Morgunblaðið - 20.07.1975, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLl 1975
t TRYGGVI ÞORSTEINSSON, skólastjóri, Hrafnagilsstræti 25, Akureyri, er lézt 1 6. júlf, verður jarðsettur frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 22. júlt kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjálparsveit skáta, Akureyri. Rakel Þórarinsdóttir.
t Faðir minn SNÆBJÖRN KALDALÓNS Kleppsvegi 44 verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 21. júlt kf. 3 e.h. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans er bent á Itknarstofnanir. Ester Kaldalóns.
t KRISTÍN JÓNSDÓTTIR frá Litlabotni, Hvalfirði. verður jarðsungin frá Akraneskirkju þriðjudaginn 22. júlt kl. 2 e.h. Börn, tengdabörn og barnabörn.
t Móðir mín og tengdamóðir JÓHANNA SVEINBJÖRNSDÓTTIR. Sólvöllum 11, Akureyri, verður jarðsungin mánudaginn 21. þ.m. kl. 2 e.h. frá Akureyrarkirkju. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeir, sem vildu minnast hinnar látnu, láti Itknarstofnanir njóta þess. Sigrún Sigurðardóttir Flensmark, Steen Flensmark.
Útför eiginmanns mtns og föður"^^ EYJÓLFS STEFÁNSSONAR Bólstaðarhlíð 9 fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 21. þ.m. kl. 1.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Þeim, er vildu minnast hans er bent á að láta Itknarstofnanir njóta þess. Helga Jacobsen Ólafur Eyjólfsson.
t Jarðarför ÞÓRDÍSAR SVEINSDÓTTUR frá Eskiholti ferframfrá Fossvogskirkju miðvikudaginn 23. þ.m. kl. 3 e.h. Anna Sveinsdóttir og systkini.
t Jarðarför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ELÍNAR EGGERTSDÓTTUR, Skúlagötu 68, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 23. júlf kl. 10.30. FriBrik Guðmundsson, Svanhildur Friðriksdóttir, Öm Friðriksson, Unnur Guðmundsdóttir. og bamabörn.
t Jarðarför konu minnar og móður okkar. GUÐRÚNAR PÉTURSDÓTTUR Hólmgarði 46, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 22. júli n.k. kl. 10.30. Blóm vinsamlegast afbeðin. Gunnar Eysteinsson og börn.
t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi ERLINGUR ÞORKELSSON vélstjóri Hringbraut 79, Reykjavfk sem lést 15. júlí siðastliðinn verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 22. júlt kl. 1 3,30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Itknarstofnanir. Krstfn Kristvarðsdóttir Agnar Erlingsson EKn Erlingsson Þorkell Erlingsson Margrét Sæmundsdóttir Ólafur Erlingsson Anna Arnbjarnardóttir Kristinn Á. Erlingsson Sölvi Aasgaard og barnabörn.
Minning:
Snœbjörn Kalda-
lóns lyfjafrœðingur
Skammdegið grúfði yfir, lamaði
allt og hafði drepið í dróma öll
lífgrös, sem vorsólin hafði vakið
og sumarið þroskað. öll tilvera
manna byggðist á von um, að það
voraði að nýju. — í nóvember
1909 var ungum læknishjónum í
Reykjavik falið það hlutverk að
fara til Hólmavíkur og annast erf-
itt læknishérað. Áhyggjur fylgdu
þeirri ferð, þvf að þau áttu von á
sínu fyrsta barni, og beyki-
skógar biðu þeirra ekki norður
þar.
En þau voru studd von um, að
þeim tækist að sigrast á öllum
erfiðleikum, og trú þeirra, studd
kærleika hvor til annars, gaf þeim
þrek og sameinaði þau f þeim
ásetningi að hjálpa meðbræðrum
sínum og vernda það lff, sem þau
áttu í vændum. Og þeim fæddist
fallegur sonur þann 21. febr.
1910. Það má hafa verið mikil
þrekraun ungri, danskri hjúkrun-
arkonu að ala barn sitt þar, við
þau frumstæðu skilyrði sem þá
buðust ein úti á landsbyggðinni.
Hólmavík hvíldi undir fannbreið-
unni. I litla húsi læknishjónanna,
með torfveggjum í eldhúsi, var
hvorki hátt til lofts né vítt til
veggja, en þar ríkti samhugur
þeirra, sem sameinazt höfðu í ást,
þrátt fyrir miklar andstæður.
Hún áræðin, þróttmikil og glað-
vær, hann dreyminn og stundum
fjarlægur f sínum tónaheimi, en
þó alltaf viðbúinn, er skyldan
kailaði. Og nú kom sér vel þekk-
ing þeirra og sá eiginleiki hjúkr-
unarkonunnar að gera mikið úr
litlu, og jafnvel lfkja eftir því,
sem hún var vön frá sfnu frjó-
sama ættlandi, þótt hún hefði nær
ekkert til þess. Og vonin brást
ekki, vorsólin kom og þýddi
klakabrynjuna. Þá var haldið af
stað með soninn unga, umvafinn
kærleika, til annars afskekkts
læknishéraðs, til Ármúla við ísa-
fjarðardjúp. Þar beið þeirra 11
ára starf, sem átti eftir að bera
mikinn ávöxt. Á þessu heimili ást-
ríkis og gestrisni, sem ætfð var
mettað töfratónum listamannsins,
ólst Snæbjörn Kaldalóns, mágur
minn, upp. Nú, er ég kveð hann,
hefur mér verið efst f huga æsku-
heimili hans, því þau 31 ár, sem
ég hefi þekkt hann, hefur mér
alltaf fundizt hann vera heillaður
af minningum frá þeim tfma,
minningum um glaðan systkina-
hóp, komur gesta, sjúkra sem
heilbrigðra, samofnum úrræðum
móður sinnar og tilurð margra
þeirra tónverka, sem þjóðin þekk-
ir bezt, og sem hann var bergnum-
inn af til hinztu stundar. Snæ-
björn var glæsilegur maður, fékk
góða menntun sem lyfjafræðing-
ur og vann störf sfn af skyldu-
rækni og mikilli snyrtimennsku
meðan heilsan leyfði. Hann eign-
aðist 2 glæsilegar dætur með
fyrstu konu sinni og kom þeim til
góðs þroska. En lífið varð honum
á margan hátt mótdrægt. Hann
missti heilsuna fyrir 5 árum, þá
orðinn ekkjumaður og varð að
heyja stríð sitt að mestu leyti ó
studdur, einn þeirra sem fékk að
reyna það hve veiferðarþjóðfélag-
ið á ennþá mikið ólært i því að
hjálpa meðbróður í raun. En allt-
af var hann sama prúðmennið,
þakklátur og bar ekki kala tii
nokkurs manns. Seinustu árin
eyddi hann öllum kröftum sínum
í það að búa til prentunar þau lög
föður sfns, sem ekki höfðu ennþá
verið gefin út. Á því sviði hefur
hann unni* mikið og þarft verk.
Að sfðustu var hann orðinn það
sjúkur, að fokið var í flest skjól.
En þá kom vonin, sú von sem veit
að lffgrösin vakna að nýju. Og nú
bið ég þess, að sá kærleikur,
studdur þeirri trú, sem mætti
honum við fyrstu handtök móður
hans, leiði hann til þess lífs, sem
við öll þráum.
Blessuð sé minning hans.
Jón Gunnlaugsson.
Þeir hverfa nú óðum af sjónar-
sviðinu frumherjarnir í höfunda-
réttarbaráttunni hér á landi, sem
hófst með inngöngu íslands f
Bernarsambandið árið 1947 og
stofnun STEFS, sambands tón-
skálda og eigenda flutningsréttar,
ári síðar.
Einn þeirra manna, sem hér
lögðu hönd að verki, var Snæ-
björn Kaldalóns, Jyfjafræðingur,
sem andaðist 12. júlf s.l.
Snæbjörn heitinn tók sæti sem
fulltrúi rétthafa utan Tónskálda-
félags Islands f fyrstu
STEF-stjórn, sem kjörin var eftir
að sambandið hafði verið löggilt
af menntamálaráðuneytinu í
febrúar-mánuði 1949, en fram að
þeim tíma hafði bráðabirgða-
stjórn undir forystu Jóns Leifs
stýrt félaginu, fyrst skipuð full-
trúum Tónskáldafélagsins ein-
göngu en sfðar einnig af stjórnar-
mönnum skipuðum af ráðuneyti.
I stjórninni sat Snæbjörn sfðan
óslitið allt til dauðadags.
Ekki þarf að taka það fram, að á
þessum frumbýlingsárum STEFs,
þegar góðborgararnir litu á fyrir-
tæki þetta sem hreina hugaróra,
var því ómetanlegur fengur að
liðveizlu Snæbjarnar Kaldalóns
og þeim miklu réttindum sem þau
Kaldalónssystkinin, Selma, Þórð-
ur og Snæbjörn, veittu félaginu
umboð til að fara með.
Snæbjörn heitinn Kaldalóns
var fæddur á Hólmavik 21.
febrúar 1910. Hann var sonur
hjónanna Sigvalda Kaldalóns,
eins ástsælasta tónskálds þjóðar-
innar, og konu hans danskrar
ættar, frú Karenar Margrethe
Mengel-Thomsen. Eins og kunn-
ugt er flutti Kaldalóns-
fjölskyldan síðan að Arn?úla við
Kaldalón í ísafjarðardjúpi og er
Kaidalónsiiafnið þaðan runnið.
Um tíma var Sigvaldi Kaldalóns
læknir f Flatey á Breiðarfirði,
sem þá var ein mesta athafna og
menningarstöð landsins, og eig-
um við Breiðfirðingarnir, sem þá
vorum að vaxa úr grasi, ýmsar
glæstar minningar frá veru tón-
skáldsins og fjölskyldu hans þar.
Snæbjörn heitinn var settur til
mennta, lærði lyfjafræði f Kaup-
mannahöfn, starfaði sfðan sem
lyfjafræðingur hér í Reykjavík og
síðar sem lyfsali á Siglufirði. Loks
vann hann hjá Skipaútgerð rfkis-
ins meðan heilsa og þrek entust.
Kynni okkar Snæbjarnar
hófust á árinu 1950, er ég tók að
vinna fyrir STEF, fyrst sem lög-
fræðingur og síðan einnig s^n
stjórnarmaður f félaginu. Sam-
starf okkar Snæbjarnar hefir því
staðið samfleytt f aldarfjórðung
og varð einkar náið síðustu árin
eftir að ég tók við framkvæmdar-
stjórn félagsins að Jóni Leifs
látnum.
Snæbjörn Kaldalóns var
aristókratískt glæsimenni að
vallarsýn og prúðmenni umfram
flesta aðra. Hann var vel greindur
maður og athugull og kom það þvf
gjarnan í hans hlut að draga úr
ferðinni, þegar „fdealistarnir“ og
ákafamennirnir f Stef-stjórninni
vildu fara of geyst í sakirnar að
hans dómi. Hann var einkar
glöggur á fjármál og varfærinn f
þeim efnum, en þó stórhuga, þeg-
ar það átti við. Þannig var hann
einn þeirra, sem mjög hvatti til
þess að STEF keypti eigið hús-
næði, en það mál hefir nú leystst
á hinn farsælasta hátt.
Þótt höfundaréttur og
STEF-mál væru hinum látna vini
mfnum einkum hugleikin, var þó
eitt mál, sem tók hug hans öðru
fremur. Minnist ég þess varla að
hafa nokkurn tíma hitt hann að
máli án þess það hugðarefni hans
bæri á góma. Hér á ég við starf
hans að því að varðveita og koma
á framfæri við almenning verkum
Sonur okkar og bróðir
BJARNI JÓHANN ÓSKARSSON,
Leifsgötu 21.
verður jarðsunginn frá Hallgrtmskirkju mánudaginn 21. júll kl. 3.
Sigurjóna Marteinsdóttir, Óskar Bjarnason,
Karitas Óskarsdóttir, Svanborg Óskarsdóttir,
Þórir Óskarsson og systkinabörn.
t
Þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
JÓHANNESARJÓNSSONAR,
trósmiBs
Elliheimilinu Grund.
Fyrir hönd vandamanna
Olga Gilsdóttir,
Kristbjörg Jónsdóttir
t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og
útfarar bróður okkar.
ÞORLEIFS JÓNSSONAR
stýrimanns.
Laugarnesvegi 57.
Kristjana Jónsdóttir, Kristfn Jónsdóttir,
Ásgeir Jónsson, Þórir Jónsson,
Lárus Jónsson, Sigurður Jónsson
t
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför
MARÍU ÁRNADÓTTUR
Garðabraut 45.
Akranesi.
Gunnlaugur Magnússon,
börn, tengdabörn, barnabörn
og aðrir vandamenn.