Morgunblaðið - 22.04.1975, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.04.1975, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. APRlL 1975 39 Frá afmœlishátíð Þjóðleikhússins Núverandi og fyrrverandi þjódleikhússtjórar, Sveinn Einarsson t.v. og Guðlaugur Rósinkrans. 25 ARA starfsafmæli Þjóðleik- hússins var hátíðlegt haldið á sunnudaginn og afmælishátfðinni verður fram haldið á miðvikudag og fimmtudag f þessari viku. A sunnudaginn var hinn eiginlegi afmælisdagur og var þá ýmislegt gert til hátfðabrigða og leikhús- inu bárust fjölda margar gjafir og heillaóskir. Segja má að afmælishátíðin hafi byrjað með stofnun Starfs- mannafélags Þjóðleikhússins. Stofnfundurinn var haldinn i leikhúskjallaranum í hádeginu og var hann mjög fjölsóttur. Formað- ur var kjörinn Halldór Ormsson miðasölustjóri. Síðdegis var sýn- ing á barnaleikritinu Kardi- mommubænum og var höfundur- inn Thorbjörn Egner viðstaddur sýninguna. Var hann kallaður upp á sviðið að henni lokinni og hylltur ákaflega. Thorbjörn Egn- er gerði þvi næst grein fyrir fyrstu úthlutun úr sérstökum sjóði, Kardimommusjóðnum, sem hann hefur stofnað með höfund- arlaunum fyrir verk sín frá Þjóð- leikhúsinu, en hlutverk sjóðsins á að vera að auka samskipti ís- lenzkra og norskra leikara. Hlutu þeir Klemens Jónsson og Carl Billich verðlaunin, en þeir hafa mest unnið að uppsetningu á leik- ritum Egners hér. Einn norskur leikari mun einnig hljóta verð- laun úr sjóðnum og mun Egner velja hann síðar. Klukkan 17 hófst móttaka í Kristalsal Þjóðleikhússinsogvoru það flutt fjöldamörg ávörp og gjafir afhentar. Fyrstur tók tii máls Vilhjálmur Þ. Gislason, for- maður þjóðleikhússráðs, og skýrði m.a. frá nokkrum athyglis- verðum staðreyndum um rekstur hússins s.l^ 25 ár. Næstur tal- aði Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra og flutti leikhúsi og leikurum árnaðarósk- ir. Vigdís Finnbogadóttir, leik- hússtjóri hjá Leikfélagi Reykja- vikur, flutti árnaðaróskir frá Leikfélaginu og afhenti gjöf frá því, myndir af .nokkrum látnum leikurum sem hófu feril sinn hjá LR en hófu siðar störf við Þjóð- leikhúsið. Jón Kristinsson, for- maður Leikfélags Akureyrar, flutti kveðjur að norðan og af- henti Þjóðleikhúsinu að gjöf árit- aðan skjöld. Næstur talaði Klem- ens Jónsson fyrir hönd Félags Is- lenzkra leikara og ættingja Arn- disar heitinnar Björnsdóttur leik- konu og afhenti Þjóðleikhúsinu málverk af Arndísi. Myndina gerði Halldór Pétursson listmál- ari og var hún afhjúpuð í Kristals- salnum á sunnudaginn. Gerði það kona Halldórs. Ævar R. Kvaran talaði fyrir hönd hins nýstofnaða Starfsmannafélags leikhússins og færði því gjöf frá starfsmanna- félaginu, 150 þúsund krónur. Því næst mælti Guðlaugur Rósin- krans fyrrverandi þjóðleikhúss- stjóri nokkur orð. Helga Hjörvar, framkvæmdastjóri Bandalags is- lenzkra leikfélaga, flutti kveðjur frá bandalaginu og að lokum töl- uðu erlendu gestirnir tveir, þeir Thorbjörn Egner og Erland Josephsson, leikhússtjóri Drama- ten i Stokkhólmi. Færðu þeir báð- ir leikhúsinu gjafir, Egner mynd af ræningjunum þremur úr Kardimommubænum, og Josephs- son búningaskissu eftir Lennart Mörk við Draumleikina eftir Strindberg í uppsetningu Ingi- mars Bergman. Siðastur tal- aði Sveinn Einarsson þjóðleikhús stjóri, þakkaði gjafir og árnaðar óskir og gat gjafar Sigurðar Grimssonar leikdómara sem er nýlátinn, en hann hafði mælt svo fyrir, að leikhúsið skyldi fá frá sér myndskreytta viðhafnarút- gáfu af verkum Shakespeare. Að siðustu skýrði þjóðleikhússtjóri frá verðlaunaveitingu úr Menn- ingasjóði leikhússins, en verðlaun hlutu að þessu sinni Bryndis Pét- ursdóttir, Briet Héðinsdóttir, Gisli Alfreðsson, Guðmundur Magnússon og Jón Benediktsson. A sunnudagskvöld var sýning fyrir boðsgesti á nokkrum atrið- um úr verkum sem Þjóðleikhúsið hefur sýnt s.l. 25 ár. Var sýning- unni mjög vel tekið. Meðal gesta voru forsetahjónin. N.k. miðviku- dagskvöld verður ljóða- og söngvakvöld á litla sviðinu I kjall- ara leikhússins í tilefni afmælis- ins og á fimmtudagskvöld verður frumsýning á nýrri gerð Silfur- tunglsins eftir Halldór Laxness. Frá afhjúpun myndar af Arndfsl Björnsdóttur leikkonu. Svipmynd frá afmæiishófinu. Talið frá vinstri: Valur Gfslason leikari, Kóbert Arnfinnsson leikari, Gylfi Þ. Gfslason alþm. og Vilhjálmur Þ. Gfsiason, form. þjóóleikhúsráðs. RYMINGARSALA! Vegna breytinga verður rýmingarsala í dag og næstu daga! Stórkostlegur afsláttur af öllum vörum í búðinni (Ij) [ Notið þetta einstæða tækifæri. v/Bankastræti Sími 28350

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.