Morgunblaðið - 22.04.1975, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.04.1975, Blaðsíða 38
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. APRlL 1975 TVö silfur — tvö brons VARÐ UPPSKERA ÍSLENDINGA Á NM f JÚDÓ TVENN silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun varð uppskera íslenzku júdómannanna á Norðurlandameistaramótinu sem fram fór í Laugardalshöllinni um helgina. Verður þetta að teljast mjög góð útkoma, og eru það örugglega fáar íþróttagreinar hérlendis sem gætu státað af svo góðum árangri í keppni við grannþjóðir okkar. Það voru þeir Halldór Guðbjörnsson og Gísli Þorsteinsson sem hrepptu silfurverðlaun í mótinu, en Benedikt Pálsson hlaut brons- verðlaun, svo og íslenzka sveitin í sveitakeppninni. Það sem greinilega háði íslenzku keppendunum var skort- ur á keppnisreynslu enda standa þeir þar sýnu verr að vigi en keppendur hinna þjóðanna, sem hafa fleiri og meiri tækifæri til þess að taka þátt í mótum. Þannig var t.d. um helmingur íslenzku keppendanna í mótinu, sem ekki hafði reynt sig við aðra en landa sina fyrir mótið. Kom þetta reynsiuleysi gleggst fram í úr- slitaglimu Gísla Þorsteinssonar í mótinu, þar sem hann var yfir í stigum allt fram á síðustu mínútu, en tók þá áhættu í sókn, sem varð honum að falli. Með aukinni reynslu er enginn vafi á því að íslendingar geta staðið jafnfætis beztu Norðurlandaþjóðunum, Finnum og Svium, i júdó, þar sem okkar mönnum virtist alls ekki skorta skap, kjark né krafta, — en einmitt þessi atriði hafa mjög mikið að segja í þessari átaka- miklu iþróttagrein, sem einnig krefst þess að keppendur hafi yfir miklu þreki að ráða. Erlendu keppendurnir og farar- stjórar þeirra voru allir á einu máli um að framkvæmd mótsins hér hefði verið til mikillar fyrir- myndar, og sögðu, að þeir heföu varla keppt á móti, þar sem betur hefði verið að staðið. Þetta er mikill sigur fyrir Júdósambandió sem þreytti þarna sína prófraun, eins og margir íslenzku keppend- urnir, enda var svo að maður gekk undir manns hönd til þess að allt gengi sem greiðlegast. Í móti þessu mátti sjá margar tilþrifamiklar og skemmtilegar viðureignir. Tveir keppenda í mótinu höfðu greinilega yfirburði yfir aðra hvað snerti tækni, þeir Larry Edgren frá Svíþjóð, sem er Japani, og Finnínn Simo Ackien- ius sem hlaut tvenn gullverðlaun í mótinu. Beittu þeir báðir stór- glæsilegum brögðum i viðureign- um sínum, sérstaklega þó Edgren, sem var mesti yfirburðasigur- vegari mótsins, og vann flestar glímur sínar eftir skamma stund. SVEITAKEPPNIN: I sveitakeppninni drógust löndin þannig saman, að Island, Noregur og Danmörk voru i öðrum riðlinum og Svíþjóð og Finnland í hinum. Var nokkur óánægja með þetta fyrirkomulag, sérstaklega af hálfu Svíanna, sem sáu vonir sínar um silfurverðlaun í keppninni verða að litlu, er þeir lentu á móti F’innunum. Slíkt fyrirkomulag sem þetta hefur þó jafnan verið á Norður- landamótum. Fyrsta keppnin var milli Is- lands og Noregs. Byrjaði ekki vel fyrir ísland, þar sem Jóhannes Haraldsson tapaði sinni glimu í léttvigtarflokknum. Jóhannes hefur lítið getað æft í vetur vegna atvinnu sinnar, og gekk þar að auki ekki heill til skógar. Halldór Guðbjörnsson jafnaði hins vegar stöðuna, i léttvigtarflokknum með því að „svæfa“ andstæðing sinn, og Halldór Guðnason, nýliði í fslenzka landsliðinu, færði Is- landi forystuna með sigri i Iétt- þungavigtarflokknum, eftir langa og stranga viðureign. I siðustu glímunni, milli Svavars Carlsens og Jan Jansens, var svo aldrei vafi á hvor væri betri. Svavar kom hinum hávaxna og þrekna keppinaut sínum fljótlega í gólfið og hélt honum síðan eins og i skrúfstykki. Næst áttust svo við Finnar og Sviar og var viðureign þeirra hin skemmtilegasta. Henni lauk með öruggum sigri Finnanna, sem tryggðu sér þar með réttinn til þess að keppa um gullverðlaunin, við annaðhvort Islendinga eða Dani, sem kepptu næst. Í þeirri viðureign gekk allt á afturfótunum hjá íslenzka liðinu. Jóhannes tapaði fyrst sinni glímu, og þessu næst urðu ósanngjarnir dómar Halldóri Guðbjörnssyni að falli. Viðar gerði jafntefli við sinn andstæðing, þannig að Danirnir voru búnir að tryggja sér sigur- inn, og Svavar Carlsen lagði þvi ekkí ýkja mikið að sér i þunga- vigtarflokknum og tapaði fyrir sínum andstæðing. Í úrslitakeppninni var svo nán- ast um yfirburði hjá Finnunum að ræða og tryggðu þeir sér gull- verðlaunin. Danir fengu silfrið, en Islendingar og Svíar deildu með sér bronsverðlaununum — Sviarnir þó án þess að hafa unnið leik. LÉTTVIGT: Undankeppnin í einstaklings- keppninni hófst kl. 10.00 á sunnu- dagsmorguninn, og var þá strax um skemmtilegar og harðar viður- eignir að ræða. íslendingarnir tveir í Iéttvigtarflokknum töpuðu báðir fyrir andstæðingum sínum, en Ömar Sigurðsson keppti þó um þriðju verðlaun við Norðmanninn Petter Lind. og Jóhannes keppti við Svíann Nicklas Kristensson. Veittu Islendingarnir þá keppi- nautum sinum töluverða keppni, og virtist t.d. Ömar vera vel á veg kominn með Norðmanninn, er hann náði góðu taki og vann sig- ur. Á Omar framtíðina fyrir sér, þar sem hann er enn kornungur ISLENDINGAR A OL? — ÉG ER mjög ánægður með þetta sagði Eysteinn Þorvaldsson. formaður Júdósambands íslands, að loknu Norðurlandameistaramótinu í Laugar- dalshöllinni á sunnudaginn. Hann og félagar hans sem að framkvæmd mótsins stóðu máttu lika vera ánægðir, þar sem það var samdóma álit allra gesta Júdósambandsins, að svo vel framkvæmt Norðurlandamót hefði ekki verið haldið til þessa. Mikið starfslið þarf til að annast slika keppni sem þessa, en allt gekk eins og í sögu, og keppnin sjálf stóðst nákvæmlega þau timamörk sem áætluð höfðu verið. — Keppnin á þessu Norðurlandamóti var miklu harðari en hún var t.d. í fyrra, sagði Eysteinn. — Nú eru komnir fram á sjónarsviðið aftur menn sem undanfarin ár hafa verið ósigrandi ( heimalöndum sinum, eins og t.d. Simo Ackrenius. Ég tel lika að islendingar hafi staðið sig mjög vel í þessari keppni, og einstaklingar i islenzka landsliðinu komu verulega á óvart eins og t.d. Gísli Þorsteinsson, sem nú tók í fyrsta sinn þátt í stórmóti í júdó. Eysteinn sagði, að Júdósamband íslands myndi nú fara að vinna að þvi að íslendingar tækju þátt i júdókeppni Olympiuleikanna i Montreal 1976. — Við tökum það mál til endanlegrar afgreiðslu í stjórninni nú alveg á næstunni, og sendum siðan tillögur okkar fyrir sambandsráðsfund ISÍ. Þá sagði Eysteinn að fljótlega yrði tekin ákvörðun um hvort íslenzkir keppendur yrðu sendir á Evrópumeistaramótið í Lion í Frakklandi nú í vor. — Það voru sendir þrfr menn á mótið í fyrra, og ég tel ekki minni ástæðu til þess að gera slíkt nú, sagði Eysteinn. Stjl. og reynslulaus á stórmótum sem þessu. Urslitakeppnin var milli Lars P'lygh frá Svíþjóð og Arvo Tarvainen frá Finnlandi og vann Sviinn þar sigur við mikinn fögn- uð landa sinna, sem tóku hann og tolleruðu, enda mun Finninn jafnan hafa farið með sigur af hólmi, þegar þeir hafa mætzt i keppni áður. LÉTTÞUNGAVIGT: Halldór Guðbjörnsson lék sama leikinn í keppni sinni við Axel Hopstock og hann hafði gert í landskeppninni daginn áður. Kom honum í gólfið og „svæfði" hann síðan. Var auðséð að næsti keppinautur Halldórs, Ronny Nilsson frá Svíþjóð, var hræddur við að fá slíka meðferð einnig, þar sem hann lagði alla áherzlu á að fara ekki í gólfið. Var barátta hans og Halldórs hin snarpasta, og hafði Halldór alltaf heldur betur, án þess þó að fá stig. Voru báðir stigalausir að lotunni lok- inni, en dómararnir dæmdu Halldóri réttilega sigur. 1 hinum riðlinum keppti hinn japanski Svíi, Larry Edgren, og byrjaði hann á því að sveifla Gunnari Guðmundssyni í gólfið og vinna á „Ippon‘\ Hins vegar lenti Edgren i miklu basli með Per Hansen frá Danmörku, sem varðist mjög vel, og naut þess að hann er til muna hávaxnari en Edgren. Fór þó svo að lokum að Edgren sigraði og mætti því Halldóri i úrslitakeppninni. — Komi ég honum í gólfið þá vinn ég hann, sagði Halldór fyrir keppnina, en Edgren gaf engin færi á sér, og vann Halldór með stórglæsilega útfærðum brögðum. Var ekkert efamál að Edgren þessi var „tekniskastur“ allra keppendanna á Norðurlandamót- inu, og greinilega þrautþjálfaður. MILLIVIGT: Keppendur íslands i milli- vigtarfiokknum voru þeir Sig- urjón Kristjánsson og Viðar Guðjohnsen. Báðir töpuðu þeir viðureignum sínum naumlega, í mjög skemmtilegum glímum, þar sem baráttan var allsráðandi. Vakti frammistaða Viðars mikla athygli, en hann er nýorðinn 17 ára. Þarna er á ferðinni piltur sem vafalaust á eftir að komast í fremstu röð í þessari íþróttagrein, ef svo heldur sem horfir. Áttu keppinautar hans erfitt með að trúa að hann væri ekki eldri, og luku miklu lofsorði á hæfileika hans. Sigurvegari i þessum þyngdarflokki varð Conny Pettersson frá Svíþjóð, sem sigraði Bertil Ström, landa sinn, sem Sigurjón hafði tapað fyrir, i úrslitaleik. LÉTTÞUNGAVIGT: I þessum þyngdarflokki tefldu Islendingar fram tveimur nýlið- um, Halldóri Guðnasyni og Gisla Þorsteinssyni. Glímdi Gísli fyrst við Örn Terje Foss frá Noregi og vann þar góðan sigur. Var þetta góð byrjun hjá Gísla og tókst honum svo að fylgja eftir með glæsilegum sigri yfir Jan Klemann frá Danmörku. Tryggði Gisli sér þar með rétt til þess að keppa um gullið við Finnann Simo Ackrenius sem sigraði i hinum riðlinum, en þar tapaði Halldór Guðnason naumlega glímu sinni við John Lysholdt Pedersen. Áttu fæstir von á því að Gisli myndi standast Ackrenius snúning í úrslitalotunni, þar sem Þessi Finninn hefur gífurlega keppnisreynslu og þykir búa yfir mjög mikilli tækni og körftum. En Gísli sýndi það í úrslitaglím- unni að fyrri sigrar hans voru engin tilviljun. Finninn komst ekkert áleiðis með hann, og fór svo að Gísli vann inn vítastig á Finnann og sigur hans virtist blasa við. Aðeins einni mínútu áður en lotunni skyldi ljúka tókst Finnanum loks að ná taki á Gísla og sigra á siðustu stundu. Enginn keppandi kom eins á óvart í móti þessu og Gísli, sem er aðeins 22 ára, og á þvi framtíðina fyrir sér sem júdómaður. ÞUNGAVIGT: I þungavigtarflokknum voru miklar vonir bundnar við Svavar Carlsen, enda hann reyndasti keppnismaður Islendinganna, og hafði unnið bæði til silfur- og bronsverðlauna á Norðurlanda- meistaramóti. Lenti Svavar í fyrstu umferð á móti Norðmann- inum Erik Hauger og eftir jafna baráttu framan af lotunni tókst Hauger að ná góðu taki og sigra. Þar með var Svavar úr leik. I hinum riðlinum tapaði Hannes Ragnarsson fyrir Kari Johanns- son frá Finnlandi eftir lengst af jafna viðureign, og siðan fyrir Roland Bexander frá Sviþjóð, eftir glimu þar sem Hannes hafði um tíma betur. OPNI FLOKKURINN: Sigurvegari i opna flokknum varð Simo Ackrenius frá Finn- landi, sá er vann Gisla Þorsteins- son i úrslitakeppninni í létt- þungavigtinni, og lagði hann þungavigtarmennina einn af öðrum. Benedikt Pálsson deildi þriðju verðlaununum í þessum þyngdarflokki með Seppo Reivuo, sigurvegaranum í þungavigtinni, en Erik Hauger frá Noregi hlaut silfurverðlaunin, sem hann var vel að kominn, vegna góðrar frammistöðu sinnar bæði í þessum flokki og í þungavigtar- flokknum. — stjl. Verðlaunamenn f léttmillivigt: Ronny Nilsson, Svfþjóð (brons), Per Edgren, Svfþjóð (gull), Halldór Guðbjörnsson, tslandi (silfur). Verðlaunamenn f léttþungavigtarflokknum: Örn Terje Foss, Noreg Danmörku (brons), Simo Ackrenius, Finnlandi (gull), Gfsli Þorsteinsson Menn kipptu sér lftið upp við það þótt þi keppninni, en enginn keppandi meiddist norska liðsins að troða bómull upp í júdómanni Noregs, en dómarinn fylgist i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.