Morgunblaðið - 22.04.1975, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.04.1975, Blaðsíða 20
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1975 — Heræfingar Framhald af bls. 1 núverandi æfingar Rússa „Vor- æfingarnar". Þeir hafa orðið varir vió sovézk beitiskip af gerðunum Kara og Kresta II og ýmsar tegundir tundurspilla. Sovézkar flugvélar og kafbátar taka einnig þátt i æfingunum. Eitt er það við þessar flota- æfingar Rússa sem veldur leyni- þjónustustarfsmönnum banda- lagsins heilabrotum: Sovézk þyrlumóðurskip hafa ekki sézt til þessa. Sovézkar deildir fylgjast með eftirliti bandalagsins með æfingunum að sögn talsmanna NATO. „Við eltum og við erum eltir,“ sagði einn þeirra i dag. — Grein Sigurlaugar Framhald af bls. 28 minnihlutahópa, sem lengst vilja ganga í þessum efnum. Ég vil að lokum láta í ljós þá von mína, að þetta frumvarp komist nú senn heilt i höfn hér á háttv. Alþingi og — að fram- kvæmd þess, ef að lögum verður, megi markast af þeirri festu, skilningi og mannúð, sem hæfir þessu málefni. Sigurlaug Bjarnadóttir. — Kambódía Framháld áf bls. 1 dvalarleyfi Saukham Khoys, sem var settur forseti, yrði þó fram- lengt vegna veikinda hans. Hann kvað nokkur þúsund flóttamann- anna þegar hafa snúið yfir landa- mærin á ný, en ákvörðun yrði tekin um örlög þeirra sem eftir eru innan mánaðar. Um 1000 manns leituðu hælis i sendiráði Frakklands í Phnom Penh er borgin féll, og franska ríkisstjórnin fór þess í dag á leit við Rauðu Khmerana í Peking að þessu fólki yrði séð fyrir nauð- synjum. I Moskvu tók Alexei Kosygin forsætisráðherra á móti kambódískum sendimanni í dag og lofaði stuðningi Sovétstjórnar- innar við hina nýju valdhafa. — Samningar Framhald af bls. 2 mjólkurbúanna hins vegar að fram til 1. júní hljóti fyrrgreindir aðilar launajöfnunarbætur hlið- stæðar þeim er felast í heildar- samkomulagi Alþýðusambands- ins og Vinnuveitendasambands- ins. Þá náðist einnig samkomulag milli júgóslavneska verktakans Energoproject í Sigöldu og hluta starfsliðs þar, en Morgunblaðinu tókst ekki að afla nánari upplýs- inga um efni þess samkomulags i gærkvöldi. — Skreið Framhald af bls. 2 taka sjálfir á sig toll þennan að einhverju eða verulegu leyti. Bragi sagði ennfremur, að menn væru lítið farnir að hengja upp fisk enn sem komið væri. Sölusamband ísl. fiskframleið- enda hefur reyndar ítrekað við félagsmenn sína að verka ekki smáfisk vegna lélegra markaðsað- stæðna hvað þann stærðarflokk áhrærir og má því ætla að sá fiskur fari fremur í skreið, en að sögn Braga hefur lítið borið á þvi ennþá og taldi hann að smáfiskur- inn færi enn í salt í einhverjum mæli. — Flugmenn Framhald af bls. 40 eða hingað til lands á þessum tíma. Sveinn sagði, að þegar fyrir- sjáanlegt yrði í dag að til verk- falls myndi koma, væri áformuð aukaferð um kl. 4 síðdegis og flogið til Kaupmannahafnar um Glasgow á útleiðinni en síðan beint heim frá Kaupmannahöfn. Ætti þotan að vera komin til landsins fyrir miðnætti og gæti þetta því orðið síðasta ferðin næstu fjóra daga. Vegna þessarar óvissu hefur einnig verið ákveðið að fella riiður ferð til Chicago í dag. Sveinn kvað hafa verið hringt í alla sem áttu bókaðar ferðir héðan þessa daga og þeir látnir vita af aukaferðinni sem áður er getið. Farþegum sem hugóust fljúga með Loftleiðum yfir N- Atlantshafið, t.d. frá New York til Luxemborgar, verður 'hins vegar komið á flugvélar annarra flug- félaga. Einnig hefur verið ákveðið, ef til verkfalls kemur, að færa laugardagsflugið til Glasgow og London aftur um einn dag — til sunnudags, þegar flug hefst á nýjan leik. Innanlandsflugið verður samkvæmt áætlun fram til þess tíma er verkfallið er boðað, en líklegt er að einhverjar auka- ferðir verði farnar af þessum sökum, m.a. er ráðgerð ferð til ísafjarðar kl. 19 og fleiri ferðir eru í athugun. — Portúgal Framhald af bls. 1 stigvél hermannanna á hverjum degi. Hann vísaði á bug ásökun- um um að flokkurinn væri borgaralegur og hægrisinnaður. „Ef við erum það, þá eru allar sex milljónir portúgalskra kjósenda borgaralegar.“ Kommúnistar héldu fund sem sóttur var af 50.000 manns sama dag. Heimildir innan hersins í Öportó hermdu að landamæri Spánar væru undir eftirliti til að tryggja að „óboðnir aðilar“ geri ekki vart við sig á kjördaginn, og koma i veg fyrir vopnasmygl. — 1644 millj. Framhald af bls. 40 greiðslur samkvæmt þessum lið fari fram á þremur árum frá 14. febr. 1975 að telja. Sjávarútvegs- ráðuneytinu er heimilt að ráó- stafa allt að 400 m. kr. af heildar- fjárhæð skv. þessum lið til lán- veitinga í sjávarútvegi til 2ja—3ja ára, til að bæta lausafjár- stöðu eigenda fiskiskipa og vinnslustöðva. Hækkun erlendra skulda vegna gengisbreytingarinnar kemur að hluta til fram strax á þessu ári. Gert er ráð fyrir að með þeim 950 m. kr., sem varið verður sam- kvæmt þessum lið, verði hægt að bæta gengistapið með um 6% á stofnupphæðina. Ætla má að eig- endur fiskibáta fái um 41% af heildarupphæðinni, en togaraeig- endur 59% 3. Til Fiskveiðasjóðs Islands (sem óafturkræft framlag) kr. 300 m. kr., til þess að greiða fyrir lánveitingum sjóðsins til tækja- kaupa og endurbóta á eldri fiski- bátum. 4. Til þess að bæta eigendum fiskiskipa tjón, sem þeir verða fyrir, er skip þeirra eru dæmd ónýt, enda sé tjónið ekki bætt með öðrum hætti, 50 m. kr. Ráðu- neytið setji nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis. 5. Til olíusjóðs fiskiskipa til þess að jafna greiðsluhalla hans fram til 15. febr. 1975, 80 m. kr. Að því er stefnt að Olíusjóðurinn geti staðið undir greiósluskuld- bindingum sinum af eigin tekjum framvegis. 6. Til tryggingarsjóðs fiskiskipa til þess að bæta greiðslustöðu hans, 100 m. kr. I athugasemdum er þess m.a. getið, að yfirdráttur tryggingarsjóðs hjá Seðlabankan- um í febrúarlok 1975 hafi numió 121 m. kr. 7. Til Verðjöfnunarsjóðs fisk- iðnaðarins, deildar fyrir afurðir síldar- og fiskimjölsverksmiðja, til greiðslu verðbóta vegna loðnu- mjöls og fiskmjöls á vetrarvertíð 1975, 50 m. kr. Akvæði þetta er vegna mikils verðfalls á loðnu- mjöli, en áætlað er að greiðslur úr Verðjöfnunarsjóði gætu numið 350 m. kr., vegna loðnumjöls, á þessari vertíð, en hins vegar ein- hver innborgun af lýsi. 8. Til rannsókna og styrkveit- inga, vegna fiskiskipa, sem breyta vélbúnaði sínum til þess, að geta nýtt svartolíu í stað gasolíu sém orkugjafa, 10 m. kr. 9. Til orlofshúsa sjómannasam- takanna, 12 m. k.r 10. Eftirstöðvar til ráðstöfunar samkvæmt nánari ákvörðun sjáv- arútvegsráðuneytisins. — Minning Torfi Framhald af bls.. 31 lífsferli Torfa að setjast að á Hall- dórsstöðum. Því Halldórsstaðir voru mjög í sviðsljósinu og höfðu verið það lengi. Þar var lengst af fleirbýli og svo var tengdafaóir Torfa, Magnús Þórarinsson, bú- inn að koma á fót fyrstu tóvinnu- vélum hér á landi heima á Hall- dórsstöðum, svo að nærri má geta að mannmargt hefur verið er héraðsbúar komu með ull sina. A búskaparárum Torfa þar á Halldórsstöðum voru sambýlis- bændur hans lengst af þeir Páll Þórarinsson og kona hans Lizzie, sem var skozk og söng sig inn í hjörtu héraósbúa eins og kunnugt er. Og svo Hallgrímur Þorbergs- son sem var kvæntur Bergþóru Magnúsdóttur. Þeir Torfi og Hall- grimur voru því svilar. Þeir Páll og Hallgrímur sátu því jörðina ásamt Torfa. Og þó að tóvinnuvél- ar Magnúsar, tengdaföður Torfa, yrðu eldi að bráð árið 1923, var sem gestkomur minnkuðuekkivið það. Samgöngubætur urðu nokkr- ar á þessum árum og húsakostur Halldórsstaðabænda var betri í þann tíð en víða gerðist. A Hall- dórsstöðum var hljómlist í háveg- um höfð, sem og annað er hafði menningargildi. Eins skal þó sér- staklega minnst sem snerti heim- ili Torfa og Kolfinnu, sökum þess aó hún var mikill hljómlistarunn- andi og lærði orgelleik ung að árum. Hún fór því ung að leika undir söng Lizziar heima & Hall- dórsstöðum, sem og annarsstaðar innan héraðs. Og þó að Kolfinna giftist og færi að eiga börn brást htín ekki hinni skozku söngmey. Þetta má einnig þakka manni hennar Torfa Hjálmarssyni, sem einnig hafði komist i snertingu við hljómlistina heima í föður- garði. Og þarna kom fram hversu Torfi og Kolfinna fórnuðu sér fyr- ir tónlist þó að annasamt væri á stundum og hvert barnið af öóru fæddist. Og eitt er víst, að ef húsbóndinn á heimilinu, Torfi Hjálmarsson, hefði ekki verið þessi félagslyndi og dagfarsgóði maður kann það aó vera, að marg- ir hefðu notið söngs Lizziar mun sjaldnar. En Torfi var ekki skaplaus mað- ur þótt hann haggaðist ekki í framkomu, enda þarf sterka skap- gerð til að halda jafnvægi á stund- um og vera tillitssamur við fólk. — En ég sem þetta skrifa kynntist ekki Torfa að ráði fyrr en nokkru eftr að hafln gerðist bóndi á Hall- dórsstöóum. — Ég kom á heimili hans fyrst þegar ég var 16 ára, og eftir að ég hafði einu sinni komið til hans, kom ég oftar. Þannig fór svo einnig fyrir fleirum. Og það var líka þannig á Halldórsstöóum að ef maður kom á eitt heimilið, kom maóur á öll hin. Það var því mjög mikill samgangur á bænum. Og án efa var það söngurinn og hljómlistin sem olli því. Einnig hve margir menn voru þar tímum saman. — Á sumrin komu þar listunnend- ur og listamenrt hvaðanæva að, því þeim fannst sumarið þar svo heilnæmt. Ég segi þetta hér til að sýna hversu margbrotið umhverfi Torfa var, en þó oft á tíðum anna- samt. Og þaó var sama hvar og hvenær ég sá Torfa Hjálmarsson, hann var alltaf þessi glaðlegi mað- ur, sembarmeðsérþennan sér staka blæ andlegrar og líkamlegr- ar snyrtimennsku. Þó mun hann mér minnisstæóastur skömmu áð- ur en ég fór alfarinn til Reykja- víkur, þegar ég vann undir stjórn hans að vegalagningu ásamt nokkrum öðrum. Ég minnist þess ekki að hafa unnið hjá betri verk stjóra þar sem allt virtist ganga jafn snurðulaust og af sjálfu sér. Og á þessum dögum kynntist ég Torfa einnig sem sérstaklega góð- um félaga, og slíkra manna er ávallt gott að minnast. — Og nú er Torfi Hjálmarsson allur. — Hann er ekki lengur meðal vinaog aðstandenda. Og ég vil óska öllu hans fólki og ekki sízt konu hans, Kolfinnu Magnús- dóttur, velfarnaðar með þökk fyr- ir svo margt. Ég veit, að undir það taka margir gamlir sveitungar. Og eitt er það, sem mér fannst fara einkar vel á, að þessi maður vorhugans, Torfi Hjálmarsson, kvaddi fólk sitt og jörð á þeirri árstið, sem sólin skín skærast. En hann var jarðsunginn að Þverá i Laxárdal 14. júní 1972, þar sem Laxá rennur við túnfótinn og raular sitt gamla lag. Gísli T. Guðmundsson. — Brezhnev Framhald af bls. 38 meðan rannsókn færi fram í máli hans og að hann yrði leiddur fyrir rétt að sögn Sakharovs. Jafnframt sagði Sakharov að lokið væri 29 klukkutima húsleit öryggislögreglunnar á heimili rit- höfundarins Aiexanders Gins- burgs i Tarusa skammt frá Moskvu. Lögreglan hafði á brott með sér erlend lyf ætluð pólitísk- um föngum og spjaldskrá um ættingja fanganna. Hana hefur Ginsburg tekið saman síðan hon- um var sleppt úr vinnubúðum 1973, eftir að hafa afplánað fimm ára dóm fyrir andsovézka æsinga- starfsemi. Mótmæli gegn ofsóknum á hendur Amnesty-mönnum í Rúss- landi og handtökum rússneskra Amnesty-manna hafa m.a. verið send Nikolai Podgorny forseta og Brezhnev flokksforingja frá Amnesty-samtökunum í Hollandi og Austurríki. Aðalmiðstöðin í London hefur beðið Amnesty- samtök um allan heim að mót- mæla. — Vietnam Framhald af bls. 1 leysast upp. I Bangkok sagði tals- maður Thailandsstjórnar að að- eins virtist hafa birt yfir framtíð Suður-Víetnams eftir afsögnina. „En Thieu forseti gerði sitt bezta. Okkur þykir afsögn hans leið.“ I París sagðist franska stjórnin vera ánægð með brottför Thieus úr valdastóli, og hún væri tilbúin til að reyna að koma á friðarvið- ræðum milli stríðsaðila. Afsögn Thieus kom hvergi á óvart. I Tókýó sagði einn af leið- togum stjórnarflokksins að hún væri hugprúð tilraun til að koma í veg fyrir blóðbað i Saigon. Stjórn- málaskýrendur eru þó margir hverjir ekki vissir um að komm- únistaherirnir muni hætta sókn sinni sem svo vel hefur heppnast á undanförnum vikum, heldur reyna að ná öllu landinu á sitt vald. Ford Bandaríkjaforseti hafði í kvöld ekkert sagt opinberlega um afsögnina, en hann átti að koma fram i sjónvarpi i nótt. Þingleið- togar í Washington voru almennt á þeirri skoðun að möguleikar hefðu aukizt við afsögnina, þótt sumir teldu hana hafa komið of seint. Kissinger og Ford ræddu um afsögnina í dag áður en Kiss- inger kom enn einu sinni fyrir þingið til að reyna að fá samþykki þess fyrir aðstoð við Saigonstjórn, en utanríkisráðherrann sagði að þrátt fyrir það að staðan í stríðinu væri mjög alvarleg myndu her- og hjálpargögn bæta samningsað- stöðuna. Kissinger sagði aó hugs- anlega myndi hann fresta för sinni til Suður-Ameríku vegna breyttra viðhorfa í Suður- Víetnam. I dag komu 1000 Bandaríkja- menn og Vietnamar til Filipseyja I fjölmennustu flutningum Bandaríkjastjórnar á einum degi frá Saigon. — Hækka minna Framhald af bls. 40 engu að siður verður um nokkra hækkun að ræða frá áðurnefndu 5-peseta-gjaldi eða sem næst tvöföldun að því er Morgunblaðið hefur eftir áreiðanlegum heim- ildum. — 20 tonn Framhald af bls. 40 móti hefði þorskgengdin aukist og aflinn iðulega farið í 10 tonn af þorski á dag hjá rækjubátunum. Um þverbak hefði keyrt í gær- morgun er bátur kom að landi með 3 tonn af rækju og 20 tonn af þorski, og hefði ráðuneytið ekki talið sér annað fært en banna veiðarnar um óákveðinn tíma, þar sem þorskveiðar í rækjutroll væru síður en svo æskilegar. — Lækkun tekjuskatts Framhald af bls. 3 nefndar er gerð grein fyrir þeim skattalækkunum, sem frumvarp- ið um ráðstafanir í efnahags- og fjármálum kveður á um, þegar tillit hefur verið tekið til breyt- ingartillagna nefndarinnar. Má nefna sem dæmi þar um, að bein- ir skattar hjóna með þrjú börn og eina milljón i árstekjur 1974 lækka um 50 þús. kr. miðað við gildandi lög. Beinir skattar ein- stæðs foreldris með tvö börn á framfæri og 800 þús. kr. árstekjur 1974 lækka um 42 þús. kr. miðað við gildandi lög. — Thieu mætti aukinni mótspyrnu Framhald af bls. 38 forseti fór fram á. Hann lýsti þvi yfir um áramótin að barizt yrði „þar til siðustu liðssveitir kommúnista yrðu sigraðar". Síðan gaf hann hina örlagariku fyrirskipun sina um undanhaldið frá miðhálendinu 17. marz. Afleiðingin varð skipulagslaus flótti og upplausn. Allt i einu þótti sýnt að Suður-Vietnam mundi falla. Flestir voru sammála um að þvi aðeins að Thieu segði af sér yrði komizt hjá blóðbaði. Kröfurnar um afsögn Thieus urðu æ háværari. Menn eins og Cao Ky og „Stóri" Minh komu allt i einu fram i dagsljósið, sá fyrrnefndi i fararbroddi „Þjóðbjörgunarnefndar", sá siðarnefndi i fararbroddi „þriðja afls" búddatrúarmanna og hlutleysissinna. fhaldsmenn, hóf- samir menn, embættismenn og aðrir gengu i lið með andstæðingum Thieus. Öldungadeildin krafðist nýrrar forystu. Starfsmenn bandariska sendiráðsins gáfu i skyn að þörf væri á nýjum leiðtogum. Thieu svaraði með þvi að handtaka stuðningsmenn Kys og mynda „striðsstjórn". Siðan hörfaði hann til hallar sinnar, kenndi hershöfðingjunum um ófarirnar og lýsti því yfir, þótt allt væri að hrynja að „ráðast yrði til atlögu til að endurheimta þau svæði sem kommúnistar hefðu náð á sitt vatd." En valdaferill hans var á enda. Nú er aðeins beðið siðustu sóknarinnar til Saigon. 1 7 lesta fiskibátur Til sölu 17 lesta fiskibátur byggður 1972 12 lesta plankabyggður bátur byggður 1961 með 210 h.a. Volvo Penta 1973. Tökum að okkur sölu á skipum og bátum. Fiskiskip, Austurstræti 14, 3. hæö. Sími 22475 heimasími 13742.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.