Morgunblaðið - 20.07.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.07.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 1975 Ferðaleikhúsið af stað á ný FERÐALEIKHUSIÐ er nú að hefja starfsemi sína að nýju með WMSfWK = - - ... Alagningarseðlar munu hafa borist skattstofunni á mánudag og verður þá strax byrjað að senda þá út... ■'L m VELSAtíU VttOLQ Kínverjar sækja stór- an álfarm til ÍSAL KfNVERSKA fiutningaskipið Hanchuan er væntanlegt til Straumsvíkur um hádegið á mánudag. Er skipið að sækja hingað 10 þúsund tonn af áli, sem Kínverjar hafa nýlega keypt af fslenzka álfélaginu. Að sögn Ragnars Halldórssonar forstjóra er verðmæti þessa farms um 1100 milljónir íslenzkra króna. Sagði Ragnar að þessi sala væri mjög stór á mælikvarða ISAL. Kaupin á álinu voru gerð fyrir milligöngu sendiráðs Kín- verska aiþýðulýðveldisins í Reykjavík. Kínverska skipiö, sem kemur til Straumsvíkur á mánudaginn, er 15,454 tonn að stærð og 157 metr- ar á lengd. Er það með stærri skipum sem komið hafa í Straumsvíkurhöfn. Orðsending ÉG HEF ritað þrjár greinar í Morgunblaðið á tiltölulega skömmum tíma, tel ekki heppi- legt að sami maður birti mjög þétt þessháttar lesefni. Rithöfundur hristir ekki heldur slfkar ritsmið- ar fram úr ermi sinni, gerð þeirra er tímafrekari en ókunnugir ætla. Nú hefur Gunnar M. Guðmundsson hæstaréttarlög- maður ritað grein, sem ég hlýt að svara. Það verður eitthvað að dragast. En ég leyfi mér hérmeð eindregið að mælast til þess að enginn óviðkomandi fari að blanda sér i málin. Ég vil fá að sitja einn að þeim feitu bitum, sem þar eru framreiddir. En spurning mín er þessi: Hvað hugsa nú þeir lesendur Morgun- blaðsins, sem hafa að undanförnu fylgst með skrifum minum? Skyldi undirritaður vera sá ein- feldningur, sem ætla mætti eftir túlkun hæstaréttarlögmannsins á skoðunum mínum? Jón úr Vör. ISRÖNDIN — Þessa hrikalegu mynd tók Bjarni Helgason, skipherra á TF-SÝR, af ísröndinni útaf Horni s.l. fimmtudag. Lítil hreyfing á ísnum við landið „Light nights" sjötta sumarið í röð og verður sem fyrr með sýn- ingar í ráðstefnusal Hótels Loft- leiða. Verða sýningar á mánu- dags-þriðjudags-, miðvikudags-, og fimmtudagskvöldum og hefj- ast kl. 21. Sýningin er í raun íslenzk kvöldvaka, en flutt á ensku, nema þjóðlög sem sungin eru á íslenzku. Efnið er tekið úr fslenzkum þjóðsögum, trölla-, álfa- og draugasögum, svo eitt- hvað sé nefnt. Þá er langspil kynnt og rímur fluttar. Atli Heim- ir Sveinsson sér um alla tónlist, en að rekstri Ferðaleikhússins standa þau Halldór Snorrason og Kristín Magnús. MYNDIN: — Þau standa að Ferðaleikhúsinu, talið f.v.: Guð- mundur Helgi Halldórsson, Ólaf- ur Örn Thoroddsen, Atli Heimir Sveinsson, Kristín Magnús, Ingi- björg Sveinsdóttir, Halldór Snorrason, Ingþór Sigurbjörns- son og Þóra Steingrímsdóttir. SPARISJÓÐUR Vestur- Skaftafellssýslu opnaði nýlega umboðsskrifstofu á Kirkjubæjar- klaustri. Er hún I húsnæði við Skaftárbrú. sem leigt er af Rafmagnsveitum rikisins. Útibús- stjóri er Sveinbjörg Pálsdóttir, sem starfað hefur undanfarin ár í Útvegs- banka íslands. Útibúið er opið 10—12 og 14—16.30 mánudag til föstudags. Sparisjóðsstjóri er Sig- urður Nikulásson, Vik i Mýrdal. Sparisjóður Vestur Skaftafellssýslu hefur undanfarin ár haft umboðsmenn á Kirkjubæjarklaustri til að annast þjónustu við viðskiptamenn sfna aust- an Sands, en vegna mikillar aukningar á starfseminni þar þótti nauðsynlegt að opna útibú á Kirkjubæjarklaustri. Umboðsmenn sparisjóðsins þar hafa verið þeir séra Sigurjón Einarsson, Einar Ó. Valdimarsson, útibússtjóri Kaupfélags Vestur-Skaftfellinga, og nú slðast Valdimar Lárusson. Rekstur Sparisjóðsins hefur gengið vel og voru bankainnstæður 91,5 LITIL breyting hefur orðið á haffsnum við iandið frá þvf síð- asta fskönnunarflug var farið að sögn Landhelgisgæzlunnar enda veðurlag verið þannig. Lega íssins er nú nánast sú sama og á meðfylgjandi korti. Við Horn er ísinn um 12 sml. undan landi, og liggur isjaðar- inn þaðan inn með Hornströnd- um um 10—15 sml. undan landi, allt að Veiðileysufirði. Einstakir jakar og fshrafl ná þó inn undir Kaldbaksvík. Isjaðar- inn liggur siðan I NA, um 8 sml. N-af Rifsnesi á Skaga, og þaðan um 16 sml. V- af Kolbeinsey. Utan meginíssins er fárra sjó- milna breitt belti, af einstökum ATTA banaslys urðu I umferð- inni hér á landi fyrstu sex mán- uði þessa árs og er það einu slysi fleira en á sama tíma f fyrra, er sjö manns iétust í umferðarslys- milljónir króna 31. malsl. og höfðu þá aukizt um 42,5 milljónir á einu ári. Útlánaaukning árið 1974 nam 19,5% eða vel innan þeirra 22% marka á útlánaaukningu sem samkomulag er um milli Seðlabankans og viðskipta- bankanna. smájökum og íshrafli. Undan Kögri er ísröndin um 8 sml. undan landi, en jakahrafl nær, og liggur þaðan því sem næst um. Fyrstu fimm mánuði þessa árs létust þrfr í umferðarslysum, en f júnfmánuði einum fimm manns. Alls urðu 3286 umferðarslys hér á landi fyrstu sex mánuði ársins, samkvæmt lögregluskýrsl- um, en meiðsli á fólki urðu i 219 þeirra. 1 129 tilvikum meiddist fólk við árekstur bifreiða, í 52 tilvikum var ekið á gangandi veg- arendur og í 36 tilvikum var ekið út af vegi. Á þessum sex mánuðum voru 375 manns fluttir á slysadeild eft- ir umferðarslys, en af þeim reyndust 293 hafa hlotið meiðsli, þar af 181 maður minniháttar meiðsli, en 104 meiriháttar meiðsli. AIls voru 129 manns lagð- ir inn á sjúkrahús vegna meiðsla úr umferðarslysum. VSV. Um 150 feta hár borgarís- jaki var á 66° 40 N og 25° 49 V, þegar iskönnunarflug var farið á fimmtudag. Flestir hinna slösuðu voru far- þegar í bifreiðum, 106, en litlu færri voru ökumenn bifreiða, 97. Fótgangandi vegfarendur sem slösuðust voru 50 og ökumenn vélhjóla 20, sem er hlutfallslega há tala i samanburði við fjölda slasaðra ökumanna bifreiða. Karlmenn sem slösuðust voru helmingi fleiri en konur, eða 196 á móti 97. Börn 14 ára og yngri voru 60. Á fyrri hluta árs í fyrra voru fluttar inn um 6 þúsund bifreið- ar, en i ár er áætlað að hafi verið fluttar inn um 1700 bifreiðar. Miðað við bensínsölu er umferð- araukningin það sem af er árinu um 3%. Þessar upplýsingar koma fram í fréttabréfi frá Umferðarráði. Frá útibúi Sparisjóðs Vestur-Skaftafellssýslu á Kirkjubæjarklaustri. Sveinbjörg Pálsdóttir útibússtjóri, Sigurður Nikulásson sparisjóðsstjóri, Vlk og Bjarni Bjarnason, hreppsstjóri i Hörgsdal. Sparisjóður opnar á Kirkjubæjarklaustri Átta dauðaslys í umferð- inni fyrstu sex mánuðina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.