Morgunblaðið - 20.07.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20, JÚLl 1975
7
Sr.BOLLI
GÚSTAFSSON
í Laufási:
m danska skáldprest-
inn Kai Munk ritaði séra
Bjarni Jónsson vígslubiskup:
,,Kai Munk var sendur til
þjóðar sinnar. Hann talaði
þannig, að hlustað er í mörg-
um löndum. Baráttuna háði
hann í krafti þeirrar trúar,
sem veit að það er ekki hægt
að deyða andann. Orð Drott-
ins verður ekki fjötrað. Sann-
leika orðsins og trúarinnar
innsiglaði hann með blóði
sínu." Þegar ég les um fals-
spámenn, eins og þá, sem
Jesús varar við i guðspjalli
þessa dags, kemur mér
ósjálfrátt í hug litrík and-
stæða þeirra, Kai Munk.
Hann þoldi enga falsspá-
menn, hvorki á sviði trúar
eða stjórnmála, og gat með
engu móti leitt þá hjá sér eða
látið þá í friði. Andstæðiog-
um hans þótti hann næsta
vígreifur og sannarlega var
hann aldrei hræddur við
átök. Þau voru óhjákvæmi-
leg, ef sannleikurinn átti ekki
að rykfalla og glatast. Hann
hefði aldrei latt menn til þess
að ræða af einurð og opin-
skátt um viðkvæm málefni
kirkju og kristni, enda mælti
hann eitt sinn: „Hvað hefir
hinn hræddi og varkári að
gera við sannleika? Gefum
honum legubekk, svo hann
geti notið hvíldarinnar."
Hann hefði sjálfsagt sagt um
kirkjuna okkar, að hún hefði
um langt skeið verið Ijúf-
mannleg í stað þess að vera
einörð í kærleika til Guðs og
manna. Yfirborðsleg Ijúf-
mennska er þreytandi til
lengdar, jafnvel þótt hún sé
studd skáldlegu málskrúði,
og hún gefur falsspámönn-
um tækifæri til þess að
hreiðra um sig í næði, þar
sem þeim bezt kemur, til
þess að beita áhrifum sínum
og rugla kristna menn í rím-
inu, svo þeir vita síðast ekki,
hvað er kristindómur. Það er
augljós meinsemd í þjóðfé-
lagi okkar, og ef kirkjan á að
vera líkami Krists á jörðinni,
farvegur heilags anda Guðs
til syndugra manna, þá þýðir
ekki að kinka kolli brosandi,
ef sannleikurinn er fótum
troðinn. Með sannfæringar-
krafti trúarinnar talaði Kai
Munk um orðið og sakra-
mentin: „Þegar ég er til altar-
is, finn ég, að hönd, hönd
með naglaförum i, er lögð á
höfuð mér, og ég heyri al-
máttuga rödd hans, sem bar
fram fórnina á Golgata. Sú
rödd er rödd myndugleikans,
einasta röddin, sem geturtal-
að til mín orð fyrirgefningar-
innar, og um leið finn ég, að
mér er óhætt að opna hjarta
mitt fyrir Guði. Ég er í ætt við
hann, sem hefir sigrað vald
hins illa, og hann gefur mér
hlutdeild í sigrinum."
Vekjandi rödd. Um þenn-
an fulltrúa kristins rétttrúnað-
ar, sem svo er nefndur af
þeim, er falsspámenn
hafa gefið vottorð upp
á guðdómlegt frjáls-
lyndi, já, um Kaj Munk rit-
aði hið ástsæla þjóðskáld,
Davíð Stefánsson: „Hugur
hans brennur af eldmóði,
boðar sigur hins góða, trúir á
guðdóminn — og krafta-
verkið. Hann vill, að hver
maður sér heill og hjarta-
hreinn. Hann vill glæða stór-
hug og viljafestu: knýið á og
fyrir yður mun upplokið
verða. Oft minnir hann frem-
ur á andlegan víking en
hógværan sóknarprest,
og er þó alltaf undir
niðri barnið, sem lýtur
guði sínum í auðmýkt,
finnur návist hans og al-
mætti." Kai Munk dó fyrir trú
sína og föðurland.
Jesús segir, að af ávöxtum
falsspámanna munum við
þekkja þá. Það staðfestir
saga liðinna alda, að hver sú
andleg stefna, sem hyggst
koma í stað hins Ijósa trúar-
Að bera
sannleik-
anumvitni
boðskapar Jesú Krists í
N.tm., sem ætlar að
sanna og sannfæra
með vísindalegri „pat-
ent"lausn, leysa trúna af
hólmi, hún dagar uppi og
staðnar. Fjörbrot slíkra stefna
geta verið átakanleg og ekki
síst vegna þess að margt
góðra manna missir við það
fótfestu um hríð. En áður en
lýkur verður þeim Ijóst, að
menn geta seint lesið vínber
af þyrnum og fíkjur af þistl-
um. Kristur er hinn sanni
vínviður, eins og hann sjálfur
sagði og við erum greinar á
þeim stofni. Því verðum við
að sækja lífsþrótt til hans.
Látum því orð hans lýsa okk-
ur og óhrædd berum við
sannleikanum vitni.
Hvað um ykkur?
Örfá hjólhýsi til á lægra
verðinu. Afgreidd strax.
Gísli Jónsson & Co. h.f.
Sundaborg Klettagörðum 11, sími 86644.
Vesturheimsvoð
Gefjunar
Vinargjöf til Vestur-lslendinga.
Nú er þess minnzt, aö öld er liðin, síðan fyrstu
landarnir tóku sér bólfestu í Vesturheimi. Enn
sem fyrr leitar hugur Vestur-íslendinga til ætt-
landsins noröur í höfum. Frá íslandi berast einnig
kveöjur í ár, og hvaö vottar betur bróöurhug en
værðarvoð frá Gefjun, ylur og gæði íslenzkrar
ullar.
Verð aðeins 2.950 krónur.
ULLARVERKSMIÐJAN GEFJUN, AKUREYRI
Þröstur Magnú?