Morgunblaðið - 20.07.1975, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLl 1975
G í
★★★ Etat de Siege,
frönsk/ítölsk/v-þýzk,
1973.
Leikstjóri: Costa-Gavras.
Costa Gavras er vel þekktur
fyrir myndir sínar Z og Játning-
una, sem báöar hafa verið sýnd-
ar hér. Gísl er gerð í sama stíl
og hinar tvær fyrrnefndu, án
þess þó að búa yfir sömu
spennu og þær. Myndin er
byggð á atburði, sem vakti
heimsathygli á sínum tíma, er
þremur háttsettum mönnum í
Uruguay var rænt af
Tupamaros skæruliðum. Einn
þremenninganna var Dan
Anthony Mitrone (nefndur
Philip Michael Santore í mynd-
inni), sérlegur fulltrúi Banda-
ríkjastjórnar, sendur af stofn-
un er nefnist „U.S. Agency for
International Development,"
til að „aðstoða" lögregluna í
Uruguay í umferðarmálum.
Þetta var þó aðeins á yfir-
borðinu og hið raunverulega
verkefni hans var að kenna lög-
reglunni baráttuaðferðir gegn
skæruliðum, ýmsar pyntinga-
aðferðir, herbrögð og Sprengju-
tækni. Hann er handtekinn af
skæruliðum, sem reyna að
þvinga stjórnina til að skipta á
honum og fangelsuðum
skæruliðum, en stjórnin neitar
að viðurkenna að hafa nokkra
slíka pólitfska fanga í sinni
vörslu. Santore er því líflátinn
en í lok myndarinnar er eftir-
manni hans heilsað á flugvell-
inum og Tupamaros-skæruliði
fylgist vel með komumanni.
Costa-Gavras og handrita-
höfundurinn, Franco Solinas
(sem skrifaði m.a. handritið að
Battle of Algiers og Burn!),
leggja þannig áherslu á hina
endalausu valdabaráttu. Til að
undirstrika þann skilning, að
íhlutun stórveldis í mál smærri
ríkja sé vonlaus, búa þeir til
atriði á skólalóð háskólans, þar
sem lögreglan reynir að bæla
það dregur allan mátt úr þvi
efni, sem á eftir fer. En
höfundarnir gera þetta greini-
lega til að forðast samúð
með Santore, til að forðast
að spennan snúist aðeins
um það, hvort hann kom-
ist Iffs af eða ekki, og til þess að
hafa meira svigrúm til að vekja
samúð með skæruliðunum.
Þetta sjónarmið á sannarlega
fullan rétt á sér, en spurningin
er hins vegar sú, hvort þeir
hefðu ekki eins getað haldið
samúð áhorfandans með skæru-
liðum, án þess að þurfa að gefa
upp endalokin í upphafi eins og
þeir gera. Myndin er gerð sem
heimildarmynd um atburði
einnar viku, þar sem hver
dagur er rækilega merktur,
áhorfandinn er gerður að þátt-
takanda, sem fylgist gaumgæfi-
lega með framvindu málsins,
likt og atburðurinn væri að
gerast og þess vegna er þetta
stílbrot í upphafi öllu ankanna-
legra, eftir því sem lengra liður
á myndina. Persónulega tel ég,
að Gavras og Solinas hefðu
dregið upp skarpari mynd og
áhrifameiri, hefðu þeir haldið
sig við eðlilega rás atburða
strax f upphafi. Þessi ákvörðun
þeirra er 'öllu undarlegri fyrir
þá sök, að á ýmsum stöðum í
myndinni reyna þeir að búa til
dramatíska spennu, oft úr litlu
efni. Þetta gerist til dæmis f
atriðinu, þar sem talsmaður
stjórnarinnar skýrir á blaða-
mannafundi frá þeirri
ákvörðun, að ekki verði orðið
við kröfu skæruliðanna um
fangaskipti. Talsmaður höfund-
anna, blaðamaður að nafni
Ducas, kemur þá með eftirfar-
andi athugasemd (sem þegar er
orðin öllum áhorfendum löngu
ljós): „Samkvæmt þessari
ákvörðun verður Philip
Santore tekinn af Iffi.“ Þögn
slær á salinn, um leið og klippt
er á nærmynd af talsmanni
stjórnarinnar, sfðan er klippt f
nokkru víðari mynd af þeim
tveim, sfðan mjög víða mynd af
öUum salnum og síðast inn á
nærmyndina af talsmanni
stjórnarinnar sem spyr. „Hver
var spurningin?“ „Engin. Það
er engin spurning," svarar
Ducas. Gavras reynir þarna að
slá um sig og skapa spennu með
athugasemd um ástand sem
áhorfandinn hefur fyrir all-
nokkru gert sér fulla grein fyr-
ir. Áhrifin eru því hin sömu og
af vindhöggi. En þrátt fyrir
ýmis umdeilanleg mistök f
þessari mynd, er Costa-Gavras
eftirtektarverður leikstjóri,
sem á skilið fulla virðingu
þeirra, sem vilja stuðla að því
að uppræta allskonar pólitískt
ofbeldi, hvort sem það kemur
frá hægri eða vinstri.
SSP.
Kötturog
0 Cat and Mouse, bresk.
1974.
Leikstjóri: Daniel
Petrie.
Kirk Douglas er ekki beint sá
leikari, sem ég mundi telja
heppilegan I hlutverk manns,
er þjáist af minnimáttarkennd.
Strax f upphafi myndarinnar er
augljóst, að Douglas reynir af
öllum mætti að leika og gera
þessa persónu, sem hann kemst
greinilega aldrei f samband við,
trúverðuga. Þetta er eitthvert
versta dæmi um rangt val leik-
ara í hlutverk, sem ég hef lengi
séð. George Anderson (Kirk
Douglas) er kennari í líffræði
og hefur verið það í 15 ár. En
þegar kona hans yfirgefur
hann og tekur son sinn (sem er
ekki sonur Andersons) með
sér, hrynur hinn tilbúni heimur
hans saman. Nemendur hans
uppnefna hann „Mousey" og að
lokum rís hann ekki lengur
undir þessum niðurlægingum,
segir upp starfi sfnu og eltir
konu og barn, en hún hyggst
gifta sig á nýjan leik. Höfundar
myndarinnar reyna að skapa
samúð með Anderson en fyrir-
ætlanir hans til að ná til sonar
sfns eru mjög óljósar og morð
hans á bláókunnugu fólki í
þeim tilgangi eru vægast sagt
óskiljanlegar framkvæmdir.
mús
Eiginkonan er honum algerlega
fráhverf, rekur hann á dyr með
því að hringja á lögregluna og
verður þannig illmennið í
myndinni, ef samúðin á að vera
með Anderson. En f loka-
atriðinu, þegar Anderson hefur
hana loks á valdi sfnu og hyggst
drepa hana, brotnar hann niður
og grætur eins og smádrengur,
sem kemur til mömmu að leita
huggunar. I þessu sfðasta atriði
er áhorfendum allt f einu ætlað
að hafa samúð með eiginkon-
unni og öllum stoðum þannig
kippt undan þeirri ódýru sál-
fræðikönnun, sem áhorfendur
virtust eiga að fylgjast með í
fyrri hluta myndarinnar. SSP
KÚREKALlF
Yves Montand
og Costa-Gavras.
verið síðan myndin var gerð,
dylst sennilega engum, að
Gavras fer með rétt mál. En þar
eð myndin byggist að mestu á
því að sanna smám saman,
hvert sé hið raunverulega starf
Santore, ásamt þvi að fylgst er
með eftirgrennslan lögregl-
unnar og viðbrögðum yfirvalda,
virðist myndin fremur skýrsia
en drama. Gallinn er bara sá, að
Gavras og Solinas, sem greini-
lega vilja ekki gera myndina
spennandi, eiga fullt f fangi
með að halda spennunni niðri.
Þeir grfpa til þess óyndis úr-
ræðis strax i byrjun mynd-
arinnar að sýna leitina að lfki
Santore og finna harn dauðan.
Meginhluti myndarinnar er
síðan „flashback“, þar sem
atburðirnir eri raktir frá degi
til dags í stíl heimildarmyndar'
Þetta frumhlaup i upphafi
veldur þeim nokkrum
erfiðleikum til að komast á spor
frásagnarinnar, auk þess sem
Kúrekalff:
Ben Mockridge
kemst að þvf, að
þetta er ekkert
sældarlff.
(Billy „Green“ Bush). Dreng-
urinn, Ben Mockridge (Gary
Grimes), kemst þó fljótlega að
þvf að lff kúrekans er erfitt og
slóðin þyrnum stráð. Kokkur-
inn verður fyrstur til að fræða
hann á því, að „starf kúreka er
nokkuð, sem þú tekur, þegar þú
færð ekkert annað.“ Síðar í
myndinni fræðir þreyttur
kúreki okkur á þeirri skoðun
sinni, að það „besta er að ríða
inn í þorp og út úr þorpi — allt
þar á milli er ömurlegt.“ Og
Culpepper bætir við af visku
sinni: „Það sama gildir um
ar en kúrekar. Samskipti þeirra
innbyrðis eru mjög stirð og
eina dægradvöl þeirra við
varðeldana að kvöldi er að
segja lygasögur um sjálfa sig —
hetjusögur, sem varpa frægðar-
ljóma á þeirra eigin persónu,
en Richards segir okkur að séu
tómur uppspuni. Hér er mynd-
in best eins og henni er ætlað
og jafnvel f fyrstu bardagasen-
unni er að finna ofurlítinn anga
af raunsæi, þegar drengurinn
skynjar ógn dauðans og vald
byssunnar. En þar með er líka
upptalið. Myndin fær fljótlega
S L
niður uppreisn stúdenta. Eftir
að hún hefur náð nokkrum tök-
um á ástandinu, hefja stúdent-
arnir að spila tónlist f gegnum
hátalara en lögreglan finnur
hátalarann og brýtur hann. Um
leið heyrist tónlistin í öðrum
hátalara, en um leið og hann
hefur verið brotinn heyrist hún
i enn öðrum og þannig koll af
kolli. Gavras gerir þetta atriði
mjög hlægilegt, með því að
kvikmynda það úr nokkurri
fjarlægð og láta lögreglumenn-
ina hoppa og skakklappast um
lóðina eins og beljur i blautum
flór. Atriðið nær tilgangi sínum
þvi þessi barátta er greinilega
vonlaus. Þannig eru ýmis
smáatriði nokkuð sterk í mynd-
inni þó í heild sé hún ekki
gallalaus. Markmið þeirra með
gerð myndarinnar kemur fram
í eftirfarandi broti úr viðtali,
sem haft var við Costa Gavras:
„Markmið okkar var að svipta
*-*-The Culpepper
Cattle Co., bandarísk,
1972.
Leikstjóri:
Diek Richards.
Nafnið segir næstum allt,
sem um þessa mynd er að segja.
16 ára piltur fær þá flugu I
kollinn að kúrekalif sé eftir-
sóknarverðasta ævistarfið und-
ir sólinni og kemur sér að sem
aðstoðarkokkur hjá rekstrar-
kónginum Frank Culpepper
konur." En þar með er náð
hápunkti i heimspekilegum
vangaveltum um Iff kúrekans.
Þetta er fyrsta mynd
leikstjórans, Dick Richards,
sem jafnframt samdi söguna en
fyrir honum vakir greinilega að
svipta burt frægðarljómanum,
sem lif kúrekanna hefur hingað
til oft verið baðað f. Árangur-
inn er hins vegar mjög bland-
aður. Kúrekar Richards eru
fremur fáskiptnir harðjaxlar og
margir hverjir meiri byssubóf-
á sig blæ venjulegrar bardaga-
myndar, þar sem blóðbaðið er
jafn óraunverulegt og f þeim
myndum, sem Richards vill
deila á. Ástæðan er vafalítið sú,
að Richards beitir hefðbundn-
um aðferðum til að koma
bardagasenunum til skila,
„tómatsósu" og hröðum klipp-
ingum, án þess að byggja betur
undir þessi atriði með persónu-
sköpun. Persónurnar eru allar
fremur óljósar, líkt og goðsögn
vestursins, sem myndin reynir
að svipta hulunni af, og fyrir
bragðið komast áhorfendur
engu nær því, hvernig hetjur
villta vestursins raunverulega
lifðu. Hins vegar er myndin
mjög vel unnin tæknilega og er
þokkaleg dægrastytting, þó
henni mistakist að varpa nýju
ljósi á kúrekalífið. SSP.
Yves Montand tekinn höndum af skæruliðum fyrir framan hús sitt.
hulunni af þeim aðferðum,
þeim tæknilegu yfirráðum, sem
Bandaríkin beita undir yfir-
skini fjölmargra mismunandi
stofnana. . . Ég vildi að áhorf-
endur, spyrðu eftir að hafa séð
myndina hvar sem þeir mættu
þessi „ógrynni af örlátum
ameríkönum" .. . að íhuga og
útskýra þessar tæknilegu
aðferðir í Suður-Amerfku,
Vietnam eða Evrópu er
nákvæmlega sami hluturinn.
Að fást við eitt staðbundið
vandamál gefur okkur tækifæri
til að upplýsa aðferð, sem alls
staðar er notuð.“ Eftir þær
uppljóstranir, sem gerðar hafa
Einn hinna grfmuklæddu ræningja yfirheyrir Santore.