Morgunblaðið - 20.07.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.07.1975, Blaðsíða 18
Samtal við kommúnistaleiðtoga: Maðurinn, sem mestu máli skiptir f Portúgai f dag, maðurinn, sem hefur áhrif á valdsvél hersins, maðurinn, sem að einu leyti, kemur út sem sigurvegarinn, þó að hann hafi tapað kosningunum, er Alvaro Cunhal, leiðtogi Kommúnistaflokks Portúgals. Það er ekki auðvelt að fá viðtal við hann. En ef það tekst, þá þarf ekki annað en að hlýða á hann til að fá skilning á þvf, sem er að gerast f landinu, fá skýra mynd. Cunhal er lítill diplomat. Þegar hann opnar munninn, þá segir hann það sem hann hugsar, umbúðalaust. Og meðal þess sem hann hugsar, sem hann vill og sem hann hefur að einhverju leyti fengið, er algjör afneitun á lýðræðislegum réttindum, lýðræði eius og við skiljum það. Fyrir honum er mergurinn málsins þessi: Annað hvort alræði öreiganna eða fasismi. Þriðja aflið telst ekki með, lýðræðislegur sósialismi er della. Ef þessi afstaða skaðar evrópska félaga, þá er það þeirra mál. Hann fer ekki f neinar grafgötur með skoðanir sfnar. Hann umlykur sig þó hulu að einu leyti, þeirri hulu sem hann umvefur einkamál sfn: Hann neitar að segja hvort hann eigi fjölskyldu eða hvar hann bjó eftir flótta sinn frá Peniche kastala, þar sem hann var f haldi fram til 1960 (þó er áiitið að hann hafi búið f Moskvu og verið giftur rússneksri konu). Þó undarlegt megi virðast er hann aðlaðandi. Hann er vingjarnlegur, kátur, snaggaralegur, orðheppinn og getur fengið mann til að hiæja jafnvel þegar hann lætur út úr sér hina fráleitustu hluti. Auk þess hefur hann lfflega og skarpa hugsun, þrátt fyrir blinda trú og snert af barnaskap, sem hlýtur að vekja furður víðmælanda hans. (Augu hans flöktuðu og eyrun roðnuðu þegar ég í illgirni minni fét að þvf liggja að Sovétrfkin, sem búin væru að fá sig fullsödd á kreddum hans, gætu hugleitt að drepa hann). Það er erfitt að standast töfra myndar- legs, vel rakaðs andlits hans Ijómað trú, blárra augna og snjóhvfts hárs. (Konur hrffast gjarnan af honum). Það er þó auðvelt að leiða sjarma hans hjá sér, ef maður hefur f huga miskunnarleysi hans og vantrú á frelsi. EFTIR ORIANA FALLACI Cunhal: Segðu það sem þér sýnist, hugsaðu það sem þér sýnist. Við portúgalskir kommúnistar þurfum á hernum að halda. Og við styðjum herinn. Alþýðufylking með jafnaðarmönnum kemur okkur ekki að neinu gagni, banda- lag eins og Nenni og Togliatti gerðu 1948. Við höfum þegar gengið í nokkurs konar bandalag með MFA, hreyfingu hersins. 1 þessu landi er ómögulegt að mynda al- þýðufylkingu án hersins. Mestu mistök jafnaðarmanna felast f þvf að hafa ekki skilið svo einfalda staðreynd, að hafa snú- ið baki við hernum þrátt fyrir öll atkvæð- in, sem þeir fengu. Jafnvel nú geta þeir ekki skilið þessa staðreynd. Þeir neita að viðurkenna að við stöndum í byltingu með hernum, byltingu, sem herinn stjórnar og átti upphafið að. Jafnaðarmenn veðjuðu á rangan hest, þegar 25. aprfl. Á úrslita- stundum, þá höfum við kommúnistar alltaf verið fyrstir að taka við okkur. 11. marz, til dæmis, þegar gerð var byltingar- tilraun, þá biðum við ekki til að sjá f hvaða átt vindurinn blés. Við hikuðum ekki til að átta okkur á hver yrði ofan á. Við öxluðum strax þá ábyrgð að afneita gagnbyltingunni og fordæma Spinola. Og við stóðum með hreyfingu hersins. Oriana Fallaci er ftölsk blaðakona. Failaci: Segðu það sem þér sýnist, hugsaðu það sem þér sýnist. Það er ekki hægt að sniðganga og gera vaidaiausan flokk, sem nýtur fylgis þorra þjóðarinnar, flokkinn, sem vann kosningarnar. Ef mað- ur viðurkennir ekki leikreglur kosninga En við kommúnistar höfum aldrei viðurkennt leikreglur kosninga. Þú gerir vitleysu með því .að ganga út frá þeim punkti. Nei, nei, nei, mér er alveg sama um kosningar. Alveg. Ha, ha. Ef þú heldur að allt sé spurning um hvaða hlutfall atkvæða hinn eða þessi flokkur fær, þá lifirðu í mikilli blekkingu. Ef þú heldur að Jafnaðarmannaflokkurinn með sín 40% og Alþýðudemókratar með sín 27% séu meirihluti, þá veðurðu villur. Þeir eru ekki meirihlutinn. — Ertu að grfnast, Cunhal. Eða er reikningur ekkert annað en skoðun? 9P ö, aumlngia itðisku Kommúnlstarnlr 9 9 Ég er að segja þér að kosningar hafa ekkert eða mjög lftið með afl byltingarinn- ar að gera. Hvort sem þér líkar betur eða verr, hvort sem jafnaðarmönnum líkar betur eða verr. Kosningar hafa ekki nema óverulega þýðingu fyrir það afl. Vegna þess að hreyfing hersins í þessu landi er pólitískt afl. Sjálfstætt afl með eigin póli- tíska hugsun, pólitískt óháð, þó að það styðjist ekki við kosningaúrslit. Ég veit þú ætlar að stinga upp f mig með því að segja að herinn hafi kosið líka. Og hvað með það? Atkvæði hans dreifðust á milli ýmissa flokka. Hreyfing hersins, sem slík tók ekki þátt. Og ef þú heldur að stjórn- lagaþingið geti komið saman án MFA, þá skjátlast þér illilega. Ef þú heldur að stjórnlagaþingið verði einhvern tíma þjóð- ]þing, þá skjátlast þér hrapalega. Nei, sið- ur en svo. Stjórnlagaþingið verður sannar- lega aldrei löggjafarstofnun, það verður sannarlega aldrei fulltrúadeild. Því lofa ég þér. Það verður stjórnlagaþing og ekk- ert meira, með takmarkaða þýðingu, ekk- ert meira. Það kemur saman innan vel ákveðins pólitísks ramma, i anda sam- komulagsins við MFA, sem undirritað var af afli, sem MFA er ekki fulltrúi fyrir. Vegna þess að MFA hóf byltinguna 25. apríl, ekki Jafnaðarmannaflokkurinn. — Hef ég skilið þig almennilega? Sagirðu að það yrði ekkert þjóðþing f Portúgal? Þú hefur skilið nákvæmlega. Ég lofa þér þvi að það verður ekkert þjóðþing I Portúgal. — Ef svo er, af hverju þá að halda kosningar? Af hverju tóku Kommúnistar þátt f þeim. Af hverju að eyóa svo miklum kröftum og peningum? Ha, ha, ha. Kannski hefurðu eitthvað til þíns máls. Það hefði kannski verið betra ef við hefðum ekki tekið þátt. En maður getur ekki alltaf gert það sem maður vill, maður getur ekki alltaf fylgt áætlunum. Allt hafði verið áætlað, ákveðið. Svo marg- ir andstæðir þættir gripu inn í — þessi mislita ríkisstjórn til dæmis. Sú mikla stjórnarsamsteypa, þar sem 'meira að segja alþýðudemókratar áttu sæti. Við kommúnistar höfðum sagt hernum að al þýðudemókratar (PPD) ættu ekki að vera með, að ekki væri hægt að leiða landið til sósíalisma með breiðri stjórn lýðræðis- sinna. En þeir voru fastir í þeirri mein- ingu að klessa saman jafnaðarmönnum, kommúnistum, sósíalistum og ýmsum blæ- brigðum innan hreyfingar hersins ... Við vöruðum þá við að kosningarnar gætu verið hættulegar, að þær væru ótímabær- ar, að ef ekkert væri að gert myndum við tapa þeim, að óvirk atkvæði ættu ekki leið með herská. En við gátum aðeins komið í veg fyrir sveitarstjórnakosningarnar. Þeir voru ákveðnir að halda kosningarnar til stjórnlagaþingsins. — Cunhal, kosningar eru mælikvarði á vilja þjóðar. Einn af mælikvörðunum. Aðeins einn. Og ég segi þetta bara til að gleðja þig, eða öllu heldur, því ef ég hefði sagt „enginn mælikvarði" þá hefðum við haldið enda- laust áfram: já, nei, já, nei. En hvernig getur þú talað um mælikvarða þegar til eru hérué þar.sem fólkið kann hvorki að lesa né skrifa? Héruð þar sem áróðurinn felst í þvf að hvísla: „Ef þú kýst hamar og sigð, þá koma kommúnistarnir og gefa þér sprautu bak við eyrað.“ — Það sem þú ert að segja, Cunhal, er að fólkið er vanþroskað. Það er alltaf afsökunin fyrir einræðí. Og einmitt það sama og fasistar segja. Ja... Það þýðir ekki að fólkið sé van- þroska.. það þýðir að kosningar eru ekki eina ... — Sannleikurinn er sá að þú bjóst ekki við að tapa svo illa, Cunhal. Nei, nei. Ég vissi að hægri menn myndu vinna. Hafði ég ekki aðvarað herinn? Ég bjóst við fleiri atkvæðum í Lissabon, satt er það. Ég bjóst við fleiri atkvæðum í mörgum héruðum, fyrir sunnan ... en ég taldi sjálfum mér aldrei trú um að við fengjum meirihluta. Það hefðu verið fals- vonir. Andkommúnískar tilfinningar voru svo heitar að ég gat ekki einu sinni haldið fundi í sumum bæjum. Þeir skrifuðu á veggi: „Cunhal, ef þú kemur hingað, þá deyrðu“. Kjósendur f sveitum voru okkur mjög óhagstæðir. 1 sveitunum einkenndist andrúmsloftið í kosningabaráttunni af ógn. Og alls staðar var óvinurinn sem 9 9 Án kommúnlsta er bylllngln óframkvæmanleg 99

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.