Morgunblaðið - 22.04.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.04.1975, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. APRlL 1975 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar. hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80 Áskriftargjald 700,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið Aufúsugestir frá r Alandseyjum Dr. Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra: Stígum rétt spor með markaðs- samstarfinu Ohætt er að full- yrða, aó sú Norður- landaþjóð, sem íslendingar hafa haft minnst kynni af, eru Álendingar. Á Álands- eyjum býr lítil en dugandi þjóó, sem í rúma fimm ára- tugi hefur búió við sjálf- stjórn í eigin málum, en aö öðru leyti heyrt undir finnska ríkið. Fyrir fimm árum fengu Álendingar ásamt Færeyingum sjálf- stæóa aðild að Norður- landaráöi og það var í sjálfu sér ánægjuefni fyrir íslendinga, aó það skyldi hafa gerzt á fundi ráðsins hér i Reykjavík, því að full- víst er, að eyþjóðirnar þrjár í hópi Norðurland- anna hafa að ýmsu leyti sérstöðu í þessum ríkja- hópi. Það er því full ástæða fyrir íslendinga til þess að auka kynni sin af Álands- eyjum og treysta tengslin við þá þjóð, sem þar býr. Um þessar mundir gefst gott tækifæri til þess að bæta úr skák í þessum efnum. I Norræna húsinu í Reykjavik stendur nú yfir éynningarvika á Álands- eyjum. Þar hefur verið komið upp fróðlegri og athyglisverðri sýningu, sem varpar ljósi á líf og sögu þessarar þjóðar. Jafn- framt þessari sýningu eru nú fluttir fyrirlestrar um atvinnu- og menningarlíf Álendinga. Hér er um að ræóa mjög þarft framtak, sem án nokkurs vafa á eftir að auka þekkingu manna á þessari eyþjóð og treysta íengslin milli landanna. Þeir fjölmörgu aðilar, sem standa að Álandseyjavik- unni og hafa lagt þar hönd að verki, eiga því miklar þakkir skildar. Álandseyjar eru um 6500 ialsins, en aðeins lítill hluti þeirra er byggður. Eyjarn- ar eru fyrst og fremst land- búnaóarland og stærsti hluti vinnuaflsins vinnur við landbúnaðarstörf og skógarhögg. Fiskveiðar eru einnig stundaðar í rík- um mæli. En á hinn bóginn eru siglingarnar veiga- mesta atvinnugrein Álend- inga. Það er undravert, hversu stóran og mikinn kaupskipaflota þeir hafa byggt upp. Álendingar, sem nú eru aðeins 22 þúsund, eiga þannig þriðj- unginn af öllum kaupskipa- flota finnska ríkisins og siglingarnar leggja þeim til um þaó bil 30% þjóðar- teknanna. Á síðustu árum hefur ferðamannastraum- ur aukizt gríðarlega og þangað kemur nú ein millj- ón feróamanna á ári hverju. Það er því ekki alveg út í hött þegar sagt er, að Álendingar hafi hlaupið yfir iðnþróunina, frá bændaþjóðfélaginu yfir í þjónustustarfsemina. Álendingar hafa byggt upp fjölþætt skólakerfi og leggja rækt við marg- breytilega menningarstarf- semi. Allt er þetta reist ái gömlum og traustum merg, því að þjóðin á sér langa og að ýmsu leyti merkilega sögu. Alendingar eru sænskir að uppruna og heyrðu lengi til Svíaríki. Um langan aldur réðu Rússar síðan eyjunum, en eftir fyrri heimsstyrjöld- ina voru þær lagðar undir finnska ríkið, en Álending- ar fengu heimastjórn í eigin málum 1922 á grund- velli ákvörðunar Þjóða- bandalagsins. Þjóðin hefur því þurft að heyja langa og oft á tíðum erfiða baráttu fyrir sjálfsákvörðunarrétti sínum og til þess að standa vörð um þjóðerni sitt og uppruna. Islendingar finna oft til smæöar sinnar og skilja því e.t.v. betur en aðrir, hversu mikið átak það er fyrir litla þjóð að standa vörð um menningu sína og byggja upp sjálfstætt at- vinnulíf. Þessu hafa Álend- ingar fengið áorkað með aðdáunarverðum hætti. Það er því full ástæða fyrir íslendinga að nota það tækifæri, sem nú gefst, til þess að kynna sér Álands- eyjar, líf og sögu þjóð- arinnar, sem þær byggja. Víst er, að Álendingar eru hér aufúsugestir. Ræða dr. Gunnars Thoroddsen á ársþingi Félags islenzkra iðnrek- enda 17. april 1975: FIMM ÁRA EFTA-AÐILD. Um þessar mundir eru liðin fimm ár frá þvi er Island gerðist aðili að Fríverzlunarbandaiagi Evrópu, Efta. A árinu 1972 var gerður viðskiptasamningur við Efnahagsbandalag Evrópu, sem felur í sér nokkuð hliðstæðan samning og gerður var við Frí- verzlunarbandalagið árið 1970. Sá samníngur hefur þó ekki enn tek- ið gildi að fullu vegna landhelgis- deilunnar við Vestur-Þýzkaland. Skoðanir voru skiptar á sinum tíma um það, hvort við ættum að taka þátt i markaðssamstarfi Evrópuþjóða með aðild að Frí- verzlunarbandalaginu. Það er skoðun mín, að við höfum stigið rétt spor með þátttöku í þessu samstarfi. í viðræðum, sem fram hafa far- ið milli rikisstjórnarinnar og stjórnar Félags islenzkra iðnrek- enda, var ákveðið, að láta fara fram úttekt á þvi, hver áhrif þátt- taka okkar í markaðssamstarfi Evrópu hafi haft á efnahagsþróun okkar og þá sérstaklega á þróun iðnaðarins. Hefur Þjóðhagsstofn- un og Iðnþróunarstofnun íslands verið falið að vinna það verk og er gert ráð fyrir því að þessari athugun verði lokið á miðju þessu ári. Mun þá væntanlega verða hægt að mynda sér glögga skoðun á því, hver áhrifin hafi orðið á iðnaðinn í heild og einstakar greinar hans. An þess að hér verði gerð til- raun til að meta hver áhrif þátt- taka okkar í markaðssamstarfinu hafi haft á umræddu tímabili vil ég nefna nokkrar tölur um þróun iðnaðarframleiðslu. Aætiað er, að þjóðarframleiðslan i heild hafi á árunum 1970—1974 aukizt að meðaltali um 6,2%. A sama tíma- bili er áætlað, að meðaltalsaukn- ing iðnaðarframleiðslunnar hafi numið 12 %t en 10% ef álfram- leiðsla er undanskilin. Hlutdeild mannafla í iðnaði hefur aukist litillega á árunum 1970—1973 eða úr 17,7% í 18,3%. Aukning frarn- leiðslu hefur hinsvegar orðið mun meiri en aukning mannafla og bendir það til þess, að um aukna framleiðni hafi verið að ræða, áætlað um 5—6% á ári 1970—1973. Útflutningur iðnaðarvöru hef- ur aukizt verulega á síðustu ár- um. Munar þar mest um útflutn- ing á áli, en útfiutningur ann- arrar iðnaðarvöru hefur einnig orðið verulegur. Utflutningur al- mennrar iðnaðarvöru hefur auk- izt úr 440 millj. kr. árið 1969 í 2.238 milljónir kr. árið 1974. Heildarútflutningur iðnaðarvöru að meðtöldu áli, hefur aukizt á sama timabili úr 959 millj. kr. í 7,027 millj. kr. og hefur hlutdeild iðnaðarvöru í útflutningi vaxið úr 10% árið 1969 í um 20% árið 1974. LÁNSFJÁRMÁL Eitt af meginvandamálum iðnaðarins á undanförnum árum hefur verið skortur rekstrarfjár. Vegna verðhækkana og aukins til- kostnaðar hafa framleiðslu- fyrirtæki I iðnaði átt i miklum erfiðleikum um að halda uppi sama framleiðslumagni og áður, nema til kæmi aukið rekstrarfé, — að ekki sé talað um fram- leiðsluaukningu, en til þess hefur nú skapazt sérstakt lag vegna breyttrar skráningar á gengi ís- Dr. Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra. lenzku krónunnar. Til þess að ráða hér bót á hóf iðnaðarráðu- neytið þegar á öndverðum vetri viðræður við bankastjórn Seðla- banka Islands um úrbætur á rekstrarfjárvanda iðnaðarins. I þeim viðræðum hefur einkum verið lögð áherzla á þessi atriði: 1. Rýmkun gildandi reglna um endurkaup framleiðslu- og rekstrarlána iðnaðarins, m.a. með þeim hætti, að í vaxandi mæli verði tekið tillit til þeirra fram- leiðslugreina, sem njóta enn no'tkurrar tollverndar, en munu lenda í mjög harðnandi sam- keppni á næstunni af völdum tollalækkana. 2. Sérstaka lánafyrirgreiðslu til iðnfyrirtækja vegna gengistapa af innflutningi hráefna. 3. Fyrirgreiðslu við iðnfyrir- tæki, sem hafa með höndum við- skipti við fyrirtæki í sjávarútvegi og fiskiðnaði, sem lent hafa i greiðsluerfiðleikum vegna haila- reksturs. Undirtektir hafa verið jákvæð- ar, og munu úrbætur á rekstrar- fjárvandamálum iðnaðarins að nokkru leyti komnar til fram- kvæmda. Það er brýnt hagsmuna- mál allrar þjóðarinnar, að inn- lend iðnarframleiðsla verði efld, ekki aðeins tímabundið, á meðan við erum að komast úr þeim mikla efnahagsvanda, sem nú er við að etja, heldur til frambúðar. Það er nauðsynlegt að gera iðnaðinum kleift, bæði fjárhagslega og á ann- an hátt, að nýta það svigrúm, sem nú er fyrir hendi til framleiðslu- aukningar. Stofnlánasjóðir iðnarins eru Iðnlánasjóður og Iðnþróunarsjóð- ur. Iðnþróunarsjóður, sem tók til starfa við inngöngu Islands í EFTA, veitir lán til fjárfestingar í útflutningsiðnaði, en einnig til fyrirtækja, sem verða fyrir vax- andi samkeppni á innanlands- markaði vegna aukinnar fríverzl- unar. Til þessa hefur sjóðurinn getað sinnt svo til öllum láns- beiðnum, sem að mati stjórnar og framkvæmdastjórnar hafa fallið undir verksvið sjóðsins og verið taldar lánshæfar. Samþykkt lán Iðnþróunarsjóðs á árinu 1974 námu 434,2 millj. kr. Verksvið Iðnlánasjóðs er mun viðtækara en Iðnþróunarsjóðs. Það tekur einnig til hvers konar þjónustuiðnaðar. Samþykkt lán Iðnlánasjóðs á árinu 1974 námu 420,5 millj. kr., en sjóðurinn gat hvergi nærri annað eftirspurn. Alls námu láns- umsóknir 1.341 millj. kr. Er aug- ljóst að stefna verður að verulegri eflingu útlánagetu sjóðsins frá því sem nú er. Iðnrekstrarsjóður var stofnað- ur með lögum frá árinu 1973. Hlutverk sjóðsins er að styrkja útflutning og erlenda markaðsöfl- un í þágu iðnaðarins, þar á meðal nýiðnaðinn, sem gæti leitt til út- flutnings. Á árinu 1974 veitti Iðn- rekstrarsjóður lán að upphæð samtals 38,3 millj. kr. og styrki 14,8 millj. kr. 1 lögum sjóðsins er ákveðið, að taka skuli lög Iðn- rekstrarsjóðs til endurskoðunar hið fyrsta með það fyrir augum að sameina sjóðina og verkefni þeirra. Er nú unnið í iðnaðarráðu- neytinu að þeirri endurskoðun. Kemur þar til athugunar að sam- eina Iðnrekstrarsjóð Iðnlánasjóði á þann hátt að gera hann að sér- stakri deild, framleiðnideild, er hafi víðtækara verksvið en Iðn- rekstrarsjóður hefur nú. Hlutverk framleiðnideildar væri að aðstoða iðnaðinn enn frekar við aðlögun að breyttum aðstæðum og vaxandi samkeppni vegna aukinnar friverslunar og tollalækkunar. Þessi aðstoð þyrfti að taka ekki aðeins til útflutn- ingsiðnaðar, heldur og til ótoll- verndaðrar framleiðslu fyrir inn- lendan markað og framleiðslu, sem á næstunni á við vaxandi erlenda samkeppni að etja vegna tollalækkana. Eftir því sem verndartollar fara lækkandi er örðugra og ástæðuminna að greina á milli framleiðsluiðnaðar fyrir innlendan markað annars vegar og fyrir erlendan markað hins vegar. Tilgangi sínum næði framleiðnideild Iðnlánasjóðs með styrkjum og lánum við hagstæð- um kjörum til fyrirtækja, stofn- ana og félaga sem starfa eingöngu I þágu iðnaðarins. Einnig væri deildinni heimilt að ábyrgjast lán, sem veitt eru af öðrum aðilum. Ekki yrði gert ráð fyrir því, að framleiðnideildin veitti lán til verkefna, sem að öðru jöfnu væri hægt að fjármagna með lánum frá öðrum lánastofnunum, svo sem Iðnþróunarsjóði og með almenn- um lánum frá Iðnlánasjóði. Lán- veitingar framleiðnideildar gengi til verkefna, sem haft gætu veru- lega þýðingu varðandi þróun nýrrar framleiðslu og skipulags- breytingu og þróun innan ákveð- inna iðngreina. Framleiónideild hefði heimild til veitingu fjár- framlaga til margvíslegra verkefna, er miða að hagkvæmari rekstri og aukinni framleiðni i iðnaði. Þó yrði engan veginn gert ráð fyrir því, að með því væri létt á eða dregið úr nauðsynlegri aukningu fjárframlaga rikissjóðs til þeirra stofnana, sem starfa i þágu iðnaðarins. AÐFLUTNINGSGJÖLD AF VÉLUM OG TÆKJUM Af hálfu félags ykkar hefui réttilega verið bent á þá öfugþró- un, sem átt hefur sér stað á þeim árum aðlögunartíma Efta-aðildar, sem liðin eru, að á sama tima sem tollar hafa lækkað á ýmsum inn- fluttum iðnaðarvörum og stefnt er að auknum útflutningi iðnaðar- vöru, skuli aðflutningsgjöld á vél- um og tækjum til iðnaðarfram- leiðslu heldur hafa farið hækk- andi í stað lækkunar, sem telja verður sjálfsagða og eðlilega. Inn í fjárlög árins 1975 voru því sett heimildarákvæði þess efnis, að fella mætti niður eða endurgreiða að hálfu sölugjald af vélum og tækjum til samkeppnisiðnaðar; kom þessi lækkun til fram- kvæmda í ársbyrjun 1975. Hér er að vísu aðeins um áfanga að ræða og verður unnið að þvi að fella niður aðflutningsgjöld af þessum mikilvægu fjárfestingarvörum iðnaðarins svo fljótt sem verða má.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.