Morgunblaðið - 28.09.1975, Síða 47

Morgunblaðið - 28.09.1975, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1975 47 — Skuttogarar Framhald af bls. 48 — Ég held, að það hafi verið okkar stóra yfirsjón að leyfa þorskveiði í nót á árunum 1964—1970, en síðan hefur ekki sést stór þorskur á miðunum, sagði Sighvatur. Hann sagði, að ef skuttogararn- ir yrðu keyptir yrði stofnað sér- stakt hlutafélag um rekstur þeirra. Einn skuttogari er nú gerður út frá Vestmannaeyjum, Vestmannaey, sem kom til lands- ins skömmu eftir að eldgosið hófst í Eyjum. • ---- — Hólmanes Framhald af bls. 48 út frá spilkúplingu og síðan náð niður í olíuna i kjalsoginu. Þaðan hafði hann dreifst út um allt vélarrúmið og m.a. brætt niður í álgólfið í vél- arrúminu. Þá voru rafmagns- kaplar brunnir i sundur og margar stórar leiðslur. Að ósk útgerðar Hólmaness var Barði NK fenginn til að draga togar- ann til Hafnar, en Hólmanes var statt úti af Hvalnesi þegar eídurinn kom upp og var rétt að hefja veiðar. — Spánn Framhald af bls. 1 burður yrði aðeins til að flýta því hruni. Anker Jörgensen, forsætis- ráðherra Danmerkur, sagði að fréttin væri alvarlegt og hörmu- legt áfall. Talsmaður v-þýzka utanríkisráðuneytisins sagði að menn skildu ekki hvers vegna dauðadómunum hefði ekki verið breytt og sagði að aftaka mann- anna gæti haft alvarleg áhrif á tengsl Spánverja og V-Þjóðverja. Talsmaður brezku stjórnarinnar harmaði aftökurnar og sagði að brezka stjórnin hefði gert ítrek- aðar tilraunir til að telja spánsk- um stjórnvöldum hughvarf. Mennirnir 5, sem teknir voru af lífi hétu Sanches Bravo, Garcia Sanz, Baena Alonzo, Otagui og Parades Mantos. Voru þrír teknir af lífi í Madrid, einn í Barcelona og einn í Burgos. Fangelsisyfir- völd leyfðu nánustu ættingjum mannanna að eyða síðustu nótt- inni með þeim í fangelsunum. Gífurlegar mótmælaaðgerðir fóru fram í París og Lissabon i gærkvöldi og nótt og þúsundir manna réðust inn í sendiráð Spánar í Lissabon og brutu þar allt og brömluðu svo að ekki stóð steinn yfir steini. Lögreglumenn stóðu álengdar og gerðu ekkert til að koma i veg fyrir skemmdar- verkin, fyrr en sendiráðið hafði verið lagt í rúst. Sömu sögu er að segja frá París; þar var kveikt I sendiráðsbyggingunni og skrif- stofum spánskra ferðaskrifstofa. Einnig var ráðist á spánskar ræðismannsskrifstofur í ýmsum borgum úti á landsbyggðinni. — Patty Hearst Framhald af bls. 1 hvort hún vildi hann sem verj- anda sinn. Bailey hefur átt mjög litríkan feril sem verjandi og m.a. varði hann Medina höfuðsmann, sem sýknaður var af ákærum um fjöldamorðin í My Lai í S- Víetnam og Albert Desalvo, sem gekk undir nafninu „Bostonkyrkjarinn“ — Reykjavíkur- bréf Framhald af bls. 27 úthlutun og þar til ítarleg grein- argerð var lögð fyrir almenning um hana. Þarna urðu mistök í meðferð málsins, sem að vísu eiga sér skýranlegar orsakir eins og áður er að vikið, en ekki mega endurtaka sig. 1 öðru lagi er á- stæða til þess fyrir forsvarsmenn Reykjavíkurborgar að taka alla meðferð lóðamála til endurskoð- unar. Það eru að visu rök hjá borgarstjóra er hann bendir á, að úthlutun umræddrar lóðar var byggð á almennri auglýsingu í lok ársins 1974. En þar sem það hefur þótt gagnrýnisvert, að slik lóð skuli ekki auglýst sérstaklega, hljóta borgarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins að taka þau mál öll upp til endurskoðunar. Raunar sýnist ástæða til að taka lóðamál almennt til meðferðar því að svo virðist, sem Reykjavíkurborg geti alls ekki annað þeirri eftirspurn, sem er eftir byggingarlóðum og er það mikið áhyggjuefni út af fyrir sig, en ljóst er, að þegar eftir- spurnin er meri en framboð, kem- ur alltaf upp óánægja, þegar gera þarf upp á milli fólks. 1 þriðja lagi hlýtur það að verða forystumönn- um Sjálfstæðisflokksins nokkurt íhugunarefni á hvern hátt þeir geta dreift störfum milli trúnað- armanna flokksins á þann veg, að ekki komi til hagsmunaárekstra eða að einstakir trúnaðarmenn komist í þá aðstöðu að hægt sé yfirleitt að gera þá tortryggilegá. Verði réttar ályktanir dregnar af þessum atriðum öllum innan Sjálfstæðisflokksins, kann svo að fara að hið svonefnda Ármanns- fellsmál eigi eftir að verða Sjálf- stæðisflokknum og trúnaðar- mönnum hans til góðs og þar með að sjálfsögðu borgarbúum. — Karlakór Framhald af bls. 35 Islendinga í Vesturheimi, eða ár- in 1946 og 1960, og verið tekið forkunnarvel. Eftir hljómleika- haldið I Kanada fer kórinn til Bandarlkjanna og syngur í Norð- ur-Dakota og Minnesota. Söngstjóri kórsins er Páll Pampi- chler Pálsson, einsöngvarar Sig- urður Björnsson óperusöngvari og tveir kórfélagar, þeir Frið- björn G. Jónsson og Hreiðar Pálmason, en Hreiðar syngur einnig dúett ásamt Ragnari Þjóð- ólfssyni. Píanóleikari er Anna Ás- laug Ragnarsdóttir, en hún og Sig- urður Björnsson koma bæði frá Munchen I Þýzkalandi til þess að taka þátt I söngför kórsins. Á mánudag og þriðjudag heldur Karlakór Reykjavíkur tvenna hljómleika I Háskólabíói, sem hefjast kl. 1 báða dagana. Uppselt er á þessa hljómleika. — Myndlist Framhald af bls. 21 sem hann gæti ekki vænst þess, að allir skildu „Tfmann og vatnið“ á sama hátt og hann, og að því væri mikils um vert að í myndunum kæmi ekki fram bein afstaða, heldur hugmynd, kannski óljós á stundum“. — „Sums staðar hef ég notað skýrt táknmál, eins og t.d. hringinn, þ.e.a.s. tfmann, — þögnin er Iíka táknuð á skýran hátt, og sem tákn vitundarinnar nota ég andlit. Þetta er óákveðið andlit, það hef- ur engar sérstakan svip, — það hefur ekki augu — það er óráðið og síbreytilegt, eins og vitundin. Það sem mér finnst koma skýrast fram f „Tímanum og vatninu“ er trúin, trúin á guð, en um leið eru ljóðin lofgjörð um ástina. And- stæðurnar eru líká mjög sterkar, eins og þegar Steinn yrkir: „Alda, sem brotnar á eirlitum sandi. Blær, sem þýtur í bláu grasi. Blóm, sem dó“, — Svo kemur allt i einu gjörólíkur tónn — hann hverfur frá þessu ljóðræna og yrkir: „Ég henti steini í hvítan múrvegg, og steinninn hló“. Þrátt fyrir þessar andstæður kemur þetta í beinu framhaldi og þetta er eitt ljóð, ein órjúfanleg heild.“ — Ég sé ekki betur en að hér sé um þversögn að ræða af hálfu listamannsins, þar sem i ummæl- um hans kemur einmitt fram ákveðinn persónulegur skiln- ingur og afstaða til ljóðanna. En slíkt kemur ekki að sök enda væri það merkilegt ef ekki kæmi fram skýr afstaða listamannsins til ljóðanna og hins myndauðuga táknmáls þeirra og lifsspeki skáldsins, „draumsýnir, skyn- hverfingu og fmyndir frelsaðrar undirvitundar". Myndir Einars bera einnig merki þess að hann leitast við að þræða táknmál ljóðanna á sem ljósastan hátt.til stuðnings mynd- auðugu máli og gerir það einmitt innan ramma þess myndstíls, sem hann hefur tileinkað sér f gegn- um árin, sem er að sjálfsögðu persónuleg afstaða. Merkilegt þykir mér hve skýrt kemur fram í þessum myndum Einars hve mjög nám hans f forsköla Myndlista- og handíðaskólans undir handleiðslu Kurt Zier o.fl. ásamt sfðari reynslu hans sjálfs við kennslu þar, hefur orðið honum mikill áhrifa- og örlagavaldur og sannast hér hið fornkveðna, „að lengi býr að fyrstu gerð“. Að vinna hreint og f lifandi blæbrigðum hefur gengið eins og rauður þráður f gegnum alla myndsköpun Einars í grafík og allri meðferð grátón- anna hvaða tækni sem hann velur sér. Þetta er einmitt sú megin- regla, sem allt nám í forskóla hef- ur byggst á frá upphafi og engar sérdeildir né erlendir skólar hafa náð að breyta þeirri afstöðu í myndsköpun þeirra nemenda, sem lengst haf náð á listabraut- inni. Myndir Einars verða að teljast misjafnar að gæðum í bókinni og er likast því sem hann hafi lagt misjafnlega mikla rækt við út- færslu þeirra, sumstaðar þrengir hann of mikið að ljóðunum og myndmálið verður of hart, en í annan stað samræmist þetta tvennt á sláandi hátt t.d. f sam- bandi við ljóðið „Net til að veiða vindinn“. Hér er leikandi létt samband á milli mynd- og lesmáls. Ég álít að útfærsla einstakra mynda í málmgrafík hefði aukið á fjölbreytni þeirra og blæbrigða- ríkdóm, sem er næsta einhæfur í sumum myndanna og tónaendur- tekningar bæta ekki upp. Það hefði einnig aukið á fjöl- breytnina, ef t.d. 2—3 listamenn hefðu myndskreytt bókina en ein- skorðað sig þó við sömu tæknina. 1 heiid er þetta stórmerkt fram- tak af hálfu Helgafells og bókin hin eigulegasta og vonandi sannar framtakið að myndskreyt- ingar ljóða auka áhuga á þeim og listgildi útgáfunnar og ber að þakka öllum þeim er hér lögðu hönd að verki. — Helsinki Framhald af bls. 19 boðskapur lokayfirlýsingar ráð- stefnunnar? 1 fyrsta lagi viðurkenna Vesturlönd að landamæri, sem mörkuð voru með aðstoð Rauða hersins, séu friðhelg, eða með öðrum orðum, að ekki megi hrófla við yfirráðasvæði Sovét- ríkjanna f Austur-Evrópu. Fyrir Sovétríkin er þetta jafngildi friðarsamninga í lok sfðari heimsstyrjaldarinnar, sem við höfðum þó heitið, að við skyldum aldrei undirrita meðan skipting Evrópu væri við lýði. 1 öðru lagi, með þvi að standa að þessari ráðstefnu færast Sovétríkin nær þvi að standa jafnfætis Bandaríkjunum á vett- vangi þjóðanna. 1 þriðja lagi hafa Sovétmenn náð aðaltilgangi sínum í sam- kvæmissölunum í Helsinki. Það, sem þar fór fram, hlúir að ósk- hyggju ótalmargra Evrópubúa, þ.e. að fyrst Sovétmönnum sé greinilega svo mikið í mun að stuðla að friði, þá sé Vesturlönd- um óhætt að fara að taka það rólega, og ekki sé lengur nauð- synlegt að viðhalda nánum tengslum við Bandarikin." — Suðúr- garðurinn Framhald af bls. 35 tonn að þyngd. Mikillar ná- kvæmni þurfti við til þess að setja kistuna á réttan stað og varð því að vera gott veður, lítil hreyfing og logn. Með þeim á- fanga, sem nú hefur verið náð hafa skilyrði i höfninni gjör- breytzt. Eins hafa dolosstein- arnir sannað ágæti sitt og .hafa verið lagðir út rúmlega 1.700 slíkir, en eiga að verða 2442 í suðurgarðinum. Er enginn vafi á að þessir steypusteinar verða ið framtfðinni notaðir um land allt, en Hafnarmálastofnunin á mótin af þessum steinum eftir að verkinu hér lýkur. Nú er verið að leggja áherzlu á að fylla kistuna af grjóti og raða dolossteinum utan i garð- inn. Sex til tólf tonna steinar eru settir innan við steyptu steinana. Framangreindar upp- lýsingar lét Sigurðuii Jónsson hafnarstjóri mér í té, svo og myndirnar, sem fylgja. — Ragnheiður. ,,Nú er rétti tlminn til að hugsa fyrir vorinu." Við höfum heyrt að orð sem þessi geri Hollendingar, mesta blómlaukaþjóð heims, að einkunnarorðum sínum þegar liða tekur að hausti. Og þessi orð eru sannarlega i tima töluð þvi ef við ætlum okkur að njóta ánægj- unnar af fegurð og litskruði blóm- laukanna er eins gott að hafa timann fyrir sér. Margar spurningar vakna jafnan hjá þeim sem i fyrsta sinn ætlar að leggja blómlauka, td: Hvar fást þessir laukar? Hvenær á að leggja þá í moldina og hvernig er það gert? Og hvaða tegundir skal velja? Verður nú leitast við að svara lauslega þessum spurningum til hægri verka fyrir þá sem um þessar mundir eru að leggja út á þessa blómum stráðu braut. Fyrst er þess að geta að blóm- laukar fást i allflestum blóma- verzlunum og nú i haust hafa þar að auki ýmis kaupfélög haft þá á boðstólum, ætti þvi að vera vand- BLÓMLAUKAR njóta sin best I þyrpingum (ekki i einföldum röð- um) ætti ekki að láta færri en 3—5 i hverja holu og i flestum tilfellum enn fleiri allt upp i 20 ef efni og ástæður leyfa. Smálaukar geta myndað mjög fallegar breiður með timanum en til þess að svo verði þarf að setja þá allþétt til að byrja með. Besta aðferðin við gróðursetn- ingu er að grafa hæfilega djúpa og viða holu með stunguskóflu, losa vel botn holunnar og raða siðan laukunum i hana með hæfilegu millibili án þess að þrýsta þeim ofan i moldina. Til þess að verja laukana sveppum sem stundum vilja sækja á þá er gott að strá svo sem einni teskeið af efninu BRASSICOL i hverja holu. Þegar moldin hefur verið sett yfir laukana aftur er gott að strá yfir hana ögn af garðáburði (50—60 g á hvern fermetra). Mesta vandamálið við gróður- setninguna er venjulega það hversu djúpt á að setja laukana. Alþekkt og auðveld regla I þvi Framhald af bls. 1 reyndist, „mótstöðu afturhalds- afla, sem beita valdi." Hann sagði, að þetta yrðu flokkarnir að gera, þótt þeir hefðu ekki „reikningslegan“ meirihluta. Orðum sfnum virtist Zarodov beina til kommúnistaflokka Portúgals, Ítalíu, Spánar og Frakklands, segir blaðið. ræðalaust að verða sér úti um þá ef vilji er fyrir hendi. Blómlaukar eru afar fjölbreyti- legir og tegundir óteljandi. Þeir sem einhverjum árangri hafa náð á ræktunarbrautinni reyna að komast yfir fágætar tegundir, en byrjendur láta sér jafnan nægja túlipana, páska- og hvítasunnu- liljur, hyacintur, krókusa og ýms- ar tegundir smálauka, sem harð- gerðar eru og auðveldar í ræktun. Besti gróðursetningartíminn er talinn vera septembermánuður og framan af október svo rétt er að láta nú hendur standa fram úr ermum og koma lauknum i mold ina sem allra fyrst. Það er nefni- lega til mikilla bóta við ræktun blómlauka að þeir fái tima til að mynda rætur og þannig ná ofur- litilli fótfestu i lifinu áður en frysta fer að ráði, þvi án róta eru þeir eins og gefur að skilja æði varnarlausir i gaddi og umhleyp- ingum vetrarmánaðanna, og geta þá jafnvel átt það til að rotna. ÁB—HL. máli er sú að ofan á lauknum eigi að vera moldarlag sem svarar þrefaldri hæð lauksins, td. að ofan á 5 cm háan lauk eigi að leggjast 15 cm moldarlag. Þess ber og að gæta að undir botni lauksins sé a.m.k. 10 cm djúp gróðurmold vel unnin og laus. Stærstu lauka, eins og t.d. keisarakrónu (fritillaria imperialis) þarf að setja vel djúpt (a.m.k. 20 cm.). Vepjulilju þarf lika að setja mjög djúpt, einkan- lega ef miðað er við stærð lauks- ins, enda er til þess ætlast að hún sé sett á stað þar sem aldrei þarf að róta við henni. Til frekari glöggvunar fylgir þessum þætti tafla sem sýnir hversu djúpt á að setja algengustu blómlauka Þeir blómlaukar sem minnst hefur verið á eru yfirleitt harðgerðir og auðveldir I ræktun hér í vel framræstum jarðvegi, þó hafa á undanförnum árum komið vetur svo slæmir að laukar hafa beðið mikinn skaða, en sem betur fer hendir slíkt ekki oft. 1 forystugrein segir The Tim- es, að Brezhnev hafi sýnt Zarodov „einkennilegan og mikilvægan heiðursvott", en setur fund þeirra i samband við umræður, sem kunni að fara fram í Kreml um fyrirhugaða ráðstefnu kommúnistaflokka. „Brezhnev styður sennilega al- þýðufylkingar, en vill ekki vera sakaður um að gleyma bylting- unni,“ segir The Times. CDyPT K/OKKdRRfl IvRUKR ocx : C-W' . I Rs'ids'ocey ^ ' . i'HÆtlr jsr ...'Q' ^vÍtpVrc'os',' o MoWT ílKETIft KROkuV VoRftO®! <S> MÁKnJaOLÍi /ÁB—HL. — Kalt stríð?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.