Morgunblaðið - 20.07.1975, Blaðsíða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLl 1975
• VIÐVÖRUN . . Ræða Alexanders Solzhenitsvn í Washington • VIÐVÖRUN . . Ræða Alexanders Solzhenitsyn í Washington
Viðvörun
Ræða Alexanders
Solzhenltsyn I Washlngton
Á árunum 1945, 1946 og 1947 var fjöldi
manna i fangelsum okkar fyrir að hafa
framið glæpsamleg athæfi, — ekki fyrr
að hafa starfað fyrir Hitler, heldur vegna
þess að Bandaríkjamenn höfðu hleypt
þeim útúr þýzkum fangelsum og þeir
höfðu dvalizt smátíma á Vesturlöndum.
Það þýddi að þeir höfðu séð velferðina
hinum megin og mundu segja frá henni.
Allt þetta fólk fékk 10 ára fangelsi.
Þegar Nixon var i siðustu heimsókn
sinni til Moskvu fluttu bandariskir blaða-
menn fréttir t.d. frá götum Moskvu á
þennan hátt: „Ég geng niður rússneskt
stræti með hljóðnemann og spyr hinn
venjulega sovézka þegn: Hvað finnst yður
um fund Brezhnevs og Nixons? Og til
mikillar furðu svöruðu allir: Dásamlegt.
Ég er mjög ánægður með þetta“.
En hvert er gildi slíkra fréttamanna ef
þeir flytja ykkur þetta hingað til Vestur-
landa án þess að hugsa málið?
Áður en ég kom inn í þennan ráðstefnu-
sal, hafði ég seinkað heimsókn minni til
Washington dálítið til að skoða nokkur
venjuleg svæði í Bandaríkunum,
heimsækja nokkur riki og spjalla við fólk.
Og mér var sagt, — og þetta var í fyrsta
sinn sem ég heyrði þetta, að á stríðsárunum
hefðu verið sovézk-bandarísk vináttusam-
tök í hverju ríki sem söfnuðu til aðstoðar
við sovézku þjóðina, — hlý föt, gjafir — og
allt þetta var sent til Sovétríkjanna.
Það fór ekki aðeins svo, að við fengum
aldrei þessa aðstoð, við sáum hana heldur
aldrei. Henni var varið til forréttinda-
fólksins. Og enginn sagði okkur frá þessu.
Á Stalínstímanum var allt sagt sem
hægt var að segja Bandaríkjunum til
bölvunar I Sovétríkjunum. Hvenær sem er
geta blöðin slegið upp fyrirsögnum eins
og: Hin blóðþyrsta heimsvaldastefna
Bandaríkjanna ætlar að leggja undir sig
heiminn. Margir menn f okkar landi munu
trúa þessu, munu láta blekkjast og líta á
ykkur sem ógnun. Þetta er það sem
detente þýðir í okkar landi.
Sovézka kerfið er svo lokað að það er
næstum því ógerlegt fyrir ykkur hér að
skilja það. Og kenningasmiðir ykkar og
fræðimenn skrifa bækur til að reyna að
skýra hvernig hlutirnir gerast þar. Sumar
barnalegustu útskýringarnar eru hrein-
legar fyndnar f augum sovézka borgara.
Sumir segja að Sovétleiðtogarnir hafi
nú hætt hinni ómannúðlegu stefnu sinni,
öðru nær. Þeir hafa ekki hætt einu eða
neinu. Sumir segja að f Kreml séu sumir
til vinstri en aðrir til hægri og þeir berjist
innbyrðis. Þeir eru allir eins. Einhvers-
konar valdastreita á sér að vísu stað, en
þeir vilja allir það sama.
Þriðja hugsanlega skýringin er að vegna
tækniþróunarinnar í Sovétríkjunum sé
stjórn efnahagsmála landsins nú I hönd-
um sérfræðinga og að þeir muni áður en
langt um líður ákveða örlög þjóðarinnar
frekar en flokkurinn. Ég segi ykkur hins-
vegar að sérfræðingarnir stjórna efnahag
landsins á sama hátt og hershöfðingjarnir
stjórna hernum. Það er að segja þeir
stjórna engu. Allt er gert eins og flokkur-
inn býður. Þannig er kerfið.
Dæmið sjálfir. Þetta er kerfi þar sem
ekki hafa verið haldnar kosningar f 40 ár,
sem mark er á takandi heldur eingöngu
farsi. Þetta er kerfi sem hefur engar lög-
gjafarstofnanir, enga frjálsa fjölmiðla,
enga sjálfstæða dómara, — þar sem
þegnarnir hafa hvorki áhrif á stefnuna í
innanlandsmálum né utanrfkismálum, þar
sem sérhver hugsun sem brýtur í bága við
viðhorf ríkisins er brotin á bak aftur.
Og rafeindahlustun er svo hersdags-
legur hlutur, að hún vekur enga eftirtekt.
Þið hér f Bandaríkjunum fenguð eitt hler-
unarmál sem olli slfku uppþoti að það stóð
í mörg ár. I Sovétríkjunum er hlerað i
sérhverri verksmiðju, sérhverri íbúð, sér-
hverju húsi.
Þetta er kerfi, þar sem grímulausir
slátrarar á borð við Molotov, sem kom
milljónum manna fyrir kattarnef, hafa
aldrei verið dregnir fyrir dóm, heldur
setjast í helgan stein á gríðarlega háum
eftirlaunum.
Hvers virði eru undirskriftir hinnar
sovézku valdaklfku? Hvernig er unnt að
treysta undirskrift þeirra á detente-
samriingi? Þið ættuð að spyrja sjálfir sér-
fræðinga ykkar og þeir munu segja ykkur
að á sfðustu árum hafi Sovétrfkjunum
tekizt að búa til dásamleg efnavopn og
eldflaugar, sem eru jafnvel betri en þær
sem notaðar eru í Bandaríkjunum. Og
hvaða ályktun eigum við að draga af
þessu? Er þörf á detente eða ekki? Það er
þörf á detente eins og það er þörf á lofti.
Það er eina leiðin til að bjarga jörðinni.
En við þörfnumst virkilegrar detente.
Virkileg detente hefur þrjú einkenni: 1
fyrsta lagi afvopnun, þ.e. ekki bara varð-
andi vopn til að eyða öðrum rfkjum, held-
ur líka varðandi ofbeldi gagnvart eigin
þjóð. í öðru lagi er það skilyrði að detente
sé ekki byggð á brosum, áorðum, heldur á
traustum grunni og muni ekki hverfa eins
og dögg fyrir sólu. I þessum tilgangi er
nauðsynlegt að hinn samningsaðilinn hafi
einhvert vald yfir árásum, vald almenn-
ingsálitsins, frjálsra fjölmiðla, frjáls-
kjörins þings. Ef ekkert slíkt vald er til
staðar er engin trygging fyrir hendi. Og
þriðja skilyrðið: Hverskonar detente er
um aðræðaþegarþeirnota ómannúðlegan
áróður sem í Sovétríkjunum er kallaður
„hugmyndafræði — strfð"? Detente
krefst vinsemdar. Hættum hugmynda-
fræðilegum styrjöldum.
Sovétríkin og kommúnistaríkin kunna
að stjórna viðræðum. I lengri tfma veita
þeir engar tilslakanir, og svo slá þeir loks
aðeins af örlítið. Þá segja allir sigri
hrósandi: Sko, þarna hafa þeir slakað til.
Þá er rétti tíminn til að skrifa undir.
Evrópskir samningsmenn frá 35 löndum
hafa í tvö ár staðið i sársaukafullum
samningsviðræðum. Loks veita
kommúnistarnir tilslakanir. Nokkrar
konur frá kommúnistarikjunum geta nú
gifzt útlendingum. Og fáeinir fréttamenn
munu nú fá leyfi til að ferðast til
nokkurra staða sem þeir fengu ekki að
ferðast til áður. Þeir veita tilslakanir sem
nema einum þúsundasta af eðlilegum
mannréttindum. Og hér á Vesturlöndum
heyrast alls konar raddir sem segja:
Sjáum til. Þeir eru á slaka á. Við verðum
að skrifa undir.
Meðan á þessum tveggja ára viðræðum
hefur staðið hefur kúgunin aukizt í öllum
löndumAustur-Evrópu, — jafnv°l í Júgó-
slavíu og Rúmeníu. Og þá segir kanslari
Austurríkis, einmitt núna: „Við verðum
að skrifa undir þetta samkomulag eins
fljótt og auðið er“. Um hverskonar sam-
komulag yrði þar að ræða? Þetta sam-
komulag yrði jarðarför Austur-Evrópu.
Þið verðið að skilja eðli kommúnismans,
hugmyndafræði kommúnismans.Allar
kenningar Leníns snúast um það að gagn-
vart kommúnismanum er sá fífl sem ekki
tekur það sem að honum er rétt, það sem
liggur fyrir framan hann. Ef þú rekur þig
á vegg skaltu snúa aftur. Kommúnistaleið-
togarnir virða þyí ekkert nema staðfestu,
ákveðni, og þeir fyrirlíta og hlægja að
mönnum sem sífellt hörfa undan. Ykkur
er sagt, — og þetta skal verða síðasta
tilvitnun min í orð leiðtoga ykkar, að vald
án nokkurrar tilraunar til sátta muni leiða
til heimsátaka. En ég segi að vald með
sifelldri undanlátsemi er ails ekkert vald.
Af reynslu get ég sagt að aðeins
ákveðni gerir kleift að standast árásir
kommúnisks alræðis. Við höfum mörg
dæmi úr sögunni og ég skal nefna nokkur.
Sjáið Finnland, þetta litla land, sem
1939 stóðst árás með eigin her. Þið vörðuð
Berlín 1948, og aðeins vegna ákveðni
ykkar kom ekki til heimsstyrjaldar. Sama
gerðist gagnvart kommúnistum í Kóreu
1950. Og 1962 komuð þið því til leiðar að
eldflaugarnar voru fjarlægðar frá Kúbu.
Aftur kom ákveðni og staðfesta í veg fyrir
heimsátök.
Við sovézkir andófsmenn höfum
enga skriðdreka, engin vopn, eng-
in samtök. Við höfum ekkert.
Hendur okkar eru tómar; við höfum að
eins hjarta okkar, og reynslu af þessu
kerfi í hálfa öld. Þegar við höfum fundið
innri styrk til að berjast fyrir rétti okkar
höfum við gert það. Aðeins vegna þeirrar
ákveðni okkar höfum við þraukað, og ég
stend hér frammi fyrir ykkur ekki vegna
velvildar kommúnismans og ekki vegna
detente, heldur vegna minnar eigin
ákveðni og dyggs stuðnings ykkar.
Kommúnistarnir vissu að ég myndi ekki
gefa eftir um eina hársbreidd, ekki um
millimetra, og þegar þeir gátu ekki gert
meir, drógu þeir sig í hlé. Þetta hafa
erf iðleikarnir kennt mér.
Ég vil ekki nefna mörg nöfn f þessu
sambandi, þvf þá hættum við á að gleyma
öðrum hliðum málsins. Frekar væri rétt
að nefna tölur. Nú eru f Sovétrfkjunum
tugþúsundir pólitfskra fanga og sam-
kvæmt áætlunum brezkra sérfræðinga
eru nú um 7000 manns á geðveikraspítðl-
um tilneyddir.
En tökum Vladimir Bukovsky sem
dæmi. Honum var sagt: Farðu. Farðu úr
landi. Farðu til Vesturlanda og haltu
kjafti. Og þessi ungi maður, sem var dauð-
vona, sagði: Nei ég fer ekki. Ég hef skrif-
að um fólkið sem þið hafið sett á geð-
veikrahælin. Látið það laust og þá skal ég
fara til Vesturlanda. Þetta er það sem ég á
við með ákveðni gagnvart skriðdrekunum.
Til að draga saman allt það sem ég hef
sagt við ykkur, get ég sagt, að f stað þess
að hafa samræðurnar pólitískar ættum við
heldur að lyfta þeim upp á siðferðilegt
plan, og segja: 1933 og 1941 gerðu leiðtog-
ar ykkar og allur hinn vestræni heimur
skilyrðislaust samkomulag við alræðið.
Við verðum að gjalda fyrir þetta og við
höfum gert það í 30 ár og við eigum eftir
að gjalda fyrir það á verri hátt.
Það er ekki hægt að hugsa aðeins á hinu
lága plani pólitískra bollalegginga. Einnig
þarf að hugsa um það sem er heiðarlegt og
virðingarvert, — ekki aðeins um það sem
er nytsamlegt.
Vestrænir lagaspekingar hafa nú komið
sér upp hugtakinu „lögfræðilegt raun-
sæi“. Með því vilja þeir ýta til hliðar
hverskonar siðferðilegu mati á ástandi.
Þeir segja: Viðurkennið staðreyndir. Þið
verðið að skilja að ef þessi og þessi lö,g
hafa verið sett í þessum og þessum lönd-
um, þá verða þessi lög, sem gera ráð fyrir
ofbeldi, að vera virt og viðurkennd.
Um þessar mundir á þetta hugtak mikið
fylgi meðal lögfræðinga, — þ.e. að lög séu
ofan siðferði; lög eru eitthvað sem er búið
til og þróað, en siðferði hinsvegar ófull-
komið og skipulagslaust. Svo er þó ekki.
Þvert á móti er siðferði ofar lögum.
Lögin eru tilraun okkar mannanna til að
koma hluta þess siðferðislega sviðs sem er
fyrir ofan okkur inn í lögmál okkar. Við
reynum að skilja þetta siðferði, færa það
niður á jörðina og setja það í formi laga-
setninga. Stundum tekst okkur þetta vel,
stundum ekki. Stundum verður útkoman
aðeins skrumskæling á siðferðinu. En sið-
ferði er alltaf ofar lögunum. Og við
megum aldrei gleyma því.
Við verðum innst inni að viðurkenna að
það er næstum því brandari að tala um orð
eins og „gott“ og „illt“ á Vesturlöndum á
tuttugustu öld. Þettar eru gamaldags hug-
tök, en þau eru raunveruleg og raunhæf
engu að sfður. Þetta eru hugtök af sviði
sem er fyrir ofan okkur. Og í stað þess að
taka þátt í skammsýnum pólitískum bolla-
leggingum verðum við að viðurkennatil-
vist hins illa f heiminum og hin miklu öfl
hatursins. Og við verðum að veita þvf
viðnám, — ekki láta undan, öllu því sem
það fer fram á.
I dag á tvenns konar meiri háttar
þróun sér stað i heiminum. Annars vegar
er sú sem ég hef lýst fyrir ykkur, — þróun
skammsýns undansláttar, þar sem gefið er
eftir og gefið er eftir í þeirri vori að
úlfurinn fái einhvern tíma nóg. Hins
vegar er sú þróun sem ég tel vera lykilinn
að þessu öllu. Undir járnaga kommún-
ismans f Sovétríkjunum og öðrum komm-
únistalöndum fer fram frelsun mannsand-
ans. Ný kynslóð er að vaxa upp sem er
staðföst f baráttu sinni við hið illa, sem er
ekki reiðubúin að ganga að skilyrðis-
Iausum málamiðlunum, sem vill heldur
fórna lffi, launum, lífsskilyrðum en fórna
samvizkunni í samningamakki við hið
illa.
Þessi þróun hefur nú náð svo langt að
marxisminn í Sovétríkjunum hefur sokkið
það djúpt að hanner einfaldlegafyrir-
litinn. Enginn hugsandi maður I landi
okkar, jafnvel skólanemendur, getur talað
um marxismann án þess að brosa. En þessi
frelsun okkar, sem augljóslega mun leiða
til þjóðfélagslegra breytinga, fer hægar
en þróun undansláttarins. Þegar við
sjáum þennan undanslátt, þessa uppgjöf,
verðum við hræddir. Hvers vegna svona
fljótt? Hvers vegna á hverju ári?
Ég sagði í upphafi að þið væruð banda-
menn frelsishreyfingar okkar f komm-
únistalöndunum og ég skora á ykkur:
Hugsum f sameiningu og reynum að finna
leið til að breyta sambandinu milli frels-
unar og undanlátsemi. I hvert sinn sem
þið hjálpið fólki sem er ofsótt í Sovétrfkj-
unum sýnið þið ekki aðeins góðmennsku
og dyggð, þið eruð ekki aðeins að verja
það, heldur eruð þið að verja sjálfa ykkur
um leið. Þið eruð að verja framtfð ykkar.
Reynum því að stöðva þessa glórulausu
undansláttarþróun, þessi sniðugu lög-
fræðilegu rök fyrir þvf hvers vegna við
eigum að slá sífellt af. Hvers vegna þarf
að láta af hendi æ meir af tæknilegri
þekkingu, sem kommúnistalöndin nota til
að brjóta niður þegna sína?
Ef við getum a.m.k. hægt á þessari
undansláttarþróun og gert frelsuninni
kleift að þrífast áfram í kommúnistalönd-
unum, þá mun þetta tvennt að lokum
verða eitt.
A okkar litlu reikisstjörnu eru ekki
lengur til innanrfkismál. Kommúnistaleið-
togarnir segja: Blandið ykkur ekki í inn-
anríkismál okkar. Látið okkur kyrkja
þegna okkar í friði og spekt.
En ég segi við ykkur: Blandið ykkur
meir og meir f málið, blandið ykkur eins
mikið f það og þið getið. Við biðjum ykkur
um að koma og blanda ykkur í málið.
• VIÐVÖRUN . . Ræða Alexanders Solzhenitsyn í Washington • VIÐVÖRUN . . Ræða Alexanders Solzhenítsyn í Washington