Morgunblaðið - 20.07.1975, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JULl 1975
19
£ Cunhalog aðrir frambjóðendur kommúnista á kosningafundi í apríl í
Lissabon.
aðeins skyndilausn á bráðum vanda-
málum. Jafnvel þó að ekki hefði verið
stefnt að sósíalisma, þá voru þessar þjóð-
nýtingar löngu orðnar nauðsynlegar. Og
hér kemur þú gasprandi um kosningaúr-
slit, lýðræðisleg réttindi, frelsi.
— Er það vegna þess að þér ifkar ekki
slfkt tal að þú lézt þagga niður f blaði
jafnaðarmanna, Republica? Er það vegna
þess að þér er ekkert gefið um frelsi að þú
hefur komið allri upplýsingamiðlun und-
ir einokun, allt frá dagblöðum til útvarps
og sjónvarps?
Ég hef ekki komið neinu undir einokun.
Blöðin stjórna sér sjálf hugmyndafræði-
lega og mér finnst það ágætt. Þau fylgja
byltingarþróun Portúgal og eru algerlega
frjáls. Það leiðir af sjálfu sér, að ef starfs-
menn álíta ritstjóra eða blaðamenn gagn-
byltingarsinnaða, þá hafa þeir rétt til að
krefjast uppsagnarþeirra. Þaðermeira að
segja skylda þeirra, andleg og pólitísk.
Alls staðar i Portúgal geta starfsmenn
blaða rekið ritstjórann. Eða neitað að
prenta blaðið fyrir hann. Það er það sem
gerðist með Republica. Jafnaðarmenn
höguðu sér móðursýkislega. Þeir bjuggu
til hneyksli úr málinu til að minna fólkið á
að þeir unnu kosningarnar. Sannleikur-
inn er sá að starfsmennirnir gerðu
uppreisn af þvi að Republica birti ekki
annað en árásir á Kommúnistaflokkinn,
fúkyrði um PCP og gagnrýni á byltinguna.
Þeir byrjuðu með þvi að ritskoða efni, sem
þeim fannst ósanngjarnt og gerðu svo
uppreisn. Það var alveg rétt hjá þeim að
gera það.
— Hvað ef starfsmenn úr liði jafnaðar-
manna gerðu það sama við þfn blöð. Hvað
myndirðu segja við þá, Cunhal?
Ha, ha. Ég myndi segja: Strákar. . .
Heyrðu Cunhal, af þvf að þú ert hroka-
fullur, og leynir því hvergi, þá virkarðu
eins og harðstjóri sem reynir ekkert til að
fela harðstjórn sína. En gerir þú þér ekki
grein fyrir þeim skaða, sem þú vinnur
verður, en ftalski Kommúnistaflokkurinn
getur þó, þrátt fyrir allt, náð til sín sjö
milijón atkvæðum, en þú fékkst ekki einu
sinni 700 þúsund. Hefurðu nokkru sinni
fhugað þá staðreynd? Hefurðu nokkurn
tíma fhugað klókindin f þeim kosti, sem
Togliatti tók, að gerast þátttakandi f svo
kölluðu borgaralegu lýðræði?
Nei, nei, nei, nei, nei, nei og nei. Við
höfum þegar fengið miklu meira með
okkar lagi. I dag eru engir einkabankar i
Portúgal, og allir grundvallarþættir hafa
verið þjóðnýttir. Umbætur i landbúnaði
eru á leiðinni, kapitalisminn er eyðilagður
og einokunin er við það að vera eyðilögð.
Og þessu er ekki hægt að snúa til baka.
Ekki hægt að snúa til baka. Þess vegna er
svar mitt við kvörtunum evrópskra
kommúnista þetta. Við bíðum ekki eftir
kosningaúrslitum til að breyta hlutum og
eyðileggja fortíðina. Okkar leið er bylting
og á ekkert sameiginlegt með kerfi ykkar.
Trúirðu þvf að Portúgal verði
kommúnistfskt?
Það geri ég vissulega. Það er stefnu-
mark mitt, úr þvi að ég er sjálfur
kommúnisti. Og það er óumdeilanlegt að
Portúgal, eins og ástandið er þar núna, er
að færast i átt til sósialisma. Það eina sem
ég get ekki sagt, eins og ástatt er, er hvers
konar mynd sósíalisminn mun taka.
Kannski ég ætti að geta það, þar sem ég
stjórna flokki, sem er svo langt í frá að
hafa verið sigraður. En, hreinskilnings-
jega, þá get ég það ekki. Ég veit ekki af
hverju. Við kommúnistar vildum helzt fá
allt, en við verðum að sætta okkur við
mjög flókinn, mjögandstæðufullan veru
leika. Okkar stefna að kommúnistisku
Portúgal er vissulega opin fyrir breyt-
ingum. Við höfum undirritað 5 ára banda-
lag við MFA. Og við ætlum ekki að snúast
gegn hernum.
— Hvað ef herinn uppgötvar það að
honum er ekki eins kært til ykkar eins og
M KOSNINGAR, HA, HA"
þurfti að sigra, ekki fasismi, það var
Kommúnistaflokkur Portúgals. Allir voru
á móti okkur, hægriöflin, miðöflin og
vinstriöflin. Við höfum ykkur líka á móti
okkur, ykkur í heimspressunni — alltaf
talandi um Prag, um Lissabon eins og hún
væri Prag ... og Vatikan-útvarpið hvatti
fólk til að kjósa ekki vinstriöflin og
jafnaðarmenn hömruðu á hættunni -á
borgarastríði, á strfði við Spán ef
kommúnistar kæmust til valda, á valda-
ráni kommúnistahers. Það var
óhjákvæmilegt að hægrimenn ynnu.
— Það voru ekki hægrimenn sem unnu,
Cunhal. Það voru jafnaðarmenn, sem
unnu. Auk þess var engin ógn. Þú talaðir
þar sem þér sýndist. Kosningarnar voru
haldnar f samræmi við reglur. Það varst
þú, sem sfðar hafðir rangt við. Nánar
tiltekið aðhafðist ólöglega.
Ah, á þessu stigi málsins verð ég að
skýra út fyrir þér hvað er að gerast I
Portúgal, hvert ástandið er. Það er bylting
í gangi, skilurðu? Byltingu hefur verið
komið af stað, skilurðu? Jafnvel þó að hún
þróist samfara þróun borgaralegs lýð-
ræðis, sem stundum fellur saman við
markmið byltingarinnar og stundum
stangast á við það. Lausn okkar vanda-
mála felst í afli byltingarinnar, en
borgaralegt lýðræði vill leysa þau með
gömlum kosningahugtökum og lögfræði-
legri hugsun og vill verja hana með lögum
fyrri stjórnar. Það skírskotar til laga sem
ber að hlýða. I byltingunni verða lög til,
ekki virt. Skilurðu? Byltingin virðir ekki
gömul lög, hún býr til ný.
— Alveg rétt. Alveg satt. En fyrst svo
er, af hverju þá þetta tal um lýðræði?
Lýðræði þýðir valddreifing, frjáls hugs-
un. Það eru kosningar, sem verður að
virða. Kosningar þar sem allir geta tekið
þátt, ekki bara flokkar, sem þú sættir þig
við.
Þetta er þín skoðun. Hún er sfður en svo
mín.
Mér skilst það. En hver ósköpin áttu þá
við þegar þú tekur orðið lýðræði þér f
munn?
Alls ekki það sem vaiddreifingarsinnar
eiga við. Fyrir mér er lýðræði það að losna
við kapítalisma og auðhringi. Og ég skal
bæta við: Það er héðanífrá enginn grund
völlur fyrir lýðræði í Portúgal .að vestur-
evrópskri fyrirmynd. Með „héðanífrá“
meina ég „ekki lengur“. Auðvitað, ef
okkur hefði verið sagt þann 24. aprfl:
„Þið búið við svipaðar stjórnmálaaðstæður
og í Frakklandi, eða á Italíu eða í
Englandi“, þá hefðum við hrópað upp yfir
okkur: „dásamlegt, hvílíkur léttir“. En
allt fór á annan veg. Rás atburðanna
opnaði okkur nýja möguleika og það er
ekki hægt að ætlast til þess að óskir þjóðar
setji sjálfum sér takmörk. Með öðrum
orðum: Ykkar vestræna lýðræði nægir
okkur ekki lengur. Við höfum ekki lengur
áhuga á ykkar lýðræðislega frelsi, sam-
fara einokunar valdi. Við myndum ekki
taka það upp þó að við gætum. Vegna þess
að við viljum það ekki. Við kærum okkur
ekkert um lýðræði eins og ykkar. Við
viljum ekki einu sinni ykkar sósíalisma,
eða draum um sósíalisma. Er það ljóst?
— Hvað þá?
I þessu landi þurfum við gegnumgang-
andi, róttæka breytingu á sviðum félags-
og efnahagsmála. Við eigum um tvennt að
velja: annað hvort einokun samfara
sterkri afturhaldsstjórn, eða að binda
endi á einokun með sterku kommúnísku
lýðræði. Kapítalismi í Portúgal hefur
þróast á mjög sérstæðan hátt — byggist á
vanþróuðum iðnaði, frumstæðum land-
búnaði, fátækt, sem tæknin hefur aldrei
náð að linna. Að auki, þá hefur hann alltaf
notið verndar stjórnarbáknsins. Það var
fasistaríkið sjálft, sem lagði grundvöllinn
að auðhringakerfinu með þvi að kúga
verkamenn með ofbeldi og viðhalda þeim
ófremdarskilyrðum, sem þeir búa við.
Okkar kapitalismi hefur alltaf verið van-
þróaður, og stenzt ekki samanburð við
þann, sem er f Vestur-Evrópu. Það hefur
alltaf verið geysilegur munur á launum
okkar verkamanna og annarra evrópskra
verkamanna, hyldýpi milli lifskjara. Þar
af leiðandi hef ég áhuga á að losna við
einokun, þó að við gerum það á nokkuð
óskipulegan hátt eins og stendur. Það sem
þú sérð nú i Portúgal er aðeins byrjunin.
Þetta eru bráðabirgðaaðstæður. Reyndu
ekki að halda að þær þjóðnýtingar, sem
þegar hafa verið gerðar, séu samkvæmt
einhverri áætlun eða stefnu. Þær eru
P pPortúgai verður
aldrel land
ivðræðisiegra
réltlnda pp
evrópskum vinstri sinnum og sérstaklega
félögum þfnum, kommúnistum f öðrum
löndum. Hugsaðu bara um spánska
Kommúnistaflokkinn....
0. Aumingja spánski Kommúnistaflokk-
urinn. 0. Grey spönsku kommúnistarnir.
Hvað aðstaða þeirra snertir mig djúpt,
hvað ég þjáist fyrir þá.
— Hugsaðu bara um ítalska Kommún-
istaflokkinn og þann greiða, sem þú hefur
gert Kristilegum demókrötum á Italfu.
Æ. Hvað mér þykir þetta leitt, hvað ég
kvelst, navré. Je suis navré. Vraiment
navré. Ó, aumingja ítölsku kommúnistarn-
ir. Je pleure pour les Communistes
Italiens. Ég græt fyrir alla evrópska
kommúnista. Ég ásaka sjálfan mig, ég
fordæmi sjálfan mig, ég kvelst fyrir
þeirra hönd. Já, ég þekki kvartanir þeirra.
Þeir endurtaka það i hvert skipti sem þeir
koma hingað. „Af hverju gerirðu þetta?“
„Af hverju felstu ekki á einhverjar reglur
lýðræðisins?" „Af hverju meinarðu
Kristilegum demókrötum að taka þátt i
kosningunum?“, og svo framvegis og svo
framvegis og amen. Hvaða Kristilegu
demókrata? Þeir voru ekki annað en
pfnulítill flokkur, sem stofnaður var
fjórum vikum áður, með fasista í farar-
broddi. Fasista, sem hefði átt að vera
búinn að sitja í fangelsi síðan 28. septem-
ber, því hann hafði þá svikið hreyfingu
hersins með Spinola. Ungur afturhalds-
flokkur, sem hafði ekki einu sinni
kaþólskan grundvöll og hafði þegar reynt
að gera samsæri...
— Það erennósannað, oghvaðsem þvf
lfður var þá ekki MDP (Movimento
Democratio Portugues, kommúnistisk
samtök) Ifka slfkur smáflokkur, en stofn
aður fyrir stuttu með þinni blessun?
Við horfum f gegnum tvo mjög ólíka
glugga. Þinn gluggi er ekki minn.
Mér er það augljóst. Mér þykir það þó
sæta furðu að þú skulir hæðast að
kommúnistabræðrum þfnum f öðru landi.
ttalskir kommúnistar voru að reyna að ná
sögulegri málamiðlun og þú....
Æ, hvað það er sorglegt að vita til þess
að þeir hafi þjáðst svo mikið vegna mfn. Ó,
hvað mér finnst ég vera rotinn. Þeir sáu
möguleika og ég eyðilagði hann fyrir
þeim. Veiztu hvað mér finnst. Ef að
kommúnistaflokkur skaðast af atburðum
sem verða í öðru landi, ef hann þarf að
bera afleiðingarnar, þá þýðir það það . ..
— ... að hann sé ekki til að púkka upp
á? Það má vera að hann sé ekki mikils
ykkur til hans, Cunhal. Hvað ef þeir
breyta Portúgal f eitthvað svipað Perú?
Nei ... ég held ekki. Nei, ekki Perú. . .
— En ef svo skildi fara?
Ja, þá skal ég segja þér þetta: Þú getur
varpað frá þér þeirri hugmynd að nokkuð
pólitískt afl geti lifað af i Portúgal áh
Kommúnistaflokksins. Eða öllu heldur:
Án kommúnista er byltingin ófram-
kvæmanleg. Ég er ekki að segja þetta til
að láta í ljós neina skoðun. Ég er að segja
þetta til að skýra frá staðreyndum. Ég er
ekki heldur að segja þetta til að gefa
kúgun f skyn. Ég er að segja þetta til að
sýna að við gerum okkur grein fyrir því að
án okkar er ekki hægt að vera. Herinn
gerir sér grein fyrir þessu og hefur ekki
uppi nein áform um að halda áfram án
okkar. Hvorki nú né síðar.
— Samt sem áður eru sumir innan
hersins á móti ykkur. Eg skfrskota til
maóista, sem segjast vera búnir að fá nóg
af áhrifum Kommúnistaflokks Portúgals
innan herráðsins og hreyfingar hersins.
Það leynast vissulega nokkrir maóistar í
hernum, og það er augljóst að þeir eru á
móti okkur, því þeir eru innblásnir aftur-
haldi. Allir maóistahópar eru að því leyti
eins, alls staðar í heiminum. Óvinur þeirra
er ekki miðstéttin, eða jafnvel kapitalism-
inn. Þeirra óvinur er Kommúnistaflokkur-
inn. Portúgölsku maóistarnir eru hins og
itölsku, frönsku og þýzku maóistarnir,
brúður afturhaldsins gegn Kommúnista-
flokknum. Og af þeim stafar hætta. Aftur
á móti hafa þeir enga möguleika á að ná
völdum. Allt sem þeir geta gert er að
kljúfa, standa i móðgunum, eins og f gær-
kvöldi, þegar þeir byrjuðu að öskra yfir
því að í búðum fyrir pólitíska fanga væru
kommúnistar sem hafa róið undir með
fasistum.
— Fangabúðir? Hvað kemur næst? Er
ekki nóg að hafa fangelsi? Hvað eru marg-
ir pólitfskir fangar f Portúga! f dag?
Framhald á bls. 39
p p Stundum eru
hermennlrnlr ailtol
vægirpp
I