Morgunblaðið - 22.04.1975, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1975
25
jr
Alitsgerð sam-
starfsnefndar
landshlutasamtaka
Samstarfsnefnd landshlutasam-
takanna á Vesturlandi, Vestfjörð-
um, Norðurlandi og Austurlandi
hélt fund á Akureyri dagana 8. og
9. apríl sl. Fundinn sátu átta
nefndarmenn. Helztu ályktanir
og niðurstöður hafa verið af-
hentar þingmönnum landshlut-
anna, og fara þær hér á eftir:
„Samstarfsnefndin bendir á, að
sú jákvæða búsetuþróun, sem átti
sér stað í dreifbýlinu 1973, er að
snúast til hins verra. Bendir
nefndin á, að engin landshluti ut-
an Faxaflóasvæðisins nái meðal-
talsfjölgun íbúa í landinu 1974 og
í sumum þróttmiklum þéttbýlis-
kjörnum var fólksfækkun.
Sú atvinnuaukning, sem kom. í
kjölfar skuttogarakaupa og frysti-
húsauppbyggingar skapar ekki
búsetuaukningu um lengra tíma-
bil, nema á eftir fylgi aukning
atvinnutækifæra í iðnaði og þjón-
ustugreinum.
Misræmið á milli dreifbýlisins
annars vegar og Faxaflóa-
svæðisins hins vegar, þar sem iðn-
aóur og þjónustustarfsemi þjóðar-
innar eru að mestu staðsett, veld-
ur að dómi nefndarinnar, ásamt
húsnæðisskorti og aðstöðunum til
menntunar, mestu um búsetu-
röskun í iandinu. Við þetta bætist
aðstöðumunurinn vegna flutn-
ingskostnaðar, sem dreifbýlið
greiðir umfram Reykjavík.
Heildartekjur á hvern ibúa eru
lægri úti á landi en í Reykjavík.
Þessi mismunur hlýtur að hafa
veruleg áhrif á búsetuþróunina.
Sé álagningaraðstaða sveitar-
félaga borin saman kemur í ljós,
að álagningartekjur á hvern ibúa
í Reykjavík eru hærri en í dreif-
býlinu, án þess að beitt sé hærri
gjaldstigum. Samstarfsnefndin
telur, að þennan aðstöðumun eigi
að jafna með breyttum út-
hlutunarreglum Jöfnunarsjóðs
sveitarfélaga, sem stefni að jöfn-
un á aðstöðu sveitarfélaganna, til
að sinna verkefnum sínum.
Samstarfsnefndin væntir þess
að byggðanefndin skili áliti á
þessu Alþingi og verði siðan sam-
þykkt lög um afgerandi ráðstaf-
anir til að tryggja búsetu og fjöl-
breytni atvinnulífs í hinum
dreifðu byggðum landsins, og
áætlunum i því efni verði fylgt
eftir með fjármagni og öðrum
nauðsynlegum ráðstöfunum.
LÖG UM
LANDSHLUTASAMTÖK
Frumvarp til laga um lands-
hlutasamtök sveitarfélaga liggur
fyrir Alþingi i þriðja sinn. Lands-
hlutasamtökunum hafa nú þegar
verið falin mikilvæg verkefni, án
þess að staða þeirra .hafi verið
lögfest. Vegna verkefna í lögum
þarf að tryggja aðild allra sveitar-
félaga að samtökunum, og lög-
festa tekjustofna þeirra.
Samstarfsnefndin leggur sér-
staka áherslu á, að lög um lands-
hlutasamtökin verði samþykkt á
yfirstandandi þingi, og minnir á
að aðalfundir allra landshluta-
samtakanna hafa samþykkt áskor-
anir til alþingismanna á þann veg.
ÞÉTTBÝLISVEGAFÉ
OG GATNAGERÐARAÆTLUN
Nefndin leggur áherslu á að
varanleg gatnageró í þéttbýli, sé
einn þýðingarmesti þátturinn i að
skapa, sem jafnasta aðstöðu til
búsetu í landinu. Sérstaka
Nefndarmenn að störfum: Frá vinstri: Ingimundur Magnússon, Egilsstöðum, frkvstj. Sambands
sveitarfélaga á Austurlandi, Áskell Einarsson, Akureyri, frkvstj. Fjórðungssambands Norðlendinga,
Guðjón Ingi Stefánsson, frkvstj. Samtaka sveitarféiaga á Vesturlandi, Heimir Ingimarsson, sveitarstjóri,
Raufarhöfn, Brynjólfur Sveinbergsson, Hvammstanga, form. Fjórðungssambands Norðlendinga, Sigmar
Sævaldsson, Seyðisfirði, í stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, Ólafur Kristjánsson, Bolungar-
vik, varaform. Fjórðungssambands Vestfirðinga, Jóhann T. Bjarnason, Isafirði, frkvstj. Fjórðungssam-
bands Vestfirðinga.
(Ljósm.: Sv. P.)
áherslu þarf að leggja á að tryggt
sé lánsfjármagn til að standa und-
ir 50% gatnagerðarkostnaðar á 10
ára framkvæmdatimabili gatna-
gerðaráætlunar. Núgildandi laga-
reglur um úthlutun þéttbýlis-
vegafjár eru aigerlega óraun-
hæfar, sem sést m.a. á því, að
landshlutarnir Vestan, Norðan og
Austan eru með 48,0% þjóóvega i
þéttbýli en til þeirra rann aðeins
23,4% þéttbýlisvegafjárins, á
tímabilinu 1964—1974.
Einnig skal á það bent, að þétt-
býlisvegaféð hefur skipst svo
ójafnt, að höfuðborgin hefur
fengið á síðustu 10 árum rúmar
18.400 kr. á hvern kílómetra, en
sá landshluti, sem minnst fékk
hefur aðeins fengið 2.717 kr. á km
þjóðvega í þéttbýli. Séu þessir
þrír landshlutar (VAN) reiknaðir
sem heild, koma út að meðaltali
7.951,00 kr. á hvern kilómetra, en
landsmeðaltal er 13.489 kr á km.
Af þessu er ljóst að skipting þétt-
býlisvegafjár eftir ibúareglunni
er byggð á rangri forsendu.
Lengd þjóðvega i þéttbýli er sá
mælikvarði sem miða á vió.
Nefndin skorar á þingmenn dreif-
býlisins að reyna að ná fram leið-
réttingu á núverandi misræmi.
HUSNÆÐISMAL
Húsnæðismálastofnun ríkisins
hefur gert tillögur um að byggðar
verði 277 ieiguibúðir á vegum
sveitarfélaga á yfirstandandi ári.
Nú þegar er búið að úthluta láns-
fé til byggingar 138 íbúóa.
Mjög áríðandi er að útvega
Byggingasjóði ríkisins fjármagn
til að lána til þeirra 139 íbúða,
sem enn skortir fjármagn til.
Samstarfsnefndin leggur áherslu
á, að þingmenn fylgi fast eftir
afgreiðslu á þessu máli, þar sem
nú fer i hönd framkvæmdatiminn
og sveitarfélögin biða eftir að
geta hafist handa.
Samstarfsnefndin ítrekar hér
með ósk sina um að ráðherra skipi
framkvæmdanefnd, sem annist
framkvæmd áætlunar um leigu-
íbúðir á vegum sveitarfélaga. 1
nefndinni eigi sæti fulltrúar
landshlutanna, húsnæðismála-
stjórnar og félagsmálaráðuneytis.
Nefndin ræður sér framkvæmda-
stjóra.
Aukin lánsfyrirgreiðsla tii
Framhald á bls. 27
Kindahakk 1 kg
Tilboðsverð
Leyfilegt verð Kr.
Kr.582
Thule appelsínusaf i
1 /z I Tilboðsverð
Leyfilegt verð.
Kr.482 Kf.
Crack kornf leks
Leyfilegt verð A - J
Kr.230 Kr. IU*t
Tilboðsverð
A Þvol
Levfileqt'
Leyfilegt verð
/ Kr.100
Tilboðsverð
Handklæði
9 *»
Rúllukragapeysur
.1085
Tilboðsverð
Kr.
Tilboðsverð
Viðskiptakortaverö fyrir alla!
SKEIFUNN115