Morgunblaðið - 16.09.1975, Side 27

Morgunblaðið - 16.09.1975, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1975 27 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar fcíisna601 Til leigu 4ra herb. íbúð við Kapla- skjólsveg. Laus strax. Leigist i eitt ár i senn. Uppl. hjá Fasteignahúsinu, Bankastræti 11,2. hæð. Keflavik Til sölu 2ja og 3ja herb. ibúðir. Sumar með bilskúrum. Höfum á biðlista kaupendur af ýmsum gerðum ibúða og einbýlishúsa. Eigna- og verðbréfasalan, Hringbraut 90, Keflavik, simi 92-3222. Landakotsspítali óskar eftir 1 til 2ja herb. ibúð fyrir hjúkrunarkonu, helst i nágrenni spitalans. Uppl. hjá starfsmannahaldi. Vil kaupa eða leigja sumarbústað eða eitt- hvert húsnæði til geymslu á húsgögnum á veturna og hægt að búa í á sumrin. Sími 75690. Iðnaðarhúsnæði til leigu í Hafnarfirði. Uppl. i síma 1 1868 — 53949 — 75296. ^ S3'a K&^ Til sölu svefnsófi og tveir stólar (sam- stætt) notað en i góðu standi. Ódýrt. Uppl. i s. 83314. Verðlistinn Munið sérverzlunina með ódýran fatnað, Laugarnes- vegi 82, sími 31 330. Uppþvottavél Husqvarna uppþvottavél fyrir 4 litið notuð til sölu. Verð kr. 55 þúsund, kostar ný kr. 85.775,— Upplýsingar i sima 1 3469. Dömur Buxur Dömu- og drengjabuxur úr terylene. Framleiðsluverð. Saumastofan, Barmahlið 34. Sími 14616. Dragtin Terelynesloppar mikið úrval. Dragtin, Klapparstig 37. Til sölu eldavél Rafha ódýr. Uppl. í síma 42153. Páfagaukur og búr til sölu. Uppl. i sima 41 738. Rennibekkur til sölu. Uppl. i sima 93- 7326. Ólafsvik nágrenni Til sölu notað mótatimbur 1100 af 2X4, 500 m af 1X6. Upplýsingar i sima 6140. Hjónarúm springdýnur Höfum úrval af hjóna- og einstaklingsrúmum. Erum með svefnbekki fyrir börn og unglinga. Framleiðum springdýnur gerum við notaðar springdýnu^ samdægurs. Opið frá S—7 laugardaga 10— 1. K.M. springdýnur, Helluhrauni 20, Hafn. simi 53044. Hjólhýsi til sölu óinnréttað, mjög vandað, smíðað á skipasmíðastöð hér- lendis, hentugt sem söluskúr, vinnuskúr o.fl. Uppl. í síma 75690. Áklæðisútsala Verð frá kr. 400. Damask frá kr. 700., Opið frá 2—6. Blönduhlið 36. Stakkahliðar- megin. Til sölu góð leikgrind á kr. 4.500. Bensín miðstöð og toppgrind áVW. Uppl. isima 74775. Brotamálmur Kaupi allan brotamálm lang- hæsta verði. Staðgreiðsla. NÓATÚN 27, simi 25891. Rauðhetta Iðnaðar- mannahúsinu Útsalan heldur áfram. Allt nýjar vörur. Mikið úrval sængurgjafa og fallegur fatnaður á litlu börnin. Notið þetta einstæða tækifæri. Hjá okkur fáið þér góðar vörur með miklum afslætti. Rauðhetta, Iðnaðarmanna- húsinu, Hallveigarstíg 1. Til sölu nýlegt Apache hjól á 30.000. Til sýnis að Sóleyjargötu 1 1 i dag og á morgun. Gastæki og kútar AGA tæki og minni gerð af kútum ásamt vagni litið not- að til sölu. Verð kr. 60 þús- und, kostar ca. kr. 70 þús- und ný. Upplýsingar i sima 53078. Armbandsúr tapaðist sl. föstudag frá Hæðarg. 40 að Hólmgarði. Vinsamlegast skilist i Hæðarg. 40 gegn fundar- launum. Simi 36052. Klæðningar — Bólstrun Blönduhlið 2, simi 12331. Jarðýtuvinna S. 41516 Jafna lóðir útvega mold, og þökur. Barnagæzla Kona eða unglingsstúlka ósk- ast til að gæta 6 mánaða barns i Efstalandshverfi frá 10—5 eða 1—5. Upplýsingar í síma 42467 eftir kl. 5. atvinpa Atvinna Ungur maður óskar eftir framtiðaratvinnu. Hef áður unnið við húsgagnasmíði. Ég er til í alla vinnu. Einnig mikla vinnu. Þeir, sem áhuga hafa sendi tilboð til Mbl. fyrir 23. 9. merkt: „Góð laun — 4899". Reglumaður óskar eftir herbergi nálægt Háskóla og miðbæ. Simi 32776. 17 ára stúlka óskar eftir vinnu annan daginn. Margt kemur til greina. Uppl. i sima 33049. Skrifstofumaður óskast. Verzlunarskóla- eða hliðstæð menntun æskileg. Eiginhandarumsóknir með' uppl. um aldur menntun og fyrri störf sendist i pósthólf 206 Hafnarfirði. Atvinna óskast Fertugur maður með reynslu i viðskiptum toll/verðútreikn- ingi enskum viðskiptabréfum o.fl. óskar eftir atvinnu hálfan eða allan daginn. Hefur bil. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Noil — 6717". Stúlkur óskast strax til eldhússtarfa. Vakta- vinna. Uppl. i sima 1 7758. Veitingahúsið Naust. Stúlka helzt vön óskast til afgreiðslu í sælgætisverzlun. Umsækj- endur leggi nöfn sin inn á auglýsingadeild Mbl. merkt „Sjoppa — 671 8". bíiar Citroén station '71 DS 21 Brake fallegur bíll til sölu. Verð 750 þús. Uppl. i síma 75472 eftir kl. 17 i dag. Til sölu Opel Record 1971 vegna utanfar- ar, uppgerður frá verksmiðju fyrir 2 árum. Aðeins ekinn 20 þús. km á íslandi. Nýsprautaður og lagfærður. Uppl. is. 74168. Til sölu er nýr Alison gir á 115—240 ha. bátavél. Flans nr. 3. Upplýs- ingar i sima 94-3383. Til sölu Chevrolet bilvél 6 cyl. árg. ’71 ekinn 24 þús. km. Uppl. i sima 96-41236. Kenösla Dönskukennsla Danskur bókmenntafræðP nemi kennir. Upplýsingar í sima 71031 frá 5—7. IOOF 8 = 1 5791 78V2 IOOF Rb = 1 249168V2 I.O.O.F. = Ob. 1P. = 1 569168V2 Kristniboðsfélagið í Keflavík fyrsti furrdur á þessu hausti verður í Kirkjulundi, í kvöld kl. 20.30. Gunnar Sigurjóns- son hefur Bibliulestur. Allir velkomnir. Stjórnin. Flladelfia Almennur Bibliulestur 1 kvöld kl. 20.30. Ræðumaður Einar Gislason. Lýður Kristinn Jónsson—Kveðja Fæddur 13. marz 1924 Dáinn 5. septcmber 1975. „Ekkert Hf án dauða enginn dauði án Iífs“ Það olli mér undrunar og hryggðar þegar ég frétti fyrir rúmum mánuði að vinur minn og frændi, Kristinn Jónsson, gengi með vanvænan sjúkdóm, en ég bjóst ekki við að dauða hans bæri svo skjótt að, sem raun varð á. Það má segja að skammt sé stórra högga á milli í fjölskyldunni, því á liðnum vordögum var faðir hans til moldar borinn, en þannig er gangur dauðans, að enginn veit hvar eða hvenær hann vitjar okkar. Við Kristinn, eða Kiddi eins og hann var ávallt kallaður, þekkt- umst frá barnsaldri, fyrst frá því að hann dvaldi sem barn á sumr- um hjá foreldrum mínum og síðar er ég bjó hjá foreldrum hans hér f borg og þá nánast sem éinn af hinni stóru fjölskyldu. Það eru því margar minningar, sem leita á hugann við þessi tímamót, þegar Kiddi hverfur héðan til feðra sinna. Ýmislegt brölluðum við Kiddi saman eins og gengur hjá ungum mönnum, hann var hinn reyndi borgarbúi, en ég eins og hver annar sveitamaður sem þurfti margt að læra, svo ég félli inn í nýtt umhverfi og Kiddi var góður leiðsögumaður ávallt glaðsinna og laus við alla illkvittni. Þegar ég minnist hans er mér einmitt efst í huga þeir höfuð- kostir, sem hann hafði í svo rfkum mæli og fylgdu honum alla hans ævi, á hverju sem gekk, en það var létt lund og óvenjulega aðlaðandi framkoma, enda átti hann auðvelt með að afla sér vin- áttu samferðamanna sinna. Kiddi var mjög handlaginn maður eink- um við allskonar vélar, hann vann ýmis störf en oftast við vélknúin tæki og lengst af sem leigubif- reiðarstjóri hér í borg, þar til hann kenndi banameins síns, en fram til þess tima mun hann aldrei hafa leitað læknis, veikind- um sínum tók hann með karl- mennsku og ró, þó mun honum snemma hafa verið ljóst að hverju dró. Ég sat eina kvöldstund hjá hon- um nokkru áður en til úrslita dró og ræddum við allmikið saman, hann gerði að gamni sinu í byrjun en tal okkar barst síðan að veikindum, dauða og framlífi, hann sagði eitthvað á þá leið að hann tæki því sem að höndum bæri með jafnaðargerði hvort sem það væri bati eða dauði, þannig var eðli hans. Kiddi var sonur hjónanna Jóns Lýðssonar og Guðrúnar Gisla- dóttur, Grettisgötu 73, næstelztur fimm systkina. Hann giftist 1947 eftirlifandi konu sinni, Bryndísi Emilsdóttur, og eiga þau sex dæt- ur og einn son. Öll eru börnin uppkomin nema yngsta dóttirin sem er 11 ára. Kiddi naut þeirrar hamingju að eignast góða konu og indæl börn, sem studdu hann með ástúð og umhyggju i veikindum hans, ásamt aldraðri móður og systkinum. Það er mikill missir hjá móður Kidda að sjá á bak eiginmanni og syni með svo stuttu millibili, en hún ber harm sinn vel enda styrk kona og óbrotgjörn. Það er auðsætt að dauði eigin- manns og föður er mikið áfall og markar stórt skarð í fjölskylduna, sem erfitt er að fylla, en ég veit að ró og sálarstyrkur Bryndísar og barna hennar mun deyfa sárasta harminn, sem nú hefur sótt þau heim. Ég vil að lokum, um leið og ég votta þeim, ásamt móður og systkinum, samúð mína, minna á yfirskrift þessarar fátæklegu kveðju. „Ekkertlffándauöa, enginn dauði án Iífs“. Bergsteinn Sigurðarson. — Doktor Bomm Framhald af bls. 10 og afkvæmið getið á sjálfu hnakknefinu með þeirri virðu- legu og sómakæru hefðar- freyju, skáldgyðjunni. Læknar hafa löngum sýnt mikla leikni í getnaði og nægir að vísa til ný- legs Læknatals, stórfróðlegs og skemmtilegs. Björn fer geyst með skáldgyðjunni og þeytist um al-íslenzkar lendur og strendur. Og það er undravert hversu hann nær vlða góðum tökum á máli og stíl I bókinni, eftir öll þessi mörgu vestur- dvalar ár. Við fyrsta augnakast hreifst ég af eldfjörugri frásögn hans af þeim gáfuðu, framsæknu og listrænu frændum hans úr Gönguskörðum, þeim Heiðingj- unum frá Heiði og Veðramóts- mönnum. Þá er eftirminnileg og lifandi frásögnin af skag- firzkum sægörpum I sjávar- háska. Björn er kjarnyrtur, snjallyrtur, hraðkvæður og fyndinn. Hann fer mikinn og spýtir mórauðu I allar áttir að hætti skagfirzkra merakónga, jafnvel upp i vindinn, með „Landa“-pela í rassvasanum og klæmist víða í takt við bók- menntalegar hræringar nútím- ans. Skagfirðingar hafa löngum verið glaðastir, söngvinastir og mestir skemmtimenn hérlend- is. Það sýnir Björn með útkomu þessarar bókar. Eflaust má þakka umrætt hispursleysi og frjálslyndi i skagfirzku fasi og framgöngu hestamennskunni, hreyfanleikanum, sem leiddi til aukinna mannlegra samskipta. Eða er kannski prósenttala keltneska blóðsins mun hærri í æðum Skagfirðinga en annarra hérlendis? Altént eru þeir með afbrigðum söngvinir, ljóðelskir og ölkærir likt og frændur okk- ar Irar. En nú er vinur minn, Bjössi Bomm, steinhættur að súpa. Hann hugðist, ekki alls fyrir löngu, koma alfluttur heim með stóra fjölskyldu, ef honum yrði veitt áfengisráðu- nautastaða rikisins og þurrka þar með upp landið. Þá hét ég að flytja alfarinn til Kanada til að geta drukkið mitt vin óáreitt ur. Því að allt, sem Björn læknir tekur sér fyrir hendur, tekst honum með undraverðum ár- angri af meðfæddum dugnaði, áhuga og hæfileikum. Hvort sem um er að ræða að þurrka upp land, sporðrenna flösku fyrr á árum, lækna kranka og blása lífslofti í volaða, þjóna konum, fljúga eigin flugvélum gegnum þrumur og eldingar og svörtuloft kanadiskra stórhrið- arbylja, geysast um rennislétt- ar hraðbrautir á villtum trylli- tækjum og mótorhjólatíkum, yrkja langar drápur, jöfnum höndum á íslenska og enska tungu, skrifa, teikna og gefa út eigin bók, sem er nýkomin að vestan á íslenzkan bókamarkað. Ég vil skýrt taka fram, að ég er enginn jústeraður bókmennta- né listgagnrýnandi, né ætla mér að ryðjast inn á verksvið menningarvitanna með þessum skrifum. Mig langaði aðeins til að kvitta fyrir og þakka Birni sendinguna að vestan, sam- gleðjast og óska Bommaranum til hamingju með afkvæmið. örlygur Sigurðsson. — Minning Dagur Framhald af bls. 31 ingjusama samleið. Eg gleymi þvi aldrei, þegar hann og hin elsku- lega kona hans tóku á móti mér, þegar ég flutti hingað til Reykja- vikur. Ég hafði hann ætið að leiðarljósi og gat alltaf sótt til hans föðurlegar ráðleggingar, sem hafa reynzt mér vel, enn þann dag i dag. Við höfum átt margt sameiginlegt, sem yrði of langt upp að telja. Við viljum öll, sem samfylgdar hans hafa notið, þakka af heilum hug. Ég veit að það mun reynast okkur erfitt að finna og kynnast jafn heilsteyptum og trygglynd- um manni. Megi islenzka þjóðin eiga kost á að ala upp marga slíka drengi,. Guð styrki eftirlifandi konu Dags og gefi henni kraft og trú. Börnum þeirra bið ég allrar bless- unar, megi þau í einu og öllu taka föður sinn til fyrirmyndar. Drottinn styrki þá sem erfiði og þunga eru hlaðnir. Megi minning- in um góðan fögnuð og eiginmann verða styrkur'í mikilli sorg. Kristinn Albertssón.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.