Morgunblaðið - 28.09.1975, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1975
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
á Allsherjarþinginu ákveðnir
ÁKVEÐIÐ hefur verið, hverjir
verði fulltrúar þingflokks Sjálf-
stæðisflokksins á Allsherjarþingi
Sameinuðu þjóðanna að þessu
sinni. Samkvæmt upplýsingum
Gunnars Thoroddsens, iðnaðar-
ráðherra og formanns þingflokks
Sjálfstæðisflokksins, verður Pét-
ur Sigurðsson alþingismaður
fyrri hluta þi^igsins frá miðjum
október og fram i miðjan nóvem-
ber, en síðari hluta þingsins situr
Elín Pálmadóttir borgarfulltrúi
Allsherjarþingið. Samkvæmt upp-
lýsingum, sem Morgunblaðið
hefur aflað sér, munu Sjálfstæðis-
kvenfélagið Hvöt og Lands-
samband sjálfstæðiskvenna hafa
óskað eindregið eftir þvi við þing-
flokk Sjálfstæðisflokksins að
kona yrði tilnefnd einn af fulltrú-
um á SÞ-þingi. Var sú áskorun
tekin upp innan þingflokksins af
þeim Ragnhildi Helgadóttur og
Sigurlaugu Bjarnadóttur og ein-
róma samþykkt í þingflokknum
að tilnefna Elinu Pálmadóttur.
snæuglu og fálka fækkar
Hafsteirm sýnir á Lofttnu
VETRARSTARF Fuglaverndar-
félags tslands er að hefjast um
þessar mundir og verður haldinn
fræðslufundur f Norræna húsinu
n.k. þriðjudagskvöld kl. 20.30.
Þar verða sýndar sænskar mynd-
ir, m.a. af haferninum, sem orð-
inn er mjög fágætur f Svíþjóð.
I frétt frá félaginu segir, að
árangur af arnareftirlitinu hafi
verið góður í ár, en stofninn sé þó
enn i mikilli hættu. Fálka og snæ-
uglu hefur líka fækkað.
Fuglaverndunarfélag Islands
stendur að friðunaraðgerðum og
stefnir að þvi að fá fleiri áhuga-
menn um náttúru- og fuglalff i lið
með sér, m.a. til þess að félagið
verði þess megnugt að standa
straum af þeim kostnaði, sem frið-
unarráðstafanir hafa í för með
sér.
Fuglaverndarfélag íslands
heldur fundi í lok hvers mánaðar
yfir veturinn, eins og verið hefur
undanfarin ár.
Upplýsingar um fundi og starf
félagsins fást í sima 19995 kl. 9—
lOf.h.
1 gær opnaði Hafsteinn Aust
mann sýningu á 33 vatnslita
myndum á Loftinu við Skóla
vörðustíg. Myndirnar eru mál-
aðar á árunum 1951—1975, en f
viðtáii við Mbl. kvaðst lístamað-
urinn vilja taka fram, að hér
væri þó ekki um yfirlitssýn-
ingu að ræða.
Nokkrar mvndannar eru I eink-
aeign, en flestar eru til sölu og
er verð þcirra 30—65 þúsund
krónur.
Sýningin verður opin á verzlun-
artíma og kl. 14--18 laugar-
daga og sunnudaga, en henni
lýkur 10. október.
Rá&iafamefndarfundur EFTA
Vetrarstarf Fuglavernd-
arfélagsins að hefjast
— Arnarstofninn enn í hættu —
hefst á Loftleiðum á morgun
Nýr leikskóli
I RÁÐI er að nýr leikskóli taki til
starfa í Reykjavík á þessu hausti.
Leikskóli þessu verður starfrækt-
ur af KFUM og KFUK í félags-
heimilinu að Langagerði 1. Verið
er að innrétta neðri hæð hússins
til þessara nota. Hægt verður að
taka á móti 2 x 30 börnum til
vistunar á aldrinum 2—6 ára þeg-
ar leikskólinn verður fullbúinn.
Ekki er enn fullvist hvenær skól-
inn getur tekið til starfa, en inn-
ritun verður auglýst á næstunni.
Rétt er að taka fram að leikskól-
inn er ekki eingöngu ætlaður
börnum félaga í KFUM og KFUK
heldur opinn öllum. Forstöðu-
kona hins nýja leikskóla verður
Ragnhildur Ragnarsdóttir fóstra.
Nýjar flugregl-
ur taka gildi
FLUGMÁLASTJÓRN hefur nú
gefið út sérstaka bók, sem ber
nafnið „Flugreglur." Eins og
nafnið bendir til er hér um nýjar
flugreglur að ræða, og eiga þær
að taka gildi 9. október n.k. Regl-
ur þessar eru íslenzk þýðing á
„viðbæti nr. 2 við stofnskrá AI-
þjóðflugmálastofnunarinnar"
(ICAO Annex 2 „Rules of Air),
en tiltekin breyting við þær al-
þjóðareglur tekur gildi ofan-
greindan dag.
Reglurnar gilda innan lofthelgi
fslands svo og fyrir loftför skrá-
sett á íslandi, hvar sem þau eru
stödd, svo fremi að þær brjóti
ekki x bága við reglur, sem út hafa
verið gefnar af því ríki, sem lög-
sögu hefur á því svæði, er loftfar-
ið flýgur yfir.
Akránesi, 27. september.
LISTAVERK Ásmundar Sveins-
sonar, Píramidisk abstraktion,
var afhent Akurnesingum síðast-
liðinn föstudag. Kvenfélag Akra-
ness gekkst fyrir kaupum á lista-
verkinu í samvinnu við Menning-
arsjóð Akraness og Sementsverk-
smiðju ríkisins. Ásmundur lauk
RAÐGJAFARNEFNDARFUND-
UR Fríverzlunarbandalags
Evrópu, EFTA, hefst á Hótel
Loftleiðum á morgun, mánudag.
Fundurinn hefst klukkan 16,30 á
mánudag og í forsæti á honum
verður Ólafur Jóhannesson við-
skiptaráðherra, sem nú er for-
maður EFTA-ráðsins. Fundinn
sitja um 40 fulltrúar aðildarlanda
EFTA, sem eru Austurríki, Is-
land, Noregur, Portúgal, Svfþjóð,
Sviss og Finnland, sem á auka-
aðild að bandalaginu. Nefndin er
SAMTÖK Amnesty International
hafa að undanförnu ásamt fjöi-
mörgum samtökum öðrum gert
sér far um að beina athygli
manna um heim allan að atburð-
unum á Spáni.
í fréttatilkynningu frá íslands-
deild Amnesty International seg-
ir að Franco-stjórnin hafi í æ rik-
ara mæli beitt aðferðum, sem
brjóta algjörlega f bága við mann-
réttindaskrá Sameinuðu þjóð-
anna og fjölmargar alþjóðasam-
þykktir aðrar, til þess að berja
niður andstöðu gegn því stjórnar-
fari, sem hún heldur uppi.
Samtökin Amnesty Internation-
við frumgerðina árið 1959, en
verkið var stækkað fjórum
sinnum og stendur nú við Still-
holt á Akranesi.
Þetta er annað útilistaverk, sem
Akurnesingar eignast, en fyrir
stendur höggmynd Marteins
Guðmundssonar af Sjómanninum
við Akratorg. — Fréttaritari.
skipuð fulltrúum atvinnugreina I
löndunum, vinnuveitenda og
launþega. Ráðgert er að fundin-
um ljúki sfðari hluta þriðjudags.
Fulltrúar á fundinum svo og
ýmislegt starfslið EFTA, sem
hingað kemur sem starfsfólk
fundarins, kom flestallt til lands-
ins f gær, þar á meðal fram-
kvæmdastjóri Fríverzlunarbanda-
lagsins B. Rabaeus. Ráðgert var
— ef veður leyfði að þátttakendur
færu f dag í skoðunarferð til
Akureyrar og Mývatns á vegum
al hafa staðfest að hundruð
manna og kvenna sitja nú í
dýflissum á Spáni vegna þess eins
að skoðanir þeirra eru í andstöðu
við ríkjandi stjórnarfar. Staðfest-
ar skýrslur hafa einnig borizt til
Amnesty um miklar pyntingar f
pyntingar eru í vissum tilfellum
taldar hafa leitt til þess, að sak-
borningar hafa saklausir játað á
sig sakir.
Ellefu andófsmenn biða nú af-
töku, sem samkvæmt ákvörðun
herdómstóls á að fara fram í dag,
laugardag.
Hinum grimmúðlegu aðferðum
Francó-stjórnarinnar við að halda
uppi lögum og reglu, sem ofan á
allt annað eru f andstöðu við
spænsku stjórnarskrána, hefur
verið mótmælt um alla Evrópu að
undanförnu.
Islandsdeild Amnesty Inter-
national hvetur alla einstaklinga
og samtök á Islandi til þess að
sýna hug sinn til dauðadómanna
og pyntinga fanga á Spáni með
kröftugum mótmælum. íslands-
deild Amnesty kréfst þess, að öll-
um pólitiskum föngum á Spáni og
annarsstaðar verði sleppt úr haldi
og minnir á að almenningsálitið í
heiminum hefur áhrif á allar rfk-
isstjórnir.
íslenzku ráðgjafartjefndarinnar.
Hins vegar — ef veður væri
slæmt — var fyrirhugað að þátt-
takendur færu til Vestmanna-
eyja. Fundir hefjast svo árdegis á
mánudag og eru þeir óformlegir.
Verða það fundir með þátttöku-
ríkjum EFTA og fulltrúum Breta
og Dana, sem áður voru í
Fríverzlunarbandalaginu, en eru
nú aðilar að Efnahagsbandalagi
Evrópu. Á þeim fundi verður rætt
um samband EFTA-Iandanna og
Efnahagsbandalagsins og einnig
verður rætt um vandamál þróun-
arlandanna.
Hinn formlegi fundur ráð-
gjafarnefndarinnar hefst svo
eins og_áður sagði klukkan 16,30
á morgun. Fyrsta umræðuefni á
þeim fundi verður efnahags-
ástandið í heiminum og EFTA-
löndin. Fleira er ekki á dagskrá
fundarins þann daginn, en fundir
hefjast á þriðjudagsmorgun aftur
klukkan 10. Verður þá rætt um
efnahagsástandið í Protúgal og
hugsanlega aðstoð EFTA-
landanna. Þá flytur formaður
skýrslu sfðasta fundar nefndar-
innar, en síðan verður umræðu-
efni um starfsemi EFTA og urn
hugsanlega fríverzlun við
Miðjarðarhafslöndin. Þá verður
og rætt um tollamál o.s.frv.
Allan straum af kostnaði við
þennan fund, stendur EFTA.
Nefndarfundir ráðgjafarnefndar
Fríverzlunarbandalags Evrópu
hefur einu sinni áður verið hald-
inn á Islandi, árið 1971, en þá
strax á eftir var haldinn fundur
EFTA-ráðsins, en þann fund sitja
eingöngu stjórnmálamenn og
embættismenn.
Mótmæltu
dauðadómunum
I GÆRMORGUN kl. 11 fyrir
hádegi var efnt til útifundar á
Lækjartorgi til að mótmæla
dauðadómunum á Spáni. Safn-
aðist saman hópur fólks og mót-
mælti dauðadómunum. Þeir sem
stóðu fyrir fundinum voru:
Kommúnistasamtökin, Alþýðu-
bandalagið í Reykjavík, Eik M-L,
MFlK, Fylkingin, SlNE, SHI og
Verðandi.
Listaverk Asmundar
afhent Akurnesingum
Islandsdeild Amnesty
International mótmælir
dauðadómum á Spáni
Merkjasöludagur
Sjálfsbjargar
HINN árlegi merkjasöludagur
Sjálfsbjargar, landssambands
fatlaðra, er í dag, sunnudag. Þá
verður einnig selt blað sambands-
ins „Sjálfsbjörg 1975“.
Á Reykjavikursvæðinu verða
merki og blöð afhent í barnaskól-
um í Reykjavík, Kópavogi, Garða-
hreppi, Hafnarfirði, Seltjarnar-
nesi og Varmárskóla í Mosfells-
sveit, auk þess sem afgreiðsla fer
fram í anddyri Vinnu- og dvalar-
heimilis Sjálfsbjargar, Hátúni 12.
Ók á karl
og konu og
stakk af
EKIÐ var á karl og konu á Nes-
haga í fyrrinótt, skammt austan
við Menningarstofnuii Bandarfkj-
anna. Maðurinn slasaðist þannig
að hann handleggsbrotnaði og
skarst talsvert, en konan fótbrotn-
aði og skarst einnig talsvert, er
þau bæði lentu í framrúðu bif-
reiðarinnar. Ökumaður bifreiðar-
innar hvarf af slysstað og skildi
bfl eftir með lyklum i. Hann gaf
sig sfðar fram um nóttina og var
þá ölvaður. Grunur leikur á að
hann hafi verið ölvaður er slysið
átti sér stað.
Fólkið, sem ekið var á, mun
hafa verið að koma af dansleik á
Hótel Sögu. Bifreiðin, sem ók á
það, mun ekki hafa verið á mikl-
um hraða að því er verksummerki
benda til, en óliklegt er að öku-
maður hafi nokkuð verið búinn að
slá af hraðanum, er fólkið skall á
bflnum. Ökumaður hvarf af staðn-
um og þrátt fyrir gaumgæfilega
leit og fyrirspurnir um hann,
fann lögreglan hann ekki. Siðla
nætur gaf maðurinn sig síðan
fram og var hann þá ölvaður.
Fólkið sem ekið var á, var flutt í
slysadeild Borgarspítalans og i
gær, er Mbl. fór í prentun var
fólkið enn i Borgarspitalanum.
Samkvæmt upplýsingum lögreglu
var talið líklegt að karlmaðurinn
fengi að fara heim af spitalanum,
en ekki var vitað nógu gjörla um
fótbrot konunnar og hvers eðlis
það væri.
Opið hjá Jens
Urup um helgina
NORRÆNA húsið fór inn á þá
braut í sumar að breyta opnunar-
tima þeirra sýninga, sem haldnar
eru á vegum hússins, til samræm-
is við aðra starfsemi hússins, þ.e.
bókasafnsins, kaffistofu o.fl. Það
þýðir að sýningarnar eru nú að-
eins opnar til klukkan sjö á kvöld-
in. Þetta á þó aðeins við um þær
sýningar, sem haldnar eru á veg-
um Norræna hússins. Þeir lista-
menn, sem taka sýningarsalinn á
leigu, geta eftir sem áður ráðið
opnunartlmanum. Ekki virðast
allir ánægðir með þessa tilhögun,
og hafa nokkrir gestir borið fram
kröftug mótmæli.
Norræna húsið vill ekki láta
þetta bitna á jafn góðum gesti og
danska listmálaranum Jens Urup,
og verður þvi sýning hans opin til
klukkan 22 nú um helgina. Hann
verður sjálfur á sýningunni og er
fús til að leiðbeina um sýninguna
og skýra glermyndirnar. Á sýn-
ingunni eru um 30 olfumálverk,
auk vatnslitamynda, grafíkmynda
og klippimynda, og hafa nokkur
verkanna selzt. Þá eru einnig á
sýningunni frumdrög að gler-
myndum, veggmyndum og mynd-
vefnaði, og um 50 litskyggnur af
veggskreytingum Jens Urups eru
stöðugt sýndar. Á annað þúsund
manns hafa séð sýninguna, en
henni lýkur á þriðjudagskvöld.