Morgunblaðið - 20.07.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLl 1975
15
Ken nokkur
Welsh, brezkur
maður, hefur
skrifað handbók
fyrir puttaflakkara
um Evrópu og
miðlar hann þar
af eigin reynslu,
en hann hefur —
einn eða með eig-
inkonu sinni —
flækzt með putta
á lofti um öll lönd
Evrópu og raunar
víðar. Þetta hefur
hann stundað í
fjöldamörg ár og
telur engan ferða-
máta taka putta-
flakkinu fram. ^
Hann gefur
puttaflökkurum
ýmis holl ráð í bók
sinni, bæði- um
farsælustu hegð-
unina í flakkinu,
tæknina við að
„húkka" sér far,
og eins um
athyglisverða
staði, ódýra gist-
ingu og veitinga-
hús I ýmsum
löndum Evrópu
— nema á ís-
landi, enda erfitt
að „húkka" sér far
með bifreið til ís-
lands.
Við gripum nið-
ur í bókinni og
færum lesendum
Slagsíðunnar
nókkur af hollráð-
um höfundarins.
ÚTLIT: Þótt sítt
hár, skegg og
„hippaklæðnað-
ur" séu tiltölulega
fáum á móti skapi
nú orðið, er
vænlegast til ár
angurs að vera
snyrtilegur til
fara, „lita út eins
og góð börn", að
sögn höfundar.
FARANGUR:
Hafið sem
minnstan farang-
ur, annars kunna
ökumenn að forð-
ast að bjóða far.
Bakpoki og ein
handtaska i mesta
lagi er það æski-
legasta.
STAÐSETNING
OG
TÆKNI: Reyn-
ið aldrei að
„húkka" far á
beygjum. Þar er
mikil slysahætta,
bílstjórarnir eru
yfirleitt of upp-
teknir við akstur-
inn til að gefa
gaum að putta-
flökkurum, erfitt
er að stöðva bila á
beygjum og I
mörgum löndum
er hreinlega
bannað að
„húkka" blla á
beygjum. Menn
verða að velja sér
góðan stað til að
standa á við veg-
arbrún, og gæta
þess, að öku-
menn hafi gott
svigrúm til að
stöðva bíla án
þess að trufla um-
ferðina, helzt út-
skot. í mörgum
löndum er bann-
að að „húkka"
inni á hraðbraut-
um og verða
menn þvl að taka
sér stöðu við af-
leggjarana inn á
brautirnar.
MERKI UM
ÞJÓÐERNI:
Mörgum gefst vel
að hafa þjóðfána
heimalands síns á
farangrinum, því
að ökumenn fyll-
ast forvitni, ef
þeir sjá sérkenni-
lega fána, eða ef
þeir sjá fána lands
sem þeir þekkja
vel til. En llka er
hætta á, að öku-
menn vilji ekkert
með það fólk hafa
sem sýnir fána
þess eða hins
landsins, eða ef
um fáséðan fána
er að ræða!
SKILTI
ÁFANGASTAÐ-
AR: Vlða gefst vel
að halda á loft
skilti með nafni
þess áfangastað-
ar, sem stefnt er
að, og þá helzt á
tungumáli þess
lands, sem verið
er I.
GLANNAAKST-
UR ÖKU-
MANNA: Ef öku-
menn aka eins og
brjálæðingar,
skuluð þið koma
ykkur út. Segið
hreinskilnislega,
að þið viljið fara
út, og ef það dug-
ir ekki, þá skuluð
þið hóta þvl að
þið verðið veik,
ælið yfir sætin
eða rífið allt og
tætið. Það ætti að
duga.
EINN, TVEIR
EÐA FLEIRI:
Gengi stúlkna,
sem eru einar á
ferð, er áberandi
bezt I puttaflakk-
inu, en víða er
líka stórhættulegt
fyrir þær að
þiggja far hjá karl-
manni eða karl-
mönnum. Einn
karlmaður er hins
vegar betur settur
að því leyti, að
hann þarf ekki að
óttast eins mikið
að á hann verði
ráðizt, en hins
vegar kemst hann
vart eins hratt yfir
og ein stúlka. Ef
tveir ferðalangar
eru saman, geng-
ur pari oftast
bezt, því næst
tveimur stúlkum,
en tveir piltar eru
hins vegar oft litn-
ir hornauga af
ökumönnum.
Fleiri en tveir
ættu vart að
reyna að ferðast
saman á þennan
hátt.
NIÐUR MEÐ
SÓLGLERAUG-
UN: Víðast hvar
er litið svo á
menn með sól-
gleraugu, að þeir
séu að fela merki
um flkniefna-
neyzlu eða hafi
skuggalegar fyrir-
ætlanir og öku-
menn eru fæstir
spenntir fyrir þvl
að taka fólk upp I,
sem er með sól-
gleraugu.
NÆTURFLAKK:
Flestir hallast að
þvl, að minni ár-
angurs sé að
vænta I putta-
flakki að nætur-
lagi, auk þess
sem hætta á slys-
um eða óhöppum
er mun meiri þá
en I björtu.
í STÓRBORG-
UM: Árangurslítið
er að reyna að
húkka far inni I
stórborg. Menn
ættu þvl að kaupa
sér far með stræt-
isvagni eða lest út
að útjaðri borgar-
innar og hefja til-
raunir sínar við
upphaf þjóðveg-
arins út úr borg-
inni. ,
AÐ BÍÐA EÐA
GANGA: Að sjálf-
sögðu verður að
meta það eftir að-
stæðum hverju
sinni, hvort skyn-
samlegra sé að
standa kyrr á
sama stað eða
ganga áleiðis að
áfangastað. En
hafa ber I huga,
að menn þreytast
fljótt á göngu og
falla þá oft fyrir
þeirri freistingu
að kaupa sér
hressingu. Gæti
þá eins verið hag-
kvæmara að
kaupa sér far með
strætisvagni, rútu
eða lest, og ná
þannig skjótt til
áfangastaðar, I
stað þess að
þreyta sig á labbi
og eyða fénu I að
svala svengd og
þorsta.
Á margt fleira
mætti benda I bók
Ken Welsh, en
plássið levfir það
ekki. Þess skal
loks getið, að
bókin er vasa-
brotsbók, gefin út
af Pan-
bókaútgáfunni I
London, og hefur
fengizt hér I bóka-
verzlunum.
„Kannski
er ástin
mann við
lífið”
SIGURÐUR Arnason Fridþjófs-
son valdi sérstaklega ijóðið óþjóð-
hátfðarvælu úr fyrsta hluta
Fúaveggja til birtingar á Siagsfð-
unni:
• GJÖRIÐsvovei
hér er ég
svört tákn á hvftri örk
gleymið þvf ekki
að mér eigið þið ekkert að
þakka
ég er þiggjandinn
en þið skapendurnir
ljóð ykkar hinn nýi heimur
sem rfsa mun
á gengisfellingum úrelts
Iffsgæðamats
gjörið svo vel
þvælið mér milli fingra ykkar
eða fleygið f vindinn
mfn vegna getið þið notað mig
sem skeinipappfr
á klósettinu
eða sem munnþurrku
ég er hvorteðer ekkert nema
úrelt tákn
f ykkar fullkomna ljóði
• SVO hljóðar upphafsljóð nýút-
kominnar ljóðabókar, Fúaveggir,
eftir 24 ára Hafnfirðing, Sigurð
Árnason Friðþjófsson.
„Ég tel mig ekki hafa neitt sér-
stakt fram að bjóða í þessari bók.
Lesendur geta notað hana eins og
þeir vilja. Ég er þannig ekki að
skapa nýjan heim í þessum
ljóðum — þótt ég feginn vildi.
Ljóðið er svo vanmáttugt, og verð-
ur sennilega vanmáttugt í næstu
framtfð. Og náttúrulega verður
svo hver og einn að fá það út úr
Ijóðinu sem hann sjálfur sér f því.
Ljóðið er ekkert algilt svar, engin
patentlausn fyrir einstaklinginn.
Það verður hver og einn að lesa
það eins og hann sjálfur vill.“
• SVO svaraði Sigurður spurn-
ingu Slagsíðunnar um þetta ljóð, í
stuttu spjalli um þessa fyrstu bók
hans.
• YRKINGAR OG ÚTGAFA:
„Þetta eru ljóð sem hafa orðið til
gegnum árin. En flest eru þau ort
á tveimur árum, þó nokkur séu
eldri. Ég þori nú ekki alveg að
fara með það hvenær ég byrjaði
að yrkja, en ég hugsa að ég hafi
verið 16 ára þegar ég fór að gera
þetta fyrir alvöru. Sfðan hefur
mikið farið f ruslafötuna, en ég
hef haft það með nú sem ég hef
haldið meir upp á. Það var strax
þegar ég var 18 ára sem ég reyndi
fyrst að hreinsa til hjá mér með
að fá ljóðin útgefin. En það gekk
nú ekki. Sem betur fer fannst
enginn útgefandi. Síðan hefur
slíkt að mestu legið í láginni,
nema hvað ég reyndi að fara til
útgefanda fyrir um ári síðan. Það
gengur ekki vel fyrir ungskáld að
fá útgefendur. Að endingu tók ég
©Ig til og gaf þetta út sjálfur.“
Fúaveggjum er skipt í fjóra
hluta, — Brotajárn, Nótt, Sættir,
Afangastaður.
• ÞJÓÐFÉLAG TÓMLEIKANS:
„Brotajárn snýst um mig í um-
hverfi mínu, — þjóðfélagið gagn-
vart sjálfum mér. Jú, það er rétt,
að þar gætir víða þeirrar tóm-
leikatilfinningar sem maður er
oft gripinn í borginni, — og þvl
kapitallska þjóðfélagi sem við lif-
um I, þar sem yfirborðsmennskan
og kapphlaupið ræður rlkjum.
Þar sem manneskjur eru sífellt að
nlðast á öðrum manneskjum, því
það er það sem gildir. Á yfirborð-
inu kann þetta að virðast fallegt
þjóðfélag, en þegar komið er inn I
það að einhverju ráði blasir ekki
við fögur mynd. Hver maður
hlýtur einhvern tlma að hafa
verið gripinn vanmáttarkennd og
firringu i borginni Reykjavík.“
• TIMBURMENN:
f þynnku morgundagsins
fær heimurinn aftur sinn
rétta svip
höfuðverkjar og ógleði j
hinn vesturheimski velferðar-
limur
er að drekkja heiminum 1
f nautnaspýju sinni
(sýnishorn úr Brotajárni)
• ÁSTIN OG SÆTTIRNAR: i
„Næturbálkurinn er svo smáinn-
legg mitt til Víetnambaráttunnar, '
þó að ég minnist raunar hvergi á
hana með nafni. Þetta ljóð varð til
þegar Bandaríkjamenn fóru að
bombardera I Norður-Víetnam
um jólin ’72 og jafnframt voru I
gangi I París friðarviðræður sem
virtust vera hálfgert kák.“
„Sættir eru svo ljóð sem eru
eiginlega ort til minnar konu.
Kannski er ástin það eina sem
sættir menn við umhverfið og líf-
ið. Endanlegar sættir? Nei, nátt-
úrulega er ég alls ekki sáttur við
umhvérfið. En maður hlýtur að
sætta sig við það að vissu marki.
Áningarstaður eru loks nokkrar
náttúrustemningar. Nei, það má
ekki lesa neina þroskasögu út úr
þessari kaflaskipan I bókinni.
Þeir eru ekki ortir I tlmaröð. Lifið
gengur upp og nióur hjá manni,
eins og vera ber.“
• SLlK ER ÁST MlN:
ég vil bara elska þig ég vil
ræna þig hári þfnu
augum brjóstum og ilmandi
skauti
ég vil ræna þig sjálfri þér
slfk er ást mfn
og f stað þfn
vil ég gefa þér hár mitt
augu brjóstkassa og reistan
lim
Slagsíðan ræðir
við Sigurð Árna-
son Friðþjófsson,
höfund nýútkom-
innar ijóðabókar,
- Fnaveggja
svo f stað þfn eigirðu mig
slfk er ást mfn
er við opnum augun
sjáum við sjálf okkur nakin
f augum hins
(sýnishorn úr Sættum)
• FEIMNI: Sigurður Árnason
Friðþjófsson stundaði kennslu-
störf I Nesjaskóla f Hornafirði s.í.
vetur ásamt konu sinni, enda með
„stúdentsprófsfgildið”, eins og
hann kallaði það, frá kennara-
háskólanum. Næsta vetur
hyggjast þau hons vegar dvelja I
Stokkhólmi. Sigurður hafði ekki
áður birt ljóð opinberlega, en
nokkur hafa birzt i skólablöðum.
Hann var ekkert viss um að hann
fyndi til sérstakrar tilfinningar
nú þegar ljóð hans eru ioksins
komin á þrykk.
„Ég er nú búinn að blða svo
lengi eftir þessu að spenningur-
inn er eiginlega allur farinn úr
mér. Maður finnur fyrst og
fremst til feimni gagnvart þessu.
Ég hef verið að labba með bókina
á bæi hér I Hornafirði til að selja
( og seldi 20 eintök), og ég var
bara heldur feiminn við þetta.“
— A.Þ.
óþjófihátfBarvæla
(ort á timum undirskrifta og samningamakks)
trylltur heimur
hraBfleyg stund
þig hefur borifs hingað
f endalaust landslag dagblaða og sjálfvirkra eldhúsáhalda
glansmyndin helur dregiS þig til sín
eSa öllu heldur ertu hluti hennar
nauSsjmieg uppá heildina
einsog ljós rembrants eru fyrir skugga hans
þú ert glitrandi auglýsingaskiiti
f lfflausu hafi rySbrunnins sknins
meila kynóðra flagara
forsmáð kona sem eitt sinn var unnaS
þú málverkis
sem þeir stoltir sýná
kjagandi verslunarsénfum
á undirskriftardegi
trylltur heimur
hefur lagt þig undir sig
nauSgaS þér á hraSfleygri stund
gataS og stungiS f spjaldskrá
nr. 55000 1974
þaS vorSur munaS
þú sem þrelfst á úldnu komi
f gegnum aldimar
og barst harm þinn f hljóSi
nú lyftir þú faldinum
svo erlendir graBnaglar
fái fullnægt kvalalosta sfnum
f þurru skauti þfnu
MAttSHNUII