Morgunblaðið - 22.04.1975, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.04.1975, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. APRtL 1975 23 Davíð Sch. Thorsteinsson: Samdráttur í iðnaði og endur- skoðun Efta-samninganna VERÐLAGSMÁLIN í samræmi við stefnuyfirlýs- ingu núverandi ríkisstjórnar er nú unnið að nýrri löggjöf um verðmyndun, viðskiptahætti og verðgæzlu. Með væntanlegri lög- gjöf verður stefnt í átt til almenns eftirlits neytenda með viðskipta- háttum til að tryggja heilbrigða samkeppni og eðlilega verðmynd- un. í þvi sambandi skal það tekið fram að aflétta ber hið fyrsta verðlagsákvæðum á þeim iðnaðar- vörum, sem eiga i samkeppni við hliðstæðar erlendar vörur. Á fjöl- mörgum sviðum iðnaðarfram- leiðslu er samkeppni við innflutn- ing orðin það hörð, að verðlags- ákvæði eru óþörf. IÐNÞRÓUNARÁÆTLUN A árinu 1969 sneri þáverandi ríkisstjórn sér til Sameinuðu þjóðanna um aðstoð í því skyni að undirbúa iðnþróunaráætlun til langs tíma. Var leitað eftir þessari fyrirgreiðslu í framhaldi af margvíslegum athugunum, sem fram höfðu þá farið á vegum iðnaðarráðuneytisins á stöðu og horfum í iðnaði við inngöngu í EFTA. Fyrri hluta árs 1971 voru gerðir samningar um áætlanagerð þessa við Iðnþróunarstofnun og Viðskiptastofnun Sameinuðu þjóðanna. Að áætlanagerð var sið- an unnið næstu árin, aðallega af erlendum sérfræðingum í sam- starfi við Iðnþróunarstofnun Is- lands, og skýrslugerð lokið á árinu 1973. Nokkru eftir að skýrsla hinna erlendu sérfræð- inga lá fyrir, skipaði fyrrverandi iðnaðarráðherra nefnd, Iðnþró- unarnefnd, en hún skyldi auk ýmissa annarra starfa hafa það meginverkefnim að yfirfara og endurskoða áætlanagerð hinna erlendu sérfræðinga um langtíma iðnþróun. Álitsgerð nefndarinnar er væntanleg nú á næstunni. TÆKNIÞJÓNUSTA Á undanförnum árum hafa ver- ið unnin margháttuð störf, sem miða að aukinni hagræðingu og bættu skipulagi í framleiðslu. Starfsemi þessi hefur ýmist verið að eigin frumkvæði fyrirtækja eða á samstarfsgrundvelli fleiri fyrirtækja, með stuðningi ýmissa aðila, svo sem Iðnþróunarsjóðs, Iðnþróunarnefndar og Iðnþróun- arstofnunar Islands. Af þeim greinum, þar sem unnið hefur verið markvisst að hagræðingar- aðgerðum má nefna vefjar- og fataiðnað, húsagagna- og innrétt- ingaiðnað, málm- og skipasmiða- iðnað. Þótt á þessum sviðum hafi viða verið unnið gagnlegt og árangursríkt starfa, þarf áfram að halda og efla þann stuðning, sem veittur er iðnfyrirtækjum um hagræðingu og hvers konar tækniþjónustu. Hér á landi er verulegur hluti iðnfyrirtækja smáfyrirtæki og stjórnendur þeirra þurfa að hafa yfirgrips- mikla þekkingu á öllu þvi, er lýt- ur að rekstri fyrirtækja. Ber því brýna nauðsyn til þess, að auka stórlega framboð á alhliða þjónustu, sem iðnfyrirtækin hafa möguleika á að hagnýta sér, bæði á viðskiptalegu og tæknilegu sviði. Á síðasta þingi var lagt fram frumvarp um Iðntæknistofnun Is- lands, en óskir um að slíkri stofn- un yrði komið á fót komu frá félagi ykkar þegar á árinu 1971. Samstaða náðist ekki um þetta frumvarp, enda skoðanir mjög skiptar, bæði utan þings og innan. Þetta frumvarp er til endurskoð- unar í iðnaðarráðuneytinu og vænti ég þess, að hægt verði að leggja fram frumvarp um tækni- stofnun fyrir iðnaðinn annað- hvort á þessu þingi eða í byrjun næsta þings. HORFT FRAM A VIÐ Nýleg spá áætlanadeildar Framkvæmdastofnunar ríkisins gerir ráð fyrir þvi, að atvinnu- fólki munu fjölga á árunum 1975—1985 um 16.200 manns. Ljóst er, að það mun falla enn meir en hingað til í hlut iðnaðar ins að skapa ný atvinnutækifæri fyrir þann aukna fjölda vinnu- færra karla og kvenna, sem hér munu bætast við á vinnu- markaðinum og standa undir þeim aukna hagvexti sem nauð- synlegt er að ná næstu árin til bættra lífskjara. Ræða Davfðs Sch. Thorsteinsson- ar á ársþingi Féiags Islenzkra iðn- rekenda: Sá efnahagsvandi sem við Is- lendingar eigum nú við að etja og þær ráðstafanir, sem gripið hefur verið til nú undanfarið, er saga sem er ykkur öllum svo vel kunn, að ég ætla hvorki að þreyta ykkur með þvi að þylja yfir ykkur margar tölur né fara um þau mál mörgum orðum. Mér finnst aftur á möti nauðsynlegt að reyna að meta stöðuna hvað snertir framleiðslu- iðnaðinn. Árið 1974 einkenndist af mikilli spennu á vinnumarkaðnum, feiknalegri verðbólgu og lítilli aukningu framleiðslunnar. Þannig jókst heildarframleiðslan i iðnaði á síðasta ári aðeins um 4%, en það er mun minni aukning en verið hefur mörg undanfarin ár. Aætlað er að afkoma iðnaðarins hafi verið sæmileg á íslenzkan mælikvarða, en hvergi nærri eins góð og hún þyrfti að vera, því án góðrar afkomu geta iðnfyrirtækin ekki undirbúið sig undir hömlulausa samkeppni við þróuðustu iðnríki veraldar. ÞJÓÐARTEKJUR FARA MINNKANDI. Þjóðartekjur stóðu í stað árið 1974, en vegna lélegrar afkomu útflutningsatvinnuveganna var fyrst gripið til þess ráðs að taka kaupgjaldsvísitöluna úr sam- bandi og láta gengið síga niður á við, en þegar þessar ráðstafanir dugðu ekki til var gengið fellt í september og nú aftur i febrúar, jafnframt því, sem heitið var smá- vægilegum mðurskurói fjárlaga. Bráóabirgðasamkomulag hefur nú tekist við forystu verkalýðs- félaganna, en þau hafa að minu áliti tekið mjög ábyrga afstöðu, og sýnt meiri skilning á því en oft áður að framleiðsluatvinnuveg- irnir verða að geta gengið snurðu- laust. En því miður er þá sorgar- sögu að segja, að búist er við að þjóðartekjur minnki um 6% á þessu ári, svo vandinn er hvergi nærri leystur enn. SAMDRÁTTUR I IÐNAÐI. Mér voru rétt i þessu að berast fyrstu tölur úr Hagsveifluvog iðnaðarins árið 1974. Niðurstöður siðasta ársfjórðungs þess árs virðast því miður staðfesta byrjun þessarar óheillaþróunar i alltof ríkum mæh. Þar ber allt að sama brunni: starfsmannafjöldi minni en áður og forsvarsmenn fyrirtækja spá fækkun starfsmanna á þessu ári, innheimta söluandvirðis, sem farið hefur versnandi allt undan- farið ár, gengur nú enn verr og fyrirliggjandi pantanir eru minni en nokkru sinni fyrr. Allt þetta staðfestir samverkan alls atvinnulífs á Islandi, staðfest- ir hve háðir atvinnuvegirnir eru hver öðrum og hvernig slæm af- koma eins kemur niður á öðrum. Jafnframt staðfestir þetta, að ekki má gripa til eins harkalegs niðurskurðar á útlánum til fram- leiðsluatvinnuveganna og nú hefur verið gert. MINNA REKSTRARFÉ. Það hlýtur að vera vanhugsuð ráðstöfun að stöðva útlán til ión- aðarins I kjölfar gengisfellingar, einmitt þegar iðnaðurinn þarf á auknu rekstrarfé að halda til þess að gengisfellingin komi að gagni og gegni því hlutverki sínu að auka og treysta grundvöll fram- leiðsluatvinnuveganna. Stjórn félagsins hefur undan- farið átt viðræður um þessi mál við stjórn Seðlabankans og eins veit ég að iðnaðarráðherra hefur lagt fram ákveðnar tillögur við stjórn hans og það er von mín, að úr verði bætt, áður en verra hlýst af en orðið er. RÉTT GENGISSKRÁNING ER LlFSN AUÐSYN Rétt skráning gengisins er iðn- aðinum lífsnauðsyn og því hefur stjórn F.t.I. lagt á það höfuð- áherzlu í öllum viðræðum við stjórnvöld að gengið megi ekki skekkja með neins konar ívilnun- um, uppbótum eða afléttingu gjalda til þeirra framleiðsluat- vinnuvega, sem skráning gengis- ins er einkum miðuð við. Því miður er það svo hér á íslandi að grundvöllur gengis- skráningarinnar hefur smátt og smátt verið skekktur með ýmiss konar vanhugsuðum aðgerðum, til þess að leysa einhver tíma- bundin vandamál, svo sem að koma saman fiskverði. Ég segi vanhugsuðum, þvi áhrif slíkra aðgerða á aðra atvinnuvegi hafa sjaldnast verið hugsuð, þegar til aðgerðanna var gripið. Til að skýra hvað ég á við vil ég nefna, að fiskveiðarnar greiða engan launaskatt og heldur engan söluskatt af skipum og rekstrar- vörum eins og olíu. Auðvitað er þetta eins og það á að vera, en þar sem aðrir fram- leiðsluatvinnuvegir búa ekki við sömu skilyrði er ekki hægt að una slíkri mismunun. Þessi mis- munun gerir það ódýrara að reka fiskveiðarnar en ella og afleiðing- in verður sú aó grundvöllur gengisskráningarinnar verður rangur og því ógerlegt að skrá gerigið á sanngjarnan hátt. AÐLÖGUNARTÍMI AÐEFTA. Grundvöllur gengisskráningar- innar er rangur, og vanefndir EFTA loforðanna frá 1970 þekkið þið öll. Þetta varð til þess að stjórn Félags islenzkra iðnrekenda fór þess formlega á leit við ríkis- stjórn Islands i september síóast- liðnum, að „sótt skyldi um fram- lengingu aðlögunartíma landsins að EFTA og EBE um 36 mánuði“. Mikið fjaðrafok hefur orðió vegna þessarar kröfu félagsins og hefur ýmsum þótt bæði „ógerlegt og óráðlegt að fresta aðlögunar- timabilinu". Vegna ummæla sem þessara og þeirrar hugsunar, sem liggur þar að baki, vil ég segja þetta: Er nauðsynlegra að standa við samninga við útlendinga heldur en Islendinga? Ef gerðir eru tveir samningar svo til samtimis og fyrri samningurinn er forsenda hins, er þá ekki siðari samningurinn ómerkur, þegar sá fyrri hefur verið svikinn? Við, sem hér erum inni, vitum hvernig það er að reka fram- leiðsluiðnað hér á Iandi. Við þekkjum muninn á þvi umhverfi sem okkur er ætlað að starfa í og þvi umhverfi sem keppinautarnir starfa í. Við höfum aldrei farið fram á annað og kærum okkur heldur ekki um annað en að njóta sömu skilyrða og erlendir keppi- nautar okkar búa við og við get- um heldur aldrei sætt okkur við annað. BETRIREKSTUR IÐNFYRIRTÆKJA Til að forðast misskilning vil ég leggja á það áherzlu að það nægir ekki að gera kröfur til annarra án þess að gera jafnframt kröfur til iðnaðarins sjálfs. Það er fjöl- margt í stjórn iðnfyrirtækja, sem betur mætti fara. Við höfum séð hve miklum árangri ýmsar greinar iðnaðarins hafa náð með ýmiss konar hagræðingu og mér er ljóst að innan fyrirtækjanna sjálfra eru enn ótal verkefni óunnin. I þvi sambandi vil ég geta þess að nú um áramótin voru ráðnir þrír nýir starfsmenn til félagsins og er ætlunin að tveir þeirra heimsæki á þessu og næsta ári alla félagsmenn til þess að bjóða þeim aðstoð sína við að leysa ýmis verkefni á sviói stjórnunar, bæði á sviði bókhalds- og hagræðingar. TILLÖGUR F.I.I 16. DESEMBER. Þann 16. desember s.l. lagði stjórn félagsins ákveðnar tiliögur í allmörgum liðum fyrir ríkis- stjórnina um breytta skipan þeirra mála, sem varða umhverfi framleiðsluiðnaðarins, og var þar m.a. rætt um fjármál, skattamál, tollamál, verðlagsmál, tækniþjón- ustu og gengismál. Tillögur þessar eru ykkur öllum kunnar og ætla ég ekki að rekja þær nánar hér. Því miður verð ég að segja eins og er, að enn hefur aðeins eitt af stærri málunum verið leyst, en þó aðeins að hálfu leyti. Söluskattur í tolli af vélum framleiðsluiðn- aðarins var lækkaður um helming um síðustu áramót og við vitum ekki hvenær hinn helmingurinn af þessum rangláta skatti verður afnuminn. Aðrar kröfur okkar eru sagðar í athug- un í viðkomandi ráðuneytum. Undanfarna mánuði hefur þvi verið marglýst yfir af ráða- mönnum þjóðarinnar að út- flutningsatvinnuvegirnir og inn- lendur framleiðsluiðnaður séu grundvöllur allrar atvinnustarf- semi í landinu. Þessar yfirlýs- ingar gefa mér von um það, að ríkisstjórnin muni sjá um að hrinda í framkvæmd tillögum okkar frá þvi i desember 1974, en þær tillögur miða allar að þvi að Davfð Sch. Thorsteinsson for- maður Félags fslenzkra iðnrek- enda. gert verði möguiegt að starfrækja hér á landi framleiðsluiðnað i fullri og opinni samkeppni við þróuðustu iðnríki veraldar. ENDURSKOÐUN EFTA-SAMNINGA. Ég geri mér ljóst að það er erfitt fyrir hvaða ríkisstjórn sem er að þurfa að kyngja þeim bita á alþjóðlegum vettvangi að svo hafi verið staðið að stjórn efnahags- mála innanlands, gagnvart fram- leiðsluiðnaðinum að sækja þurfi um breytingu á þeim samningum, sem Island hefur gert við önnur ríki. Ég held þó að slíkt komi ekki öðrum aðildarríkjum í EFTA og EBE á óvart. Þau eru þróuð iðn- ríki, sem vita hvaða skilyrði þurfa að vera fyrir hendi til að heilbrigt atvinnulif geti dafnað og vaxið. . Þau vita að stöðugleiki i efna- hagskerfinu er eitt af grund- vallarskilyrðum þróunar í iðnaði og með tilliti til ástandsins i efna- hagsmálum hérlendis undanfarið er ég þess fullviss, að þau munu taka slíkri málaleitan af okkar hálfu með miklum skilningi. Uttekt A stöðu FRAMLEIÐSLUIÐNAÐAR. 1 þeim viðræðum, sem fóru fram i desember 1974 milli ríkis- stjórnarinnar og stjórnar F.l.I. hét ríkisstjórnin þvi að láta fara fram úttekt á stöðu framleiðslu- iðnaðarins og áhrifum EFTA- aðildarinnar á hann. Þessi úttekt er nú i þann veginn að hefjast á vegum Iðnþróunarstofnunar og Þjóðhagsstofnunar og mun stjórn F.I.I. fá tækifæri til þess að fylgjast með framkvæmd hennar. Ég lit svo á að eini tilgangurinn með þessari úttekt sé sá að gera ríkisstjórninni mögulegt aff taka afstöðu til kröfu okkar um fram- lengingu aðlögunartímans að EFTA. Ég vil undirstrika það hér, að slík framlenging er tilgangs- laus nema framkvæmdar verði samtímis tillögur F.I.I. frá því í desember 1974, og að tekin verði upp gjörbreytt stefna í stjórn efnahagsmála í heild. TILLÖGUR UM EFNAHAGSMÁL. Tillögur nínar um nýja stefnu i stjórn efna íagsmála eru i stuttu máli bessar 1. GENGI. Grundvöllur gengisskráningar- innar verður að vera réttur, þannig ao starfsskilyrði þeirra, sem flytja út framleiðslu sína, eða selja hana innanlands í sam- keppni við erlenda framleið- endur, séu sem líkust. Gengisskráningin sjálf á að miðast við að vel rekin fyrirtæki i útflutningi séu rekin með hagn- aði og að sem mest jafnvægi sé með gjaldeyristekjum þjóðar- innarog gjaldeyriseyðslu hennar. Gæta verður þess að skekkja aldreigengisskráninguna með til- færslum og afnema í áföngum, t.d. á næstu 10 árum, allar út- flutningsuppbætur, hverju nafni sem þ;er nefnast. Taka ber upp auðlindaskatt, þar sem þeir sem nýta auðlindir landsins greiða fyrir afnot þeirra til bjóðarinnar. 2. VERÐJÖFNUNAR- SJÓÐIR Til þess að draga úr þeim sveifl- um í efnahagskerfinu sem stafa af mismunandi aflabrögðum og verði sjávarafurða, þarf að beita verðjöfnunarsjóðum i mun ríkari mæli en hingað til og gæta þess, að sjóðirnir séu varðveittir i er- lendri mynt og alls ekki hleypt út í efnahagskerfið fyrr en til þeirra þarf að grípa til verðbóta. 3. FJÁRLÖG. Alnema þarf öll lög og ákvæði, sem valda sjálfvirkni i gerð fjár- laga. Upphæð fjárlaga, þ.e. hve hárri upphæð er hægt að veita til opinberra fjárfestinga og svokallaðrar samneyzlu, svo sem tryggingamála, menntamála, heil- brigðisþjónustu o.s.frv., verði ákveðin með tilliti til efnahags- ástandsins á hverjum tíma. Aldrei má afgreiða fjárlög með halla eða skuldasöfnun á þenslu- tíma. Hætta þarf útgáfu verð- tryggðra spariskirteina ríkissjóðs til að fjármagna óarðbærar fram- kvæmdir. 4. ARÐSEMI. Arðsemissjónarmið ráði fjár- festingu i atvinnuvegunum og lagasetningum þeirra vegna. 5. TEKJUSKIPTING I SJÁVARUTVEGI. Breyta þarf verðmyndunar- kerfi Iandbúnaðarafurða og rjúfa tengsl þess við afkomu annarra atvinnuvega og miða i þess stað verð þeirra við erlent markaðs- verð búvöru. 7. NIÐURGREIÐSLUR. Hætta þarf öllum niður- greiðslum og lækka söluskatt um sömu upphæð. Niðurgreiðslur hafa m.a. áhrif á neyzluvenjur og geta stöðvað eða skaðað þróun nýrra framleiðslu- greina í landbúnaði. Auk þess er óeðlilegt aó nálega enginn viti kostnaðarveró þeirra afurða sem þeir neyta. 8. KJARASAMNINGAR. Aldrei verði samið um launa- kjör opinberra Starfsmanna og þeirra, sem vinna við bygginga- starfsemi, samgöngur, verslun, viðskipti, þjónustuiðnaó og ýmiss konar aðra þjónustu nema á grundvelli samninga við þá, sem starfa við framleiðsluatvinnuveg- ina, þ.e. fiskveiðar, fiskiðnað og framleiðsluiðnað, en það eru þeir Framhald á bls. 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.