Morgunblaðið - 22.04.1975, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.04.1975, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1975 LOFTLEIÐIR BILALEIGA f CAR RENTAL 21190 21188 LOFTLEIÐIR Hópferöabílar 8—21 farþega í lengri og skemmri ferðir. Kjartan Ingimarsson Sími 86155-32716-37400. Afgreiðsla B.S.I. FERÐABILAR h.f. Bilaleiga, simi 81260. Fólksbilar — stationbilar — sendibilar — hópferðabilar. m jJ níi. i íiiAit; Félwslíf | I.O.O.F. Rb. 1 = 1244228'/2 -....—--------------------- ! 0.0.F 8 E I 564238'/> = 9. □ EDDA 59754227 — 1 atkv. K.F.U.K. Reykjavik Fundur í kvöld kl. 20.30. Séra Jónas Gíslason flytur erindi. Allar konur velkomnar. Stjórnin. IOGT— IUT. — Þingstúkan og ungtemplarar halda almennan fund um bindindishreyf- inguna á íslandi i kjallara templ- arahallarinnar kl. 8.30 í kvöld. Allir velkomnndir. Filadelfia Almennur bibliulestur i kvöld kl. 20.30 ræðumaður Einar Gislason. % • * Íflovijunlilntiiti morgfaldar marhad wðar Vinnufriður Blaðið Siglfirðingur nýverið f leiðara: segir „Alþjðð fagnar því um þessar mundir, að tekizt hefur, a.m.k. í bili, að tryggja vinnufrið f landinu. Þorri verkalýðsfélaga f landinu hefur nú samþykkt samningsdrög ASl og vinnu- veitenda, og þegar þetta er skrifað virðast Ifkur á, að samn- ingar séu einnig að takast miili útgerðarmanna og sjómanna, a.m.k. á bátaflotanum og smærri skuttogurum." Sfðar f leiðaranum segir: „Allir sanngjarnir menn geta verið sammála um það, að vinnufriðurinn sé höfuðatriðið. Stöðvun atvinnuveganna við þær aðstæður, sem nú ríkja í fslenzkum efnahagsmálum, myndi án alls efa leiða hreint neyðarástand yfir íslenzku þjóðina og tefla efnahagslegu ástandi hennar f voða. Segja má, að meðan full atvinna helzt f landinu, geti maður alltaf bjargazt einhvernveginn af, jafnvel þó launin virðist lág um stundarsakir. Atvinnulausum manni eru hins vegar allar bjargir bannaðar, líkt og vél- vana skipi f stormi og stórsjó." Reynslan frá 1967 og 1968 Þá segir: „Það er ekki að efa, að núverandi efnahagsástand er algjörlega tfmabundið, og við munum fljótt rétta úr kútn- um aftur, ef þjóðin ber gæfu til að takast á við þessa erfiðleika með sameiginlegu átaki allra stétta. Nægir f þvf sambandi að minna á þá miklu erfiðleika, sem við var að glfma eftir efna- hagsáföllin 1967 og 1968. Það tók okkur aðeins eitt ár að rétta við eftir þau áföll, og árin 1970 og 1971 urðu einhver mestu uppgangsár f atvinnulegu og efnahagslegu tilliti, sem hér hafa orðið. Það ætti að verða sameiginlegt markmið þjóðar- innar nú, að sú saga megi endurtaka sig.“ Við þurfum að þreyja þorrann og góuna enn um sinn, meðan greiddir eru upp vinstri- stjórnar vfxlarnir, skulda- söfnunarveizlan. Við þurfum að byggja upp á ný gjaldeyris- varasjóð og þá verðjöfnunar- sjóði atvinnuveganna, sem mætt geta óhjákvæmilegum sveiflum f verði útflutnings- afurða okkar og aflamagni út- gerðarinnar. Við þurfum að treysta rekstrargrundvöll at- vinnuveganna, útgerðar, fisk- vinnslu, landbúnaðar og iðnaðar, og skjóta nýjum stoð- um stóriðju undir atvinnu- og afkomuöryggi okkar sem heildar og einstaklinga. Þann veg stefnum við á ný inn á braut raunhæfra og varanlegra framfara, þvf vaxandi og snurðulaus verðmætasköpun í þjóðarbúinu hlýtur að verða sá grunnur og sú undirstaða, sem fjármagnar framsókn okkar á öllum sviðum þjóðlffsins. Þriðjungur rafmagnsverðs Raforkan gegnir stærra hlut- verki f atvinnulffi okkar og daglegu Iffi borgaranna en flestir gera sér grein fyrir. Raforkuverð skiptir því miklu, bæði f rekstri fyrirtækja og heimila. Hins vegar gerir fólk sér oft ekki grein fyrir þvf hve stór hluti raforkuverðs, sem greitt er til hinna einstöku raf- veitna f landinu, rennur beint til rfkissjóðs og Rafmagns- veitna rfkisins, en það er hvorki meira né minna en 33% þess, þ.e. 20% f formi sölu- skatts og 13% í formi verðjöfn- unargjalds. Af hverjum 5000 króna rafmagnsreikningi, sem greiddur er til rafveitna ein- stakra sveitarfélaga, fær við- komandi rafveita aðeins kr. 3.350.-, afgangurinn, kr 1.650.-, rennur til rfkisins og RARIK. Skattaafsláttur — niðurskurður ríkisútgjalda Lfkur benda til að tvö tengd og afdrifarfk þingmál komi til kasta Alþingis f þessari viku: skattalækkun til launþega f einhverju formi (lækkun beinna skatta og/eða sölu- skatts) um allt að 2000 milljón- ir króna og niðurskurður rfkis- framkvæmda og rfkisútgjalda til að mæta þeim tekjumissi sem og ýmsum kostnaðarauka vegna láglaunabóta, verð- hækkana o.fl. Gera má því ráð fyrir að annasamt verði á Alþingi næstu daga og vikur, enda bíða mörg merk málefni lokaafgreiðslu. Guðjón Bj. Guðlaugsson: Gera templarar ekkert? Því fer fjarri, eins og nærri má geta um félagsskap, sem er orðinn níutfu ára gamall. Eng- inn félagsskapur af sama tagi hefur orðið langlífari, enda er Góðtemplarareglan móðir félagsstarfseminnar hér á landi. Það er ekki einungis að félagsskapurinn í heild sé orð- inn þetta gamall heldur hafa ýmsar stúkur hans starfað frá fyrstu tíð. Má þar til nefna: ísafold — Fjallkonan, Akur- eyri, Verðandi og Einingin, Reykjavík, Danfelsher og Morgunstjarnan, Hafnarfirði, Framför í Garði, Akurblómið á Akranesi og fleiri ágætar stúk- ur, sem geymt hafa lífsneistann og starfað af miklum krafti og bornar uppi af óbilandi og fórn- fúsum starfskröftum. Tugþús- undir manna hafa sótt í stúkurnar gleði og lífs- hamingju, sem aldrei verður fellmetið eða þakkað. Eitt það verk, sem Góðtemplarareglan vann til mikilla hagsbóta fyrir félagslífið, var bygging sam- komuhúsanna, sem voru félags- heimili þeirra tíma. Það var að sjálfsögðu ekki liðinn drykkju- skapur í þeim félagsheimilum. Stúkuhúsin gömlu voru einn- ig fundahús byggðarlaganna, sveitar- og bæjarstjórna. Lengi var gamla Góðtemplarahúsið hér í Reykjavík fundarstaður bæjarstjórnarinnar. Það hús byggðu templarar, mikið í sjálf- boðavinnu og meira að segja bjuggu til landið undir það út í Tjörnina með því að draga grjót í það á sjálfum sér vestan af Melum. Er ekki að sjá annað en að bílum alþingismanna líði vel á því plani. Lóð þessa fékk Al- þingi fyrir fáar krónu á nútíma mælikvarða og manni sýnist það væri siðferðileg skylda Al- þingis og því til sóma og verð- ugs hróss að leggja templurum til dálitla fjárhæð svo að þeir geti gengið sæmilega frá lóð- inni kringum Templarahöllina, sem er hið myndarlegasta hús og notað af því opinbera og stendur I hjarta borgarinnar. Væri ekki óeðlilegt að borg og ríki tækju höndum saman og heiðruðu með því minningu þeirra landvinningamanna, sem létu sér ekki fyrir brjósti brenna að draga grjót á sjálfum sér í byl og kulda margra kíló- metra vegalengd. Enn eru til gömul templara- hús í almennri notkun fyrir það opinbera og samborgaranna. Má þar til nefna stúkuhúsið á Akureyri, í Hafnarfirði, sömu- leiðis I Garðinum og sjálfsagt víðar og mörg önnur fram til síðustu tíma. Góðtemplarareglan hefur hrærst í daglegu lífi þjóðarinn- ar. Henni er ekkert mannlegt óviðkomandi. Hún finnur að sjálfsögðu að þvf, sem miður fer og bendir á leiðir til úrbóta, þó að samfélagið skelli oft skollaeyrunum við því. Hún lætur líka þakklæti sitt I ljós þegar vel er gert og styður við bakið á öllum þeim, er vilja og vel gera öðrum til hagsbóta og starfa á kristilegum siðferðis- grundvelli. Kemur mér í hug í því sambandi að á síðasta fundi Umdæmisstúkunnar nr. 1, sem haldinn var á þessum vetri var samþykkt: Að lýsa ánægju yfir hve allur undirbúningur og framkvæmd þjóðhátíðanna í sumar tókst vel, að þakka þjóðhátíðarstjórn- unum fyrir frábær störf og þá ákvörðun að útiloka eftir mætti áfengisneyzlu á þessum sögu- legu hátíðum íslenzku þjóðar- innar, einnig fyrir það að Afengisverzluninni var lokað og Alþingi fyrir það að veita ekki vín T veizlu þeirri, er það hélt á Þingvöllum. Ennfremur að þakka menntamálaráðherra fyrir þá ákvörðun að veita ekki vín í þeim veizlum, er hans ráðuneyti heldur og einnig að þakka íslenzkum ungtemplur- um fyrir dugnað og framtaks- semi við söfnun fjár til styrktar nauðstöddum Ceylonbúum. Þá beindi þingið þeim tilmæl- um til alþingsimanna að þeir hækkuðu ríkisframlagið til Stórstúku Islands á næstu fjár- lögum. Samþykkt var tillaga um það að rannsaka hve mörgum dauðsföllum vínið veldur ár- lega. Þingið var mjög fjölmennt og samhuga. Má því sjá af ofanrituðu að á öllum tímum hafa góðtemplar- ar verið starfandi jafnt í blíðu sem stríðu. Þó er ótalið það mesta, allar þær mannbætur, sem þeir hafa gert á næstum heilli öld. Hugsið ykkur hvernig hefði verið ef bindindisstarfs hefði ekki notið við. Það fólk, sem vill sjálfu sér og börnum sínum vel, ætti að hugleiða hvað mikla blessun það veitir að vera algjörlega bindindismaður. Engu starfi fylgir meiri hamingja en bindindisstarfinu. Guðjón Bj. Guðlaugsson Bann við hundahaldi: Sakadómur hefur eng- ar kærur afgreitt A fundi borgarstjórnar sl. fimmtudag svaraði Birgir Ísleifur Gunnarsson borgarstjóri fyrir- spurn frá Alfreð Þorsteinssyni lim framkvæmd banns við hunda- haldi I borginni. Borgarstjóri sagði, að samkvæmt skýrslu lög- reglustjóra hefðu verið gefnar 34 lögregluskýrslur um hundahald á fyrstu 6 mánuðum sl.' árs. Jafn- framt kom fram, að lögreglu- menn hafa fyrirmæli um að gefa eigendum hunda, er þeir hafa afskipti af, stuttan frest til að ráðstafa hundunum. 1 skýrslu lög- reglustjóra kemur ennfremur fram, að lögregluskýrslurnar hafa verið sendar sakadómi Reykjavíkur en hann hefur enga kæru afgreitt. Alfreð Þorsteinsson sagði, að ljóst væri, að samþykkt borgar- stjórnar um bann við hundahaldi hefði ekki verið virt. Lögreglu- yfirvöld og dómstólar ættu að fylgja samþykktum borgarstjórn- ar eftir. Mjög óæskilegt ástand rikti nú í þessum efnum þar sem hundum hefði fjölgað mjög í borginni. Ólafur Thors sagði, að það væri mjög alvarlegt mál, hversu illa hefði gengið að fylgja eftir sam- þykkt borgarstjórnar. Engin af- greiðsla hefði fengizt i sakadómi, en það væri nauðsynlegt að mati lögreglunnar, ef hún ætti að fylgja þessu banni eftir. (Jlfar Þórðarson sagði, að höfuðþátturinn í þessu máli væri læknisfræðilegs eðlis, þar eð smitunarhætta væri samfara hundahaldi í borgum. Borgarbúar ætluðust til þess, að borgarstjórn sæi til þess að borgin væri laus við hunda, ekki vegna þess, að við værum á móti hundum, heldur vegna þess, að þeir ættu ekki heima í borgum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.