Morgunblaðið - 22.04.1975, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.04.1975, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. APRlL 1975 29 Eðvald B. Malmquist: Heilbrigði og geymsluþol kart- öflunnar var fundarefni nokkuð á annað hundrað bænda í Rangár- valla- og Árnessýslu föstudaginn 21. marz s.l. Fundurinn var hald- inn í Þykkvabæ. Fundarboðendur voru Búnaðarfélag Djúpárhrepps og Eðvald B. Malmquist yfirmats- maður garðávaxta. Þetta var fyrsti almenni fund- urinn, sem haldinn er um þetta mál sérstaklega, en komið hefur i ljós, að geymsluþol og heilbrigði kartöflunnar er ekki sem áður var, og eru þrjár orsakir sérstak- lega tilnefndar: að kartöflur fái ekki réttan áburð, þreyta jarð- vegsins, og notkun véla við upp- skeru og flokkun. Blaðamaður ræddi fyrir nokkru við Eðvald B. Malmquist og spurði tfðinda af fundinum, en hann sagði að eins og vænta mætti hefðu menn ekki komist að niðurstöðu um hvað hér vægi þyngst á metum, enda skiptar skoðanir i þeim efnum. Eðlilegast væri því að hafa atriðin öll í huga, og yrði nú reynt að vinna að úr- bótum í þessum málum. Þá mætti ekki gleymast það sem fram fer i dreifingarkerfinu, til dæmis væri naumast unnt að svara þeirri spurningu hvort kartöfluuppsker- an í gamla daga hefði komist klakklaust gegnum slíkt dreifing- arkerfi sem nú tiðkast. Frummælendur á fundinum í Þykkvabæ voru Oli Valur Hans- son ráðunauturv Agnar Guðnason blaðafulltrúi, Kristinn Jónsson tilraunastjóri, Ketill Hannesson forstöðumaður búreikningaskrif- stofu landbúnaðarins, Eðvald B. Malmquist og Jóhann Jónasson forstjóri Grænmetisverzlunar landbúnaóarins. Allmiklar um- ræður urðu og ýmsar fyrirspurn- ir. Þá skoðuðu gestir kartöflu- geymslur Þykkbæinga, flokkun- arvélar og aðra aðstöðu við kart- öflurækt þar. En nú í upphafi ræktunarársins og samkvæmt þeim óbeinu niður- stöðum er hinn fjölmenni bænda- fundur í Þykkvabæ komst að 21. marz s.l., þá er ekki úr vegi að ihuga hin ýmsu atríði kartöflu- ræktarinnar sem geta i mörgum tilfellum skorið úr um það hvort ræktandinn fær fjárhagslega hag- stæða útkomu á rekstri sínum, í fyrsta lagi. Nú og svo annað þaö hvað neytandinn fær. Verður á markaðnum eftir næsta haust góó vara, kartöflur sem fólk getur verið ánægt með við þær aðstæð- ur er Við búum við í ræktun þegar full tillítssemi frá neytandans hálfu er höfð í huga? Þessi byrjunar- og undirstöðu- atriði til meiri vöruvöndunar og hagkvæmni í rekstrinum verða þá m.a. helst eftirfarandi: 1. Veljið heilbrigt og óaðfinnan- legt útsæði. Helst frá Norðurlandi eða öðrum þeim stað þar sem vit- að er að heílbrigði kartaílna hef- ur verið betra en viðast hér sunn- anlands siðastliðið haust og vetur. Tilraunir og ekki síður ræktunar- reynsla bænda sjálfra hafa marg- sýnt aó uppskeruaukning á kart- öflum hefur verið um 30% þegar norðlenskt útsæði hefur verió notað fremur en heimaræktað sunnlenskt. Og annað, sem meira er um vert, að heilbrigði og nýt- ing uppskerunnar hefur orðið miklu betri og þar með betri vara á hinum almenna markaði. 2. Hreinlæti og aftur hreinlæti er eitt af áriðandi atriðum i sam- bandi við vandaða kartöflurækt- un. Sótthreinsa þarf geymslur, kassa, umbúóir og allar vélar, sem notuð eru við ræktun, flokkun og annað er viðkemur framleiósl- unni. Eftir fund kartöfluræktar- bænda á Suðurlandi í marz 3. Tinið frá allar sjáanlegar sýktar kartöflur þegar lagt er til spírunar. Gætið þess vandlega að sýktar kartöflur lendi ekki með í niðursetningarvélarnar. Þær smita ekki aðeins garðlandið, heldur skilja þær að sjálfsögóu einnig eftir sýkla í sjálfri niöur- setningarvélinni og þar með dreifist gerlagróðurinn meira og minna i heilbrigt útsæói um leið og sett er niður. Þar með er hætt- an vís þegar upptaka hefst að hausti. 4. Fylgist meó vexti og umfram allt heilbrigði kartöfluakursins yfir sumartímann, þó sérstaklega þegar á líður og fjarlægið burtu öll vafasöm grös. Sú vinna getur í mörgum tilfellum gefið margfald- an ,,ávöxt“ og sparað mikla fyrir- höfn við uppskeruna sfðar. 5. Gætið þess vandlega að sýkt kartöflugrös eóa sýktar kartöflur fari ekki á færibönd upptökuvél- anna. Sótthreinsið véiar og tæki ef þess hefur orðið vart að garð- lönd hafa verið sýkt þar sem síð- ast var unnió við upptöku með vélum. 6. Stillið ganghraða dráttarvéla og annan snúningshraða tækja við uppskerustörfin á eins hægan gang og frekast er hægt hverju sinni, þannig að hnjask og nún- ingur verði sem allra minnstur við snertiflöt vélanna i upptöku og rögun vörunnar, þegar til flokkunarstarfa kemur. Þetta er sérstaklega áriðandi þegar um surnar- og snemm- haustsuppskerustörf er aó ræða. Best væri ef hægt er að koma þvi við að taka alla sumaruppskeru upp með höndum og er svo gert viða í nágrannalöndum okkar. 1 Bretlandi er t.d. greitt mun hærra verð fyrir slikar kartöflur en þær sem, teknar eru upp með vélum. Þetta er sannarlega athyglisvert ekki sist með tilliti til þess að okkar uppskera er i langflestum tilfellum aðeins hálfþroskuö vara, með litla sem enga hýöismyndun til varnar hnýðinu eóa sjálfri kartöflunni. En í hinum heitari löndum er meiri og minni kork- myndun komin til verndar ávext- inum, jafnvel þó um sumarupp- skeru sé að ræða. 1 öllu falli er nauósynlegt að taka sumar- og haustmarkaðskart- öflurnar upp og meðhöndla að öðru leyti með sérstakri varúð á öllum stigum, þ.e.a.s. upptöku, rögun, þvotti og allri dreifingu, ef koma á henni i viðunandi ásig- komulagi til neytenda, sem verð- ur varla öðruvísi en i kassa eða körfuumbúðum, annað er ógern- ingur við þær aðstæður, eins og okkar dreifingarkerfi er f dag. Ný kartöflu- uppskera má ekki vera orð- in ,,gömul“, sjúskuð, þegar hennar fær hana i hendur. Hér þarf úrbóta við bæði frá ræktancþ ans hálfu og ekki síður þeirra er um dreifinguna sjá. Að lokum þetta. Enn meiri hirðusemi og. varkárni í ræktun- inni. Það er of mikið um það að við þurfum aó sætta okkur við smáar og oft ekki nógu góóar kartöílur á markaðnum þegar óvenjukalt tíðarfar er og nætur- frost konia kannski á miðjum sprettutíma. Hitt er þö ennþá al- varlegra og óviðunandi til fram- búðar að þegar vel sprettur og kartöfluuppskera er i hámarki að þá sé ekki forsvaranleg neyzlu- vara á markaðnum, sem stafar m.a. af tæknilegum orsökum i ræktun og dreifingu. Ennfremur vegna þess að íramleiðendur fær- ast of mikið í fang, ráða ekki við að hagræða uppskerunni, geymslu hennar og annarri meó- ferð sem skyldi. T.d. heíur oft hlotist af stórtjón vegna þrengsla i geymslum þegar uppskera er óvenju mikil og þannig má benda á ntörg fleiri dæmi um það að það ýantar á að þaö sé rétt staðið að framleiðslu og dreiíingarstöríun- um eins og eðlilegast væri varð- andi þessa nauósynlegu en vió- kværnu búgrein og ómissandi neysluvöru. Það þarf að fara enn betur meó kartöflur og aðra garðávexti i dreifingarkerfinu en nú tiðkast i mörgum tilfellum, sérstaklega er varðar sumaruppskeruna. En sem dæmi um það hvað framleiðslan hefur verið misjöfn hér sunnan- lands á markaði i vetur, þá má geta þess aó afföll og endursend vara vegna margvíslegra galla heíur numið mörgum tonnum eða rúmum 3% af heildarmagni þeg- ar verst heíur gengið, þrátt fyrir að framleiðendur hafa lagt nijög mikla vinnu i að betrumbæta vör- una áóur en þeir hafa sent hana á hinn almen'na markað. En auðvitað er framleiðslan Fyrstur talaði Ragnar Arnalds Nú ræðan var mest sú gamla tugga, sem lesa hefur mátt í Þjóð- viljanum undanfarnar vikur, um að það væri verið að leika sér að því að þrautpína alþýðu þessa lands en auðvitað að hygla þeim, sem betur mættu sin. Alltaf þessi gamla kommúnistíska tugga, sem er fyrir löngu hætt að virka á fólk. Svo talaði Lúðvik Jósepsson í síðari umferðinni og barðist um á hæl og hnakka svolitla stund með þá grillu í hausnum að við- skiptakjör þjóðarinnar hefðu verið litið verri árið 1974 en árið 1973. Þessu ætlast þú Lúðvík Jósepsson til að fólk trúi. Nei, þessu verður þú að kyngja sjálfur. Gg svona var allur mál- flutningur stjórnarandstöðunnar, slagorðakennt fálm. Samt viður- kenndi stjórnarandstaðan, að það væru erfiðir tímar. Já, einhvern veginn álpaðist það út út þeim. En hver var þá meginuppistaða þessara stjórnmálaumræðna? Þvi er auðsvarað. Það voru hinar nokkuð misjöfn frá hinum ýmsu ræktendum eins og verða vill með alia vöruvöndun. Þannig hafa um 40% bænda er framleiöa til sölu sloppiö alveg eða þvi sem næst alveg við heimsendingar eða afíöll á framleiðslu sinni eftir að hún hel'ur verið tekin í mat og söludreifingu. En aftur á móti hafa um 60% markaðsframleið- enda oröið fyrir meiri eöa minni afföllum, þrátt fyrir að þeir hafa leitast við að vanda til frágangs vörunnar áður en þeir senda hana frá sér. Það má samt segja í þessu sambandi að þó fram- leiðslan hafi verið misjöfn og ódrjúg vegna leyndra galla í vet- ur, að þá hafa bragðgæði yfirleitt verið nokkuð sæmileg. þróttmiklu og gagnmerku ræður þeirra Geirs Hallgrimssonar og Matthíasar Á. Mathiesen. Þetta voru ræður fluttar af skilningi og festu, enda ekki við öðru að búast. Menn spyrja oft hver annan: Hvaða g?gn er að slikum umræð- um? £g segi fyrir mitt leyti: Eg tel að slíkar umræður eigi mikinn rétt á sér. Þar fær maður glögga yfirsýn um ýmis þau mál, sem maður að öðrum kosti fengt ekki. Eitt var það i þessum umræðum, sem ég varð áskynja um og það er, að Samtökin og kommúnistar eru sem sagt gengnir i eina sæng og má i því sambandi sannarlga segja að þar hæfi .... skel og spónn munnferði. Að lokum þetta. Það eru erfiðir timar. Megum við og ráðamenn okkar bera gæfu til farsællar lausnar á vandamálum okkar og þá mun aftur morgna og hver lifa glaður við sitt. Föstudaginn 21. marz 1975. Ólafur Vigfússon, Hávallagötu 17. Rvfk. Lágkúruleg stjórn- arandstaða í eldhús- dagsumræðunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.