Morgunblaðið - 22.04.1975, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.04.1975, Blaðsíða 26
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. APRlL 1975 Minning: Jón Bjarnason aðalféhirðir Fæddur4. maí 1909. Dáinn 14. apríl 1975. Hann var fæddur á fögrum vor- degi á Breióabólstað austur á Síðu, þessu undurfagra héraði, þar sem vorið heilsar hvað fyrst á landi hér. Fegurðin hefur síðan verið hans fylginautur. Allt var honum list, er hann lék. Jón \ar til muna yngstur sex systkina auk fóstursystur. Atti hann því sérstökum dáleikum for- eidra og systkina að fagna, enda gæddur ljúfri og léttri lund, sem laðaði að sér gott atlæti og iaunaði það í senn. Hjá okkur börnum systkinanna naut hann af þessum sökunr vinsællar sérstöðu, þegar líf okkar og vitund var kviknuð. Hann var ungmennið í hópi hinna fullorðnu, brú milli kynslóðanna, einn af oss. I þeim hópi var hug- takið kynslóðabil ekki til. Okkur þótti þvi ekki við hæfi að nota hans stutta og laggóða nafn eitt saman. 1 okkar munni var nafn hans Jónsi eða Nóndi frændi. Foreldrar Jóns voru Bjarni Jensson, héraðslæknir, og Sig- ríður Jónsdóttir, kona hans. Þótt Bjarni væri aðkominn festi hann yndi í þessu afskekkta héraði og gegndi þar læknisstörfum frá 1887 til 1914, en Sigríður var Skaftfellingur í ættir fram. Þótt leið fjölskyldunnar lægi burt úr héraði, þegar vötnin strið og vetrar hriðar höfðu slævt heilsu og krafta Bjarna læknis, voru þar bundin bönd vináttu og frænd- skapar, sem enn halda. Jón var aðeins fimm ára, þegar brott var haldiö á hestbaki yfir sanda og fljót, mestmegnis framan á hjá systur sinni. Skelfdu þau sam- ferðafólk með þeysisprettum fram úr og úr augsýn á ókunnum stigum, en menningin kom til móts við þau á Rangárvöllum i mynd vegar og póstvagns, svo sem nú er aðeins að sjá af frumhverja- myndum úr vestrinu. Þótt Jón yrði svo ungur á brott úr fæðingarhéraði sínu, átti það ætíð rik ítök í honum, og rækti hann vináttutengslin af þeirri prýði, sem honum var lagin. Góðvild og mannkostir Skaftfellinga gáfu heldur ekkert eftir, og er þeim þökkuð ævinleg tryggð og vinátta. Bernsku og æskuheimili Jóns, fyrst á Breiðabólstað og siðan við Njálsgötu og Kárastíg i Reykja- vík, var með afbrigðum gott, sam- heldni mikil og ástriki foreldra á börnunum og gagnkvæmt, en strangar kröfur um siðgæði i samskiptum við menn og málleys- ingja. Hér er ekki rúm til aó rekja þá hugnæmu sögu nánar, enda er nú unnt að visa um það til nýlega útkominnar bókar „Faðir minn — læknirinn,'- þar þar sem Ingólfur bróðir Jóns segir þá sögu, svo sem best getur orðið. Þess má geta, að helmingur systkinahópsins er nú liðinn, Björn og Jens auk Jóns, en á lifi eru Þórður, Olöf og Ing- ólfur. Að Jóni stóðu kunnir ættstofn- ar, sem greinast víða um land. Föðurafi hans var Jens Sigurðs- son, rektor, bróðir Jóns forseta, en um ætt þeirra Rafnseyrar- presta, Sigurðar og Jóns eldra Sigurðssonar, sem kennd er við Asgarð í Grímsnesi, var Jón ellefti niður liður í beinan karl- legg frá Gisla Jónssyni, biskupi prestaætta, svo og til Ölafs lög- sagnara á Eyri og þaðan áfram til nafntogaðra manna, sem of langt yrði að rekja. Föðuramma Jóns var Ölöf, dóttir Björns Gunn- laugssonar, stærðfræðings, land- mælingamanns og heimspekings, höfundar Njólu, og er sú ætt úr Húnaþingi, en hún var einnig hálfsystir Bjarna Jónssonar, rektors, og dótturdóttir Bjarna lögréttumanns i Sviðholti á Alfta- nesi og ráðsmanns Bessastaða- skóla, Halldórssonar auðga í Skildinganesi, Bjarnasonar í Skildinganesi Bergsteinssonar, en Halldór var tengdasonur Jóns rika i Seli. Er ættin frá Bjarna i Sviðholti kennd við þann bæ, en i viðara samhengi nefnist ættin Arnarhóls-, Götuhúsa- og Skildinganesætt, sbr. ættartölu í Sögu Reykjavíkur eftir Klemens Jónsson, og koma þar saman mjög fjölmennar ættir. I hinni skaftfellsku móðurætt Jóns verða fyrir héraðsgrónar bændaættir, tiltölulega ómeng- aðar embættablóði. Afi hans og amma á þá hlið voru Jón Jónsson, bóndi að Stóru-Borg og síðan Breiðuhlíð í Mýrdal, og kona hans Ingibjörg Einarsdóttir frá Hunkubökkum, en afi hennar var Jón Magnússon, klausturhaldari og hreppstjóri. Jón klaustur- haldari var uppi á ofanverðri 18. og öndverðri 19. öld, kraftmikill karl, er sat ýmsar jarðir austur þar auk Kirkjubæjarklausturs, en var upprunninn úr Öxnadal + Eiginmaður minn LÁRUS JÓNSSON. organisti er lézt 1 5. apríl s.l. verður jarð- sunginn frá Hafnarfjarðarkirkju, miðvikudaginn 23 aprll kl. 2 e.h Blóm og kransar afþakkað. nyrðra. Börn þeirra Jóns og Ingi bjargar voru niu og er mikill fjöldi myndar- og sómafólks af þeim kominn. Jóni kippti mjög í kyn sinna nánustu ættmenna að' gáfum, skapgerð og útliti. Hann var góðum og fjölþættum almennum gáfum gæddur, en hafði alveg sér- staklega þegið náðargáfu listar- innar. Skapgerðin einkenndist af góðvild, blíðlyndi og kímni, sem var svo sérstök að hann gat hent gaman að nánast hverju sem var, án þess að i fyndist græska, grómska eða broddur, sem nokkurn særði. Hann var með fríðustu mönnum í útliti og bar göfugmannlegan svip. Liktist hann i því föður sinum, og þó með greinilegu ívafi af svip móður sinnar. Jón gekk i Menntaskólann í Reykjavík og lauk þaðan gagn- fræðaprófi, en lagði ekki hug á frekari göngu eftir þeirri braut, þar sem hann hugði ekki á em- bættisframa. Myndlistin tók hug hans. Hann naut góðrar tilsagnar í þeirri list, sló trönum sínum viða og málaði mikið á tímabili, einkum landslags- og kyrralífs- myndir. Hæfileikarnir voru ótvi- ræðir, formskyn, litameðferð og teiknigeta með ágætum, heildar- svipur lifandi og hrífandi, fegurðin sett ofar öllu, en án óhóflegra skreytibragða. Liggur margt eftir hann, sem viður- kenndir meistarar gætu verið þekktir fyrir. Er mér enn rík í minni sú listræna upplifun og sköpunargleði, þegar lista- maðurinn valdi sér mótív á sól- björtum sumardegi og reisti trönur sínar, en listaverkið tók á sig mót á Ijósu léreftinu. A þess- um tíma var myndlistin enn siður lífvænt lifibrauð en þó varð siðar, og þurfti hörkutól til að brjótast i gegn. Jón gerði sVo strangar kröfur til sín og sinnar listar, að hann vildi ekki stunda hana af hálfvelgju, föndra eða fúska. Hann tók því þá hreinlegu ákvörðun, er hann valdi sér ævi- starf, að leggja listina á hilluna, og hefur sú ávkörðun tæpast gengið þrautalaust. Við sem best þekktum til, höfum talið, að þar hafi of góð listgáfa farið forgörð- um og jafnframt að hjáverkalist hefði veitt lífi hans meiri fyllingu. En þessu varð ekki um þokað. Umfram flesta menn aðra virti Jón bróður sinn Jens, sem stýrði skrifstofuhaldi Sláturfélags Suðurlands á giftdrjúgri starfs- ævi. Þótti honum verðugt að gerast starfsmaður hans og feta i hans spor. Mun annar verða til að segja þá sögu, sem mér er miður kunn, enda var Jón hógvær maður og vann sín þjóðnýtu störf án þess að tíunda það við vini og vandamenn. I einkalífi Jóns var hið blíða blandið stríóu eins og æði oft vill verða. Arið 1934 gekk hann að eiga Láru Grimsdóttur, glæsilega stúlku, og voru þau með fallegri hjónum. En þau báru ekki gæfu til varanlegra samvista. Þeirra sonur er Jens, húsgagnabólstrari í Hafnarfirði, en kona hans er Val- dis Kristmundsdóttir og börn þeirra þrjú: Jón Kristinn, Sig- ríður og Lára. Leið Jóns lá á ný saman við lífsförunaut, sem fylgdi honum til æviloka, er hann gekk að eiga Kristínu Pálsdóttur árið 1949, en hún var þá ekkja, svo að þetta varð annað hjónaband beggja. Kristin er upprunnin frá Nesi i Selvogi, af Bergsætt hin mætasta kona og svo lík Jóni að útliti og skaphöfn, að undrum sætti. Ein- kenndist hjónaband þeirra ætíð af eindrægni og ástúð, gagn- kvæmum skilningi og hjálpsemi, sem bæði höfðu þörf fyrir, þegar heilsunni tók að hraka. Samhent voru þau sterk eins og hinn veiki reyr, ef hver styður annan. Dóttir þeirra, Þórhildur var fædd árið 1950 og er hún til heimilis með móður sinni og hennar stoó og stytta í yfirstandandi raun, en starfar sem ritari á læknamiðstöð. Börn Kristínar af fyrra hjóna- bandi, Kristin og Valur og fjölskyldur þeirra hafa rækt fóst- urtengslin af sérstakri ástúð, og sama er á hinn bóginn að segja um Jens son Jóns, sem var fóstraður af Kristínu á siðustu uppvaxtarár- um sínum.. Maður Kristínar yngri er Magnús Axelsson, og eiga þau fjögur börn, en kona Vals er Erla Þórðardóttir og eiga þau þrjú börn. Allt er þetta ein samhent fjölskylda. Hugur okkar aðstandenda og vina dvelur nú hjá Krístínu og Þórhildi og fjölskyldum barna þeirra Jóns í þökk fyrir alla gæsku þeirra við hann og bæn fyrir þeim í raun þeirra. Bænir okkar fylgja sálu hans inn í víð- erni hing andlega heims. Drottinn blessi hann um eilífð. Bjarni Bragi Jónsson Það er óþarft að fara mörgum orðum um, hve snar þáttur vinn- an og vinnustaðurinn er í lífi okkar mannanna. Það er öllum svo vel ljóst, en við gerum okkur sjaldnar grein fyrir, hversu vinnugleðin mótast af þeim anda, sem á vinnustaðnum ríkir eftir mannkostum þeirra, sem við þar höfum samskipti við. Þetta kemur okkur þó sérstak- Aímælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast 1 slðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendíbréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. útfaraskreytlngar blómouol Groðurhusið v/Sigtun sími 36770 ílnhollí 4 Slmar 26677 og 14254 JMorflunblntiiþ nucivsincRR ^-•22480 + Maðurinn minn og faðir okkar. EGILL JÓNSSON brfreiðastjóri, Ásgarði 49. andaðist 20 þ m Borgarspítalanum á Ragna Guðnadóttir og börn. + Maðurinn minn og faðir okkar, HLÖÐVER BÆRINGSSON andaðist á Borgarspttalanum 21 þ.m. Guðbjörg Sigvaldadóttir og börn. + Minningarathöfn um INGVAR ÞÓRÓLFSSON frá Birtingarholti, Vestmannaeyjum, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 23. apríl kl. 10.30. Jarðsett verður frá Landakirkju, Vestmannaeyjum föstudaginn 25. aprll kl 14.00. Börn, tengdabörn og barnabörn. Útför + EINARS ANDRÉSSONAR verður gerð frá Dómkirkjunni 1 dag, þriðjudaginn 22. apríl kl. 1 3 30. Jófrfður Guðmundsdóttir Anna Einarsdóttir. + Faðir okkar, tengdafaðir og afi JÓN ÓSKAR GUÐSTEINSSON, vélstjóri, Frakkastfg 10, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 23. aprll kl slðdegis. Örn Jónsson, Guðsteinn Jónsson, Guðrún Jónsdóttir, Erna Jónsdóttir, Ríkharður Jónsson, og barnabörn. Svala Norðberg, Sigurlaug Steinþórsdóttir, Hlöðver Diðriksson, Martin Olesen. Guðrún Bergsveinsdóttir Lokað eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar SIGURMUNDAR ÞÓRODDSSONAR, Bílaborg h/f, Mazda umboð - Borgartúni 29. verkstæði Karólfna Kristln Björnsdóttir. Lokað vegna jarðar- farar Aðalskrifstofa okkar að Skúlagötu 20, Reykja- vík verður lokuð í dag þriðjudaginn 22. apríl frá kl. 10—13 f.h. vegna jarðarfarar Jóns Bjarna- sonar, aðalféhirðis. s/iWrfélag Suðurlands. Vegna jarðarfarar Einars Andréssonar verður skrifstofum og verzl- un lokað frá kl. 1 2—4 í dag. Má/ og Menning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.