Morgunblaðið - 22.04.1975, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.04.1975, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. APRlL 1975 19 IBK vann 2. flokk IBK varð Islandsmeistari I öðrum flokki kvenna i handknattleik. (Jrslitaleikur mótsins fór fram I Garðahreppi um helgina og mættu IBK stúlkurnar þá Þrótti. Urslitin urðu 2:1 fyrir Keflavfk. Er þá keppni Islandsmótsins i handknattleik lokið að öðru leyti en þvi, að eftir er að fá úrslit í 2. flokki karla, þar sem Haukar og Leif og Ragnhildur sigruðu Dauf þátttaka var i Álafoss- hlaupinu sem fram fór s.l. laugar- dag, aðeins 5 keppendur í karla- flokki og 4 f kvennaflokki. Sigurvegari í karlaflokki varð Leif Österby, HSK, sem hljóp á 21:54,7 mfn. Einar Guðmundsson, FH, varð f öðru sæti á 22:13,8 mín., Gunnar P. Jóakimsson, IR, varð þriðji á 22:34,1 mfn., Gunnar Snorrason, UBK, fjórði á 23:09,9 mfn., og Erlingur Þorsteinsson, Stjörnunni, fimmti á 23:22,6 mfn. 1 kvennaflokki sigraði Ragn- hildur Pálsdóttir, Stjörnunni, á 10:41,0 mfn. Ingunn LenaBjarna- dóttir, FH, varð önnur á 11:13,0 mfn., Sólveig Pálsdóttir, Stjörn- unni, þriðja á 11:28,0 mfn. og fjórða varð Thelma Jóna Björnsdóttir, UBK, á 11:47,0 mfn. Ármann munu keppa, og f 2. deild kvenna, þar sem IBK og UMFN munu leika. Urslitakeppnin í 2. flokki kvenna fór fram fyrir nokkru og kepptu þar IBK, Þróttur, FH og Völsungur. Urslit leikja urðu þá þau, að IBK sigraði Þrótt 3—2, Völsungur vann FH 6—4, Þróttur vann Völsung 7—4, FH sigraði IBK 7—4, IBK vann Völsung 4—1, og Þróttur sigraði FH 10—7. Urðu þvi IBK og Þróttur jöfn að stigum í keppninni og urðu að leika til úrslita. Leikur liðanna nú um helgina var mjög jafn. Staðan i hálfleik varð 1—0 fyrir IBK, og i seinni hálfleiknum skoruðu liðin svo sitt hvort markið. Landsliðið vann 5:0 tslenzka piltalandsliðið i knatt- spyrnu lék sinn fyrsta æfingaleik um helgina og mætti þá jafnöldr- um sínum á Akranesi. Sigraði „landsliðið“ í leiknum 5:0, eftir að staðan hafði verið 3:0 í hálf- leik. Mörkin skoruðu: Jón Orri (UBK), Hákon Gunnarsson (UBK), Þórir Sigfússon, (IBK), Rafn Rafnsson (Fram) og Einar Ásbjörn Ólafsson (IBK). Leikur þessi var nokkuð fjör- lega leikinn, og sýndu „landsliðs- menn“ oft góð tilþrif og höfðu yfirburði í leiknum. Barizt um knöttinn f leik KR og Víkings í Reykjavfkurmótinu. KR og Valur í efsta sæti TVEIR leikir fóru fram f Reykja- vfkurmótinu f knattspyrnu á laugardag og sunnudag. KR og Vfkingur mættust á laugardaginn og sigraði KR 1:0 og á sunnudag skildu Fram og Valur jöfn 1:1. 1 gærkvöldi áttu svo Þróttur og Ar- mann að mætast. Allir leikirnir fóru fram á Melavellinum. Staða efstu fiða f mótinu er sú að Valur og KR hafa 5 stig eftir 3 leiki og Fram hefur 4 stig. Reykjavíkur- meistararnir frá f fyrra, Vfkingur hafa tapað tveimur leikjum og eiga nánast enga möguleika á að halda f titilinn. Leikur Víkings og KR á laugar- daginn fór fram I bezta veðri en knattspyrnan sem liðin sýndu var ekki að sama skapi góð. Var það nánast undantekning að leik- menn hittu á samherja sinn á vellinum og voru bæði liðin undir sömu sökina seld hvað það snerti. Eina umtalsverða marktækifæri leiksins kom á 20. mínútu siðari hálfleiks og úr því skoruðu KR- ingar. Jóhann Torfason reyndi þá markskot en boltinn fór af varnarmanni beint upp í loftið. Jóhann náði boltanum aftur og skallaði hann þvert fyrir markið þar sem Atli Þór Héðinsson stóð á markteig og renndi boltanum auð- veldlega í netið. Fallega leikið á staða varnarmenn Vfkings. öllu meira fjör var I leik Fram og Vals sem leikinn var í skínandi veðri á sunnudaginn. Valsmenn byrjuðu af meiri krafti og höfðu tekið forystuna þegar 15 mínútur voru af leik. Sending kom þá frá vinstri og hægri útherji Vals, kornungur piltur að nafni Albert Guðmundsson, renndi knettinum i netið úr frekar þröngri aðstöðu. Brátt fóru Framarar að sækja i sig veðrið og á 25. mínútu tókst Valsmönnum með naumindum að bjarga á línu (sumir sögðu reyndar að boltinn hefði farið inn fyrir línu). Á 33. mínútu jafnaði Fram. Dæmd var óbein spyrna á Val á vítapunkti f þeirra eigin vitateig, knettinum var vippað til Marteins Geirssonar og hann skaut lausu en hnitmiðuðu skoti f markið. I seinni hálfleik gerðist það markverðast að Sigurður Dagsson markvörður Vals varði skot frá Kristni Jörimdssyni og var sá síðarnefndi þó kominn einn innfyrir vörn Vals og Mar- teinn Geirsson skaut framhjá úr vftaspyrnu þegar 10 mínútur voru til leiksloka. Grímur Sæmundsson hafði fellt Kristin Jörundsson á heldur klaufalegan hátt innan vítateigs og þar með fengu Fram- arar gullið tækifæri til sigurs en Marteini brást bogalistin aldrei þessu vant og skaut himin hátt yfir. Menn eru yfirleitt samdóma um, að knattspyrnan sem liðin hafa sýnt í Reykjavíkurmótinu til þessa hafi ekki verið neitt augna- yndi en menn skyldu varast að vera of dómharðir. — SS. Vfkingur varð tslandsmeistari f blaki kvenna 1975, og er sagt frá úrslitaleikjum mótsins á bls. 21. Þessa mynd af Islandsmeisturunum tók Friðþjófur Helgason. Talið frá vinstri, fremri röð: Margrét Jónsdóttir, Anna Aradóttir, Málfrfður Pálsdóttir. Efri röð: Páll Ólafsson, þjálfari liðsins, Auður Andrésdóttir, Karolfna Guðmundsdóttir, Sunneva Jónsdóttir, Erna Kristjánsdóttir og Arni Árnason, formaður blak- deildar Vfkings. GLÆSILEGUR SIGUR SOVÉT- MANNA í HM í ÍSHOKKÍ Sovétmenn kórónuðu glæsilega yfirburði sfna í heimsmeistara- keppninni f fshokkf með því að sigra Svfa 13—4 f sfðasta leik mótsins sem fram fór f Diisseldorf á laugardagskvöldið. Unnu Sovétmenn alla leiki sfna f keppninni, flesta með miklum yfirburð- um, og þótti liðið sýna glæsilega útfærð leikkerfi og þrautþjálfuð. Tékkar hlutu silfurverðlaun keppninnar, jafnörugglega og Sovét- menn fengu gull, en Svíar hlutu bronsið á hagstæðari skorun en Finnar. Bandarfkjamenn urðu neðstir f riðlinum og falla þvf niður f B-riðilinn. Lokaúrslit f keppninni urðu þessi: Sovétríkin 10 10 0 0 90:23 20 Tékkóslóvakfa 10 8 0 2 55:19 16 Svfþjóð 10 5 0 5 51:34 10 Finnland 10 5 0 5 36:34 10 Pólland 10 2 0 8 18:78 4 Bandarfkin 10 0 0 10 22:84 0 Litla bikarkeppnin TVEIR leikir fóru fram í Litlu- bikarkeppninni á laugardaginn. 1 Keflavík léku heimamenn við FH og lauk leiknum með jafntefli 1:1 og i Kópavogi lauk leik Breiða- bliks og Akranes með markalausu jafntefli 0:0. I Keflavík voru gestirnir fyrri til að skora. Það var Þórir Jóns- son sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir FH með fallegu langskoti. Keflvíkingarnir jöfnuðu metin í seinni hálfleik og var Grétar Magnússon þar að verki. I Kópa- vogi tókst hvorugu liðinu að skora þrátt fyrir mikla baráttu. URSLITALEIKURINN í BIKARKEPPNI HSÍ í KVÖLD t KVÖLD fer fram f Laugardals- höllinni úrslitaleikurinn í Bikar- keppni Handknattleikssambands Islands. Eru það FH og Fram, sem leika þar til úrslita, en Fram er komið f úrslitin eftir sigur yfir IR og sfðan 3. deildar liði Leiknis. FH lagði hins vegar erfiðari keppinauta í undankeppninni, fyrst Gróttu, sfðan bikarmeistara fyrra árs, Val og loks nágrannalið sitt úr Hafnarfirði, Hauka. Leikkvöldið í Höllinni hefst kl. 20.00 i kvöld með leik Hauka og Handknattleiksfélags Kópavogs i úrslitum í bikarkeppni 2. flokks. 1 undanúrslitum sigruðu Haukarn- ir Stjörnuna úr Garðahreppi 17—12, og HK kom verulega á óvart með því að sigra Armann 10—9, en Armenningar eiga mjög góðu liði á að skipa í 2. flokki og eru þar í úrslitum í Islandsmótinu — á móti Haukum. Leikur FH og Fram hefst svo kl. 21.00. Það er ósjaldan sem þessi lið hafa mætzt i úrslitaleikj- um og má geta þess til gamans að á siðustu 15 árum hafa Framarar sjö sinnum orðið Islandsmeistar- ar og ævinlega hafa þeir unnið titilinn af FH. A sama árabili hefur FH hlotið Islandsmeist- aratitilinn 6 sinnum, og oftast unnið hann af Fram. Leikir þessara liða hafa jafnan verið miklir baráttuleikir, og má slá því fðstu að svo verður einnig í kvöld. Mikið er í húfi, þar sem sigur í bikarkeppninni færir viðkomandi liði rétt til þess að taka þátt i Evrópubikarkeppni bikarhafa, sem fer i fyrsta sinn fram næsta haust. — Fram varð fyrst íslenzkra liða til þess að taka þátt í Evrópu- bikarkeppni meistaraliða, og við höfum fullan hug á þvi að verða fyrsta islenzka liðið sem tekur þátt í Evrópubikarkeppni bikar- hafa, sagði Ólafur Jónsson, for- maður handknattleiksdeildar Fram í viðtali við Morgunblaðið í gær. Bæði Fram og FH tefla fram sínum sterkustu liðum til leiksins í kvöld. Verður þetta jafnframt kveðjuleikur Gunnars Einarsson- ar, en hann hefur gert samning við v-þýzka liðið FA Göppingen og mun leika með því næsta vetur. Þá má geta þess, að ákveðið er að efna til meistarakeppni í hand- knattleik á sama hátt og i knatt- spyrnunni, og munu Islandsmeist- ararnir og bikarmeistararnir leiða saman hesta sína i október næsta haust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.