Morgunblaðið - 22.04.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.04.1975, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. APRtL 1975 Frá hafréttarráð- stefnunni í Genf: Genf, 21. apríl, frá Matthiasi Johannessen ritstjóra. FULLTRUAR á hafréttarráðstefnunni hér f Genf vinna nú að því undir forystu formanna helztu nefndanna þriggja að semja uppkast að samningi um haf- réttarmál sem unnt væri að leggja til grundvallar frekari samningaviðræðum. Forseti ráðstefnunnar, Amerasinghe óskaði eftir þessari málsmeðferð og varð hún niðurstaða allsherjarfundar á ráð- stefnunni fyrir helgina eins og rakið hefur verið hér I blaðinu. Virtist tals- mönnum allra þeirra nefnda, sem til máls tóku, vera efst I huga að ráðstefn- unni lyki ekki án þess slíkur texti lægi fyrir, enda þótt hann yrði ekki endanleg- ur sáttmáli um hafréttarmál, heldur eins konar áfangi á langri leið að settu marki, þ.e. nýjum alþjóðahafréttarlög- um. Kanadíski fulltrúinn vitnaði í ræðu sinni í eitt frægasta eintal heimsbók- menntanna, þ.e. hugleiðingar Hamlets um dauðann: to be or not to be, og sagðist loks hafa skilið orðin: to take arms against a see of troubles. Þessi myndhvörf eru eins og margt annað i texta Shakespeares orðin eins konar orð- tak, sem hengja má upp á vegg til skrauts og áminningar, en formaður kanadísku sendinefndarinnar var ekki með gaman eitt í huga, þegar hann til- færði þessi orð, heldur vildi hann minna Þessi mynd var tekin við setningu hafréttarráðstefnunnar I Genf. Einhliða aðgerð ögrun við andrúmsloftíð á ráðstefnunni á hið erfiða verk sem fulltrúar ráðstefn- unnar eiga fyrir höndum: allt andrúms- loftið í höll S.Þ. hér í Genf, þar sem fundirnir eru haldnir, var þrungið þeirri dramatísku alvöru sem í eintalinu felst: að vera eða vera ekki — annaðhvort yrði að hefjast handa og hraða því að einhver merki sæjust um árangur langra við- ræðna — eða ráðstefnan færi út um þúfur. „Hafsjór af erfiðleikum ” I fundarsalnum sátu um 2000 fulltrúar frá um 150 löndum og virtust staðráðnir í að vinna að lausn málsins, þrátt fyrir „hafsjó af erfiðleikum". Þótt ýmsar blikur séu á lofti, eru einn- ig bjartar hliðar á málinu eins og það nú stendur og minntust ræðumenn einnig á þær. Þannig minnti Kanadamaðurinn, sem jafnframt er formaður textanefndar eða uppkastsnefndar ráðstefnunnar, á, að nú væri farið að tala um 200 sjómílna efnahagslögsögu eins og gert væri ráð fyrir því,að hún yrði ein helzta niður- staða fundanna, en það hefði ekki áður verið gert. Forseti þingsins sagði m.a. í nær klukkutíma ræðu sinni að formaður fyrstu nefndarinnar, Paul Bamela Engo frá Kamerun, hefði grundvallartexta eða uppkast að mestu leyti tilbúið, en þessi nefnd fjallar um nýtingu alþjóða hafs- botnssvæðisins. I þriðju nefndinni, sem fjallar um mengun og visindi, hefði náðst sam- komulag um drög að texta um ýmis efni, en aftur á móti ekki annað, eins og ýmis atriði varðandi rannsóknir. í frétt Mbl. af ailsherjarfundinum (birt á sunnudag) var drepið á tillögu nokkurra sósíalistískra ríkja um frjálsar rannsóknir innan 200 mílna efnahags- eða auðlindalögsögu, sem misjafnlega hefur verið tekið og kínverski fulltrúinn fordæmdi sérstaklega í sinni ræðu. Þá sagði forseti ráðstefnunnar, að i annarri nefndinni, sem að áliti okkar Islendinga gegnir mikilvægasta hlut- verkinu, því að í henni er rætt um öll önnur atriði en þau, sem fyrr eru nefnd, t.a.m. lögsögu ríkisins (s.s. 200 sjómílna efnahagslögsögu) lægi enn fyrir litil áþreifanleg niðurstaða. En þó er vitað að mjög hefur að ýmsu leyti miðað í sam- komulagsátt í nefndinni, ekki sízt fyrir tilstilli Evensen-nefndarinnar, en í henni eiga sæti sérstakir sérfræðingar frá 40—50 ríkjum — og hafa þeir verið vaidir með tilliti til hæfni. Hans G. Andersen á sæti i nefnd þessari. - sagði formaður sendinefndar Venezúela Un danþágukröfur Ekki er gert ráð fyrir, að fallizt verði á, að fulltrúarnir fari heim að Genfarráð- stefnunni iokinni með drög að einstök- um atriðum heldur uppkast að heildar- sáttmála, og stórveldin muni t.a.m. ekki ljá máls á þvi, að niðurstaða um 200 mílna efnahagslögsögu verði tekin út úr sem einhvers konar viljayfirlýsing ráð- stefnunnar, þvi að þau munu reyna að fá sínum kröfum um undanþágur fram- gengt, og þá með tilliti til heildarlausn- ar. Sem dæmi má geta þess, að Banda- ríkjamenn og fleiri hafa náð því fram á Evensen-fundunum, að erlendar þjóðir fái i sinn hlut það magn fiskstofnanna innan 200 sjómílna fiskveiðilögsögunnar sem strandríkin geta ekki sjálf nýtt og vilja fallast á að gerðardómur skeri úr um ágreining sem upp kann að koma. Auðvitað berjast íslenzku fulltrúarnir hatrammlega gegn slíkum undanþágum og leggja áherzlu á óskertan rétt strand- rikis innan 200 milnanna. Annað dæmi um undanþágukröfu eru tillögur 16 Afríkuríkja á Caracasfundin- um, þar sem gert er ráð fyrir, að afskipt- um ríkjum (þ.e. þeim sem hafa tak- markaðan aðgang að sjó) skuli á jafn- réttisgrundvelli veitt fiskveiðiréttindi innan lögsögu strandríkis — og þá ein- ungis á sama svæði og viðkomandi strandríki er á (í Afríku, Asíu og S- Ameríku). Þessi ríki er öll í hópi helztu stuðningsríkja 200 sjómílna efnahags- eða auðlindalögsögu. Ekki er undarlegt, að slíkar andan- þágutillögur fái hljómgrunn, þegar haft er í huga, að Austur-Evrópuríki gerðu ráð fyrir einhverjum slíkum fyrirvörum í Caracastillögum sínum og Efnahags- bandalagslöndin (að Bretum undan- skildum) vildu ekki fallast á sérstakan rétt strandríkis, án alþjóðlegrar yfir- stjórnar á fiskafla innan 200 mílnanna. Það er því harla ólíklegt, að fulltrúar á Genfarfundinum fari heim með vilja- yfirlýsingu eina sér um 200 sjómílna efnahagslögsögu, enda þótt flestir virð- ist nú styðja þetta grundvallaratriði um 200 mílna efnahagslögsögu. Jafnvel Efnahagsbandalagsríkin gera ráð fyrir slíkri lögsögu eins og fyrr er getið, en máttu ekki heyra á hana minnzt áður. Þetta mikilvæga atriði fyrir okkur Islendinga verður því sennilega einungis inni í heildardrögum að sátt- mála, þar sem væntanlega verður einnig rætt um hafsbotninn og nýtingu hans, siglingar um sund, mengun og rannsókn- ir svo að dæmi séu nefnd. Hér má skjóta þvi inn í, að Austur- Evrópurikin gjörbreyttu stefnu sinni á Caracasfundinum og gerðu tillögu um rétt strandríkis til 200 mílna efnahags- lögsögu, en í formála að tillögum sínum leggja þau áherzlu á, að þau geti þvi aðeins fallizt á að veita strandríkinu fyrrgreind réttindi, að ráðstefnan nái m.a. samkomulagi um 12 milna land- helgi, siglingafrelsi á úthafinu og um alþjóðleg sund, frelsi til rannsókna, ytri mörk landgrunnsins, mengunarvarnir ogyfirstjórn á nýtingu hafsbotnsins. Viljayfirlýsing? En hvers vegna væri ávinningur fyrir okkur að fá viljayfirlýsingu um 200 mílna efnahagslögsögu? Vegna þess, að þá stöndum við miklu betur að vígi en ella, þegar við færum einhliða út fisk- veiðilögsögu okkar í 200 mílur á þessu ári, eins og ríkisstjórn Islands hefur lýst yfir. Með samningsdrög um 200 mílna efnahagslögsögu upp á vasann að Genfarráðstefnunni lokinni stöndum við mun betur að vigi við næstu útfærslu á þessu ári og getum með sterkum siðferðilegum rétti neitað að fallast á þær undanþágur innan 200 mílna efna hagslögsögunnar, sem augsýnilega verða í endanlegum sáttmála, ef hann á þá á annað borð eftir að sjá dagsins ljós, en til þess þarf % hluta atkvæða, eins og kunn- ugt er. Að þessu leyti geta útslit ráð- stefnunnar nú haft örlagarík áhrif á stöðu okkar, ekki sízt gagnvart banda- mönnum okkar I hafréttarmálum. Þvi er ekki að leyna, að einhliða útfærsla yrði að öðrum kosti illa séð af ýmsum, jafnvel helztu bandamönnum okkar, eins og Venesuelamönnum, en formaður sendi- nefndar þeirra sagði á allsherjarfundin- um fyrir helgina, eins og fram kom í frétt Mbl. að slík einhliða aðgerð væri ögrun við það andrúmsloft, sem rikti á ráðstefnunni hér í Genf. Og formaður írsku sendinefndarinnar sem er tals- maður svipaðra sjónarmiða og við, og bandamaður okkar, vildi beinlínis með atkvæðagreiðslu láta banna þjóðum sem aðild ættu að ráðstefnunni að gera ein- hliða aðgerðir, meðan umræður fara fram og endanleg lausn er ekki fyrir hendi, enda sé þá miðað við, að hún fáist á næsta ári. Við getum hvað þetta snertir áreiðanlega verið ánægðir með þá ákvörðun ráðstefnunnar að engar atkvæðagreiðslur skuli fara fram, held- ur reynt til þrautar að ná samkomulagi. En málin eru flókin, jafnvel helztu bandamenn okkar í hafréttarmálum eins og Brasilía og Perú, vilja fara aðra leið en við: þau krefjast 200 mílna landhelgi. Fulltrúi Perú var einn hinna fáu ræðu- manna á allsherjarfundinum sem lét ekki í ljós neina sérstaka ánægju með samningstexta sem orðið gæti grundvöll- ur frekari viðræðna. Perúmenn vilja 200 mílna landhelgi og engar refjar. En flest ríki eru sammála um, að landhelgin sjálf skuli ekki vera nema 12 mílur, þótt efnahagslögsagan verði 200 sjómílur. Flest Suður-Ameríkuríkin, sem eru Atlantshafsmegin á jarðkúlunni, t.a.m. Argentína, vilja aftur á móti allt land- grunnið og 200 mílna efnahagslögsögu, því landgrunn þeirra er mikið, en aðdýpi ekki með sama hætti og Kyrrahafsmegin í Suður-Ameríku. Þannig horfast fulltrúarnir á haf- réttarráðstefnunni hér í Genf í augu við „hafsjó af erfiðleikum", enda hafa mörg atriði sem ekki er unnt að ræða nánar áhrif á gang mála, s.s. olíuvinnsla og önnur heimspólitísk atriði sem fulltrúi Guatemala nefndi í sinni ræðu og for- maður kinversku sendinefndarinnar Ieiddi sízt af öllu hjá sér, skömmu eftir að fulltrúi Sovétríkjanna hafði lýst yfir að Sovétríkin hefðu verið fyrst stórvelda til að mæta kröfum þróunarríkjanna um ný hafréttarlög. Hér er keppzt um hylli þróunarríkjanna, ekki síður en annars staðar. En ekki má gleyma því höfuðatriði, að fulltrúarnir, og þá væntanlega einnig ríkisstjórnir þeirra, eru sammála um margt og viljinn til að semja nýjan haf- réttarsáttmála virðist vera fyrir hendi. En rétt er að nefna það tímamót, að þeir hafa nú loks ákveðið að vera — en ekki: að vera ekki, svo að enn sé vitnað til orða Hamlets Danaprins. Við skulum vona, að betur fari fyrir fulltrúum ráðstefnunnar en prinsinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.