Morgunblaðið - 20.07.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLl 1975
27
LÍTILSHÁTTAR UMBÆTUR
— EN EKKINYTT
TÍMABIL FRJÁLSRÆÐIS
Þegar þíðan í samskiptum
stórveldanna komst í fyrir-
sagnir dagblaðanna fyrir
þremur árum voru margir á
Vesturlöndum, og nokkrir í
Sovétríkjunum, þeirrar
skoðunar að nýtt tímabil væri
hafið í samskiptum austurs
og vesturs, sem myndi opna
sovézkt þjóðfélag og leiða til
frjálslegri samfélagshátta á
mörgum sviðum.
Nú er hins vegar Ijóst, að
sovézka stjórnin hefur
með sívaxandi sjálfstrausti
og hentistefnu fundið leið til
þess að komast að hag-
kvæmum samskiptum við
Vesturlönd á sviði utanríkis-
og efnahagsmála án þess að
þurfa í staðinn að slaka til
heima fyrir.
Valdhafarnir, undir forystu
Leonid I. Brezhnevs, hafa
sýnt fram á að þeir eru stað-
ráðnir í að láta það ekki
endurtaka sig sem gerðist
fyrir meira en tíu árum, á
valdatima Nikita S.
Khrushchevs, þegar vinsam-
leg samskipti við Vesturlönd
ollu ólgu heima fyrir.
Kreml hefur sýnt kænsku
og gert nokkrar tilslakanir, til
dæmis í sambandi við að
leyfa Gyðingum að flytjast úr
landi og meðferð nokkurra
heimsfrægra manna, sem
eru óánægðir. En þetta hafa
verið minniháttar eftirgjafir
og ekki haft áhrif á þær
reglur, sem ríkja heima fyrir.
Þetta voru ekki umbætur
sem boðuðu nýtt tímabil
frjálsræðis.
Sovétríkin hafa flutt inn
margra milljarða virði af vest-
rænni tækniþekkingu keypt
milljónir tonna af korni og
komizt yfir tölvur og jafnvel
heilar verksmiðjur án þess að
splundra eða gera verulegar
breytingar á efnahagsráð-
stöfunum og jafnvel án þess
að breyta að nokkru marki
þeirri leynd, sem hvílir yfir
milliríkjavíðskiptum þeirra.
Þau eru hætt að trufla út-
sendingar vestrænna út-
varpsstöðva en hafa nægi-
lega umsjón með þeim
heima fyrir til þess að koma í
veg fyrir að spilling frjálsra
hugsana valdi nýrri sköpun-
arþrá meðal menntamanna,
sem flestir hafa meiri áhuga
á nýjustu tízku Vesturlanda
en skoðanamuni manna á
milli.
Ritskoðun er enn ströng.
Útlendingar fá aðeins að um-
gangast fáa útvalda fyrir
utan þá, sem þeir hitta stutt-
lega af tilviljun.
Höft eru grýla, sem allir
muna nema nökkrir
óánægjumenn, sem ekki
hafa með sér nein samtök,
og þeir verða æ færri vegna
þess að þeir sem mest ber á
eru sendir i útlegð.
Jsreiir H ork Shtteg
•'3SN---A ■
Eftir
Hendrick Smith
Á efnahagssviðfrfu hefur
ríkisstjórnin smám saman
bætt lífskjörin og fullnægt
óskum hinna betur stæðu úr
hópi neytenda um einkábif-
reiðir, betra húsnæði og ytri
stöðutákn eins og til dæmis
fallegan umbúðapappír, síð-
buxur fyrir kvenfólk
háhælaða kuldaskó, gæludýr
og andlitslyftingu. Óskum
neytenda hefur hins vegar
verið haldið svo vel i
skefjum, að þær hafa ekki
áhrif á landvarnir og þunga-
iðnað sem alltaf hafa gengið
fyrir.
Sovézk efnahagsmál llða
enn fyrir lélega stjórn,
ódugnað, litla framleiðslu
lélega nýtni verksmiðja og
hægfara uppbyggingu. Á
þessum áratug hefur hag-
vöxturinn ekki orðið eins
mikill og leiðtogarnir eða
áætlanasérfræðingarnir
vildu. Á síðustu fjóruín árum
hefur vöxturinn þó verið
hægur og stöðugur og þolir
nú samanburð við hið
óstöðuga hagkerfi Vestur-
landa. Verðbólga, atvinnu-
leysi, gjaldeyrisvandræði og
orkukreppa Vesturlanda hafa
skyggt á hin stöðugu vanda-
mál Sovétrikjanna og valdið
því að okkur virðast Rússar
hafa minni áhyggjur af þeim.
Sovézka stjórnin hefur
forðazt að endurtaka háðs-
yrði Khrushchevs um að
kommúnismi myndi 'ganga
að kapítalismanum dauðum
og sömuleiðis hefur hún forð-
azt þá freistingu að skipa
vestrænum kommúnista-
flokkum að stofna til póli-
tískrar ringulreiðar í löndum
eins og Portúgal, Grikklandi,
Ítalíu og Frakklandi.
Ræður meðlimá „Pólit-
buro" nú i haust hafa hins
vegar bent til að ekki hafi
allir gefið upp vonina um að
kapítalisminn muni grafa
sjálfan sig.
Brezhnev hefur hins vegar
augljóslega sett sér- mun
mikilvægara takmark, að
nýta sem bezt bætt samskipti
við Vesturlönd í þeim tilgangi
að ná jafnræði við Bandaríkin
og útrýma hugmyndum
manna um Sovétríkin sem
vanþróað land.
Þiðan hefur haft áhrif á
aðeins takmarkaðan hluta
sovézkra borgara. Þeir sem
mest hafa hagnazt á henni
eru íbúar stórborganna, til
dæmis Moskvu, Leningrad
og Odessa, þar sem verzlað
er með gallabuxur,
vestrænar hljómplötur, raf-
magnstæki og aðrar mun-
aðarvörur.
Fyrir margar milljónir
bænda, sem búa í bjálka-
kofum við þrönga vegi mið-
rússnesku sléttunnar, hefur
þíðan haft lítil sem engin
áhrif. Þeir verða enn að
vinna erfiðisvinnu við frum-
stæð skilyrði, taka upp
kartöflur með höndunum og
bera vatnsfötur á herðum
sér. Þar sem þeir sitja á tré-
bekkjunum framan við hús
sín er umheimurinn þeim
eitthvað óviðkomandi.
(þýð J .ÞÞ.)
in til framkvæmda eigi slðar en
31. des. 1974.
Þar sem skemmra er milli Is-
lands og annarra landa en 400
sjómílur skal í samræmi við
alþjóðlegar venjur miða við mið-
linur milli landa.
Alþingi felur ríkisstjórninni að
leggja fyrir þingið frumvarp um
þær breytingar á lögum, sem
nauðsynlegar eru vegna útfærslu
i 200 sjómílur.
Alþingi leggur nú sem fyrr
áherzlu á nauðsyn þess að settar
séu strangar reglur um verndun
fiskistofna til þess að tryggja sem
bezt hagnýtingu þeirra og koma í
veg fyrir ofveiði og að þeim regl-
um verði fylgt eftir með festu.“
Af ýmsum ástæðum sem
flutningsmönnum voru óviðkom-
andi hefur útfærslan dregizt
nokkrum mánuðum lengur en
ráðgert var með þessari þings-
ályktunartillögu sjálfstæðis-
manna.
Morgunblaðið ræðir tillögu
þessa I forystugrein 24. okt. 1973
og vitnar þá ma. til ræðu Gunnars
Thoroddssens á Alþingi, þar sem
hann segir m.a., að mál hafi
þróazt þannig, að þau lönd, sem
vilja víðáttumikla landhelgi og
fylgja landgrunnsstefnunni eins
og við, „telja yfirleitt sigurvæn-
legast að fylkja sér um 200
mílur... Þess vegna eru 200
milurnar liklegastar til þess að
sameina þessi óliku sjónarmið,
sem hafa það þó sameiginlegt að
stefna að stórri landhelgi. 200
mílna landhelgin mun ná til
þeirra fiskimiða, sem mestu
skipta fyrir okkur og taka yfir
landgrunnið, og sums staðar ná
lengra. Það samræmist þvi
íslenzkum hagsmunum að taka
upp þá stefnu. .. við teljum það
lífsnauðsyn fyrir íslenzku þjóðina
vegna þess, að utan 50 mílna,
milli 50 og 200 mílna,eru dýrmæt
fiskimið i alvarlegri yfirvofandi
hættu... Eftir undirbúningsfundi
hafréttarráðstefnunnar liggur
það einnig fyrir, svo að ekki er
véfengt, að meirihluti þjóða
heims er orðinn fylgjandi 200
milna efnahags- eða auðlindalög-
sögu, sem felur m.a. i sér fisk-
veiðilandhelgi. Hins vegar getur
hafréttarráðstefnan tekið 2 eða 3
ár, eða lengri tíma, og enginn veit
hvort þeir % hlutar atkvæða, sem
þarf til þess að samþykktin verði
að alþjóðalögum, fáist, eða hve-
nær. Auk þess þarf staðfestingu
margra ríkja á eftir. Þegar allt
þetta kemur saman sýnist okkur
sjálfstæðismönnum ekki ástæða
til þess að biða, heldur talsverður
ábyrgðarhluti og áhætta að bíða
öllu lengur en við höfum lagt til.“
Athyglisvert er, að þessi þings-
ályktunartillga sjálfstæðismanna
er birt í sama Morgunblaðinu 17.
okt. 1973, og sagt er frá för Ólafs
Jóhannessonar þáverandi forsæt-
isráðherra, á fund Heaths, en það
var ekki fyrr en Ólafur fór þessa
för til Bretlands, sem tilganginum
með útfærslu 50 mílna fiskveiði-
lögsögu var raunverulega náð.
Fram að þeim tima veiddu Bretar
innan 50 mílnanna meira og
minna eins og þeim sjálfum sýnd-
ist. Það er því rétt hjá stjórnar-
flokkunum, nú þegar þeir loka
ekki öllum samningaleiðum, en
stefna að því að tilganginum með
útfærslunni í 200 miðlur verði
náð á borði, en ekki einungis í
orði. Þróunin i hafréttarmálum
hjálpar okkur til þess að 200
mílna útfærslan verði ekki
„pappirsplagg“ eins og 50 mílna
útfærslan var lengi framan af,
heldur raunveruleg staðreynd.
Bókun stjórnarflokkanna í
landhelgisnefndinni nú er svo-
hlóðandi: „I framhaldi af útgáfu
reglugerðar um útfærslu fisk-
veiðilögsögunnar í 200 sjómílur
hinn 15. júli 1975 og með hliðsjón
af þvi, að hafréttarráðstefna Sam-
einuðu þjóðanna hefur enn eigi
lokið störfum, er eðlilegt að tekn-
ar séu upp viðræður við þær þjóð-
ir sem þess óska vegna útfærsl-
unnar, svo að tryggð verði sem
fyllst hagnýting Islendinga
sjálfra á fiskstofnum við landið.
Jafnframt er nauðsynlegt að
leggja höfuðáherzlu á að störfum
hafréttarráðstefnunnar verði
hraðað svo sem mest má verða.“
.Það er rétt sem Lúðvfk Jóseps-
son segir um útfærsluna nú,
þegar hann kemst svo að orði, að
„það er þetta atriði sem ég legg
nú megináherzlu á í stöðu
landhelgismálsins i dag, að það
dugir ekki aðeins að færa út
að forminu til i 200 milur."
Hann mælir þessi orð af bit-
urri reynslu. En bæði hann
og aðrir vita, að Islendingar hafa
aldrei fært út landhelgi sína án
mikillar baráttu. Við eigum
áreiðanlega einhverja slika bar-
áttu fyrir höndum og því er nauð
synlegast af öllu að menn standi
saman, a.m.k. þangað til séð verð-
ur hvert stefnir. Forsætisráð-
herra Geir Hallgrímsson, sagði
um samstöðu Islendinga f fyrr-
nefndu samtali við Morgunblaðið:
„við fögnum þvi að samstaða er
um útfærsluna i 200 milurnar 15.
okt. n.k. og eigum ekki að rýra
áhrif samstöðunnar með því að
efna til deilna um viðræður við
aðrar þjóðir fyrr en séð verður,
hvaða kosti við höfum af þeim
viðræðum höfnum. Þá geta menn
valið eða hafnað og rökrætt um
valkostina.
Þeir sem hinsvegar rjúfa sam-
heldnina á þessu stigi málsins
veikja stöðu okkar gagnvart öðr-
um þjóðum, þegar mestu máli
skiptir að styrkja hana.“
I framhaldi af fyrrnefndum
ummælum Lúðviks Jósepssonar
um útfærsluna virðist þvi miður
mega ráða, að hann muni nú beita
sér fyrir ófriði um útfærsluna.
Það er að sjálfsögðu hans mál og
flokksmanna hans. Hann virðist
miða alla hluti við 50 milurnar
eins og fram kemur af eftirfar-
andi orðum: „Ég tel, að nú höfum
við svo sterkan bakhjarl á
alþjóðavettvangi i þessum málum
og að nauðsyn okkar sé svo brýn
að við eigum alveg skilyrðislaust
að slá þvi föstu, að a.m.k. innan 50
mílnanna veitum við ekki frekari
veiðiheimildir útlendingum . . .“
En auðvitað skiptir i sjálfu
sér litlu máli eða engu, hvort
við veitum einhverjar veiði-
heimildir fyrir innan 47 míl-
ur eða 53, svo að dæmi
séu tekin. 50 milna viðmið-
unin er úr sögunni, hún hefur
aldrei verið annað né meira en
áfangi að settu takmarki. Aðal-
atriðið er að tilganginum með út-
færslu nú verði náð, eða eins og
forsætisráðherra hefur komizt að
orði: „I viðræðum við aðra verð-
um við að leggja megináherzlu á
eðlilega verkaskiptingu þjóða i
þessum efnum og sýna fram á
kosti þess ekki sizt fyrir aðra, að
Islendingar nýti aflann af
íslandsmiðum.
Við megum ekki gleyma þvi, að
við höfum hagsmuna aó gæta inn-
an væntanlegrar 200 mílna lög-
sögu annarra ríkja. Þar má nefna
síldveiðar i Norðursjó, þorsk-
veiðar við Grænland og þorsk- og
karfaveiðar við Nýfundnaland.
Markmið okkar i viðræðum við
aðra verður auðvitað að takmarka
sem mest veiðar þeirra við Island,
þar til endanlegur hafréttarsátt-
máli er fullfrágenginn, svo að við
einir sitjum að sem mestum og
beztum afla innan ramma
strangra og skynsamlegra
friðunarreglna..
Þetta er auðvitað mergurinn
málsins. Við þurfum með
samningum að geta haft áhrif á
friðun fisks innann væntanlegrar
200 mflna fiskveiðilögsögu
nágrannaþjóða, sem gengur á
Islandsmið.
Tvennt er það einkum sem nýja
útfærslan er grundvölluð á, það
eru landgrunnslögin frá 1948 og,
þróun hafréttarmála á alþjóða
vettvangi, ekki sízt frumvarp það,
sem lagt var fram á síðasta fundi
hafréttarráðstefnunnar í Genf,
þar sem gert var ráð fyrir þvi, að
strandríki hafi yfirráðarétt yfir
200 milna efnahagslögsögu sinni
og geti ákveðið fiskimagn á þessu
svæði og hvernig það skuli nytjað.
Þá byggist ákvörðunin um það
atriði í reglugerðinni nú, að 200
milunum í átt að Jan Mayen verði
ekki framfylgt að svo stöddu á
þeirri niðurstöðu fyrrnefnds
frumvarps á hafréttarráðstefn-
unni, að miða megi efnahagslög-
sögu við þær eyjar einar sem
byggðar eru mönnum. Það hlýtur
að vera íslendingum fagnaðar-
efni, hversu vel norðmenn hafa
tekið þessu ákvæði í reglugerð-
inni og yfirleitt, hve viðbrögð
þeirra við útfærslu Islendinga nú
eru jákvæð. Utanrikisráðherra
þeirra Frydenlund, telur að lik-
legt sé, að almennur skilningur
ríki í heiminum á sérstöðu
tslands I hafréttarmálum. Um
Jan Mayen komst Matthías
Bjarnason sjávarútvegsráðherra
svo að orði i fyrrnefndri ræðu
sinni: „I samræmi við frumvarp
það að heildartexta hafréttarsátt-
mála, er nú liggur fyrir hafréttar-
ráðstefnunni, gilda miðlínur, þar
sem minna er en 400 sjómílur
milli grunnlina annarra landa
annars vegar og Islands hins-
vegar. Þetta tekur þó ekki til
Rockall, enda er gert ráð fyrir því
í greindu frumvarpi, að óbyggi-
legir klettar, sem ekki geti orðið
Framhald á bls. 31