Morgunblaðið - 20.07.1975, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLl 1975
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavik.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10 100.
Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22 4 80.
Áskriftargjald 700,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 40,00 kr. eintakið
Hann lýsir ofsóknum á
hendur einstaklinga í
Sovétríkjunum, sem leyfa
sér þann munað að hafa
aðrar skoðanir en kerfið
leyfir, fólks, sem býr við
hliðstætt öryggisleysi,
fangelsanir og útþurrkun
og Gyðingar þriðja ríkis-
ins. Um þetta fólk segir
hann orðrétt:
,,í hvert sinn sem þið
hjálpið fólki, sem er ofsótt í
Sovétríkjunum, sýnið þið
Solzhenitsyn — ákall útlaga
Morgunblaðið birtir í
dag athyglisverða
ræðu rússneska hugsuðar-
ins og rithöfundarins
Solzhenitsyns, sem hann
flutti í boði bandarísku
verkalýðsfélaganna, nokk-
urs konar ákall útlaga, sem
sat 11 ár í fangelsi fyrir
skoðanir sínar einar saman
og sætti áratugum saman
ofsóknum sovétkerfisins.
Hann gerir í ræðu sinni
grein fyrir svartnætti
flokksræðis rússneska
kommúnistaflokksins,
veikburða en vaknandi
starfi frjálshyggjufólks
innan Sovétríkjanna, og
skyldum hins frjálsa heims
til varnar lýðræði og al-
mennum mannréttindum.
Um pólitískt valfrelsi í
Sovétrikjunum segir hann:
„Þetta er kerfi þar sem
ekki hafa farið fram kosn-
ingar i fjörutíu ár, sem
mark er á takandi, heldur
farsi einn saman. Þetta er
kerfi, sem hefur engar lög-
gjafarstofnanir, enga
frjálsa fjölmiðla, enga
sjálfstæða dómara — þar
sem þegnarnir hafa hvorki
áhrif á stefnuna í innan-
lands- né utanríkismálum,
þar sem sérhver hugsun,
sem brýtur í bág við við-
horf ríkisins, er brotin á
bak aftur.“
Hann lýsir markvissum
yfirgangi Sovétríkjanna í
samskiptum við aðrar þjóð-
ir. Hann segir ráðstefnuna
í Yalta, í lok síðari heims-
styrjaldarinnar, að óþörfu
hafa viðurkennt hernám
Mongólíu, Moldaviu, Eist-
lands, Lettlands og Lithá-
en. Sjö Austur-Evrópulönd
hafi síðan fylgt í kjölfarið,
bak við járntjaldið. Hann
varar við þróun mála í Asíu
og Afríku og hvetur til
varkárni og ákveðni í sam-
skiptum við Sovétrikin.
ekki einvörðungu góðsemi
og dyggð. Þið eruð ekki
einungis að verja þetta
fólk, heldur eruð þið að
verja sjálf ykkur um leið.
Þið eruð að verja framtíð
ykkar.“
Ræða Solzhenitsyns er
þrungin beiskju manns,
sem þolað hefur órétt og
ofsóknir í áratugi og ber
þess merki. Hún er og
þrungin ótta um, að orð
hans finni ekki hljóm-
grunn I hugum fólks, sem
býr við efnahagslegt og
stjórnarfarslegt öryggi, en
gerir sér ekki grein fyrir
þvi, að þetta öryggi þarfn-
ast vörslu og verndar. Hug-
ur Vesturlandabúa sé um
of bundinn húsi, bíl og hag-
sæld. Og þessa hagsæld
verji þeir með endalausum
eftirgjöfum, er stuðlað hafi
að frelsissviptingu og ógn-
arstjórn annarra þjóða.
Því sé ekki gaumur gefinn,
að keypt hagsæld á ann-
arra kostnað, færi hættuna
í hlaðvarpa hinna vest-
rænu ríkja.
Beiskjan, sem einkennir
ræðu Solzhenitsyn, er e.t.v.
veikleiki hennar. Hún
kemur okkur fyrir augu
sem knýttur hnefi, en þessi
hnefi knýr engu síður á
samvizkudyr sérhvers
manns. Þess vegna ættum
við að lesa ræðu hans með
opnum huga, samúð og
skilningi, og draga réttan
lærdóm af þeirri reynslu,
sem að baki orðanna býr.
„Ekki sér hann ána menn
agnrýni Þjóðviljans
á þjóðmálavettvangi
hefur undanfarnar vikur
byggst á þremur megin-
þáttum: kjaramálum, orku-
málum og landhelgismál-
um. I þvi efni er vert að
rifja upp feril Alþýðu-
bandalagsins í vinstri
stjórn og umræðum um
nýja slíka á sl. ári.
Það var vinstri stjórnin
sem rauf tengsl kaupgjalds
og vísitölu, með samþykki
Alþýðubandalagsins. I um-
ræðum um myndun nýrrar
vinstri stjórnar féllst Al-
þýðubandalagið á gengis-
lækkun, söluskattshækkun
og hækkun á verðjöfnunar-
gjaldi raforku. Ráðherra
þess samdi raunar frum-
varpið um hækkun raf-
orkuverðs. Sami ráðherra
þess átti allan veg og vanda
af undirbúningi og samn-
ingsviðræðum varðandi
járnblendiverksmiðju á
Grundartanga í Hvalfirði,
valdi samningsaðilann og
mótaði samningsdrögin.
Hins vegar var algjör kyrr-
staða í nýtingu jarðvarma
til húshitunar allan ráð-
herraferil hans. Eftir út-
færslu fiskveiðilögsögunn-
ar i 50 sjómílur stóð Al-
þýðubandalagið að viðræð-
um og samningum við
Breta, Belga, Norðmenn og
Færeyinga og féllust á við-
ræður við V-Þjóðverja,
sem ekki leiddu til samn-
inga. í þá tíð komu og fram
tilmæli frá Austur-
Þjóðverjum og Pólverjum
um viðræður, sem ekki var
hafnað, en fóru hins vegar
ekki fram.
Þessi atriði eru dregin
hér fram i dagsljósið til að
sýna ósamræmið og óheil-
indin í skrifum Þjóðvilj-
ans, eftir að Alþýðubanda-
lagið komst í stjórnarand-
stöðu. Ásakanir blaðsins,
bitna því ekki sfzt á ráð-
herrum og þingliði Alþýðu-
bandalagsins, sem stóðu að
þess konar stjórnunarað-
gerðum öllum, sem hat-
rammast er deilt á nú.
Þessi Þjóðviljaskrif rúm-
ast því öll innan boðskapar
gamals spakmælis, sem svo
hljóðar: „Ekki sér hann
sína menn, svo hann ber þá
Iíka.“
Reykj avíkurbréf
Laugardagur 19. júlí
200 mílurnar
Bak við þá ákvörðun íslenzku
ríkisstjórnarinnar að færa fisk-
veiðilögsöguna út í 200 sjómílur
15. okt. n.k. stendur einhuga þjóð.
Allir góðir Islendingar fagna þvi
að þetta mikilvæga spor hefur
verið stigið, og við ættum nú senn
að sjá fyrir endann á langri og
harðri baráttu lítillar þjóðar fyrir
tiivist sinni. Auðvitað hefur þró-
unin á alþjóðavettvangi hjálpað
íslendingum til að ná settu marki.
En einnig má benda á það, sem
Geir Hallgrímsson forsætisráð-
herra sagði f samtali hér í blaðinu
í vikunni, að við höfum átt „þátt í
að.móta þá þróun“. Það hefur þvi
ekki verið lítil ábyrgð, sem hvílt
hefur á herðum formanns ís-
lenzku sendinefndarinnar á haf-
réttarraðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna, Hans G. Andersens, enda
hefur hann lengst af verið kvadd-
ur til, þegar stjórnvöld hafa mót-
að stefnu íslendinga i hafréttar-
málum, og nýtur mikillar virðing-
ar erlendis eins og þeir vita bezt,
sem fylgzt hafa með störfum hans
á hafréttarráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna. Það er sanngirnismál
að á þetta sé minnzt, nú þegar
lokasporið er stigið í hafréttar-
málum okkar.
Menn geta að sjálfsögðu deilt
um, hver sé mikilvægasti þáttur-
inn í landhelgismálum íslendinga
og pólitísk dagblöð geta gamnað
sér við að bera alls kyns undra-
rétti á borð fyrir kjósendur sína,
eins og Tíminn gerði í forystu-
grein nú í vikunni, þegar blaðið
ræddi landhelgismál og komst að
þeirri niðurstöðu, að allar út-
færslur væru framsóknarmönn-
um einum meira og minna að
þakka. Þá geta pólitísk dagblöð
einnig farið í fýlu, ef þau vilja,
eins og Þjóðviljinn gerði i
vikunni, þegar lýst var yfir 200
mílna útfærslu. Sýnir það
kannski betur en margt annað að
pólitískur ávinningur skiptir hjá
þeim Þjóðviljamönnum, meira
máli en hugsjónin sjálf, eins og
stundum vill brenna við.
En þjóðin fagnar einhuga og
óskar þess, að stjórnmálamenn
reyni ekki að skara eid að póli-
tískri köku sinni, heldur finni
þeir leiðir til að standa saman og
leysa þau brýnu verkefni, sem við
blasa, ef tryggja á, að útfærslan
nái tilgangi sínum. Mestu máli
skiptir að fiskveiðilandhelgi ís-
lands verði friðuð með þeim
hætti, sem stefnt er að, svo að
fiskurinn komist á miðin,. en sé
ekki upp urinn á leiðinni þangað,
eins og oft hefur verið. Að þessu
leyti erhafsvæðiðmilliðOog 200
mflna mjög mikilvægt. Um það
fara þýðingarmiklar þorskgöngur
á leið frá GrænlandLá Islandsmið.
Varðar miklu að þær njóti frekari
verndar en verið hefur. Á þessu
svæði eru mikilvægar uppeldis-
stöðvar og gönguleiðir karfa,
ufsa, loðnu og síldar, sem miklu
skipta fyrir framtíðarhagsmuni
þjóðarinnar. Matthías Bjarnason
sjávarútvegsráðherra lagoi
áherzlu á það í merkri ræðu sinni,
þegar reglugerðin um útfærsluna
var gefin út 15. júlí s.l., að megin-
markmiðið með henni væri að
koma í veg fyrir ofveiði fiskstofna
á Islandsmíðum, sem ýmist væru
full- eða ofnýttir og hindra sókn
erlendra veiðiskipa á miðin. Hann
sagði: „Eitt meginmarkmið út-
færslu fiskveiðilandhelginnar i
200 sjómílur 15. okt. n.k. er það að
afla okkur Islendingum betri að-
stöðu en við höfum haft til að
stjórna veiðunum á Islandsmið-
um í heild. Vegna aðstöðu og
veiða útlendinga hefur verið erf-
itt fyrir Islendinga að gera ein-
hliða ráðstafanir á þessu svæði,
svo að þær bæru árangur — og í
mörgum tilvikum ókleift með
öllu. Tilgangslaust virðist að
minnka eigin veiðar, ef það leiðir
aðeins til að auka veiðar út-
lendinga. Á hinn bóginn verða
allar ráðstafanir til friðunar
árangursríkari eftir þvi sem er-
lendum veiðiskipum fækkar á
miðunum. Eftir þvi sem Is-
lendingar ná fiskistofnunum meir
undir sína stjórn vex þeim þvi
ábyrgð og verkefni að því er
varðar verndun og hámarksnýt-
ingu stofnanna. Eftir200mílna út
færsluna ættu íslendingar að geta
sett reglur til verndar fiskistofn-
um á stórum hafsvæðum, sem
bæru tilætlaðan árangur. Þá
krefst útfærslan i 200 mílur veru-
legs átakstil eflingar rannsókna á
fiskistofnunum.“ Og ennfremur:
„Meginmarkmið útfærslu fisk-
veiðilandhelginnar er að koma í
veg fyrir ofveiði fiskistofnanna á
Islandsmiðum, sem þegar eru
ýmist fullnýttir eða ofveiddir og
hindra sókn erlendra veiðiskipa á
Islandsmið. Ef íslendingar eiga
að geta haldið til jafns við aðrar
þjóðir um lifskjör, verður hlut-
deild þeirra i heildarvéiðinni á
Islandsmióum að vaxa. Útfærslu
fiskveiðilögsögunnar er ætlað að
tryggja hámarksnýtingu fisk-
stofnanna á íslandsmiðum og
skynsamlega stjórn þeirra.
Stækkun fiskveiðilandhelg-
innar í 200 sjómílur hefur verið
nægilega undirbúin innanlands
sem utan og er vissuiega mikill og
merkilegur lokaáfangi í réttinda-
og hagsmunabaráttu Islendinga.
Hún verður mikill fengur fyrir
okkur Islendinga að því leyti, að
aukið fiskimagn, einnig fiskur
sem veiddur er og nýttur er I dag,
heldur sig utan 50 sjómílna en
innan 200 mílna markanna. Með
útfærslunni hafa Islendingar
helgað sér og tekið í sínar eigin
hendur stjórn á hinum hefð-
bundnu Islandsmiðum."
Mergurinn málsins er sá, að nú
erum við að ná lokatakmarki því,
er við settum okkur með land-
grunnslögunum 1948 um yfirráð
okkar á lifandi auðlindum á Is-
landsmiðum; að við erum að „öðl-
ast yfirráð yfir íslandsmiðum
öllum“, eins og forsætisráðherra
benti á í fyrrnefndu samtali.
„Þýðingarminni”
útfærsla?
Fiskveiði lögsaga Islands var
stækkuð úr 3 mílum 1901 f 4 mil-
ur 1952, úr 12 mflum 1958 í 50
mílur 1972 og nú loks í 200 sjómíl-
ur. íslenzka þjóðin hefur einlæg-
lega fagnað öllum þessum áföng-
um. Hún hefur ekki fylgzt með
öðru betur en stækkun fiskveiði-
lögsögu sinnar og raunar er það
hún sjálf sem hefur mótað stefn-
una, því að hver sá, sem ekki
hefur farið að vilja hennar f þess-
um efnum, hefur dæmt sjálfan
sig úr leik. Auðvitað er stækkun-
in nú stærsta skrefið, sem stigið
hefur verið, a.m.k. ef miðað er við
stærð þess yfirráðasvæðis sem Is-
lendingar fá i sinn hlut. Út-
færðsla úr 50 mílum f 200 mflur
hlýtur að vera stærra spor en
t.a.m. 38 mílurnar úr 12 f 50
mílur. Auk þess er útfærslan nú
miðuð við þróun í alþjóðahaf-
réttarmálum og tekin mið af
þeirri stefnu, sem nýtur stuðn-
ings mikils meirihluta þjóða
heims. Aftur á móti heyrðist
aldrei talað um 50 mílur á hafrétt-
arráðstefnunni f Genf, svo að
dæmi sé tekið. 50 mílur er því
engin raunhæf viðmiðun, þegar
litið er á þróun hafréttarmála í
heiminum.
Um útfærsluna nú sagði
Tíminn í forustugrein s.l. þriðju-
dag m.a.: „Þetta er fjórða út-
færslan á fiskveiðilögsögunni og
sú sem nær yfir stærst hafsvæði.
Hins vegar má segja, að eins og
sakir standa sé hún þýðingar-
minni en hinar fyrri, því að til-
tölulega litlar fiskveiðar eru á
svæðinu milli 50 og 200 mílna."
Þetta er alrangt, eins og fram
kemur í ræðu Matthíasar Bjarna-
sonar, sem vitnað er til hér að
framan. Yfirráðasvæði Islands
stækkar um helming við út-
færsluna 15. okt. Hvernig getur
slfkt spor verið ,,þýðingarminna“
en þau sem áður hafa verið
stigin? Areiðanlega mundu þeir
ekki skrifa undir það þeir
forystumenn í sjávarútvegi, sem á
sínum tíma undirrituðu
áskorun til Alþingis þess
efnis, að íslendingar færðu
landhelgi sína út i 200 sjó-
mflur. Framtak þessara manna
verður ekki sfður munað en
ákvarðanir einstakra forystu-
manna f stjórnmálum enda þótt
pólitíkusar hirði ekki um að
tfunda það f málgögnum sínum.
En vegna ummælanna f forystu-
grein Timans mætti draga þá
ályktun, að Sjálfstæðisflokkurinn
hefði haft alla forystu um út-
færslu landhelginnar nú og
raunar þurft að þrýsta á til að hún
yrði að veruleika. Tfminn ætti sízt
af öllu að skrifa á þann veg, að sú
hugsun læddist áð Islendingum.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
lagt höfuðáherzlu á 200 mílurnar,
það er rétt. Hann telur hana sízt
af öllu „þýðingarminni" en aðrar
útfærslur og hefur þó átt aðild að
útfærslu íslenzkrar fiskveiðiland-
helgi fyrr. I þessu sambandi má
minna á þingsályktunartillögu
Sjálfstæðisflokksins, sem lögð var
fram á Alþingi í okt. 1973 um
útfærslu fiskveiðilandhelgi Is-
lands í 200 sjómílur. Allir þing-
menn flokksins fluttu tillöguna,
en Gunnar Thoroddsen formaður
þingflokksins var fyrsti flutnings-
maður hennar. Tillagan var svo
hljóðandi: „Alþingi ályktar að
fiskveiðilandhelgi Islands verði
stækkuð þannig að hún verði 200
sjómílur frá grunnlínum allt í
kringum landið og komi stækkun-