Morgunblaðið - 20.07.1975, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLl 1975
Um óvissu og stjórnleysi í nið Afríku. ... • Um óvissu og stjórnleysi í nið Afríku.
Um ovissu og stjornleysi
Hlutverk konunnar í Eþíóplu er fyrst og fremst að vera vinnudýr
„Vinur, kæri vinur, ég hef
fínan bll handa þér,“ sagði
hann við mig þar sem ég kom út
úr flugstöðvarbyggingunni í
Addis Ababa. Klukkan var hálf-
sjö að morgni. Við höfðum
verið sjö klukkutíma á leiðinni
flugleiðis frá London.
Ég byrjaði á því að leita uppi
símanúmer séra Bernharðs
Guðmundssonar sem vinnur við
útvarpsstöð Lútherska heims-
sambandsins f Addis Ababa og
það var auðheyrt hve óvænt
það var honum að heyra í Is-
lendingi, komnum i heimsókn
frá Islandi án þess að tilkynna
kóngi eða presti. „Ég kem eins
og skot út á völl,“ sagði séra
Bernharður, „innan hálftíma."
„Kæri vinur, ég hef ofsa fin-
an bíl handa þér,“ hélt
amharinn áfram, berfættur
með léreftsdulu um sig miðjan
en í feikn finum gaberdin-
jakka. Ég endurtók við hann að
vinur minn kæmi á bíl að sækja
mig. „Hann kemur ekki,“ svar-
aði hann ákveðinn, „það er
alveg öruggt hann kemur ekki,
hann svíkur þig. Ég veit það, þú
skalt koma með mér, herra.“ Ég
brosti til hans og gekk I forsælu
trés við veginn. Addis kom
okkur óvænt fyrir sjónir. Það
hafa verið birtar myndir frá
Addis af mörgum glæsiiegum
byggingum og maður hafði það
á tilfinningunni að borgin væri
talsvert nútímaleg og vel
byggð, en staðreyndin blasti
við. Nokkrar glæsilegar bygg-
ingar eins og til dæmis Afríku-
höllin og þinghúsið I Addis en
meginhluti ibúanna býr I leir-
kofum, ein milljón manns.
Skolpræsi I hýbýlum heima-
manna eru hlaðið og flest er
þarna á frumstigi miðað við
hreinlæti og venjur Vestur-
landabúa. Enginn skilningur á
bakteríum eða slíku.
Engu að síður var morgunn-
inn fagur I Addis Ababa
þennan dag, þessari borg
Meneliks II fyrrum keisara.
Menelik II konungur af Shoa
og afkomandi niðja Salómons
reisti árið 1880 búðir á hæðum
fjallsins Entotto og sjö árum
siðar þegar hann hafði byggt
sér höll þar neðar i hlíðum
fjallsins lýsti hann þvl yfir að
höfuðstaður áa hans hefði verið
endurreistur og gaf honum
nafnið Addis Ababa, sem þýðir
Nýja blómið. Tveimur árum
slðar varð Menelik keisari og
nýi bærinn höfuðborg keisara-
dæmisins og Hailé Sélassié
hinn nýfallni keisari Eþíópíu er
af ætt Meneliks, að eigin mati I
sinni keisaratíð: guðdómleg
vera af ætt Salómons.
Aftur kom amharinn til mín
og nú var hann á bílnum. „Ég
vissi það, vinur þinn kemur
ekki,“ sagði hann og brosti út
undir eyru. Ég kinkaði kolli til
hans og hann brá pússiklútnum
á loft og fór að pússa spegilinn
hjá sér. Billinn var ein ryk-
klessa og hér og þar löfðu
snærisendar. Fíni blllinn var
meira og minna bundinn saman
með snærum, árgerðin um það
bil 1960. Annars er rétt að geta
þess strax I upphafi að I
Eþíóplu er nú árið 1967. Þeir
byggja á öðru tímatali en við.
Séra Bernharður renndi I
hlað. Amharinn brosti bara og
veifaði. Þetta var búið mál.
Við ókum inn til Addis
Ababa. Gata við götu, óhrjáleg
hús við hús, milljón fátækir
íbúar, nokkrir ríkir. Fáar and-
stæður en sterkar. Nokkrar
glæsilegar opinberar byggingar
og svo allt hitt. Engin skolpræsi
hjá almenningi, en hins vegar
grafnir skurðir meðfram vegar-
troóningunum við hús þeirra og
þar eru málin afgreidd. Svo
þykir það ekki tiltökumál þótt
maður sé á gangi I Eþíópfu, að
kona sem gengur skammt frá
manni prúðbúin, snari sér allt I
einu á hækjur sér. Þetta er það
sem allir þurfa að gera og þá
skiptir ekki máli hvar það er
gert.
Við ókum fram hjá stóru
hóteli I miðbænum. Allir glugg-
ar voru I rúst og hótelbyggingin
stórskemmd af sprengingu.
Þetta skeði I byltingunni I fyrra
þegar Hailé Sélassié keisara
var steypt af stóli. Hann átti
þetta hótel. Skammt frá stend-
ur nýja keisarahöllin eins og
vin upp úr vesældinni.
Hailé Sélassié er i haldi I
gömlu keisarahöllinni ásamt
um 20 gömlum ráðherrum og
herforingjum, sem nýju bylt-
ingarstjórninni stendur stugg-
ur af. Yfir 50 ráðherrar og her-
foringjar voru þó drepnir sl.
haust, einn laugardagseftir-
miðdag. Svo einfalt er það.
Virtasti herforingi Eþlópiu,
Eritreumaður, sem var á marg-
an hátt orðinn tákn Eþfópa eft-
ir fall Hailé Sélassié, var drep-
inn fyrstur. Hann gagnrýndi
herforingjastjórnina að þvi
leyti að hann vildi undirbúa vel
þær framkvæmdir og athafnir
sem átti að ráðast I og þekktur
var þessi maður að vfðsýni og
sanngirni. Þetta þoldi mið-
stjórnin ekki og skipaði hern-
um að handtaka hann. Hers-
höfðinginn neitaði að láta hand-
taka sig og varðist I húsi sínu
vopnaður með þjónum sínum.
Herinn stillti sér upp í kring
um húsið og skaut það f rúst.
Eftir þennan atburð hljóp
brjálæði f byltinguna, sem fram
til þessa hafði gengið tiltölu-
lega friðsamlega fyrir sig og
talið er að þegar yfirstjórnin
gerði sér grein fyrir þvf að hún
hafði látið drepa hinn vinsæla
hershöfðingjar hafi hún
ákveðið að láta drepa ýmsa
fleiri, sem ekki voru eins þekkt-
ir og ekki höfðu eins hreinan
skjöld, til þess aó geta sagt að
Eritreuhershöfðinginn hefði
verið drepinn með hinum
svikurunum.
Þó er talið að gamli keisarinn
hafi bent byltingastjórninni á
að láta Eritreumanninn ekki
hafa of mikil áhrif. Ekki er
hægt að fá staðfest hver líðan
Hailé Sélassié er. Sumir segja
að hann sé sjúkt gamalmenni,
aðrir að hann haldi góðri heilsu
og gefi byltingarstjórninni
jafnvel ráð. I marga mánuði
áður en keisaranum var form-
lega steypt af stóli, vann her-
foringjastjórnin feikilega
skipulega að því að eyðileggja
mannorð keisarans. Þeir
klipptu saman alls kyns kvik-
myndir, settu margháttaða
glæpastarfsemi á svið og
upplýstu fólk um skepnuskap
keisarans, en vitað er að margt
af því var aðeins pólitískt bragð
ófyrirleitinna nýrra valdhafa,
sem keisarinn hafði þó sjálfur
komið á legg. Það hlaut að
koma að breytingu stjórnar-
hátta I Eþíópíu. En þrátt fyrir
allt er augljóst að Hailé
Sélassié hefur gert mikið fyrir
sitt land og líklega hvað mest af
Kærl
vinur,
vinur
Það er fjör I þessu fólki og það
unir þrátt fyrir allt oft glatt við
sitt.
Asnarni
þjóðhöfðingjum Afrlku.
Síðustu ár hans lét hann þó
margt reka á reiðanum á sama
tíma og hann beindi öllu starfi
slnu að kynningu á sviði utan-
ríkismála. ÍJt á það náði hann
margs konar aðstoð m.a. við
uppbyggingu á sviði
heilbrigðismála I Eþíópíu, en
veizlurnar hans voru svo marg-
ar á annað borð og neyðin svo
mikil I landinu á hitt borðið að
þetta gat ekki gengið til lengd-
ar. Gamli maðurinn hlaut að
vlkja.
Nýja stjórnin ákvað að skipta
landinu milli fólksins. Hinir
voldugu landeigendur voru
settir af. Það hefur þó gengið
misvel að hrifsa af þeim völdin.
Skipulag og áætlanir að-
ákveðnu marki hefur skort.
Akrar I heilum héruðum eru I
niðurníðslu af þessum sökum
og ugglaust sjá ráðamennirnir
nú að þeir hefðu betur farið að
orðum Eritreuhershöfðingjans.
Margar fljótfærnislegar
ákvarðanir hafa verið teknar.
Til dæmis ákvað rfkisstjórnin
að loka öllum skólum fyrir
nemendum eldri en 15 ára,
öllum með tölu. Nemendurnir,
frá 15 ára aldri og upp I
háskóla, voru sendir út um
landið að kenna fólkinu. Kenna
því hvað? Kenna þvf eitthvað
og skiptingu landsins. 100
manna hópar skólafólks voru
sendir út og suður um þetta
land, sem er 1400 km langt frá
norðri til suðurs, um 1300 þús.
ferkm að stærð, eða um 13 sinn-
um stærra en Island og með um
26 milljónir Ibúa, tíunda fjöl-
mennasta ríki Afríku.
Lftið vit var I þessari fram-
kvæmd, baráttunni, eins og hún
er kölluð og á að standa I eitt ár.
Sumir hópar vjoru sendir til
landsvæða þar sem þeir skildu
ekki málið og gátu jafnvel ekki
lifað þar vegna allt annars
loftslags en þeir voru vanir og I
flestum tilvikum hefur þetta
unga skólafólk orðið að beina
öllum sínum kröftum til þess að
berjast við að halda lífinu og
marga hefur orðið að senda aft-
ur upp til Addis Ababa vegna
sjúkleika. Þannig hefur lítið
orðið úr kennslunni og þessi
lokun háskóla, læknaskóla og
annarra stofnana I eitt ár, bráð-
nauðsynlegra stofnana fyrir
Út á vi8 eru oftast sýndar sllkar glæsibyggingar eins og Afríkuhúsið I Addis, en þær eru
ekki margar
En þaS getur llka veriB djúpt i
gleðisvipnum I andlitum ristum
rúnum ævagamallar þjáningar.
Venjuleg húsakynni h