Morgunblaðið - 28.09.1975, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 28.09.1975, Qupperneq 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1975 ,,umhverfisstjórnstöð“ og leggur áherzlu á að það sé hún sem fyrir honum vakir fyrst og síðast, en ekki húsagerðarlist f gömlum hefðbundnum skilningi. Buckminster Fuller hefur hlotið mikla viðurkenningu þótt hann hafi hvorki há- skólapróf í stærðfræði né arkitektúr, en hugmyndir hans um húsagerðarlist eru þegar orðnar þáttur í menningarsögunni og ekki verður gengið fram hjá kenn- ingum hans um samverkandi orku í stærðfræði eða orkufræði. Hann er prófessor við nokkra háskóla og hefur verið fyrirlesari við 432 skóla (H.l. var sá 432. í röðinni) en''heiðurs- doktor við 38 háskóla. Hingað kom hann í leit að nýrri reynslu og þá ekki síður/ því skyni að miðla fámennri þjóð af þekkingu sinni. Hann hefur gert landa- kort sem frægt hefur orðið og á því er ísland miðsvæðis í fyrrnefndri heims- borg. En það sem hann fékk einna mestan áhuga á hér á landi voru litlu bárujárnsbyggingarnar og hefur hann nú í hyggju að skrifa bók um þennan „ómeðvitaða arkitektúr", þennan óúthugsaða einfaldleika, sprottinn eins og villt og viðeigandi blóm í umhverfi norðurhjarans en á þó erindi við heim- inn og framtíðina. Hann hefur einnig mikinn áhuga á víkingamenningu for- feðra okkar (kynntist kenningum Einars Pálssonar og kvaðst mundu athuga grunntölu hans, 432.000, með hliðsjón af kenningum sínum um samverkandi orku) og þá einna helzt, hvernig vík- ingum tókst að nota þekkingu síns tíma í daglegu lífi eins og bezt kom fram i siglingaafrekum þeirra, en slík hag- nýting þekkingar í hversdagslegu lifi er í senn höftíðáhugamál og veigamesta við- fangsefni þessa merka Bandaríkja- manns. Sumar þjóðir nefnir hann land- þjóðir, aðrar vatnaþjóðir. Islendingar eru að sjálfsögðu vatnaþjóð — og það hefur sett sitt mark á sögu þeirra, menn- ingu og hugsun alla. XX Þegar Buckminster Fuller var í banda- ríska flotanum 1917 (hann lauk tækni- prófi í flotaskóla) fékk hann fyrst hugmyndina um geodesiska þakið, eða stórhringshvolfþakið, og eru nú yfir hundrað þúsund slíkar byggingar um allan heim, vöruskemmur, íþróttahús, ratsjárstöðvar, m.a. á Stokksnesi og Miðnesheiði. En upphafið má rekja til þess þegar hann stóð á þilfari bandarísks herskips og horfði i kjölsogið, hvítt og freyðandi, og fór að hugsa um að ástæða þess að vatnið breyttist í hvftar kúlur væri núningur skipsins við ölduna. En 1927 urðu straumhvörf í lífi hans. Hann stendur nú á áttræðu, þá var hann 32ja ára gamall. Hann tók þá ákvörðun „að fara að hugsa mínar eigin hugsanir, rækta mínar eigin hugmyndir*1 og láta reyna á það hvað peningalaus einstakl- ingur gæti gert til hagsbóta fyrir sam- borgara sína. Fimm árum áður hafði hann misst einkabarn sitt, en nú stóð hann á þessum tímamótum og horfði á nýfædda dóttur og þá greip hann þessi hugljómun: ást, barátta og missir að baki — og svo blasti allt í einu við augum hans fegurð nýs lífs og hann hugsaði með sér að dóttirin unga gæti því aðeins orðið hamingjusöm að faðir hennar leit- aði allra ráða til að bæta lif — ekki fárra útvaldra — heldur allra. Þannig hófst þetta ævintýri sem er tengt nafni snillings; manns sem sér allt í nýju ljósi, hefur átt mikinn þátt í að breyta heim- inum til hins betra og sér inn f framtíð mikilla tækifæra og möguleika mann- kyni öllu til handa, framtíð sem byggist á leit og þekkingu sem er eins og orkan að þvf leyti að unnt er að beizla haha í þágu lífsins á jörðunni. Hann likir þróun mannsins á jörðinni enn sem komið er við unga i eggi. Þar er hann sjálfum sér nægur. En maðurinn er byrjaður að brjóta skurnið og leíta nýs umhverfis sem hann verður að laga sig að, leita frelsis „undan skurni hinnar leyfilegu vanþekkingar“. 1. Hagkvæmasta leiðin Buckminster Fuller sagði í samtali okkar: Grikkir sögðu: stytzta leiðin milli tveggja punkta er bein lína. En Einstein sagði: þetta er ekki rétt, heldur er hag- kvæmasta leiðin milli tveggja atburða geodesisk, eða stórhringur. Maður sem skýtur fugl á flugi notar ekki beina línu milli fuglsins og byssunnar þegar hann miðar, heldur er hagkvæmasta leiðin sú sem veldur þvf að kúlan hittir markið. Þannig fer hún í boga vegna áhrifa þyngdarlögmáls og vinds. Þetta litla dæmi skýrir grundvallarhugsun mína. Vegna þess að við búum í tilveru þar sem allt er á hreyfingu og háð ýmsum orkulögmálum, er hagkvæmasta leiðin Hvolfþak Fullers yfir Manhattan, New York Fuller og Einar Þorsteinn Ásgeirsson, en hann hefur um árabit haft sam band við Fulier vegna starfs síns. milli tveggja punkta ekki bein, heldur bogin. Hagkvæmasta sambandið milli .tveggja ,,atburða“ í tilverunni er þannig stórhringur. Miðjarðarhafslfnan er t.a.m. stórhringur, en breiddarbaugarnir eru samt allir smáhringir, en lengdar- baugarnir stórhringir. Þegar 80. breidd- arbaugurinn, sem er mjög lítill og norðarlega, er t.a.m. settur á Miðjarðar- hafsbaug sést, að hann sker Miðjarðar- hafslínuna i tveimur punktum, A og B, og þannig er stytzta leiðin (hér má nota orðið stytzta) milli A og B, þ.e. ekki eftir smáhringnum, heldur stórhringnum. Þetta sýnir að hagkvæmasta leiðin er alltaf á stórhringnum, eða geodesiska baugnum, en ekki á smáhringnum. Þetta uildir um allt í tilverunni, ekki sízt t.a.m. þegar geimfari er skotið til tungls- ins. Fluglína geimfarsins verður því hag- kvæmasta leiðin milli ,,atburðanna“, jarðar og tungls, en hún er ekki bein, heldur stórhringur. Með þvf að búa til tæki sem eru mjög ljósnæm og beina athugunum sínum að tunglinu og stjörnunum sem senda frá sér ljós og um borð í geimförunum eru tölvur sem safna þessum upplýsingum og stjórna sjálfar geimförunum eftir upplýsingum þessara ljósnæmu tækja geta Bandaríkjamenn og Rússar lent óskemmdúm tækjum nákvæmlega á réttan stað á tunglinu. En þetta var miklum erfiðleikum bundið í fyrstu. Alveg eins og sjá má af myndum sem teknar eru í myrkri að þegar flugvél skýtur á aðra og hittir í mark, þá er skotlínan skrikkjótt, en samt hagkvæm- ust fyrst kúlan hittir. Þetta á einnig við um fuglinn sem skotinn er á flugi. Ef maður ætlar að hitta hann er sú leið að markinu hagkvæmust sem hefur í för með sér að skotmaðurinn hittir í mark. Þessi hagkvæmasta lína er alltaf geodesisk, eða stórhringur. Þotur fljúga t.a.m. eftir stórhringsbaugi. Þetta sýnir að það er vitleysa eða al- gjör undantekning, sem okkur var kennt í skóla, að beina línan sé stytzta leiðin milli tveggja punkta. Við verðum að taka með í reikninginn hreyfingu, þyngdar- lögmál og aðra krafta í tilverunni. Ein af teikningunum, sem minnzt er á i samtalsgreininni. 2. Umhverfisstjórnun Buckminster Fuller er eins og fyrr getur upphafsmaður að geodesisku hvolfþökunum eða stórhringsþökunum, kúlunni. Slík „umhverfishönnun" hefur nú verið gerð yfir margvíslega starfsemi, en þekktasta kúlan er í Montreal, byggð í tilefni af heimssýningunni þar 1967. Buckminster Fuller teiknar fyrir blaðamann Morgunblaðsins. Buckminster Fuller segir: Þessi hvolfþök eru niðurstaða mín af leitinni að hagkvæmustu leiðinni milli tveggja atburða. Ég var að leita að hag- kvæmustu leiðinni til að afmarka rými. Ég vildi finna hagkvæmustu byggingar- leiðina fyrir umhverfisstjórnun, þ.e. vinda, regn o.s.frv. Ég skipti heiminum í tvo hluta, það sem er innan í hvolf- þakinu og hitt, sem er fyrir utan það. Ég þarf á að halda regni, vindi og sól og þess vegna vil ég geta stjórnað því að hleypa þessum þáttum tilverunnar, sem ég nota, inn í rýmið, þegar mér hentar, en ekki J)egar þessi náttúrufyrirbrigði ætla að ryðjast hömlulaust inn. Ég er ekki að útiloka vatnið og sólina og vindinn eða önnur náttúruöfl frá viðfangsefnum mínum. Það væri misskilningur, ef ein- hver héldi það, heldur eru þessi hvolf- þök eða kúlur eins konar orkustjórn- tæki. Skip á sjó er slíkt orkustjórntæki. Það hefur stjórn á sínu næsta umhverfi. Þess vegna getur það siglt. Ég get ekki stjórnað stjörnunum, en ég get haft hemil á næsta umhverfi. Sém sagt: Ég vil geta stjórnað staðnum sem um er að ræða og orkuatburðunum. Orka er ekki einungis rafmagn, heldur allt í kringum okkur, unatur, regn, rafmagn, geislun, Ijós o.s.frv. 3. Þekking í þágu daglegs lífs Ég vil búa til þennan hagkvæmasta öryggisútbúnað sem ég á völ á til að stjórna næsta umhverfi. Kúlan inni- heldur mest rými með minnstu yfir- borði. Þegar hvirfilbylur er t.a.m. úti og loftþrýstingur fellur mjög ört, þá er venjulega hár þrýstingur innanhúss. Og þegar loftþrýstingurinn inni f húsinu leitar út þenst kassahúsið út og reynir að breyta sér í kúlu. Ef venjulegt ferkantað hús væri loftþétt, splundraðist það í allar áttir. í kúlu eða hvolfþaki er þessi lögun aftur á móti fyrir hendi, svo að þrýstingurinn breytir engu. Allt sem er orkulega mikilsvert i heiminum er hringlaga eins og höfuð á manni eða egg eða sól eða stjörnur eða atóm. Ég veit einnig að þessar geodesisku línur eða stórhringir eru hagkvæmustu línurnar í kúlunni og einnig veit ég að þríhyrn- ingurinn er eini stöðugi marghyrningur- ínn og vegna þess að ég veit einnig að grundvallarlínan milli tveggja punkta á kúlufleti er stytzta línan milli punkt- anna eða sú hagkvæmasta þ.e. geodesiska línan, sá ég í hendi mér að unnt var að leysa vandamálið með því að raða saman jafnarma þríhyrningum á kúluflöt, þannig að endapunktarnir í þrí- hyrningnum lægju allir á kúlufletinum: sem sagt, þetta er geodesiskt eða stór- hringshvolfþak. Sterkasta byggingin sem hægt er að reisa. Og samt vegur hálfkúlu íbúðarhús aðeins 1/10 af venju- legu húsi! Teningslaga hús eru misþyrming á lög- málum náttúrunnar. Hún notar sömu lögmál og ég — eða öfugt. Og frumstætt fólk hefur lært af náttúrunni. Svert- ingjar, indíánar og eskimóar nota kúlu- formið í húsagerð og hús þeirra eru létt og þola mikil veður. Annað dæmi um stórhringslínur í eðlisfræðinni er fyrirbrigðið um hreyf- ingu loftmólikúla innan i uppblásnum bolta eða blöðru. Mólikúlin reyna alltaf að fara hagkvæmustu leiðina innan kúl- unnar og lína þeirra er þess vegna stór- hringur. Og þar sem mólikúlin eru óend- anlega mörg innan í boltanum skerast stórhringirnir, sem þeir mynda í ótelj- andi punktum sem eru ekkert annað en jafnarma þríhyrningar, eða geodesisk kúla. Þetta er sama lögmálið og í upp- byggingu hvolfþaksins sem ég fann upp 1947 og fjöldaframleiðsla hófst á 1955. Þessi hálfkúla er nú verulegur liður í vörnum vestrænna rikja. Sérfræðingar héldu því fyrst fram að þessi hús þyldu aðeins 25 kílómetra vind á klukkustund, en raunin hefur orðið sú að þau hafa þolað hvirfilbyl sem fór með 291 kíló- metra hraða á klukkustund á tindi Washingtonfjalls í Nýja-Englandi. Ef við spörkum i bolta er vitað úr aflfræðinni að þrýstingurinn frá punkt- unum sem við spörkuðum í dreifist jafnt á allt yfirborð boltans. Sama gildir um hvolfþökin, þ.e. að ef þrýst er á þau á vissum stað, t.a.m. af vindi, dreifist sá kraftur jafnt á alla kúluna, en þessu er á annan veg farið i venjulegu ferhyrndu húsi. Þannig getur hvolfþak staðizt miklu betur hvirfilbylji og jarðskjálfta, svo að dæmi séu tekin, en t.a.m. kassa- hús. Ég treysti mér með hvolfþaki af þessari gerð að byggja hús sem hefur sömu hæfni til að standast öll utanað- komandi áhrif, þar með talinn land- skjálfta og óveður, og hefur sama rými og venjulegt hús, en notar þó aðeins 1/300 hluta þess efnis sem fer í hús af

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.