Morgunblaðið - 22.04.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.04.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. APRlL 1975 17 NORÐURSJÓRINN — Nokkrir bátar hafa verið að búa sig á síldveiðar í Norðursjónum undanfarna daga. Hér er mynd af einum þeirra, Ásbergi RE. Verið er að setja kassa um borð. Ljósm. Sv.Þorm. G.I. 90 ára í vor AÐALFUNDUR Garðyrkjufélags lslands var haldinn nýlega. 1 skýrslu stjórnar kom fram, að starfsemin hefur verið mikil og fjölbreytt á sfðasta starfsári, en þar ber þátt fræðslustarfsins hæst eins og verið hefur. Félagsdeildir eru í Reykjavik, á Akureyri, Akranesi, Borgarnesi, Suðurnesjum og i Vestmannaeyj- um, og er nú í athugun að stofna deildir víðar um land. Utgáfustarfsemi er liður i fræðslustarfi Garðyrkjufélags Is- lands, en félagið gefur nú út tvö rit, Garðyrkjuritið og Garðinn, sem er fréttabréf. Þá birtast stutt- ir pistlar á vegum G. I. í Morgun- blaðinu, undir heitinu „Blóm vik- unnar“. Garðyrkjufélag Islands verður 90 ára í vor, og er það meðal elstu starfandi félaga á landinu. Félagsmönnum hefur farið mjög fjölgandi á undanförnum árum og eru þeir nú hátt á þriðja þúsund að þvi er fram kemur í fréttatil- kynningu G.l. Formaður Garð- yrkjufélags Islands er Jón Páls- son, en aðrir í stjórn eru Selma Hannesdóttir, sem er varafor- maður, Ölafur Björn Guðmunds- son, ritari, Gunnlaugur Ólafsson gjaldkeri og Einar I. Siggeirsson, meðstj. Frá Purcell til Britten K am m erklúbburinn í Félagsstofnun stúdenta KAMMERMUSlKKLUBBURINN efnir til þriðju tónleika sinna nk. þriðjudagskvöld kl. 21 í Félags- stofnun stúdenta við Hringbraut. Flytjendur eru söngflokkurinn Hljómeyki ásamt hljóðfæraleik- urunum Jósef Magnússyni, flautuleikara, Páli Gröndal, hné- fiðluleikara, og Jónasi Ingimund- arsyni, píanóleikara. Á efnisskránni eru ljóðasöngv- ar eftir Purcell, Thomas Morley, Edward Elgar, John Dowland, Or- londo Gibbons, Joseph Haydn, C.W. Stanford, John Hind, Martinu, Richard Rodney, Bennett og Benjamin Britten. IMauðungaruppboð á eigninni Borgarheið 2, (íbúð t.v. í smiðum) Hveragerði eign Jóns Gunnars Sæmundssonar áður auglýst í Lögbirtingablaði 10, 17. og 28. janúar 1975 fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 25. apríl 1975 kl. 16. Sýslumaður Árnessýslu. Hestamannafélagið Fákur Sumarfagnaður verður i Félagsheimilinu síðasta vetrardag og hefst kl. 21. Félagsmenn og gestir þeirra, komið og fagnið sumri. Skemmtinefndin. Kaffihlaðborð verður á sumardaginn fyrsta í félagsheimili Fáks við Elliðaár. Félagskonur sjá um þetta stórkostlega kaffihlaðborð. Þá er fyrirhugað að leyfa börnum að koma á hestbak. Félagsmenn eru beðnir að koma með hesta sína og teyma þá undir börnum. Fákskonur. Seljumídag: 1974 Chevrolet Impala 1974 Chevrolet Nova Custom 2ja dyra 1974 Vauxhall Viva station 1974 Mazda 818 coupé 1974 Buick Century 1973 Vauxhall Viva de Luxe 1973 Toyota Carina 1973 Chevrolet Laguna 1972 Chevrolet Nova 4ra dyra 1972 Chevrolet Blazer V8 sjálfskiptur 1972 Chevrolet Malibu 1972 Opel Record II 1972 Ford Grand Torino 1972 Vauxhall Viva 4ra dyra 1972 Vauxhall Victor SL 1972 Toyota Crown 4 cyl. 1971 Chevrolet Nova 1971 Vauxhall Viva 1971 Chevrolet Chevelle 1971 Plymouth Valiant 4ra dyra 1970 Ford Cortina Samband Véladeild ÁRMÚLA 3 - SÍMI 38900 | Sjálfstæðisfélag Keflavíkur heldur fund i Sjálfstæðishúsinu, fimmtu- daginn 24. april (sumardaginn fyrsta) kl. 2. e.h. Matthias Mathiesen, fjármálaráðherra, ræðirum ráðstafaniri efnahagsmálum. Kosning fulltrúa á landsfund Sjálfstæðis- flokksins. Stjórnin. Til sölu Óskum að selja eftirtaldar eignir: 1. Mötuneytisskáli u.þ.b. 300 fm. 2. Verkstæðisbygging Strand-Steel u.þ.b. 360 fm. 3. Steypustöð Elba Wainer, framleiðir 11 rúmm. pr. klst. Sementssíló og fleiri fyfgihlutir. Steypubifreið Leyland með 5 rúmm. steyputunnu. Upplýsingar gefa Gunnar J. Magnússon og Páll Hannesson. Skrifleg tilboð sem greini verð og greiðsluskilmála þurfa að berast fyrir 28. apríl 1975 Þórisös h/f, Siðumúla 21, Reykjavík. Sími 32270.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.