Morgunblaðið - 20.07.1975, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.07.1975, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLl 1975 45 ELVAKAINIDI I I Petta gerðist líka... Velvakandi svarar í síma 1 O-IOO kl. 1 0.30 — 11.30, frá mánudegi til föstudags. 0 Óþarfa afskipti lögreglu af veitingahús- gestum Velvakandi hefur nokkur und- anfarin ár orðið var við það á veitingahúsum borgarinnar að ó- einkennisklæddir lögreglumenn hafa haft afskipti af þeim mönn- um sem þótt hafa amerikanalegir útlits og krafizt þess að þeir sönn- uðu þjóðerni sitt með því að mæla nokkur vel valin orð á móðurmál- inu. Er hér vafalaust um að ræða nauðsynlegt eftirlit með því að varnarliðsmenn af Keflavikur- flugvelli geri ekki of víðreist í skemmtanaleit sinni, en þeim sem fyrir þessu ónæði verða af völd- um löggæzlunnar fyrir þær sakir einar að útlit, klipping eða klæðn- aður þyki kanalegt er nú farið að þykja nóg um. Flestum þykir nóg á sig lagt að þurfa að hlýða á hávaða og drykkjuraus veitinga- húsgesta með tilheyrandi hrind- ingum og handasveiflum þótt amerfsk og innlend lögregla bæti þar ekki við með óþarfa afskipta- semi. 0 Sósukönnur fjarlægðar Fyrir um það bil ári benti Vel- vakandi á það hve svonefndir blómsturpottar á tröppum Há- skólans spilltu útliti þeirra stll- hreinu trappa og þar með öllum höfuðinngangi Éláskólans. Nú hafa þessar heljarmiklu sósu- könnur verið fjarlægðar og er.það virðingar- og þakkarvert. Reyk- víkingar og aðrir landsmenn geta nú virt fyrir sér þessar tröppur eins og þær njóta sín bezt. • Minnimáttar- kennd gagnvart útlendingum Landlæg er sú minnimáttar- kennd gagnvart útlendingum sem kemur fram í því að menn hafa allt á hornum sér I sambandi við hingaðkomur erlends fólks og telja það öllu spilla í byggðum og óbyggðum. Auðvitað eru minni- máttar tilfinningar þess fólks, sem áhyggjur af umgengni og klæðaburði erlendra manna þjaka, allrar samúðar verðar eins og aðrir kvillar. Velvakandi telur dómara og f hvert sinn nieð tösku sfna úttroðna af aðskiljanlegum skjölum og gögnum. Og við hverja yfirheyrslu kom nýft fram f dagsljósið sem gaf tilefni til deilna og brætu. Miehoux horaðist æ meira og varð enn gulari í andliti og sjúk- legri, en hann gafst ekki upp. — Leyfist manní sem S aðeins þrjá mánuðí eftir ólifaða ... Þetta var eftirlætisslagorð hans. Hann varði sig með kjafti og klóm og fann upp á nýjum og nýjum brellum. Hver lögfræðing- urinn tók víð af öðrum til að verja hann. Að lokum var dömur upp kveð- inn. Hann fékk tuttugu ára þræik- unarvlnnu. í IIÁLFT AR VON- AÐIST HANN EFTIR NAÐUN EN VARÐ EKKI AO ÖSK SINNI. A mynd sem var birt fyrir mán- uði í blaði sést hann magur og gulur og skakknefja rogast með sekk á bakinu og fangamekri á sér um borð í Ile de Ré á La Martínere sem siglir 180 refsi- föngum til Cayenne. Frú Miehoux fékk þriggja mán- aða fangelsí og hefur úti ÖII brögð til að fá áhrifamenn f París á sitt band. Hún telur vfst að málið verði tekið upp að nýju. Hún hef- ur þegar fengið tvö blöð til að skrifa jákvætt um mál sitt. Leon Le Guerec veiðir sfld f Norðursjónum um boð f La Fran- cette og konan hans á von á fyrsta barní þeirra. SÖGULOK. þetta atriði og jafnframt benda á það merka framtak sem einmitt útlendingar hafa frumkvæði að f sambandi við mælingar torfbæja hér á landi. Undanfarin sumur hefur hópur danskra og fslenzkra stúdenta, sem leggja stund á þá fögru listgrein arkitektúr, tekið sig saman og gert út leiðangra með ærnum kostnaði til að mæla og teikna upp torfbæi og aðrar byggingar sem margar hverjar eru að falli komnar, vegna þess að Islendingar sjálfir hafa ekki druslazt til að halda þeim við eða þá ekki haft á þeim áhuga. Er hér um að ræða merkt framtak Dana og leiðangrar þeirra allra góðra gjalda verðir og mætti raunar styrkja þessa st^rfsemi meir en gert hefur verið. Mælingar þessar voru gerðar f Skagafirði í sumar og er það Skagfirðingum til hróss hve þeir voru leiðangursmönnum innan handar og hjálplegir. Þess- um hópum mun hafa verið vel tekið áður annars staðar á land- inu og er gott til þess að vita að sú hrokablandna minnimáttarkennd gagnvart útlendingum, sem hér hefur verið gerð að umtalsefni, hefur enn ekki fest rætur í öllum héruðum landsins. 0 Um vegmerkingar Maður nokkur hafði samband við Velvakanda og kvartaði und- an því að Vegagerðin merkti of seint á vegum úti hvar menn þyrftu að leggja lykkju á leið sína, og átti með þvf við að mönn- um gæfist ekki tími til að skipu- leggja nýja aksturleið áður en að einhverjum vegaframkvæmdum eða öðrum tálmunum kæmi. Vel- vakandi tekur undir þessi orð en vill í leiðinni þakka Vegagerðinni fyrir það sem vel hefur verið gert í sambandi við vegmerkingar á síðustu árum. Tfmi var svo sann- arlega kominn tii þess að menn gætu ekið um landið á helztu veg- um án stöðugrar áhyggju af þvi hvar þeir væru staddir. Að vfsu má segja að vegvísirinn við gatna- mót Vesturlandsvegar og Höfða- bakka sé fullsmár og hafa margir orðið til þess að benda lesa á það skilti þegar menn aka á eðlile^ri ferð upp Ártúnsbrekk- una. % Nöldrað um nöldurdálka Svokallaðir nöldurdálkar í dag- blöðunum verða gjarnan efnis- þunnir þegar sumarfrf standa sem hæst hjá bæjarbúum en bjargræðistíminn hjá fbúum sveitanna. Velvakandi þarf þó sízt að kvarta undan bréfaskorti, en þó er það svo að þættinum berst jafnan ýmislegt efni sem af ýms- um orsökum er ekki birtingar- hæft. Nægir þar að nefna ýmsan þvætting sem óábyrgir ölkneyfar- ar setja saman sjálfum sér til af- þreyingar og telja eiga erindi til almennings meðan þeir eru f vímu ástandi. Flestir þeirra mundu þó tæplega láta sér detta til hugar að skrifa dagblöðum við eðlilegar að- stæður og sjá eftir öllu saman. Fyrir nokkrum árum komst það I tfzku meðal menntaskólanema að semja bréf og senda til dagblaða um ýmis deilumál sem voru ofar- lega á baugi og undirrita þau síð- an með nöfnum manna sem ekki voru til. Urðu skrif þessi oft hin líflegustu þótt ekki sé Velvakandi að hvetja til slikra blekkinga á nýjan leik. Enda er ætfð nóg af deilumálum sem hvetja menn til skrifta. Lítur t.d. nú svo út sem hundadeilan fái byr undir báða vængi að birtri tilkynningu lög- reglustjóra um hert eftirlit með hundahaldi. Annars virðist vera full ástæða til að efna til um- ræðna um öll þau árans tilgangs- lausu boð og bönn sem rigkefla og hefta athafnafrelsi manna til al- gerlega persónulegra athafna. Er vonandi að einhverjir verði til og sendi Velvakanda tilskrif um t.d. hundabannið, bjórbannið, lokun- artíma sölubúða, lokunartfma veitingahúsa, að ekki sé minnzt á hin fáránlegu höft sem gilda í sambandi við gjaldeyrisúthlutan- ir vegna. persónulegra þarfa manna og utanfara. Engu er lík- ara en þjóðin sé hrædd við sjálfa sig og telji sig bezt komna reyrða f höft og bönn. HOGNI HREKKVISI Enga ölmusu! Bakvið múrana Eitt lifseigasta „neSanjarðarrit" Sovétrikjanna, sem barst í hendur vestrænna fréttamanna snemma i þessum mánuði, sakar sovésk yfirvöld um að beita svokallaða andófsmenn likamlegu ofbeldi á stundum og jafnvel beinum pyndingum, til þess að þvinga þá til þess að játa á sig þær sakir, sem á þá eru bornar, eftir að þeir hafa verið handteknir. I ritinu er einkum talað um „yfirheyrslufangelsi" i þessu sambandi: þar kváðu vera mest brögð að því að þessum aðferðum sé beitt; þó ekki I þeim öllum. Fangar, sem njóta þá sérstakra hlunninda fyrir „starf" sitt, eru látnir taka ósamvinnuþýða pólitiska fanga „til meðferðar", og hefst sá leikur þá venjulega með hrottalegri barsmið, að sagt er i ritinu. Það flytur vitnisburð nafngreinds manns, sem staðhæfir að klefafélagi hans hafi lamið hann í öngvit, og sá hinn sami á meira að segja að hafa gengið að öðrum fanga dauðum með samskonar misþyrmingum. — Umrætt „neðanjarðarrit" hóf göngu sína fyrir átta árum. Lögreglunni tókst siðan að stöðva útgáfu þess i þrjú ár, en i mai i fyrra byrjaði það að koma út á nýjan leik. Það gengur á milli manna á laun, og sama eintakið fer þvi um margar hendur. Kissinger, góðan dag! Menn henda gaman að þvi I Wash- ington, að igögnum um símahleranir sem bandariska alrikislögreglan hef- ur neyðst til að gera opinber, kemur það m.a. fram, að þegar Kissinger utanrikisráðherra óskaði eftir þvi fyr- ir nokkrum árum, að heimasimi ná- ins samstarfsmanns hans yrði hler- aður, þá tók lögreglan þá ósk hans svo bókstaflega, að hún sendi ráð- herranum meira að segja nákvæmar skýrslur — um hans eigin samtöl við manninn! Útdrátturinn úr einu þess- ara samtala er upp á fjórar vélritaðar siður, og þar er Kissinger raunar að hlaða lofi á þann grunaða og að grátbæna hann að falla frá þeirri ákvörðun sinni að segja upp starfi! Hvað öðru verra Amin Ugandaforseta hefur ekki einungis tekist að gera sjálfan sig og þjóð sina að alþjóðaundri, heldur virðist hann líka á góðri leið með að gera landið gjaldþrota. Þannig upplýsir fjármálaráðherrann hans, að síðan Amin rauk til og gerði alla Ugandamenn af indverskum ættum landræka, hafi sykuruppskeran, sem fram að þeim tlma nam 140.000 tonnum á ári, minnkað um þrjá fjórðu. Þá hefur vefnaðarvörufram- leiðslan dregist saman um helming, og stafar það einkanlega af þvi, að fagmennirnir i þessari iðngrein hafa einfaldlega flúið úr landi. Allt hefur þetta að sjálfsögðu stórlega aukið á efnahagsvanda Ugandamanna, en framfærsluvisitalan hjá þeim jókst um allt að því 66% á siðastliðnu ári. Olía á eld Átökin á Norður-írlandi þykja með mörgu öðru hafa leitt i Ijós, að það geti verið eins og að hella oliu á eld að senda lögreglukonur eða kvenhermenn á vettvang. þegar kynsystur þeirra standa að óspektum. Kvenfólk í vigahug virðist semsagt fremur taka söns- um ef karlmenn eru gerðir út til að stugga við þvi. Á hinn bóginn þykir reynslan hafa sannað, að þegar irskir karlmenn efna til uppþota, þá sé stundum auðveldara að hafa hemil á þeim, ef þeir sjái einkennisklæddar konur saman við i sveitun- um, sem eiga að skakka leikinn. Hinir ofstækis- fyllstu meðal íranna láta sig þó litlu skipta af hvoru kyninu yfirvaldið er, enda eru konur í breska hernum, sem sendar eru til Norður-frlands, skikkaðar til þess að fara eftir sömu öryggisreglum og karldátarnir Utan herbúðanna bera þær til dæmis skotheld vesti yfir einkennisbún- ingi slnum eins og karlmennirnir, eins og sést hér á myndinni. Hún var tekin I Belfast fyrir skemmstu, og eru bresku herkonurnar til vinstri við hermanninn, en þær I svarta einkennisbúningnum eru aftur á móti norður-lrskar lögreglukonur. Hæ gaman! Lögbrjótur! Saksóknarinn I Alabama I Bandarlkjunum hefur nú loksins tekið fram fyrir hendurnar á bæjarstjórninni I þorpinu Fruithurst á þessum slóðum, sem hafði gert það að „sérgrein" sinni að láta alla fjóra lögregluþjóna þorspins sitja fyrir ökumönnum, sem þurftu um þjóðveginn þama I grenndinni, handtaka þá fyrir of hraðan akstur og krefja þá slðan um sekt, sem rann beint I bæjarsjóð þeirra þorpsbúa. Það kvað orðið svo rammt að þessu, að tekjur þorpsins af þessari framtakssemi lögregl- unnar kváðu hafa numið 200.0000 dollurum á síðastliðnu ári. Lög- reglumennirnir vöktuðu raunar hinn gjöfula þjóðveg dag og nótt, og svo var dómari hafður til taks allan sólarhringinn! En nú hefur lögregluþjónunum öllum með tölu verið sagt upp starfi og þorpsfeðurn ir mega finna sér nýja tekjulind. G&P S\G£A V//GGA í 1/LVERAM V£%/ tK fat\WLl6f\ NÝ $L\9/L MB9XLJ NÓ ?/lUSNA\?/.E6 OG W£/W\ bNÚO MÓN 'ÖI6GA VA9N/\ m VÍI6 A9 SWR5A WvoKr Vú \IILQl9 LMN WBtmi WWr vímw &

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.