Morgunblaðið - 28.09.1975, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 28.09.1975, Qupperneq 37
37 — Litur og form Framhald af bls. 10 Viö Veturliði vorum fyrir skömmu í New York og á einni sýningu þar í þekktum sal sáum við feikn-stórar myndir, 5—6 m langar, eftir ungan málara, en myndirnar fundust okkur ákaf- lega lftils virði enda var hrifn- ingin lítil og við stöldruðum ekki lengi. Innihaldið f þessum myndum og vinnan við mál- verkið var fyrir neðan allar hellur, en þessir málarar komast inn f salina fyrir kunn- ingsskap. Það verða að vera einhver takmörk á þvf hverjum er veitt aðstaða í húsi eins og Kjarvalsstöð- um og mér finnst að menn verði að hafa lært eitthvað og sýnt getu til þess að fá þar inni, en þó verðum við að byggja á víðsýni en ekki fordómum og þröngsýni. Gallinn er að á okkar landi sitjum við uppi með menn sem vilja ráða lögum og lofum í kúnstinni hér f dag og þeir taka menn fyrir. Þeir gleyma listinni sjálfri og skirr- ast ekki við að segja fólk vit- laust og vanþroska ef það sýnir áhuga á einhverju sem þeir hafa ekki viðurkennt. Þeir hafa líka staðið saman þessir menn í því að hæla hver öðrum alveg frá þvf að þeir komu fram á sjónarsviðið. Mig hafa þeir aldrei þolað fremur en ýmsa fleiri, en það féll lfklega ekki í kramið hjá þeim að ég seldi öll mfn málverk á fyrstu málverka- sýningunni minni 17 ára gamall. Ekki veit ég þó um þeirra álit á mínum myndum annað en að þeir hafa hunzað þær alla tíð varðandi sýningar erlendis nema f eitt skipti fyrir mörgum árum þegar ég var f FlM og var þá boðið að vera með f samsýningu í Helsingi. Síðar gekk ég í annað félag, Myndlistarfélagið, og varð þá að segja mig úr hinu samkvæmt útlistingum höfuðpauranna en aldrei sagði ég mig þó úr því. Þeir reikna vfst samt sem áður ekki með mér, blessaðir, en um Myndlistarfélagið er það að segja að það lognaðist út af í rólegheitunum. Þegar boð koma frá útlönd- um um sýningar hafa þessir sjálfskipuðu stjórnendur myndlistarinnar alltaf fengið þau beint f gegn um mennta- málaráðuneytið og svo eru það ævinlega sjálfir forsprakkarnir sem senda sín verk og ríkið greiðir allt, jafnvel pökkun og annað slíkt. Þetta er þó vonandi að breytast með hinum mörgu nýju ungu mönnum, sem eru komnir f félagið. En það er alveg makalaust hvernig þeir hafa komið fram þessir drengir og þeir virðast trúa þvf að það verði að vera eitthvað óbrúan- legt bil milli listmálaranna og fólksins í landinu þótt það sjón- armið skilji náttúrulega ekki aðrir en þeir.“ „Er mikil afbrýðisemi fylgi- fiskur málarastéttarinnar?“ ,,Ef mönnum vegnar vel fer það f taugarnar á sumum innan stéttarinnar og á þeirri for- sendu skil ég að þeir láta mig afskiptalausan. Sumir hafa til dæmis verið að hallmæla Sverri Haraldssyni fyrir það að dýrustu myndir hans séu f háu verði en Sverrir hefur áunnið sér sinn sess og það er feikileg vinna í hans myndum, en ætli það sé ekki eins og hjá manneskjunni almennt, sumir gleðjast yfir góðu gengi Véladeild HJÓLBARÐAR Sambandsins siÍTaraÍ674o8 og 38900 Hér erum vio o í Höiðatúni 8 (MILLI LAUGAVEGAR OG BORGARTÚNS) í Höföatúni 8 er hjólbaröamiö stöö okkar. Þar er aö finna, undir einu þaki, hiö fjöl- breyttasta úrval stæröa og geröa Yokohama hjólbarða. Á 200 m2 gólffleti er þar einnig rúm fyrir bílinn þinn, á meöan viö vinnum viö hann. Meö hraövirkum og fullkomnum tækjum. Gjöriö svo vel, akiö inn og kynnist alhliða hjólbaröaþjónustu Véladeildar Sambandsins. > • ÞM * > annarra, aðrir öfundast og hafa allt á hornum sér og gleyma þreinlega öllu öðru, líka að lifa sfnu lffi, sem gæti verið hið gjöfulasta ef þeir væru ekki alltaf að reyna að lifa því án eðlilegs sambands við umhverfi sitt. Við eigum ekki að vera að elta skottið á einhverjum stór- um eða litlum fransmönnum. Við eigum að leggja okkur fram f að halda hinum fslenzka tón. Svavar Guðnason hefur sér- stöðu í þessum hópi $em ég er að tala um, hann heíur sjálf- stæðan íslenzkan náttúru- kjarna í sér, sjálfstæðan stfl, sem vantar f þá flesta. Hljóminn og þungann má ekki vanta í Iitina, því þá vantar hinn íslenzka tón. Við sem búum á íslandi eigum ekki að yrkja á ensku, við eigum miklu fjölskrúðugra mál en svo að þess gerist þörf og við eigum svo fjölbreytta tóna í íslenzkri náttúru að við ættum ekki að þurfa að vera að hanga f útlend- um stílfyrirbærum þótt sjálf- sagt sé að kynnast þeim. Litir og form íslenzkrar náttúru hljóta að vera sú klassfk, sem Islendingum stendur næst og varðar mest um.“ -á.j. UfGEFANDI: SÖGUFÉLAG BORGARFJAROAR Borgfirzkar æviskrár IV. birndi Guðrún-lngibjartur er komið út. Fæst hjá umboðsmönn- um og bóksölum. Sögufélag Borgarfjarðar EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.