Morgunblaðið - 22.04.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.04.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1975 7 Rússar bera blak af Finnum Mikil orðasenna hefur orðið milli austurs og vesturs vegna af- stöðu Finna til heimsmálanna, og af hálfu vesturveldanna er því haldið fram, að áhrif Sovétrikj- anna fari vaxandi í Finnlandi, sem er yfirlýst hlutlaust riki. Dagölöð höfðu fyrir skömmu að forsíðuefni grein, sem birtist ný- lega í bandaríska vikuritinu Time og fjallaði um ,,hið litaða hlutleysi Finna ', en slik gagnrýni vegur varla upp á móti frásögnum af skoðunum sovézkra fjölmiðla, sem styðja afstöðu Finna með ráð- um og dáð. Þessar umræður um erlend áhrif í Finnlandi koma i kjölfar Norður- landaráðsþingsins, sem haldið var i Reykjavik fyrir skömmu. Þar bar það til tíðinda, að einn finnski fulltrúinn hvatti til þess að Sovét- menn fengju aukin áhrif á norræna samvinnu, en hún er sem kunnugt er ákaflega náið og heil- steypt bandalag hinna norrænu frændþjóða. Norðmenn eru áhyggjufullir i öryggismálum, ekki sizt vegna þeirra oliulinda, sem þeim hafa nýlega hlotnazt, og Sviar, sem eru uggandi um, að aukin þjónkun Finna við Sovétmenn geti orðið til þess að Sovétmenn reyni einnig að beita áhrifum sinum i Sviþjóð, visuðu afdráttarlaust á bug þess- um málaleitunum Finna. Hávarar raddir heyrðust um, að „finnland- ísering'' færi vaxandi. Finnskir leiðtogar hafa einnig leitað hófanna um, að komið verði á kjarnorkuvopnalausu svæði i Norður-Evrópu, en slikar um- leitanir hafa átt litlu gengi að fagna meðal Svía, Norðmanna, Dana og íslendinga. Finnar gera greinilega ekki ráð fyrir, að Sovétmenn dragi úr sin- um gífurlega vígbúnaði á norð- austur-landamærum Finnlands á Kolaskaga, né heldur að þeir dragi úr eldflaugabúnaði sinum við Eystrasalt. Hins vegar hafa hinar Norðurlandaþjóðirnar bent á, að í raun réttri sé vart um kjarnorku- búnað að ræða á Norðurlöndum, en ekki er leyfilegt að Atlands- Eftir Colin Narbrough hafsbandalagið hafi kjarnorku- vopn um hönd á friðartímum. Telja þeir það vera skilyrði fyrir banni gegn kjarnorkuvopnum á Norðurlöndum að svipaðar ráð- stafanir verði gerðar i norð-vestur Rússlandi. Moskvudagblaðið Sovietskaya Rossiya tók málsstað Finna i siðustu viku og sagði m.a. að valdajafnvægi i Norður-Evrópu (sem er i raun og veru ójafnvægi) gæti orðið til þess, að tillagan um kjarnorkuvopnalaust belti þar um slóðir myndi verða að raunveru- leika. Þá yrði að gera samkomulag um bann gegn kjarnorkuvopnum á ábyrgð risaveldanna. Tillögur Finna um kjarnorku- vopnalaust belti í Norður-Evrópu og þátttöku Rússa í norrænu sam- starfi hlutu einnig góðar hljóm- grunn i Izvestiu, sem fjallaði um „hinar alvarlegu mótsagnir í um- ræðum um efnahagsmál og utan- ríkismálastefnu meðal Norður- landaþjóðanna, og að ákveðin öfl innan Norðurlanda og vesturveld- in kysu, að sá aðili (þ.e. Sovétrik- in), sem eðlilega ætti að taka þátt i norrænu samstarfi, stæði utan við það." Viða á Vesturlöndum hafa Finn- ar verið álitnir skósveinar Rússa á undanförnum árum, og marka má viðbrögð sovézkra fjölmiðla við höfnum tillagna Finna á Norður- landaráðsþinginu, er ekki úr vegi að álykta að Rússar hafi reynt að ota finnskum stjórnmálaleiðtog- um til þess að opna þeim leið inn í Norðurlönd. Vaxandi þrýstingur af hálfu stjórnmálamanna og diplómata jafnhliða stórauknum hernaðar- mætti Sovétmanna á þessu svæði, á væntanlega að hafa þann til- gang að þvinga Norðurlandaöúa til að halla sér að efnahagsveldi Sovétmanna, en það er nýjasta og áhrifamesta vopnið í vopnabúri þeirra. En hvað Finna snertir, þá neyð- ast þeir til að fylgja Rússum, bæði af landfræðilegum ástæðum, og vegna friðarskilmála eftir síðasta stríð. Nýliðnir atburðir gætu bent til þess, að örlög þeirra verði alger skilnaður við Vesturlönd og frændþjóðirnar á Norðurlöndum. TJ3lc/ uSSfe. THE OBSEKVER 4SS& THE OBSERVER .C2T^ Rænt og ruplað frá hinu opinbera í Austur-Þýzkalandi getur fólk verið á ferli i dimmustu öngstræt- um hvenær sem er sólarhringsins án ótta við, að á það verði ráðizt. En þar eru aðrir glæpir framdir. Fólk reynir stöðugt að ræna al- mannafé og opinberum eignum. Sáralítið er um ofbeldisverk á vestrænan mælikvarða, en mikiu meira er um að fólk ræni opinber- um eignum en hlutum og fé í einkaeign. Austur-þýzkur emb- ættismaður útskýrði þessa áráttu fyrir skömmu á eftirfarandi hátt: „Eignarrétturihn hefur verið heilagur i margar aldir, en hug- takið félagseign hefur aðeins þekkzt í nokkra áratugi." Á vinnustað hneigjast Austur- Þjóðverjar til þess að næla sér i hluta af eigin framleiðslu, sérstak lega i verksmiðjum, sem framleiða dýra og illfáanlega hluti, svo sem heimilistæki og tizkufatnað. Eftir- litslistar og útfyllingareyðublöð hafa aðeins gert hnuplarana hug vitssamari og raunhæfur árangur er lítill. Og eins og i mörgum verksmiðjum á Vesturlöndum leita verksmiðjuverðir i pökkum og pinklum starfsmannanna til að ganga úr skugga um, að þeir innihaldi aðeins nesti þeirra. Einkum er stolið hverskonar byggingarefni, og byggingalóðir eru girtar á allar hliðar og þeirra gætt af sérstökum vörðum, oft eftirlaunafólki. En allt kemur fyrir ekki, og hingað til hafa svo til öll einkahús og sumarbústaðir í landinu verið byggð úr efnivið sem að einhverju leyti er stolinn ellegar fenginn með mútum. Mjög algengt er, að fólk standi ekki í skilum með húsaleigu i þýzka alþýðulýðveldinu. Bæjar- félögin eiga mikinn hluta af íbúðarhúsunum, og þar hefur oft reynzt erfitt að fá húsaleigu greidda. Nú eru dómstólarnir hins vegar farnir að beita skuldseigt fólk meiri hörku, en hingað til hefur verð gert. Oft er það kallað fyrir dómstóla, þar sem sitja vinnufélagar þeirra, sem fengið hafa sérstaka lögfræðilega þjálfun. Er þetta gert í þeim tilgangi að létta farginu af dómurum og sak- sóknurum, auk þess sem þessi leið er talin áhrifaríkari, þjóð- félagslega séð. Þá er oft gripið til þess ráðs að festa miða með nöfn- um þeirra, sem stöðugt standa í vanskilum, upp í andyri hússins, þar sem þeir búa, svo að þeir skammist til að greiða leiguna Eftir Leslie Colitt Mikill hluti þeirra, sem þráast við að greiða húsaleigu, rafmagns- og gasreikninga, eru hjón, sem nýlega hafa fest kaup á bifreið, og geta vart kostað reksturinn á henni, á meðan þau eru að greiða niður sjónvarpstækið sitt. Bensín- lítrinn kostar 1,65 mörk, sjón varpstæki kostar 2.200 mörk, en mánaðartekjur eru að meðaltali 850 mörk. Snemma á siðasta áratug var breytt um fargjaldainnheimtu hjá opinberum samgöngufyrirtækjum. Vagnstjórum var fækkað, en sér stökum vélum komið fyrir I vögn unum þar sem fólki var gert að láta fargjaldið í, 20 pfenning, og fá þess i stað farmiða sinn. Ekki leið á löngu, þar til Austur- Þjóðverjar fóru að leiða vélina hjá sér, einkum þegar vagnarnir voru troðfullir, og vona var til þess, að ekki kæmist upp um þá. Sektin gegn broti þessu er 5 mörk. Samt sem áður gerðust svo mikil brögð að þessu, að á sl. 6 mánuðum nam sektarfé 900.000 mörkum i Dresden einni. Þó mun aðeins hafa náðst til fárra af þeim, sem borguðu ekki fargjald sitt. Reynt hefur verið að setja fyrir þennan leka með þvi að láta fólk kaupa farmiðakort, sem siðan eru götuð. Starfsmenn almennings- farartækjanna telja reynsluna af þessu ekkert sérlega upporvandi. Margir Austur-Þjóðverjar virðast álita að þessi 20 pfenning, sem samsvara 12 isl. krónum, séu aðeins málamyndafargjald, sem raunar er alveg rétt, og vilja því fá það afnumið. Að undanförnu hafa ekki verið birtar skýrslur um glæpi i Austur- Þýzkalandi, og þvi ekki unnt að gera sér rétta mynd af tiðni þeirra og eðli. En marka má eftir þvi, sem yfirvöid hafa látið hafa eftir sér, og af umsögnum i bloðum, hefur ofbeldisverkum, svikum og þjófnuðum farið fjölgandi frá árinu 1968, en fram til þess tima hafði þeim hins vegar fækkað stöðugt frá því i siðustu heimsstyrjöld. Aðalvandamálið virðist vera af- brot unglinga og opinber saksókn- ari kallar ræningjaflokka og áflogahunda „vera undir áhrifum af kapitaliskum siðvenjum". Hann kvartar einnig um, að „fólk þori ekki að tilkynna um glæpi af ótta við að verða fyrir þeim á nýjan leik " En embættismenn i Austur- Þýzkalandi hafa langtum þyngri áhyggjur af þjófnaði og ránum á opinberum eignum, en slikir glæpir eru einn fjórði af málum, sem kveðnir eru dómar i. Austur- Þýzkaland er ekki heppilegur staður til bankarána, en bekkir i almenningsgörðum standa þar ekki lengi. Fataskápar fyrirliggjandi. Bæsaðir eða tilbúnir undir málningu. Einnig skrifborðs- sett, svefnbekkir, pirahillur og m.fl. Nýsmíði s.f., Auðbrekku 63, Kóp. sími 44600. Rennilásar og hnappar í miklu úrvali. Haraldur Árnason Heildverzlun. Sími 1 5583. Keflavik Til sölu 3ja herb. efri hæð við Baldursgötu. Fasteignasalan, Hafnargötu 27, Keflavík, simi 1420. Til sölu Benz 1519, árg. '71. Vel með farinn bill. Uppl. í sima 93-1842 og 1 981 Akranesi. Vogar Til sölu góð 3ja herb. efri hæð með sérmiðstöð. Hagstætt verð. Fasteignasalan Hafnargötu 2 7, Keflavik, simi 1420. Til sölu Jeep Wagoner árg. 1973 6 cyl, beinskiptur, upphækkaður með framdrifslokum. skoðaður '75. Gróf dekk. Uppl. i sima 37203, Brotamálmur Kaupi allan bortamálm langhæsta verði. Staðgreiðsla. NÓATÚN27 Simi 25891. Kílóvara 1974 'A kg. póstinnsigluð óskast. Hátt verð og staðgreiðsla. Tilboð sendist B. Wilfert, Italiens- vej 74, 2300 Köbenhavn, Dan- mark. Springdýnur Tökum að okkur að gera við spring dýnur samdægurs. Sækjum og sendum ef óskað er. Opið til 7 alla daga. KM springdýnur, Helluhrauni 20, Hafnarfirði. Sími 53044. Húsdýraáburður — Plæging Til sölu húsdýraáburður og gróðurmold. Plægi garðlönd og lóðir. Birgir Hjaltalín, simi 26899 — 1 6829—83834. íbúð í Fossvogi Til sölu ný 4ra herb. íbúð með þvottahúsi á hæð, ca. 100 fm. Falleg ibúð. Uppl. i síma 83728. ískápaviðgerðir Geri við isskápa og frystivélar i heimahúsum. Simi 41 949. SSTRATFORD E N S K I R PENINGASKÁPAR þjófheldir — eldtraustir heimsþekkt — viðurkennd framleiðsla. E. TH. MATHIESEN H.F. STRANDGÖTU 1—3, HAFNARFIRÐI. — SÍMI 51919. SÉRVERSLUN MEÐ SVÍNAKJÖT Heildsala — Smásala SÍLD & FISKUR Bergstaóastræti 37 sími 24447

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.