Morgunblaðið - 22.04.1975, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.04.1975, Blaðsíða 24
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. APRlL 1975 Sigurlaug Bjarnadóttir, alþm.: „Það þýðir ekkí að flýja undan ábyrgðuini” VEGNA þess, að ýmsar missagnir sla^ddust inn í frásögn Mbl. af ræðu minni við umræður í neðri deild Alþingis í s.l. viku um frum- varp til Iaga um kynlífsfræðslu og fóstureyðingar, vildi ég gjarnan að fram kæmu þeir kaflar úr ræðu minni sem snerta þau atriði sérstaklega, að viðbættum fáein- um athugasemdum öðrum, sem ég tilfæri svo til orðrétt úr þingræðu minni: 9. grein frumv. er enn sem fyrr aðal ágreiningsefnið og ég felli mig heldur illa við, að heyra stöð- ugt talað um, að „fóstureyðingu að ósk konu hafi nú verið hafn- að“. Að sjálfsögðu vita allir þeir, sem nokkuð hafa kynnt sér þetta mál, að sú staðhæfing er I sjálfu sér alröng, þó að það ákvæði, sem hófst á þessum orðum í eldra frumvarpinu hafi verið fellt burt. Það sem gerzt hefir við endur- skoðun frumvarpsins er hinsveg- ar það, að ósk konu um fóstureyð- ingu ein saraan, án nokkurra læknisfræðilegra eða félagslegra ástæðna, er í þessari gerð frum- varpsins ekki talin fullnægjandi til að fóstureyðing sé heimil. Þetta orðalag: „að ósk konu sé hafnað", er því í senn neikvætt og villandi. Að sjálfsögðu er það enn sem fyrr ósk konunnar sjálfrar, sem fyrst og fremst ræður því, hvort fóstureyðing er fram- kvæmd eða ekki. Það sem deilt er um er það, hvort sjálfsákvörð- unarréttur konunnar skuli þýða alræðisvald hennar, eða hvort hann skuli háður einhverjum skilyrðum og takmörkunum. I 9. gr. frumv. eins og það liggur nú fyrir eru hinar félagslegu að- stæður skilgreindar mun skýrar en I fyrra frumvarpinu og ætti það að tryggja að sama skapi bet- ur rétt konunnar til þess að slíkar ástæðu séu teknar til greina. Ég verð um leið að játa, að mér finnst sfðasti stafliður, þ.e. d-liðurinn í fyrsta hluta greinarinnar, sem tekur til „annarra ástæðna, séu fyllilega sambærilegar við ofan- greindar aðstæður“ — svo teygjanlegt og óljóst ákvæði, að erfitt verði I mörgum tilvikum að meta hvort aðstæðurnar eru sam- bærilegar eða ekki. En allavega er þetta greinilegt rýmkunar- ákvæði — og að mínu mati I sjálfu sér ónauðsynlegt. Það er líklegt til að leiða af sér þref og þras, og um leið óæskilega og afdrifaríka töf á afgreiðslu fóstureyðingar- mála. Mér væri því ósárt um, að þetta ákvæði félli út úr frumvarp- inu. Um hinn margumtalaða sjálfs- ákvörðunarrétt og ábyrgð kon- unnar, sem verið hefir þunga- miðjan I umræðum um þessi mál hér sem annars staðar vil ég segja þetta: að sjálfsögðu vega þessi atriði þungt á metunum en það hefir, að mér finnst, verið furðu hljótt um þá spurningu, hvort þessi sami sjálfsákvörðunarréttur og ábyrgð konunnar komi alls ekki inn í myndina fyrr en svo langt er komið, að hún þarf á fóstureyðingu að halda? — Hvort hún þyrfti ekki — og ætti ekki — á fyrra stigi málsins að „ráða yfir sínum eigin kroppi", eins og það hefir oft verið orðað f umræðum um þessi mál. Hvort hún hefði ekki þurft fyrr að vera sér með- vitandi um ábyrgð kynlífsins, af- leiðingar þess og ávöxt? Ég vil I þessp sambandi leggja áherzlu á hlut karlmannsins, sem hingað til hefir sloppið vægast sagt „bil- lega“, hvað ábyrgðina snertir og um leið dóm almenningsálitsins. Væri sannarlega til athugunar, hvort ekki væri í löggjöf hægt að tryggja betur hlut konunnar gegn ábyrgðarleysi mótaðilans í þess- um efnum. Eg vil jafnframt benda á, að hlutur karlmannsins mætti vera meiri en frumvarpið gerir ráð fyrir hvað snertir ákvörðun um fóstureyðingu, þar sem afkvæmi hans á í hlut. „Það þýðir ekki að flýja undan ábyrgðinni" — sagði háttv. 3. þingmaður Reykvíkinga, Magnús Kjartansson, við 1. umræðu þessa frumvarps er hann af „karlmann- legu“ göfuglyndi talaði fyrir auknu frelsi og ábyrgð konunnar. Sjálfsagt hefir Magnús viljað tala þetta af heilum hug og þeir aðrir með honum, sem fylgjandi eru takmarkalausu frelsi til fóstur- eyðingar og saka hina, sem ekki eru alveg á sömu skoðun um þröngsýni og tvískinnung. En mér er spurn: Gætir ekki allverulegs tvískinnungs i þeirri afstöðu, að eðlilegt sé og réttlætanlegt að láta ábyrgðina lönd og leið, þegar stofnað er til fósturlífs en höfða sfðan til hinnar sömu ábyrgðar sem heilagrar skyldu og kröfu konunnar, þegar hún á ein að bera ábyrgðina á því að eyða því sama lffi? Löggjafinn hlýtur hverju sinni að taka mið af aðstæðum og aldar- anda samfélagsins og gæta raun- sæis og hófs í kröfuhörku. Þannig væri það vafalaust hvorki gáfu- legt né vænlegt til árangurs, að sett væru lög um það, hvenær unglingar mega byrja að sofa saman — í von um, að færri barn- ungar stúlkur þyrftu á fóstureyð- ingu að halda. Sjálfsagt verður það „pillan" og aðrar getnaðar- varnir sem við verðum að treysta á í þessum efnum fremur.en sterkt og heilbrigt almennings- álit, á meðan hinir fullorðnu, for- eldrar og leiðbeinendur barna og unglinga — með brosi út í annað munnvikið, virðast lfta á það sem sjálfsagðan hlut — og jafnréttis- mál, að börn byrji að lifa kynlífi um fermingaraldur. En hér erum við komin að stórri spurningu, uppeldislegs eðlis, sem ég mun ekki fara nánar út f hér, þótt vissulega væri hún þess verð. Hvaða áhrif hefir fóstureyðing á konu — eftir á? — er önnur spurning, sem mér finnst, að hafi verið minni gaumur gefinn en ætla hefði mátt í umræðu um þessi mál. Sýnt hefir verið fram á það með læknisfræðilegum rökum og tölum, að lfkamleg áhætta við fóstureyðingu sé al- farið minni en við meðgöngu og fæðingu. Sú áhætta á vafalaust eftir að minnka með vaxandi tækni og reynslu. Um hina hlið málsins, þá sál- rænu og tilfinningalegu, liggja fyrir fær'ri tölur og upplýsingar. Ég minnist þess, að er ég á sfnum tíma ias hina umtöluðu bók „Gift“, æviminningar dönsku skáldkonunnar Tove Ditlevsen, þá vakti það sérstaka athygli mína, hvernig hún lýsti sínum innri viðbrögðum, er hún stóð frammi fyrir fóstureyðingu í annað sinn. Henni hafði ekki tek- izt að losna við áleitna eftirþanka sinnar fyrri reynslu. Henni fannst barnið hennar, sem fékk ekki að lifa, fylgja sér eftir sem skuggi, og hana hryllti við sam- fylgt tveggja slíkra skugga. Tove lýsir hugarástandi sínu á hispurs- lausan hátt eins og henni er lagið, laus við tilfinningasemi og væmni. En þessi hlið málsins, sú eftir- sjá og hugarkvöl, sem ég hygg, að hljóti að verða því meiri fyrir konuna, því minni og léttvægari sem ástæðan var til þess, að fóstureyðing var framkvæmd, — þessi hlið málsins er að mfnu mati ein hin alvarlegasta og örlagarík- asta fyrir jafnvægi konunnar og lífshamingju eftir á. Veit ég vel, að almenningsálitið, viðhorf manna til þessara mála, hafa breytzt meira en lítið á sfð- ustu árum frjálsum fóstureyð- ingum í vil. Já, sumir, einkum ungar upplýstar konur, vilja jafn- vel meina, að móðurtilfinning og móðurást sé ekki annað en gamal- dags kredda, sem óþarfi sé lengur að taka mark á, og orðið fórnfýsi virðist hreint eitur í þeirra beinum. Að hafna allri rýmkun á núgild- andi fóstureyðingarlöggjöf væri þó, að mfnu áliti fullkomlega óraunsætt og yrði til þess eins, að ólöglegar fóstureyðingar yrðu framkvæmdar í stórum stíl með öllum þeim hörmungum og spill- ingu, sem því fylgir. Við hljótum því, eins og ég hefi áður drepið á, að taka mið af viðhorfum sam- tíðarinnar án þess þó að láta berast gagnrýnislaust og án and- spyrnu með straumum erlendra áhrifa — og láta undan óbilgjörn- um og siðlausum kröfum háværra Framhald á bls. 24. Garðyrkjufréttir o g fræðslurit HAFIN er formlega útgáfa garðyrkjufrétta i lausblaðaformi og einnig útgáfa fræðslurita, seg- ir í fréttatilkynningu frá Garð- yrkjuskóla ríkisins. Þessum garð- yrkjufréttum er einkum ætlað að birta efni fyrir þá, sem hafa garð- yrkju að atvinnu, hvort sem það er skrúðgarðyrkja, matjurtarækt- un eða ylræktun. Utgáfan verð- ur í fjórum flokkum, þann- ig að garðyrkjumenn geta valið um að vera áskrif- endur að fréttum og upplýs- ingum um ylrækt, matjurta- rækt eða skrúðgarðyrkju, og auk þess verður einn flokkur, sem fjallar um ýmis málefni, almennur flokkur, og mun sá flokkur fylgja hverjum hinna. Hægt er að vera áskrifandi að einum, tveimur eða þremur flokk- um, auk hans, og hafa verið út- búnar sérstakar möppur undir Garðyrkjufréttirnar og verða til sölu hjá skölanum. Einnig er hafin útgáfa fræðslu- rita, sem eiga að fjalla um ýmsa veigamikla þætti innan garð- yrkjunnar á ýtarlegri hátt. Fyrsta ritið fjallar um frostþol og frost- varnir hjá trjám og runnum, og er skrifað á dönsku til þess að ná til stærri lesendahóps. Það er eftir Grétar J. Unnsteinsson. Viðbrigðin voru mikil fyrir flugliðana. 65 stiga hitamunur f Meistaravfk og Saiala. Ur 30 stiga frosti á Grænlandi í 35 stiga hita 1 Salala Mikið að gera hjá Iscargo MIKIÐ annrfki hefur verið hjá vörufiutningaflugfélaginu Iscarco að undanförnu og fram- undan eru mikil verkefni, að sögn Hallgrfms Jónssonar framkvæmdastjóra félagsins. Hafa báðar vélar félagsins verið f notkun nánast nótt sem nýtan dag og fengið til flutn- ings hinn margvfslegasta varn- ing. Mest hefur verið að gera f flutningum til Arabalandanna sfðustu mánuðina en félagið flýgur einnig f aðrar áttir. Má nefna sem dæmi um fjölbreytn- ina, að um daginn flaug önnur vél félagsins til Meistaravfkur f Grænlandi og að þeirri ferð lok- inni til Salala, sem er eitt af furstadæmunum f Oman. Hita- stigið f Meistaravfk var mfnus 30 gráður og þaðan fóru flug- liðarnir f 35 stiga hita f Salala. Hitamunurinn er 65 stig. Hallgrímur Jónsson sagði Mbl. stuttlega frá þessari ferð og fleiru sem er og hefur verið I gangi hjá félaginu. Það var Cloudmasterflugvélin TF-OAA sem fór til Meistaravíkur 26. marz með birgðir. Ekki var stoppað þar nema I 4!4 tima og frostið kom ekki að sök því Iscargomenn höfðu verið svo forsjálir að hafa með sér hitara og annan nauðsynlegan út- búnað. Flugstjóri I ferðinni var Hörður Sigurjónsson flug- maður sem margir kannast við, en þetta var ein fyrsta ferð hans sem flugstjóra I 12 ár. Aðstoðarflugmaður var Jón Hallgrímsson, hleðslustjóri Jón Páll Þorbergsson og vélamaður var Breti að nafni Murphy. Flogið var til Reykjavíkur og þaðan flaug sama áhöfn til Southend I Bretlandi þar sem tekin voru húsgögn og flogið með þau til Salala. Þangað var komið 31. marz I 35 stiga hita eins og að framan greinir. Einn maður bættist I hópinn I Southend, framkvæmdastjór- inn Hallgrímur Jónsson. Iscargo fór eina ferð milli Salala og Múskat en síðan vár haldið heim til íslands og á leiðinni tekið fullfermi af vör- um I Álaborg. Heim var komið 6. apríl. A meðan þessir flutningar fóru fram flaug hin vél Iscargo með 180 kálffullar kýr frá Esbjerg og Rotterdam til Gassim I Saudi-Arablu. Voru 30 gripir fluttir I hverri ferð. Heim kom vélin að loknum þeim flutningum með fullfermi af vörum frá Evrópu og fór síðan I skoðun I Ósló og til að nota ferðina fór hún þangað með lopa frá Alafossi. A meðan fór hin vélin til Hamborgar með 42 hesta héðan frá Islandi og kom með 2500 minkalæður frá Finnlandi I bakaleiðinni. Fiutningurinn hjá Iscargo er þvf hinn margvíslegasti eins og sjá má og nóg að gera framund- an og til að létta störfin hefur félagið nú keypt fullkominn hleðslubíl, sem mun vera sá eini sem til er í Reykjavfk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.