Morgunblaðið - 20.07.1975, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.07.1975, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLl 1975 Starfsaðferðir Indiru Gandhi Hún bíður færis að höggva á hnútinn Zareer Masani, höfundur ný- legrar ævisögu Indiru Gandhi, forsætisráðherra Indlands, skrifaði fyrir skömmu grein I brezka blaðið OBSERVER, þar sem hann leitaðist við að svara þeirri spurningu, hvers vegna Indira hefði gripið til þess ráðs að setja herlög á Indlandi og fangelsa andstæðinga sfna. Sömu- leiðis tengir hann aðgerðir hennar nú við þær aðferðir, sem hún hefur áður beitt, þegar hún hefur verið í vanda stödd, — og sýnir fram á, að þær hafi yfirleitt farið eftir ákveðnu mynstri. Þær hafa, að hans mati, sýnt í senn gagngera stjórnmálaþekkingu og hárffna tilfinningu fyrir því, hvenær tfmi sé til kominn að láta til skarar skrfða — og þannig jafnan orðið dramatfskar og kom- ið andstæðingunum að óvörum. Masani segir, að á valdaferli Indiru hafi sýnt sig ítrekað að fyrstu viðbrögð hennar við vanda- málum séu væg og varkár, stundum jafnvel svo, að út á við hafi virzt, sem hún ætlaði að gef- ast upp fyrir þeim þegar í stað. Reynslan sýni hins vegar, að því > fari fjarri — hún taki sér einung- is tima til að fylkja liði sínu — og þegar andstæðingar hennar haldi, að þeir hafi náð undirtökunum, höggvi hún jafnan á hnútinn hart og ákveðið. Þessi vinnubrögð hafa reynst henni vel til þessa að minnsta kosti, meðal annars vegna þess, að hún hefur jafnan komið á óvart, þegar mikið hefur legið við. Hugrekki hennar og eitilharka hafa verið eins og sverð, sem hún dregur skyndilega undan sakleysislegum og kvenleg- um saribúningi sínum og bregður af fullkomnu vægðarleysi. Þær ráðstafanir hennar á dögunum að fangelsa bókstaflega alla forystumenn andstæðinga sinna, bæði úr eigin flokki og öðrum samtökum, eiga sér enga fuilkomna hliðstæðu í sögu Ind- lands sem sjálfstæðs ríkis- en næst þeim komast handtökur rót- tækra kommúnistaleiðtoga árið 1962, þegar Kina og Indland áttu í styrjöld — og handtaka verka- lýðsforingja í járnbrautar verk- fallinu I maí 1974. Og ritskoðun hefur aldrei fyrr verið komið á í Indlandi, jafnvel ekki í styrjöld- inni við Kína. Masani bendir á, að enda þótt Vesturlandabúum bregði meira við herlagasetningu Indiru Gandhi og fangelsanirnar nú heldur en fyrri ráðstafanir hennar — vegna viðkvæmnislegr- — þegar andstæðingarnir telja sig hafa tögl og hagldir Mynd þessi var tekin af Indiru Gandhi í Nýju Delhi fyrir nokkrum dögum er hún ræddi þar við nokkra ritstjóra um ástand málanna. ar trúar þeirra á indverskt lýð- ræði, eins og hann kemst að orði — séu þær í rauninni ekki svo óvæntar eða undarlegar, sé litið á aðdraganda þeirra og nánasta um- hverfi Indlands, til dæmis Pakist- an, Bangladesh og Sri Lanka, þar sem þau Butto, Mujibur og frú Bandaranaika ríkja með harðri hendi. Masani minnir á, að Indira Gandhi vár upphaflega kosin for- sætisráðherra (í febrúar 1966) til þess að verða eins konar skraut- fjöður í hatti Kongressflokksins og að forystumenn hans voru þess fullvissir, að þeir gætu stjórnað henni að vild. Hún sýndi það fyrst svo um munaði árið 1969, að þeir hefðu reiknað það dæmi skakkt — er henni tókst á síðustu stundu að koma í veg fyrir kosningu for- seta, er henni var andvígur — og lét síðan kné fylgja kviði með þvi að losa sig við Morari Desai, íhaldssaman, aldraðan varafor- sætisráðherra sinn og þjóðnýta fjórtán helztu banka landsins. Hún kom sem sigurvegari út úr klofningi flokksins og kosning- arnar 1971, þar sem hún hlaut meira atkvæðafylgi en faðir hennar hafði nokkru sinni notið, sýndu svo ekki varð um villzt, að henni hafði tekizt að sannfæra hinn fátæka og ómenntaða fjölda Indlands um, að hún stefndi að því að bæta lífskjör hans. Næsti stóri prófsteinninn á stjórnmálakænsku Indiru var Bangladesh-málið. Sem fyrr fór hún sér hægt í upphafi — og í níu mánuði stóð hún gegn kröfum landsmanna sinna og stuðn- ingsmanna um að senda indverskt herlið til Bangladesh. Það var ekki fyrr en í desember 1971, þegar hryðjuverk Pakistana i Bangladesh höfðu magnað andúð almenningsálitsins í heiminum gegn þeim, að hún lét til skarar skríða. Áður hafði hún tryggt sér aðstoð Sovétmanna og stutt skæruhernað gegn Pakistönum í Bangladesh til að lama bardaga- hæfni þeirra. Sfðan sveiflaði hún sverði sínu með leifturhraða og stríðið var unnið. Sigurinn í Pakistan jók álit Indiru Gandhi geysilega heima fyrir — jaðraði við dýrkun á henni eftir þetta, henni var líkt við Durga, stríðsgyðju Hindúa og eftir fylkiskosningarnar 1972 þar sem Kongressflokkurinn vann víðast hvar mjög á, skipaði hún ráðherraembætti hinna ýmsu fylkja eftir eigin geðþótta. Hún hafði alger undirtök í stjórn landsins, flokknum og fylgi yfir- gnæfandi meirihluta þjóðarinnar. En það gekk hægt að ráða bót á erfiðleikum lands og þjóðar og almenningi tók að lengja eftir uppfyllingu þeirra kosningalof- orða Indiru Gandhi að losa þjóðina undan fátækt. 1 stjórn- málum landsins og stjórnsýslu varð ekkert Iát á spillingu og annarri óáran. Tveimur árum eftir hinn glæsilega kosningasig- ur stóð Indira frammi fyrir meiri háttar hættu. Hin gamla kempa Jayaprakash Narayan hafði risið upp gegn henni, fyrst og fremst á grundvelli stjórnleysis og spill- ingar f stjórnkerfinu — og það varð fljótt ljóst, að þessi barátta hans átti sér sterkan hljómgrunn meðal fólksins. Efnahagssérfræðingar höfðu um árabil bent á, að óhugsandi væri að vinna bug á sívaxandi verðbólgu í Iandinu — sem hafði tekið stórt stökk fram á við með Bangladesh-styrjöldinni — nema með mjög ströngum efna- hagsráðstöfunum og óvægilegum aðgerðum til að binda enda á svartamarkaðsbrask, hamstur og ólöglega birgðasöfnun landbúnaðarins og verzlunar- stéttanna, jafnframt því sem nauðsyn bæri tii að koma á öflugu opinberu dreifingarkerfi fyrir lífsnauðsynjar handa landsmönn- um en helmingur Indverja býr Framtíð Indlands og Indiru ko umbótaáætlunarinna ÞÁ skoðun má vfða sjá f skrifum vestrænna fréttamanna frá Ind- landi, að mestu skipti um þróun stjórnarfars þar f framtfðinni hversu til takist um framkvæmd þeirrar nýju umbótaáætlunar f félags- og efnahagsmálum, sem Indira Gandhi lagði fram laust eftir sfðustu mánaðamót. 1 þess- ari áætlun var lögð megináherzla á umbætur á kjörum verkafólks í iandbúnaðinum, (niðurfellingu skulda og átthagafjötra fátækl- inga, skiptingu ónýttra stórjarða, umbætur f húsnæðismálum, áveituframkvæmdir o.s.frv.) en einnig boðaðar geysiharðar refsi- aðgerðir gegn hvers konar ólög- legri fjármálastarfsemi og auð- söfnun, svo sem jarðabraski, svartamarkaðsbraski og smygli. Af skrifum fréttamanna má ráða, að í þessum nýju áætlunum Indiru Gandhi sé fátt eitt, sem ekki hafi komið fram áður en spurningin virðist nú, hvort aukin völd geri henni fært, að framkvæma þessar umbætur. Bent er á, að áætlanir hennaf séu ekki ýkja róttækar, enda stefni Indira ekki að neinni umbyltingu þjóðfélagsins, þar eð hún ætti þá á hættu að fá miðstéttirnar og herinn upp á móti sér, — en þar með væri grundvellinum kippt undan herlagasetningunni 26. júnf sl. Fréttamenn benda á, að það sem fyrst og fremst vaki fyrir Indiru Gandhi sé að gera ind- verskt þjóðfélag sterkara, auð- ugra og áhrifameira án meiri háttar umróts hinna sterku hefða f landinu. Eftir herlagasetninguna hefur allt verið með kyrrum kjörum í landinu. Framkvæmd herlaganna hefur fyrst og fremst verið fólgin í ritskoðun, umfangsmiklum handtökum andstæðinga stjórn- arinnar til hægri og vinstri — fjöldi fangelsaðra skiptir nú þús- undum — og banni við starfsemi ýmissa stjórnmálasamtaka — er talið, að 26 samtök hafi verið bönnuð. I fyrsta sinn frá því Indland varð sjálfstætt ríki hefur verið komið þar á ritskoðun — og regl- urnar þar um eru býsna stranear. Leyfið mér að gera fullkomlega Ijóst, að ég er enginn svindlari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.