Morgunblaðið - 28.09.1975, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1975
21
Rigge Gorm
Holten
Danskur surrealisti
I Bogasal hefur dönsk listakona
Rigge Gorm Holten verið með
Rigge Gorm Holten.
sýningu undanfarna daga og lýk-
ur henni 28 september. Er hér um
að ræða 29 surrealistískar mynd-
ir, þar á meðal eru einnig 3 bóka-
kápur og sýnishorn af mynd-
skreytingum f barnabækur rithöf-
undarins Knut Holten, sem er eig-
inmaður listakonunnar.
Mynúllst
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
Rigge Gorm Holten er sjálf-
menntuð og hefur einungis stund-
að myndlist í 8 ár og í ljósi þess
koma fram furðu þroskuð tækni-
brögð og öryggi. Að vfsu koma
fram greinileg áhrif frá surreal-
istum líkt og t.d. Réne Magritte
en þó er myndmál listakonunnar
Tíminn
og vatnið
Tfminn og vatnið, hinn þekkti
ljóðabálkur Steins Steinars, er
ortur á myndauðugu máli, sem
mjög hlýtur að höfða til hug-
myndaflugs myndlistarmanna og
er því merkilegt að ljóðabálkur-
inn skyldi ekki vera myndskreytt-
ur fyrr. En nú hefur Helgafell
tekíð af skarið og gefið kvæðin
enn einu sinni út og nú með
myndskreytingum eftir Einar Há-
konarson.
Framtakið er mjög lofsvert frá
hendi útgáfunnar og hér hefur
ekkert verið til sparað hvað vand-
aðan frágang og uppsetningu
áhrærir, en listamaðurinn mun
sjálfur hafa annast hönnun
bókarinnar. Litbrá hefur leyst
verk sitt vel af hendi hvað prent-
un snertir og er áferð myndanna
á stundum jafnvel betri en.frum-
myndanna, en einnig lakari sem
er óhjákvæmilegt.
Nýlokið er sýningu í Unuhúsi
við Veghúsastíg á frummyndum
listamannsins og bókinni og gafst
þar gott tækifæri til saman-
burðar.
Einar sagði I viðtali nýverið:
„Að hann hafi gert sér grein fyrir
því í upphafi, að myndirnar
mættu ekki vera of sterkar þar
Framhald á bls. 47.
Myndllst
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
Flýjandi djúpfiski
hlaðið glæru ljósi
einskis.
Ein af myndum Rigge Gorm Holten.
á köflum sláandi ferskt og per-
sónulegt. Hér virðist um sjálfsaf-
hjúpun vitundarlifsins að ræða,
— listakonan virðist kafa i undir-
meðvitund sina og lýsa veruleik
sinum, draumum og þrám sem
eru mettaðar vitundinni um á-
sókn sterkra holdlegra hvata. Er
merkilegt hve langt listakonan
kemst I lýsingu á því síðasttalda
án þess, að myndir hennar verði
grófar, — frekar að þær opinberi
fegurð og dulmögn þessara frum-
hvata, eindrægni og ást í samlynd-
um heimi. Hún blandar austur-
Ienzkum áhrifum, fjaðraskreytt-
um indíánum, páfagaukum, sæl-
legum manngervum með fílshaus
og rana en þó mannsaugum, sem
kyntáknum inn í myndir sinar, og
allt virðist hér svo hreint, sjálf-
sagt og saklaust, sem í árdaga.
Liturinn er hin sterka hlið lista-
konunnar I mörgum myndanna,
án þeirra myndu þær næsta líf-
vana, þetta kemur fram í þvi hvé
bókateikningar hennar eru miklu
síðri litmyndunum, og einnig hve
bókakápur hennar eru léttar og
lifandi í lit, og sláandi er hve
typografían er létt og lifandi og i
samræmi við myndmálið, og mjög
í andstöðu við hina hörðu og ó-
vægu typografíu auglýsingaiðnað-
arins, gelda og ópersónulega.
Sumum mun máski finnast, sem
myndheimur Rigge Gorm minni á
Flóka, en ég efa að um áhrif sé að
ræða, frekar keimlík stefnumörk
og áhrif.
Ég álít að margur hafi ánægju
af að skoða þessa sýningu, ekki
síður en af þvi að skoða sýningar
Flóka, og sýningin á það skilið að
henni sé veitt eftirtekt.
BOSCHL^n
Vcndió valió -■ veljió BOSCH
BRÆÐURNIR ORMSSON HF
LÁGMÚLA 9 - SÍMI 38820
£böschJ