Morgunblaðið - 20.07.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.07.1975, Blaðsíða 10
UMSJÓN: Bergljót Halldórsdóttir, Björg Einarsdóttir, Erna Ragnarsdóttir Lilja Ólafsdóttir. Þær sofa ekki Þyrnirosusvefni” Heimsokn til husmæóra í orlofi að Laugum Á bjartri sumarnóttu við Hvammsfjörðinn, um óttu- skeið, stika ég eftir þjóð- veginum í átt til Reykjavíkur. Sólin boðar komu sína og fuglar og ferfætlingar fagna henni, en allt er kyrrt að sjá á bæjum. Enda þótt ég yrði fegin komu flutningabílsins að vestan, sem ég vænti á hverri stundu, kvíði ég því að vélarhljóðið rjúfi samræmd hljóð sumarnæturinnar. Að billinn kom ekki að vestan er saga út af fyrir sig — en hvernig verða til svona fágætar kringumstæður manneskju, sem á lögheimili við Faxaflóann og gengur að jafnaði til starfa dag hvern frá kl. 8:00 til 16:00. Það hófst með símtali frá Vængjum h/f, þegar byrjað var að halla á fjórða tímann, mánudaginn 7. júlí s.l.: „Vélin er að fara I Búðardal og eitt sæti var að losna". Með því hugarfari að ég muni geta bætt vinnuveit- anda mínum síðar þann klukkutíma, sem vantar á fullan starfsdag, fer ég út á flugvöll Á leiðinni til Búðardals mátti heita að við tækjum út Breiðafjörðinn. Níu manna flugvélin fór að Rifi með far- þega og síðan þvert yfir að Reykhólum og dokaði þar við. Tilraunir mínar til þess að kaupa mér þar síðdegis- drykk báru ekki árangur, en undankoma var engin með það að þiggja hressingu af ókunnu fólki á staðnum — sannarlega „sjarmerandi" uppákoma í nútíma þjóð- félagi á 20. öld. Elín Melsted, frá Hólum í Hvammshreppi uggði ekki að sér á hlaðinu hjá Kaupfélagi Hvammsfjarðar, þegar um- boðsmaður Vængja á staðn- um setti á hana farþega að Sælingsdalslaug. Börn Elínar umbáru mig í bllnum og eitt þeirra leið það, að ég sæti undir því. Heilu og höldnu, og fróðari um menn og mál- efni umhverfisins, var mér skilað að Laugaskóla. Við fyrsta augnakast sá ég fátt til reykvískra húsmæðra í orlofi, er þarna áttu að vera. Við eftirgrennslan svaraði starfsfólk I eldhúsi: „Þær eru á Reykhólum í dag". Fáeinar reyndust þó heimakærar að Laugaskóla og tókum við tal saman. „Við förum að dæmi frægustu konu héraðsins og göngum til laugar — að vísu ekki með léreft okkar, en við syndum daglega", sögðu þær. Þessa viku, sem var önnur í röðinni af átta orlofsvikum húsmæðra I Reykjavík, voru 56 konur, auk fararstjóra, í orlof- inu, en venjulega munu vera 52 konur. Þær heimsækja sögustaði I nágrenninu, njóta útivistar, deila geði hver við aðra og halda kvöldvökur. Kvöldinu áður höfðu 25 af konunum komið fram á kvöldvöku. „Þær sömdu og fluttu gamanþátt, léku á hljóðfæri, sýndu tízkufatnað, dönsuðu vikivaka, sungu ein- söng og kór og fluttu kvæði". Fæstar kvennanna hafa þekkzt eða sézt áður. Á níunda tímanum koma konurnar heim úr Reykhóla- ferðinni, hressar og kátar undir leiðsögn Steinunnar Finnbogadóttur, en hún er formaður Orlofsnefndar hús- mæðra í Reykjavík (og for- maður landsnefndar hús- mæðraorlofsins). — Konurnar I orlofsnefndinni skiptast á um að vera með hópunum og er Steinunn fararstjóri þessa viku. Undir borðum gríp ég tækifærið og inni Steinunni eftir því, hver sé tilgangurinn með orlofi húsmæðra. „Kjarni málsins er sá", segir Steinunn, „að öll störf þjóðfélagsins eru metin til launa nema störf hús- mæðranna. Þess vegna er orlof húsmæðra viðleitni af hálfu samfélagsins til að koma til móts við þá sérstöðu þeirra að geta ekki notið or- lofs samkv. almennum or- lofslögum". Hafa karlmenn ekki sótt um orlofsdvöl? „Nei, ekki ennþá." svarar Steinunn, „en því er ekki að leyna, að grunnhugsun laganna um orlof húsmæðra er að mæta sérstöðu slíks starfshóps, hvort sem um karla eða konur væri að ræða." Því má skjóta inn hér, að orlofsnend ein bað eitt sinn hreppsnefnd á sínu svæði að láta vita hverjir kæmu til greina að njóta starfsins I þeirra sveit og voru m.a. nefnd nöfn tveggja karl- manna og upplýst að þeir, I sínum daglegu störfum, upp- fylltu skilyrði laganna til hús- mæðraorlofs. Er orlofsdvölin bundin við giftingu? „Gifting eða ekki gifting er einkamál hvers og eins og hefur ekki áhirf á orlofsdvöl- ina, — heldur hvort við- komandi veitir eða hefur veitt heimili forstöðu án launa- greiðslu fyrir það starf". Hver telurðu að séu varanlegust áhrifin af orlofsdvölinni? „Tvímælalaust það félags- lega öryggi og þau mannlegu tengsl, sem hér skapast og sennilega er tilfinningin fyrir jafnstöðu óvfða jafn ríkjandi og hér". Er húsmæðraorlofið ætlað sérstökum aldurshópum? „Nei, það eru engin aldurs- takmörk, aðeins verksviðið, sem gildir. En hins má geta, að það er sífellt að verða algengara að ungar konur sæki orlof húsmæðra — ekki slzt þar sem tekizt hefur að sjá um gæzlu barna samtímis orlofsdvölinni. Orlofsnefnd húsmæðra I Reykjavík mun starfrækja barnaheimili að Saltvík á Kjalarnesi í ágúst- mánuði n.k. Þá leggja báðir hóparnir, börnin og hús- mæðurnar, upp samtímis frá Umferðarmiðstöðinni I Reykjavík — sinn hópurinn I hvorum bíl — og hittast á sama stað, að dvöl lokinni." Steinunn segir mér að þær, sem einu sinni hafi farið í orlofsdvöl, á vegum nefndarinnar, sæki nær- undantekningarlaust um að komast aftur, enda eigi þær rétt að að sækja aftur — þótt þær, sem ekki hafi notið or- lofsins áður gangi fyrir hverju sinni. Dæmi eru um, að kon- ur sem hafa hitzt I fyrsta sinni I orlofinu, hafi stofnað til áframhaldandi kynna og vin- áttu með sér. Einnig að kon- um sem í fyrsta skipti komu fram á kvöldvökum eða fund- um I orlofsdvöl hafi haldið áfram á þeirri braut og tekið virkan þátt I félagslífi eftir það, og aðrar jafnvel lært framsögn og iðkað það síðan. Ég hefi orð á þvl við Stein- unni, að mér virðist hús- mæðraorlofið hafa þróazt far- sællega og að ákjósanlegt skipulegt sé á framkvæmd þess. „Orlofsnefnd húsmæðra I Reykjavík", svaraði Stein- unn, „er kosin þriðja hvert ár af Bandalagi kvenna I Reykjavík. í nefndinni eru þrír aðalfulltrúar og skipta þeir með sér verkum — auk formanns er gjaldkeri, Ragn- hildur Eyjólfsdóttir, og ritari, Brynhildur Skeggjadóttir. Aðrar I orlofsnefndinni eru Húsmæðursýna „tízkuna 1930 — 70' Helga Einarsdóttir, Ásta Jónsdóttir og Magnea Karls- dóttir og hefur samstarfið með þessum konum verið með afbrigðum gott og ánægjulegt. Þess má geta að starf nefndarinna er ólaunað." Að lokum varpa ég þessari spurningu fram: „Steinunn — nú hefur þú dvalið með mörg hundruð reykvískra húsmæðra I orlofi, hvernig líkar þér við þær?" „Frábærlega vel — það er reisn yfir þesssum konum. Þær búa yfir hafsjó af fróð- leik, sem þær miðla hver annarri óspart. Eftir reynslu minni sofa íslenzkar konur ekki neinum Þyrnirósar- svefni, heldur þurfa aðeins að ýta Ijóflega við þeim nú I dögun félagshyggjunnar og mannréttindaviðleitni. Ekki sakaði að það væri „prinsinn", sem gæfi morgunkossinn". Zftir borðhaldið skutum við á fundi og haldin var stutt framsaga sem tók mið af kvennaárinu og stöðu I- lenzkra kvenna I nútlmanum. Fjörugum umræðum, sem stóðu fram yfir miðnætti, lauk með þvt að konurnar tóku einróma undir ályktun kvennaársráðstefnunnar að Loftleiðum í júní s.l. um, að ákvæði um jafnrétti karla og kvenna verði sett I stjórnar- skrána íslenzku. Hjá mér kviknaði löngun til að mega heimsækja allar húsmæðraorlofshópana I ár, ef marka mætti þennan hóp, en lítt er samgöngumálin hliðholl þeirri ósk minni. Búðdælingar reyndust mér vel I morgunsárið þriðju- daginn 8. júlí og fengu mér far með flutningabíl, sem var að sækja þeim áburð að Gufunesi. Leiðarkerfi S.V.R. reyndist traust inn I hjarta borgarinnar, en klukkutlminn góði hafði aukist og marg- faldazt og ég þannig syndgað upp á náðina. BJE Orlof húsmæðra í Reykjavík að Laugum f Dalasýslu vikuna 2.—9. júlí 1975 tekur undir eftirfarandi ályktun: Ráðstefna í tilefni alþjóðlega kvennaársins, haldin dagana 20. til 21. júní 1975, beinir þeirri áskorun til fslenzkra stjórnvalda, svo og til nefndar þeirrar, er Alþingi hefur falið að endurskoða stjórnarskrá Islands, að sett verði í stjórnarskrána ákvæði um jafnrétti milli karla og kvenna, sbr. yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna 7. nóv. 1967 um afnám misréttis gagnvart konum, en þar segir m.a. í 2. grein: „Grundvallaratriði jafnréttis skal sett í stjórnarskrá eða tryggt á annan hátt með lögum“. Oft er gott sem gamlir kveða. „Tengdadóttir þín er sí og æ lasin og ónóg sér.“ „Er það nokkur furða,“ sagði hin aidna tengdamóðir, „— fer aldrei út og á bara tvær vinkonur.“ MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLl 1975

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.