsbank- ans gengið til sjávarútvegs. Það verður að teljast óeðiilegt, að fjár- mögnun helzta útflutningsat- vinnuvegar þjóðarinnar skuli hvíla nær eingöngu á tveimur við- skiptabönkum, Landsbanka og Utvegsbanka. Tekjuafgangur Utvegsbankans árið 1974 nam 30 milljónum króna. Af hagnaði ársins var ráð- stafað 15 milljónum króna til varasjóðs, 6 milljónum króna til afskriftasjóðs, 6 milljónum króna til húsbyggingasjóðs og 3 milljón- um króna til eftirlaunasjóðs starfsmanna Utvegsbankans. Þá greiddi bankinn ríkissjóði á árinu 41 milljón króna í skatt af gjald- eyrisverzlun og tæpar tvær millj- ónir króna i landsútsvar. Menningarvaka að hefjast í Borgarfírði MENNINGARVAKA hefst f Borgarfirði á sumardaginn fyrsta. Að vökunni standa Ung- mennasamband Borgarf jarðar, Samband borgfirzkra kvenna, Búnaðarsamband Borgarfjarðar, Tónlistarfélag Borgarfjarðar, og Kirkjukórasamband Borgarfjarð- arpróf astsdæm is. Aðalviðburður menningarvök- unnar verður samkoma, þar sem fram fer kynning á borgfirzkum skáldum og rithöfundum, ásamt kórsöng, einsöng og léttu skemmtiefni. Af öðrum atriðum menningar- vöku Borgfirðinga má nefna sam- söng Karlakórsins Svana á Akra- nesi, sýningu á leirmunum Stein- urinar Marteinsdóttur og leiksýn- ingu. Þar verður á ferð leikflokk- ur Þjóðleikhússins með Inúk- manninn. Menningarvaka með líku sniði var haldin i héraðinu í fyrra og þótti takast með ágætum. Eins og fyrr segir, hefst vakan á sumardaginn fyrsta, en lýkur sunnudaginn 27. apríl. Hún fer fram á fimm stöðum — Lyng- brekku, samkomuhúsinu í Borg- arnesi, Valfelli, Logalandi og í Bíóhöllinni á Akranesi. Ertu að byggja ? þáþarftu aötryggja W Arsskýrsla Utvegsbankans: RÖSKIIR HELMINGUR ÚTLÁNA RANN TIL SJÁVARÚTVEGSINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.