Morgunblaðið - 22.04.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.04.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. APRlL 1975 3 Breytingar á efnahagsfrv: Lækkun tekjuskatts 970 millj. — útsvars 410 millj. 0 Meirihluti fjárhags- og viðskiptanefndar neðri deildar Alþingis hefur lagt fram breyt- ingartillögur við frumvarp ríkis- stjórnarinnar um ráðstafanir í efnahags- og fjármálum. Sam- kvæmt breytingartillögunum verður lækkun tekjuskatts og út- svars aukin um 120 til 170 millj. kr. umfram það sem frumvarpið gerði ráð fyrir. 0 Lækkun tekjuskatts verður þannig 970 millj. kr. f stað 850 til 900 millj. kr. Lækkun útsvars verður 410 millj. kr. I stað 360 milij. kr. 0 Lagt er til að ákveðið verði að afnema tolla af ávöxtum I stað heimildarákvæðis I frumvarpinu. Tollar af þessum vörum eru tald- ir nema 83 millj. kr. • Samkvæmt þessum breyting- um er gert ráð fyrir að 540 millj. kr. verði varið samkvæmt heim- ildarákvæði I frumvarpinu til að lækka söluskatt af ýmsum mat- vörum þannig að staðið verði við það fyrirheit ríkisstjórnarinnar að lækka beina og óbeina skatta um 2000 millj. kr. 0 Þá leggur nefndin til, að lagt verði á 365 kr. flugvallagjald af ferðum I innanlandsflugi, en á móti verði söluskattur felldur niður af flugi innanlands. Ákvæði þetta breytir engu um tekjur rfkissjóðs. Samkvæmt breytingartillög- unum er breytt skattalegri með- ferð á meðlagi vegna barna, sem eru á 17. aldursári. Lagt er til, að sömu reglur gildi um þessi börn og yngri börn. Þá er lagt til, að meðlagsgreiðslur til einstæðs foreldris teljist ekki til tekna hjá þvi. Aðrir skattgreiðendur greiða skatt af hálfu meðlagi. Breytt er þvi ákvæði varðandi nýtingu eftirstöðva persónuaf- sláttar, að þær gangi ekki til greiðslu eignarskatts. Utborgun til lífeyrisþega fellur niður, en ráðgert er, að tekjutrygging verði hækkuð um þá upphæð, sem ella hefði komið til útborgunar. Lög- um um það efni verður breytt og jafnframt breytt skerðingar- ákvæðum vegna þessa. Gerð er tillaga um einfaldari reglu um skattalega meðferð fólks, sem býr saman i óvigðri sambúð og á barn saman. Tekin eru af öll tvimæli um það, að hvorugur sambýlinga geti talizt einstætt foreldri. Þá er tiltekið, að foreldrar, sem búa saman i óvigðri sambúð og framfæra barn, sem þau eiga ekki saman, skulu hvorugt teljast einstætt for- eldri, enda þótt þau fari ekki skriflega fram á samsköttun. I fylgiskjali með nefndaráliti meirihluta fjárhags- og viðskipta- Framhald á bls. 24 Þessi litli snáði fékk sér gönguferð í Austur- stræti í góða veðrinu í gær. Hér hefur hann fengið sér hvíld á göng- unni og virðir fyrir sér umhverfið. Fgrsti sumar- boðinn — Það var skammgóður vermir, sem sóldýrkend- ur á Sv-horni landsins fengu í gær og fyrradag. Páll Bergþórsson veður- fræðingur tjáði okkur í gær, að í dag og jafnvel næstu daga mætti búast við þungbúnu lofti i Reykjavík og einhverri úrkomu. Hins vegar ætti veðrið norðanlands og austan að geta verið með miklum ágætum. — Myndin sýnir fólk taka lífinu með ró á sund- laugarstéttinni i gær- morgun. Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm. „Tal losnaði aldrei úr klípunni” — sagði Friðrik um sigurskák sína gegn heimsmeistaranum fyrrverandi „ÞETTA er heldur á réttri leið hjá mér eftir ósannfærandi byrj- un I mótinu“ sagði Friðrik Ölafs son stórmeistari er Morgunblaðið ræddi við hann í Las Palmas á Kanarleyjum síðdegis í gær. Tvær sigurskákir í röð í sfðustu tveimur umferðunum, gegn Tal og Cardoso, hafa aukið möguleika Friðriks á að hafna f úrslitasæti f mótinu. En þá verður hann Ifka að halda vel á spöðunum f þremur síðustu skákum sínum á móti Fernandez, Bellon og Mecking. Möguleikar Friðriks á að hafna f efsta sætinu eru nánast engir því fátt virðist geta komið í veg fyrir sigur Júgóslavans Ljubomir Lju- bojevic. Þessi ungi skákmaður, aðeins 24 ára, hefur teflt af mikilli hörku f mótinu og hefur örugga forystu. Sigur Friðriks yfir fyrrverandi heimsmeistara i aðeins 24 leikjum i 11. umferð mótsins, hefur að vonum vakið mikla athygli. „Tal komst nokkuð fljótt i heldur óþægilega stöðu í skákinni", sagði Friðrik aðspurður um skákina við Tal. „Eg bauð honum drottning- una en hann gat ekki þegið hana þvi þá hefði hann orðið óverjandi mát. Hann losnaði aldrei úr klíp- unni og þegar við blasti hrókstap og jafnvel tap enn fleiri manna sá hann þann kostinn vænstan að gefa skákina. Þetta var mjög fjörug og skemmtileg skák og ég held ég verði að telja, að mér hafi tekizt allvel upp í henni.“ Þess má geta hér til gamans, að þetta er önnur skákin í röð sem Friðrik vinnur gegn Tal. Þegar þeir mættust í Moskvu 1971 vann Friðrik einnig. Um skákina gegn Cardoso hafði Friðrik það eitt að segja, að hún hefði ekkert verið sérstök, hann hefði fengið betri stöðu strax i byrjun og haldið henni þar til Filippseyingurinn gafst upp i 31. leik. Friðrik kvaðst ekki vera nógu ánægður með frammistöðu sina framan af mótinu. „Ég var eitt- hvað óstöðugur framan af og missti niður t.d. tvær kolunnar skákir í jafntefli, gegn þeim Tatai og Visier. Þá lék ég herfilega af mér á móti Ljubojevic i ágætri stöðu og tapaði. Ef mér hefði tek- ist vel upp i þessum skákum væri ég þvi með nokkru betri stöðu i mótinu en raun er á.“ Friðrik var ánægður með aðbúnaðinn á skák- mótinu en kvað keppendur þó vera óánægða með hávaða í keppnissalnum sem væri fullmikill að þeirra mati. Er Friðrik var spurður um hina glæsilegu frammistöðu Ljubojev- ic í mótinu svaraði hann þvi til, að hann tefldi allra manna bezt í mótinu. „Ljubojevic hefur teflt af miklu kappi hér í Las Palmas og þegar svo er vill heppnin oft fylgja með.“ Þegar Friðrik var að því spurður, hvort þarna væri kannski á ferðinni næsti heims- meistari í skák kvaðst hann ekki get svarað þar um. Hann hefði reynt einu sinni áður en fallið út á millisvæðamóti en það væri aldrei að vita hvernig hann stæði sig þegar hann reyndi næst. Frið- rik bað að lokum fyrir kveðjur heim og sagðist koma heim til Islands strax og mótinu lyki nú í lok vikunnar. Til stóð að hann tæki þátt í móti í Zagreb I Júgó- slaviu sem hefst 28. apríl n.k. en hann hefur nú hætt við það. 1 11. umferðinni sem fram fór á laugardaginn urðu önnur úrslit en sigur Friðriks yfir Tal þessi: Mecking vann Debarnot í 40 leikj- um, Andersson vann Visier i 29 leikjum, Fernandez vann Rodriq- ues í 22 leikjum, Petrosjan vann Tatai í 35 leikjum og Ljubojevic og Bellon gerðu jafntefli. Skák Hort og Pomar fór í bið en Hort vann skákina daginn eftir. Card- oso sat hjá. I 12. umferðinni bar það helst til tíðinda að Ljubojevic vann Mecking i 33 leikjum, Bellon vann Rodriques i 39 leikjum, Friðrik vann Cardoso í 31 leik, Hort vann Debarnot og Tal vann Visier. Petrosjan og Pomar gerðu jafntefli, sömuleiðis Andersson og Tatai. Fernandez sat yfir. Staðan eftir 12 umferðir er Friðrik Ólafsson. þessi: Ljubojevic er efstur með 9'/i vinning. Næstur er Mecking með 8*/í, Hort hefur 8 vinninga, Tal og Andersson 7V4, Friðrik er i 6. sæti með 7 vinninga, Petrosjan er með 6i4 en aðrir koma nokkuð á eftir. I 13 umferðinni, sem tefld verð- ur í dag, mætast m.a. Friðrik og Fernandez (Friðrik hefur svart), Tal og Andersson, Hort og Ljubo- jevic, Petrosjan og Debornet, Mecking og Rodriques. Norræni framkvœmdabankinn: Aðsetur ekki enn ákveðið EINS og kunnugt er af fréttum, þá var samþykkt á forsætisráð- herrafundi Norðurlanda sem haldinn var i Osló 31. janúar s.l. að stefnt skyldi að því að stofna framkvæmdabanka Norðurlanda. Fljótlega eftir þennan fund, var skipuð nefnd norrænna fulltrúa til þess að semja drög að samningi um stofnunina og lög fyrir bankann. Fulltrúar tslands í þessari nefnd eru þeir Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytisstjóri og Björn Tryggvason aðstoðarseðla- bankastjóri. í samtali við Morgunblaðið i gær sagði Þórhallur, að búið væri að halda fundi í Osló og stefnt væri að því, að nefndin lyki störf- um fyrir maílok. Niðurstöður nefndarinnar verða síðan lagðar fyrir ráðherrafund Norðurlanda þann 19. júní. Hugmyndin um stofnun norræns framkvæmdabanka á sér langa sögu, en málið hefur aldrei fengið eins góðan hljómgrunn og nú. Að sögn Þórhalls, er bankan- um ætlað að lána til framkvæmda, sem fleiri en eitt Norðurlandanna hefur áhuga á. Hann sagði ennfremur, að nefndin hefði ekki enn ákveðið hvar leggja bæri til að bankinn hefði aðsetur, né hve mikið stofn- fé bankans yrði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.