Morgunblaðið - 20.07.1975, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.07.1975, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 1975 31 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Mold Gróðurmold til sölu, heim- keyrð. Uppl. í síma 51468. íslenzk frímerki keypt hæsta verði í heilum örkum, búnt eða í kílöum. Sendið tilboð, Nordjysk Fri- mærkehandel, DK-9800 Hjörring, Medl. af Skandi- navisk Frimærkehandlerfor- bund. Sýningarborð stækkunarpappír, nýkomið. Amatör Laugavegi 55, simi 22718. bíiaf Toyota Til sölu er Toyota Crown '73 i mjög góðu lagi. Skipti koma til greina. Upplýsingar i síma 99-1 520. Lancer '74 5 manna til sölu. Má borgast með 2—5 ára skuldabréfi eða eft- ir samkomulagi. Skipti koma til greina. Simi 22086. AUDI 1800 '69 i mjög góðu standi til sölu. Má borgast með 5 —10 ára skuldabréfi. Simi 16289. Bronco '74 sport fallegur bill til sölu. Má borg- ast að hluta með skuldabréfi eða eftir samkomulagi. Skipti koma til greina. Sími 1 6289. vinnu vélar Bröyt — gröfueigend- ur Hef til sölu Forgröfu á Bröyt X 2 B. Góðir greiðsluskilmál- ar. Simi 99-31 57. <é'®9s Bænastaðurinn, Fálkagötu 10 Samkoma á sunnudag kl. 4. Krstiniboðsfélag karla Fundur verður i Betaníu, Laufásveg 13, mánudags- kvöldið 21. júli kl. 8.30. Allir karlmenn velkomnir. Stjórnin. Fíladelfía Safnaðarguðsþjónusta kl. 14. Almenn guðsþjónusta kl. 20. Ræðumenn Garðar Ragnarsson og Einar Gísla- son. Fjölbreyttur söngur. Ein- leikur á orgel. Kærleiksfórn tekin vegna orgelsjóðs. Filadelfia, Keflavík Á samkomunni i dag kl. 2 eftir hádegi kveðja okkar kæru vinir Hertha og Harald- ur Guðjónsson, en þau eru á förum til Sviþjóðar. Allir eru hjartanlega velkomnir. I UTIVISTARFERÐIR Sunnudaginn 20.7. kl. 13. Austan Stifilsdals. Verð 600 kr. Friðrik Danielsson. Miðvikudaginn 23. 7. Skaftafell. 9 dagar. Farar- stjóri Friðrik Danielsson. Fimmtudaginn 24. 7. Lónsöræfi 8 dagar. Farar- stjóri Einar Þ. Guðjohnsen. Vatnajökull — Gæsavötn. Fjögurra daga ferð. Farseðlar á skrifstofunni. Ennfremur kvöldferðir á Látrabjarg 24. og 26. júli. Útvist, Lækjargötu 6, simi 14606. Hörgshlið Alemnn samkoma — boð- un fagnaðarerindisins i kvöld, sunnudag kl. 8. Sunnudaginn 20. júli verður gengið um Hengilinn vestan- verðan. Brottför kl. 13.00. frá Umferðarmiðstöðinni. Verð kr. 600.00. Farmiðar við bilinn. Ferðafélag (slands. Sumarleyfisferðir í júli: 24.—27. júli. Farið til Gæsavatna. Með „snjókettin- um um Vatnajökul. Farar- stjóri: Þórarinn Björnsson. 26.—31. júli. Ferð norður Kjöl, um Skagafjörð og suður Sprengisand. Fararstjóri: Haraldur Matthíasson. 26.—31. júli. Ferð til Laka- giga, í Eldgjá og um Fjalla- baksveg syðri. Fararstjóri: Jón Á. Gissurarson. Ferðafélag Islands, Öldugötu 3, simar: 1 9533 — 1 1 798. Rey k j av í kurbréfið Framhald af bls. 27 grundvöllur sjálfstæðs efnahags- lífs skuli ekki geta helgað sér efnahagslögsögu eða landgrunn. Á hinn bóginn virðast réttindi eyja, einnig þeirra sem óbyggi- legar teljast, enn óljós. Gagnvart Jan Mayen væri um að ræða 25000 ferkm. svæði, sem að svo stöddu hefur litla þýðingu fyrir fiskveiðar Islendinga. Þar sem óútkljáð er um gagnkvæm veiði- réttindi og þjóðréttarleg réttindi aðila eru sem stendur óskýr, þótti rétt að fresta framkvæmd út- færslu út fyrir miðlínu Jan Mayen og Islands að svo stöddu, þar til annað yrði ákveðið. Að sjálfsögðu afsala Islendingar sér ekki með þessum hætti nokkrum rétti.“ Það er mikilvægt atriði fyr- ir Islendinga, að frændur þeirra og vinir, Norðmenn, skuli taka 200 mílna útfærslu þeirra svo vel sem raun ber vitni. Þeir eru beztu bandamenn, sem Islendingar eiga á alþjóða vettvangi, og þá ekki sizt i hafréttarmálum. Ágrein- ingur milli þessara tveggja þjóða hefði verið i andstöðu við sam- eiginlega arfleifð þeirra og sam- skipti um aldabil. En höfuðatriðið er, að íslend- ingar hafa nú með stefnu sinni framfylgt i reynd þeirri hugsjón í hafréttarmálum, sem studd er af .miklum meirihluta þjóða heims. Það getur hver maður séð, sem fylgist með störfum hafréttar- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, einhverri merkustu og mikilvæg- ustu ráðstefnu, rem haldin hefur verið í allri sögu mannkynsins. Lesendur Morgunblaðsins þekkja störf ráðstefnunnar i Genf af þeim fréttaskrifum, sem blaðið hefur birt frá henni og skal ekki út í það farið nánar á þessu stigi. En því má bæta við, að íslend- ingar í Genf fögnuðu því mjög, þegar þeir sáu uppkastið eða frumvarpið, að alþjóða hafréttar- lögum, sem lagt var fyrir siðasta fundinn. Það var i anda þeirrar stefnu, sem Islendingar hafa fylgt innanlands og utan, og vegna frumvarpsins hafa Islendingar a.m.k. siðferðilegan styrk til að færa landhelgi sina út i 200 sjó- mílur. Andmæli gegn því eru eins og hverjar aðrar loftbólur, ef miðað er við þróunir" * ",Kióða vettvangi. Á þessum síðasta f undi flutti Amerashinge, forseti ráð- stefnunnar, tillögu þess efnis, að hún legði bann við, að riki tækju sér einhliða rétt á hafsbotninum. Enginn mælti þvi mót. Forsetinn hugðist einnig leggja bann við einhliða útfærslu efnahagslögu, þar til að hafréttarráðstefnunni lokinni. Hann hafði að visu áður sagt i samtali við fréttamann Morgunblaðsins, að einhliða út- færsla íslendinga væri ekki í and- stöðu við meginstefnuna á haf- réttarráðstefnunni. Samt hugðist hann bera fram fyrrgreinda til- lögu um efnahagslögsöguna. En hann hætti við það vegna þess mótblásturs, sem það hefði haft í för með sér á ráðstefnunni og getur varla verið neitt leyndar- mál, að formaður íslenzku sendi- nefndarinnar átti stóran hlut að því, að forsetinn bar þessa tillögu ekki fram og efndi með því til upplausnar og óvinafagnaðar á síðasta fundi Genfarráðstefn- unnar. Með því að samþykkja bann við einhliða aðgerðum á hafsbotni, þar til Genfarráðstefn- unni lýkur, en láta efnahagslög- söguna eiga sig, samþykkti ráð- stefnan raunverulega þá stefnu, sem islenzka ríkisstjórnin hefur fyrir hönd þjóðarinnar allrar tekið með útgáfu reglugerðar- innar nú um 200 mílna fiskveiði- lögsögu í október. Fyrsta úttærslan og Ólafur Thors Fiskveiðilandhelgi Islands var fyrst færð úr 3 í 4 mílur 19. marz 1952 og var reglugerð þess efnis gefin út af atvinnumálaraðu- neytinu, en Ólafur Thors var þá atvinnumáiaráðherra landsins. Hann flutti merka ræðu við það tækifæri, gerði grein fyrir bar- áttu Islendinga I landhelgis- málum og þeim ákvörðunum, sem teknar höfðu verið, gat um þá rannsókn, sem ríkisstjórnin hefði falið Hans G. Andersen þjóð- réttarfræðingi að gera og greinar- gerð hans um málið, „þar sem raktar voru kenningar fræði- manna á ýmsum tímum, milli- ríkjasamningi og afstaða flestra ríkja, svo og okkar eigin réttar- svæði í þessum málum . .minnt- ist á landgrunnslögin frá 1948,... „nú er svo komið að almennt er talið, að sérhvert ríki hafi yfir- ráðarétt yfir auðlindum í land- grunni sínu ...“, greindi frá ýmsum málum öðrum, en sagði I lok ræðu sinnar: „I þessu máli skipta vikur og mánuðir ekki öllu heldur aðalatriðið, að áratugatjón sé með ftarlegri yfirvegun leiðrétt og bætt með þeim úrræðum, sem ekki verður raskað í framtíðinni ... Síminnkandi afli fslenzkra skipa bregður upp svo ótvíræðri og geigvænlegri mynd af fram- tíðarhorfum fslenzkra fiskveiða, ef ekkert verður aðhafst, að það er alveg óhætt að slá þvf tvennu föstu: 1) að engin fslenzk ríkisstjórn er í samræmi við fslenzkan þjóðarvilja og þjóðarhagsmuni nema hún geri ráðstafanir til að vernda íslenzk fiskimið, og 2) að þess er enginn kostur, að Islendingar fái lifað menningar- lífi í landi sínu nema því aðeins að þær verndunarráðstafanir komi að tilætluðum notum. Aðgerðir fslenzkra stjórnar- valda í þessu máli eru sjálfsvörn smáþjóðar, sem á lff sitt og frelsi að verja. Að dómi rfkisstjórn- arinnar byggjast þær auk þess á hjólbaröar jT • | | a mjog hagslœóu verói TÉKKNESKA B/FREIÐAUMBOÐ/Ð Á ÍSLAND/ HÆ AUÐBREKKU 44 SÍMI42602 lögum og rétti. I heimi samstarfs og vinarhugs ættu Islendingar því að mega treysta því að máistaður þeirra verði skoðaður með sann- girni, það napgir Islendingum. Ella verður að taka þvf sem að höndum ber.“ I stefnuræðu Geirs Hallgrfms- sonar forsætisráðherra, s.l. haust sagði hann m.a.: „Utfærsla fisk- veiðilögsögunnar í 200 sjómílur er lokamarkmið í þeirri viðleitni og stefnu Islendinga, sem mörkuð var með landgrunnslögunum frá 1948 og lokasigur f baráttunni fyrir útfærslu fiskveiðilögsög- unnar . ..“ Og i landsfundarræðu sinni f mai s.l. komst Geir Hall- grfmsson m.a. svo að orði: „Staða okkar Islendinga er traust, þegar við færum efnahagsiögsögu okkar út í 200 mílur, svo fljótt sem verða má á þessu ári. Sjálf- sagt er að kynna öðrum þjóðum viðhorf okkar og fyrirætlanir, ekki sízt þeim þjóðum sem telja sig eiga hagsmuna að gæta. Þær viðræður hljóta af okkar hálfu að byggjast á því, að viður- kennd verði 200 mílna efnahags- lögsaga okkar og að við höfum f reynd raunveruleg ráð á því, hvernig nýtingu hennar verður háttað," EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Sá tryggir sinn hag, sem kaupir SKODA i dag! SKODA IOO/IIO verö frá kr. 655.000.- Verö til öryrkja 480.000.- Skoda 100/110 eru meðal alhagkvæmustu bifreiða í rekstri. i nýafstaðinni sparaksturskeppni hafnaði Skoda 110L í öðru sæti í sínum flokki 1100—1300 cc. með aðeins 4,6 lítra meðalbensíneyðslu á 100 km. Um varahlutaþjónustu okkar nægir að segja hana „frábæra '. Hún rís vel undir því. TÉKKNESKA B/FRE/DA UMBODIÐ Á ÍSLAND/ H/F Auðbrekku 44 - 46, Kópavogi - Sími 42600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.