Morgunblaðið - 20.07.1975, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JULI 1975
37
Hafa öll öfl indversks
þjóðfélags grafið
undan lýðræðinu?
Spegill, spegill herm þú mér,
hver á landi fríðust er.
við kjör, er teljast undir opinberu
fátæktarmarki.
Slíkar ráðstafanir hlutu lítinn
stuðning frammámanna
Kongressflokksins, sem óspart
hafa verið sakaðir um að leitást
við að auðga sjálfa sig á kostnað
almennings og vilja viðhalda
efnahagskerfi sem sé stuðnings-
mönnum hans í hag, þeim m.a.
sem sjái flokknum fyrir rekstrar-
fé í kosningasjóði.
Þannig hélt verðbólgan áfram
að aukast og óánægja landsmanna
samtímis. Illdeilur og flokka-
drættir stjórnmálamanna fóru
vaxandi og stjórnlesyið varð æ
ömurlegra. Aukakosningar og úr-
slit skoðanakannanna sýndu, að
Kongressflokkurinn var óðum að
tapa fylgi, en Narayan átti sam-
tlmis sívaxandi stuðningi að
fagna, bæði meðal almennings og
stjórnmálamanna. Andstæðingar
Indiru, bæði til hægri og vinstri
fylktu sér um Narayan og dómur-
inn í Allahabad varð þeim stór
sigur. Þeir færðust allir í aukana
— og að þessu sinni máttu sín
lítils tilraunir Indiru til að benda
á, að hún væri fórnarlamb sam-
særis róttækustu afla þjóðfélags-
ins til hægri t>g vinstri — en eftir
sem áður einlæg baráttu
manneskja fyrir bættum kjörum
fátækra. Hún átti nú ekki lengur
nema tveggja kosta völ, — að
segja af sér eða berjast með kjafti
og klóm. Hún fór sér þó hægt I
fyrstu, gerði sig líklega til að bíða
róleg úrskurðar hæstaréttar í
Allahabad-málinu en notaði
tímann til að kanna fylgi sitt
innan flokksins og þingsins.
Masani segir, að Narayan og
fylgismenn hans hafi gefið Indiru
vopn I hendur gegn þeim — með
því að bíða ekki sjálfir eftir úr-
skurði hæstaréttar heldur leggja
allt kapp á að bola henni úr em-
bætti og hvetja til múgæsinga i
þvi skyni. Þar með hafi hún feng-
ið tilefni til staðhæfinga um að
hún væri fórnarlamb samsæris-
manna, sem nytu stuðnings er-
Iendra aðila.
Hver eyðilagði lýðræðið á Ind-
landi? Þannig spyr Martin
Woollacott í grein, sem birtist i
The Guardian fyrir skömmu, þar
sem hann reifar það sem gerzt
hefur í Indlandi að undanförnu.
„Var það óábyrg stjórnarand-
staða, sem stefndi að sundrungu
þjóðarinnar, eins og Indira
Gandhi heldur fram? spyr hann
áfram, var það Indira Gandhi
sjálf og ein, staðráðin í að halda
völdum, hvað sem það kostaði,
sannfærð um að hún ein væri fær
um að stjórna Indlandi? Voru það
metorðagjarnir ungir menn, sem
vissu að þeir myndur hrapa með
Indiru, ef til kæmi? Voru það
andstæðingar lýðræðis á þingi.
sem lengi hafa talað um að Ind-
verjar þurfi annars konar
stjórnarfar og talað um lýðræðis-
fyrirkomulagið, sem innflutta
vöru, er henti þeim ekki? Var það
indverskur almenningur
sem að stórum hluta býr við
aumustu fátækt og menntunar-
skort og aldrei hefur kært sig
hætis hót um lýðræði, heldur
hann áfram að spyrja — eða voru
það indversku menntastéttirnar,
sem hafa látið reka á reiðanum af
þvi að að við héldum að þetta gæti
ekki gerzt hér“ eins og hann
hefur eftir einum úr þeim hópi,
eftir að herlögin höfðu verið sett,
ritskoðun komið á og þúsundir
manna voru komnar undir lás og
slá, án nokkurrar vonar um
réttarfarslega meðferð mála
sinna. Og WooIIacott setir, að þó
Indira Gandhi beri höfuð-
ábyrgðina á þvf að hafa rofið lýð-
ræðishefð, sem aðrar þjóðir
heims töldu varanlega, hafi öll öfl
þjóðfélagsins átt sinn þátt í að
grafa undan lýðræðinu og leggja
grundvöll þess, sem nú hefur
gerzt.
Margir menntaðir Indverjar,
sem nú líta um öxl og leggja niður
fyrir sér það, sem hefur verið að
gerast i i landinu á undanförnum
árum, ásaka fjálfa sig fyrir að
hafa ekki séð afleiðingarnar fyrir.
Þeir staðhæfa, að Indira Gandhi
og tiltekin öfl i Kongress-
flokknum hafi stefnt að þvf að
geta fyrirvaralaust hert takið á
stjórnartaumunum, þegar áþyrfti
að halda. Þeirri staðhæfingu til
stuðnings er á það bent að allt frá
1962, eftir styrjöldina við Kína,
hafi verið unnið að þvi að efla
löggæzlusveitir landsins og sveitir
er kalla mætti til vopna með
skömmum fyrirvara. Landamæra-
varðsveitirnar, sem þá var komið
á fót, hafi í síauknum mæli verið
notaðar til löggæzlustarfa og
eftirlits innanlands, jafnframt
því sem fjölgað hafi verið í vara-
lögregiuliði og ýmsum sérsveitum
lögreglunnar. Er talið, að um hálf
milljón manna sé innan vébanda
löggæzlusveita Indlands.
Þá er á það bent, að Indira
Gandhi hefur um árabil verið i
þeirri aðstöðu að geta skipað
fylgismenn sina i lykilstöður,
bæði pólitískar stöður og opinber
embætti — og hún háfi notað
þessa aðátoðu óspart. Innanríkis-
ráðherrann er eindreginn fylgis-
maður hennar og hún réð skipan
forseta hæstáréttar landsins og
forseta herráðsins. Innan
Kongressflokksins er því stór
hópur yngri manna, sem eiga
Indiru frama sinn að þakka og
styðja þar af leiðandi ráðstafanir
hennar.
Woollacott segir, að þó kunni að
skipta enn meira máli I sambandi
við framkvæmd herlaganna,
áð innan Kongressflokksins hafi
vantrú á að lýðræði fengi staðizt á
Indlandi verið vaxandi, — og þær
raddir orðið æ háværari, að
landið þarfnaðist sterkara
stjórnarfars til þess að unnt væri
að koma I framkvæmd nauðsyn-
legustu þjóðfélagsmálum. Sumir
hafa talað um „takmarkað lýð-
ræði“ — og „nú fáum við að sjá
það I framkvæmd", hefur Woolla-
cott eftir indverskum blaða-
manni. Hann tiltekur einnig i
þessu sambandi ummæli forseta
Kongressflokksins, D.K. Barooah,
er hann sagði þingmönnum, að
ráðstafanir Indiru Gandhi hefðu
breytt indversku stjórnarfari á
þann veg m.a., að héðan I frá yrði
þurrkaður út munurinn á þing-
mönnunum og embættismönnum,
héðan I frá ættu þeir fyrrnefndu
ekki að spyrja spurningar heldur
hlýða skipunum.
Fyrir utan fylgismenn „tak-
markaðs lýðræðis- óg persónu-
lega áhangendur Indiru Gandhi
segir Woollacott, að flestir þing-
menn Kongressflokksins hafi
tekið þá afstöðu að umbera ráð-
stafanir forsætisráðherra, — og
þeir u.þ.b. 50 þingmenn, sem hafi
beitt sér gegn Indiru og kosið
samninga við Jayaprakash
Narayan hafa verið gerðir áhrifa-
lausir með því að handtaka skel-
eggustu talsmenn þeirra.
Woollacott segir, að Indira hafi
verið talin bera fulla virðingu fyr-
ir hinu lýðræðislega stjórnar-
formi sem slíku, enda alin upp við
þær hugmyndir. Hins vegar hafi
hún ekki lokað eyrunum fyrir
öðrum hugmyndum né augum
fyrir göllum þessa fyrirkomulags
— og þingbundið lýðræði hafi
ekki verið henni svo heilagt, að
því mætti ekki fórna fyrir megin-
markmið — sem I hennar augum
hafi verið og sé sterkt Indland
undir sinni stjórn, — því að hún
virðist fullkomlega sannfærð um
að hún sé öllum öðrum færari til
að stjórna lándi sínu.
Woollacott segir erfitt að gera
sér fulla grein fyrir því, hvað
andstæðingar Indiru ætluðust
fyrir, er fram I sækti, þar sem
þeir séu nú allir bak við lás og slá,
— en þegar menn harma
skerðingu lýðræðis á Indlandi er
rétt að minnast þess, að J.P. Nara-
yan var sjálfur ekki sérstakur
málsvari þingbundins lýðræðis og
sama var um marga helztu
stuðningsmenn hans að segja. Því
hefði allt eins getað farið svo að
herlög fylgdu I kjölfar afsagnar
Indiru Gandhi, ef til hefði komið
— spurning, hvort hún hefði
nokkru breytt I reynd. Woollacott
bendir og á, eins og fleiri að
Narayan og menn hans hafi gefið
Indiru vopn I hendur með því að
hvetja bæði almenning, lögreglu
og hermenn til að óhlýðnast
skipunum stjórnarinnar og vinna
þannig að falli Indiru.
Indverskur almenningur segir
hann, að taki enga afstöðu og
hann hefir eftir einum af stuðn-
ingsmönnum Indiru Gandhi, að
meiginhætta núverandi ástands
sé I þvi fólgin, aö of margir kunni
að styðja ráðstafanir hennar.
Hann segir að obbi almennings
kæri sig kollóttan um lýðræði og
hvað ritskoðun varði, séu blöðin
ekki svo almennt lesin (þó er til
þess tekið að indverskir fjöl-
miðlar séu sérstaklega líflegir og I
landinu eru gefin út 850 dagblöð)
Engu að slður, bendir Woolacott
— og visar I ummæli indversks
menntamanns — beri að Ihuga
gjörla hvers virði lýðræðið er
þjóðinni. kannski hafi 60—80%
hennar litla tilfinningu fyrir því
að vera þátttakendur í lýðræðis-
legu þjóðfélagi, — en sama sé I
raun og veru að segja um stóra
hluta annarra þjóða, til dæmis
Breta og Bandarikjamanna, þrátt
fyrir margfalt meiri almenna
menntun og eldri hefðir. Og hafa
verður I huga að jafnvel þau 20%
Indverja sem láta sig þetta ein-
hverju skipta, eru á annað
hundrað milljóna — fjölmennari
hópur en flestar þjóðir heims.
Þannig vill Indira líta út I augum umheimsins, — hin mjúkmála móðir að ræða llfsins gang við
æskufólkið indverska. Myndin hefur verið send út frá upplýsingaráðuneytinu I Nýju Delhi.
in undir framkvæmd
— Brot gegn ritskoöunarreglunum að segja frá þeim
Þannig eru fréttamenn erlendra
fjölmiðla i landinu ekki einasta
ábyrgir fyrir þvl efni, sem þeir
senda þaðan frá sér heldur og
fyrir þeim greinum, sem birtast I
fjölmiðlum þeirra heima fyrir —
því samkvæmt upplýsingum
stjórnvalda verður fyrirfram gert
ráð fyrir því, að þær séu runnar
undan rifjum fréttamannanna,
sem staddir eru I Indlandi.
Einn blaðamaður stórblaðs,
Lewis Simons frá „Washington
Post“, hefur þegar verið rekinn
úr landi og búizt er við, að fleiri
fylgi á eftir. Allt upp I 90% af
efni fréttamanna hefur verið
skorið niður, — og má sem dæmi
nefna að greinar, sem brezki
blaðamaðurinn Martin Wollacott,
sem skrifar fyrir „The Guardian",
hefur komið heim, hafa verið
orðnar að þremur setningum I rit-
skoðuðu útgáfunni. Blaðið hefur
birt greinar Wollacotts I heild og
má búast við, að hann verði ekki
ýkja lengi I Indiandi ef svo heldur
áfram sem horfir.
Nýskipaður upplýsingamálaráð-
herra Indlands, Idya Charan
Shukla, hefur tilkynnt frétta-
mönnum, að jafnvel það, að skýra
frá reglum, sem starf þeirra verð-
ur héðan I frá háð, sé brot á
ritskoðunarreglunum. Sérstök
áherzla hefur verið lögð á, að ekki
megi segja frá neins konar orð-
rómi og I framkvæmd hefur þetta
verið túlkað þannig, að svo til allt,
sem ekki kemur frá stjórninni
sjálfri er sagt „orðrómur".
Þegar reglurnar voru tilkynnt-
ar var fréttamönnum tjáð, að upp-
lýsingamálaráðherrann mundi
halda fundi með þeim daglega til
að segja þeim það helzta sem væri
á döfinni hjá stjórninni — en
ekki leið á löngu þar til farið var
að aflýsa slíkum fundum. Sú skýr-
ing var gefin, að þegar svo bæri
undir, væri ekkert að frétta — og
þvi engin ástæða til að halda
blaðamannafundi.
Indverskir fjölmiðlar, sem hafa
orð fyrir að vera með hinum
frjálsustu og líflegustu i heim-
inum, hafa tekið miklum stakka-
skiptum eftir að ritskoðunin
komst á. Framan af komu blöðin
út með eyðum, þar sem klippt
hafði verið úr greinum og frétt-
um, en síðar fóru þau út I að
skrifa hálfgert táknmál. Sem
dæmi má nefna að eitt blaðanna
birti ýtarlega grein um útrým-
ingu á rottum — og fylgdi henni
eftir með ritstjórnargrein þar
sem lögð var áherzla á að útrýma
öllum tegundum rotta. Annað
blað birti athugasemdalaust á for-
síðu frægt ljóð um frelsið eftir
Nóbelsskáldið indverska Tagore.
Annað blað birti dánarminningu
um frú D.E. Mocracy eiginkonu
herra F. Reedoms (frú Lýðræði,
eiginkonu herra Frelsis). Þá birt-
ist I einu blaðanna stór ljósmynd
af svokallaðri óeirðalögreglu
landsins á verði I Gömlu-Delhi og
sagði þar I myndátexta, að
myndin sýndi atvik úr daglega
lífinu á Indlandi.
Stjórnin var sem vænta mátti
fljót að gripa I taumana og nú nær
ritskoðunin til alls efnis blað-
anna, frétta, greina, mynda og
auglýsinga.