Morgunblaðið - 20.07.1975, Blaðsíða 24
Rússneska Nóbelsskáldið Alexander
Solzhenitsyn hefur undanfarna mánuði
verið í Bandaríkjunum. í lok júní flutti
hann áhrifamikla ræðu í Washington, sem
Mbl. birtir í dag, og var þetta fyrsta meiri
háttar ræðan sem skáldið flytur frá því
hann var rekinn úr landi í Sovétríkjunum á
sl. ári. Ræðan er örlagaþrungin viðvörun
til hins frjálsa heims, en þó Bandaríkjanna
sérstaklega, sem Solzhenitsyn telur í
fararbrjósti í baráttunni gagn alræðinu.
Skáldið flettir í ræðunni ofan af ýmsum
glæpum og öfgum í heimalandi sínu og
ræðst harkalega á Vesturlandabúa fyrir
„tilgangslausar og endalausar tilslakanir
fyrir árásaröflunum" í Kreml.
Flutningur ræðunnar tók um 90 mín-
útur og talaði Solzhenitsyn á rússnesku,
en mál hans var þýtt jafnharðan fyrir
viðstadda. Mbl. birtir ræðuna í heild laus-
lega þýdda upp úr bandaríska vikuritinu
U.S.News and World Report.
Viðbrögðin við ræðu * Solzhenitsyns
voru að vonum á ýmsan veg, og töldu
sumir fréttaskýrendur í Bandaríkjunum að
hann tæki of djúpt í árinni og sökuðu
hann um kaldastríðsáróður, óraunsæi og
áróður fyrir íhlutun í sovézk innanríkis-
mál.
Solzhenitsyn svaraði gagnrýnendum
sínum í ræðu sem hann flutti í New York
fyrir rúmri viku. Um kaldastríðsáróður
sagði hann: „Kalda stríðið stendur enn þá,
en aðeins frá annarri hlið. Ég fullvissa
ykkur um að kalda stríðinu hefur aldrei
lokið í Sovétríkjunum/'
Skáldið sagðist aðeins fara fram á að
Vesturlönd hættu verzlun, efnahagslegum
stuðningi sínum og öðrum tilslökunum
fyrir Sovétríkjunum. „Þegar þeir koma til
að grafa okkur lifandi, gerið þá fyrir mig
að senda þeim ekki skóflurnar áður, eða
nýtízku jarðmoksturstæki." „Þrælakerfið
í Rússlandi/' bætti hann við „byggist á
efnahagsaðstoð ykkar og verzlun við
ykkur. Það eru viðskiptin við Bandaríkin
sem gera Rússum kleift að beina kröftum
sínum að vígbúnaði og hergagnafram-
leiðslu. Hættið að verzla við þá og þá
verður rússneska hagkerfið að beina orku
sinni að því að fæða og klæða og hýsa
íbúa Sovétríkjanna/"
Ræða Alexanders
SoizlienHsyn f washinglon
Hin taumlausa græögi fólks
á Vesturlöndum er atriði sem
er mannshuganum nær óskiljan-
legt og'vonin um hagnað og gróða hefur
gengið út yfir alla skynsemi, öil takmörk
og allt samvizkubit.
Ég verð að játa að Lenín sá þetta fyrir.
Lenin, sem eyddi mestum hluta ævi
sinnar á Vesturlöndum og þekkti þau
miklu betur en Rússland, sagði alltaf að
vestrænir kapítalistar mundu gera hvað
sem væri til að sjá sovézka hagkerfinu
fyrir nauðsynjum. „Þeir munu berjast
hverjír við aðra um að selja okkur ódýrari
vörur og með meiri hraða svo við kaupum
frekar af einum þeirra en öðrum.“
Eitt sinn á erfiðum flokksfundi í
Moskvu sagði hann: „Félagar, örvæntið
ekki þegar illa gengur. Þegar erfiðleikar
steðja að munum við gefa borgarstéttinni
kaðalspotta og borgarastéttin mun siðan
hengja sig sjálf með þeim kaðli.“
Þá bætti háðfuglinn Karl Radek við:
„En Vladimir Ilych, hvar eigum við að fá
nógu mikið tóg til að hengja alla borgara-
stéttina." Og Lenin svaraði að bragði:
„Þeir munu sjá okkur fyrir því.“
Nikita Khrushchev kom hingað og
sagði: „Við munum grafa ykkur.“ Enginn
trúði honum og fólk leit á þetta sem
brandara.
Núna eru kommúnistarnir í landi mínu
orðnir kænni. Þeir segja ekki lengur „Við
munum grafa ykkur," núna segja þeir
„Detente“.
Ekkert hefur breyzt i kommúniskri
hugmyndafræði. Lokatakmörkin eru hin
sömu og áóur.
Ég ætla að gefa stutt yfirlit yfir sam-
skipti þau sem á mismunandi timaskeið-
um hafa verið kölluð viðskipti, tilraunir
til að koma á jafnvægi, viðurkenning,
detente. Þetta samband er a.m.k. fjörtíu
ára gamalt.
_ Ég minni ykkur á hvernig kerfi
kommúnistar komu fyrst á fót. Þeir náðu
völdum í hryllilegri uppreisn. Þeirráku út
fulltrúaþingið. Þeir settu upp leynilög-
regluna og skutu og drápu án dóms og
laga. Þeir brutu á bak aftur verkföll
verkamanna rændu og rupluðu I þorpum
landsins og svínbeygðu smábændur á
blóðugasta hátt.
Þeir beygðu kirkjuna og leiddu hung-
ursneyð yfir 20 héruð i landi okkar, hina
frægu Volgu hungursneyð árið 1921.
Það eru mjög dæmigerðar aðferðir
kommúnista að hrifsa völdin án þess að
hugsa um þá staðreynd að framleiðsluöfl-
in muni stöðvast, að þorpin hætti að fram-
leiða, að verksmiðjur stöðvist, að fátækt
og hungursneyð leggist yfir landið, og
þegar þannig er komið ákalla þeir hinn
mannúðlega hluta heims og biðja um
hjálp.
Við sjáum dæmi um þetta I Norður-
Vletnam núna og jafnvel lika I Portúgal
og sama gerðist I Rússlandi árið 1921.
„Borgarastyrjöld", sem kommúnistar
byrjuðu var slagorð þeirra. Þegar þeir
höfðu att landsmönnum út I borgarastyrj-
öld leituðu þeir til Bandarikjanna og
sögðu: „Hjálpið okkur að brauðfæða þá
sem svelta I landi okkar.“
Og hin stórhuga og rausnarlegu Banda-
ríki fæddu þá sem sultu. Hinni svonefndu
Hjálparstofnun Bandaríkjanna
(American Relief Administration) var
komið á fót undir stjórn Hoovers, sem
siðar varð Bandaríkjaforseti, og mörgum
milljónum rússneskra mannslffa var svo
sannarlega bjargað.
En hvert var þakklætið sem ykkur var
sýnt fyrir vikið. Kommúnistar hafa ekki
aðeins reynt að afmá þessa atburði úr
almenningsminni þannig að nú er nær
ógerlegt að finna nokkurs staðar I sovézk-
um blöðum minnzt á Hjálparstofnun
Bandaríkjanna, heldur byrjuðu þeir
einnig að saka ykkur um útsmogin áform
um að koma upp njósnaneti I Rússlandi I
þágu bandarískrar heimsvaldastefnu.
Ég held áfram: Þetta var kerfið sem
setti upp fyrstu einangrunarfangabúðir
gervallrar mannkynssögunnar. Þetta er
kerfi sem á tuttugustu öld varð fyrst til að
taka glsla, þ.e.a.s. að handtaka ekki þann
mann sem það leitaði að, heldur I hans
stað fjölskyldu hans eða einhvert skyld-
menni og skjóta þá manneskju.
Þetta gfslakerfi og þessar fjölskylduof-
sóknir fyrirfinnast enn þann dag I dag.
Þetta er nú sterkasta ofsóknarvopn þeirra
þvl hinir hugrökkustu menn, sem ekki
óttast um eigin afdrif, láta undan þegar
fjölskyldu þeirra er ógnað.
Þetta kerfi var hið fyrsta — löngu á
undan Hitler — til að nota „skrásetningu"
undir fölsku yfirskyni. Þannig skipuðu
þeir ýmsu fólki að koma til skrásetningar
lOg þegar það kom var það leitt burtu og'
því útrýmt.
| Þeir höfðu ekki gasklefa í þá daga. Þeir
notuðu pramma. Hundruðum og þúsund-
um manna var safnað saman á þessum
prömmum sem slðar var sökkt. Þetta er
kerfi sem útrýmir öilum öðrum flokkum
og ég vil minna ykkur á að ekki aðeins
flokkunum var útrýmt heldur einnig öll-
um flokksmönnunum.
Þetta er kerfi sem fann upp fjöldaút-
rýmingar smábændastéttarinnar.
Fimmtán milljón smábændur voru sendir
til aftöku. Þetta er kerfi sem bjó til gervi-
hungursneyð I Ukraínu, þegar þar voru
friðartímar á árunum 1932—33, og drap
sex milljónir manna með huyjgri. Þeir dóu
I útjaðri Evrópu. Evrópa tók ekki einu
sinni eftir þeim. Enginn I heiminum tók
eftir þeim.
Ég gæti haldið áfram þessari upptaln-
ingu endalaust, en ég verð að hætta núna,
því við erum komin að árinu 1933.
A þvl ári, þegar þeir atburðir gerðust
sem ég hef talið upp, viðurkenndi
Roosvelt forseti ykkar og þingið ykkar
Sjá nœstu
síðu A