Morgunblaðið - 22.04.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.04.1975, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. APRlL 1975 Þessa viku stendur yfir I Norræna húsinu Alandseyjavika, þar sem Islendingum gefst kostur á að kynnast Alendingum, menninguþeirra og sögu. Sannast sagna munu tsiendingar þekkja lítið til þessarar fámennu eyþjóð- ar I Eystrasaltinu. Þeir, sem koma á hinn bóginn til Alands- eyja, kynnast hvarvetna einstakri gestrisni og hlýju viðmóti, og það er I sjálfu sér aðdáunarvert og fróðlegt að sjá með eigin aug- um hversu miklu þessi 22ja þús- unda manna þjóð hefur áorkað ,við að byggja upp traust atvinnu- lff og rækta gamla og rótgróna menningu. Hlupu vfir iðnþróunina Lars Ingmar Johansson er deildarstjóri almennu stjórnar- skrifstofu landstjórnarinnar á Alandseyjum. Hann segir, að Alendingar hafi í raun réttri hlaupið yfir iðnþróunina, frá einhæfu bændaþjóðfélagi til um- svifamikillar þjónustustarfsemi. Undirstaða efnahagslegra fram- fara flestra ríkja hefur verið ör uppbygging iðnaðar. A Álands- eyjum hefur ferðamannastraum- urinn gegnt þessu hlutverki. Þangað kemur nú ein milljón ferðamanna á ári hverju og sú tala hefur tvöfaldazt á sl. fimm árum. Stærsti hluti þessa fólks kemur með ferjum frá Svíþjóð og hefur aðeins nokkurra klukku- stunda viðdvöl í Mariehamn, sem er höfuðstaður eyjanna, til þess að kaupa svínakjöt, sem þar fæst á miklu mun lægra verði en í Svfþjóð. Lars Ingemar segir, að í kjölfar ferðamannabyltingar- innar hafi komið fram ýmis vandamál, sem Álendingar verði nú að leysa úr. Meginþorri ferða- mannanna komi að sumarlagi og af þeim sökum verði margir þeirra, sem vinna við ferða- mannaþjónustuna að hverfa að öðrum störfum á veturna. Svo geti þvf farið, að Álendingar geti ekki með öllu hlaupið yfir iðn- þróunina. 1 þessu sambandi hafi fyrst og fremst verið rætt um að koma upp léttum iðnaði, sem gæti stuðlað að því að jafna atvinnu- möguleikana. Sjálfstjórn í eigin málum. Alarik HSggblom er landstjóri Álandseyja. Landstjórinn gegnir þar sama hlutverki og forsætis- ráðherra. Hann situr í forsæti landstjórnarinnar, sem kjörin er af þingi Álandseyja. HSggblom er ýmsum Islendingum að góðu kunnur, eftir að hann kom hér á þjóðhátfðina sl. sumar. Hann sit- ur í vistlegri skrifstofu á annarri hæð ráðhússins f Mariehamn og horfir þaðan landsförðurlega yfir bæinn. Hann segir að grund- vallarhugmyndin að baki sjálf- stjórnar Alandseyja sé sú, að Álendingar sjálfir ráði sínum eig- in málefnum að svo miklu leyti sem það ekki raski einingu ríkisins. Sjálfsstjórnin sé í hönd- um þingsins og lands- stjórnarinnar. Og Haggblom leggur á það áherzlu, með sýni- legu stolti, að finnska stjórnin geti enga samninga gert við aðrar þjóðir, er bindi Álandseyjar, nema landsþingið samþykki. Hággblom segir, að sjálfstjórn- in nái til lögreglumálefna, heil- brigðismála, menntg- og menningarmála, efnahagsmála, samgöngumála og sveitarstjórnar- mála. Dómsmálin eru á hinn bóginn í höndum finnska ríkisins og það heimtir einnig skatta, aðra en útsvör, en Álendingar fá skatt- peningana til baka í hlutfalli við útgjöld finnska ríkisins. Sérstök nefnd ákvarðar endurgreiðslur á skattpeningunum. Stefna ekki að sjálfstæði Þegar við spyrjum Hággblom að því, hvort sjálfstæðisbaráttu Alendinga sé lokið, eða hvort þeir stefni að fullveldi, svarar hann Hér sést landsþing Alandseyja koma saman til fundar væri byggðaröskun talsvert vandamál og loks væri það áhyggjuefni, hversu lítill hluti ungs fólks aflaði sér háskóla- menntunar. En háskólanám stunda Álendingar fyrst og fremst I Abu, Helsingfors og háskólabæjunum I Svíþjóð. Þegar við inntum Hággblom eftir þess- um fullyrðingum Hufvudstads- blaðsins, vildi hann lítið úr þess- um vandamálum gera. Hann sagði, að Álendingar hefðu ein- faldlega ekki mannafla til þess að koma upp miklum iðnaði. Að því er fólksflutningana varðaði hefði þróunin snúizt við 1974. Fram til þess tíma hefði verið um talsverða byggðaröskun að ræða og jafnframt hefðu allmargir Álendingar flutzt á hverju ári til Svíþjóðar. Nú komi hins vegar fleiri Svíar til að setjast að á Álandseyjum en þaðan flytji. Hann sagði það hins vegar vera rétt, að hlutfall háskólamenntaðra manna væri lægra á Álandseyjum en I Finn- landi. Þetta væri eðlilegt, þar sem atvinnumöguleikar væru betri á öðrum sviðum. Hággblom segir, að heima fyrir geti Álendingar aflað sér stað- góðrar menntunar. I Mariehamn reki landsstjórnin menntaskóla, nýtízkulegan iðnskóla, verzlunar- skóla, tækniskóla og sjómanna- .Frá Alands- eyjum Fyrsta grein starfsemi að nokkru leyti, þó að ekki sé grundvöllur fyrir mikilli iðnvæðingu. Og landsstjórnin sé einmitt um þessar mundir að und- irbúa ný fjárfestingarlög til þess að styrkja léttan iðnað. Landsstjórniii Landsstjórn Álandseyja er ekki þingræðisstjórn I venjulegri merkingu þess orðs. Lands- stjórnin er skipuð sjö mönnum. Landstjórinn er kjörinn sérstaklega. Hann er embættis- maður og kosning hans gildir því þar til hann hefur náð fullum starfsaldri. Hann verður þó ætíð að njóta trausts þingsins, sem ella „Eyverjar hafa sterkari sjálfstœðiskennd en aðrir ” samstundis, að um fullveldi hugsi þeir ekki. Það sé óraunhæft fyrir svo litla þjóð að ætla sér slíkt. Alendingar séu velflestir á einu máli um að standa vörð um þá sjálfstjórn, sem nú sé fyrir hendi, enginn grundvöllur sé fyrir eðlis- breytingum þar á. A hinn bóginn sé nú verið að vinna að því að auka sjálfstjórnina, ekki sfzt í fjármálum og efnahagsmálum. Hággblom segir, að sambúðin við finnsk stjórnvöld sé góð og hafi svo verið um langt árabil, en áður eða fram að fyrri heimsstyrjöld hafi sambúðin verið nokkuð stirð. Helztu vandamálin Hufvudstadsbladet í Helsing- fors greindi frá því fyrir skömmu, að helztu vandamál Álendinga væru þrenns konar. í fyrsta lagi stæði þeim fyrir þrifum að hafa lftinn sem engan iðnað. I öðru lagi skóla. Uti á landsbyggðinni séu svo alþýðuskóli, búnaðarskóli, húsmæðraskóli og hótel- og veit- ingaskóli. Þá segir landsstjórinn Hágg- blom, að þótt Álandseyjar séu að verulegu leyti landbúnaðarland, hafi siglingar lengi verið einn veigamesti þátturinn I efnahags- líÞnu og nú standi þær undir 30% af þjóðartekjunum. Hann bætir þó við og segir, að Álendingar verði að auka iðnaðar- getur vikið honum frá. Það hefur einu sinni gerzt á þeim rúmum 50 árum síðan landsstjórnin var sett á fót. Hinir sex meðlimir lands- stjórnarinnar er kjörnir af lands- þinginu til tveggja ára í senn. Landsstjórnarmennirnir eru ekki þingmenn, en þeir sitja eigi að síður þingfundi án atkvæðis- réttar. Landsstjórnin er kosin hlutfallskosningu á landsþinginu, en að baki hennar stendur ekki ákveðinn meirihluti þingmanna eins og á sér stað þar sem þing- ræðisreglan er I gildi. Flokkaskipan Á landsþinginu sitja 30 þing- menn kjörnir til fjögurra ára I senn. Fjórir af fimm stjórnmála- flokkum á Álandseyjum mynda sameiginlegt bandalag, Alándsk samling, sem hefur 28 fulltrúa á þingi. Alándska forbundet hefur síðan tvo þingmenn. Það er þjóð- ernissinnaður borgaraflokkur og er talinn standa lengst til hægri. Annar þingmanna flokksins er William Nordlund ræðismaður Is- lands á Álandseyjum. Flokkurinn berst fyrir auknu sjálfstæði eyj- anna og vill draga verulega úr samneytinu við Finnland. Álándsk samling er á hinn bóginn myndað í því skyni að standa vörð um sjálfstjórnina og þeir flokkar, sem að bandalaginu standa, vilja ekki breyta henni í grundvallar- atriðum. Flokkaskipanin er þann- ig að verulegu leyti mótuð af sjálfstjórnarmálunum og baráttu Álendinga fyrir að halda sænsk- um uppruna slnum. Það eru fjórir flokkar, sem mynda Álándsk samling. Lengst til vinstri eru sósíaldemókratar, sem hafa fjóra þingmenn. Þá kemur Alándsk liberal samling, Allarik Hággblom landstjóri Alandseyja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.