Morgunblaðið - 28.09.1975, Qupperneq 48
AU(;LYSIN(,ASIMI\N ER:
22480
iR»rí)tin6Iní)it>
SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1975
Il
IVII FRYSTIKISTUR RAFT0RG SÍMI 26660 RAFIÐJAN SÍMI: 19294
Ný saltfiskverk-
unarstöð í E)jum
— 30 millj. kr. þurrkunarvél tekin í notkun
Tveir skuttogarar
keyptir til Eyja?
— Verðum að kaupa þá, segir Sighvatur
Bjarnason hjá Vinnslustöðinni
UM ÞESSAR mundir er verið að
taka f notkun nýja saltfiskverk-
unarstöð í Vestmannaeyjum. Er
það Stakkur h.f., sem á stöðina,
en það fyrirtæki er í eigu fisk-
vinnslustöðvanna f Eyjum. Gamla
fiskvinnslustöðin, sem Stakkur
átti, fór undir hraun í gosinu
1973.
Hólmanes kemur nýtt til Eski-
fjarðar.
Ljósm.Mbl.: Þórleifur Ól.
Hólmanes:
Gólfið
bráðnaði
í eldinum
SKUTTOGARINN Barði frá
Neskaupstað kom með skuttog-
arann Hólmanes frá Eskifirði
til Eskifjarðar f gær, sem sem
kunnugt er kom upp eldur f
vélarrúmi Hólmaness um kl.
17 f fyrradag. Svo mikill var
eldurinn að allar gólfplötur f
vélarrúminu bráðnuðu og láku
niður. Eldurinn mun hafa
kviknað út frá spilkúplingu.
Hólmanes mun verða einhvern
tíma frá veiðum.
Það mun hafa verið rétt um
kl. 17 að eldur kom upp í vélar-
rúmi Hólmaness. Skipverjar
lokuðu strax öllu vélarrúminu
og tæmdu úr kolsýruflöskum
niður í það. Um kl. 18 kom
varðskip á staðinn og fóru
menn frá varðskipinu með
dælur um borð i Hólmanes.
Stuttu síðar var búið að
slökkva eldinn að mestu og
fóru þá reykkafarar niður i
vélarrúmið. Voru það 1. og 3.
stýrimaður varðskipsins og 1.
vélstjóri Hólmaness. Kom þá í
Ijós, að eldurinn hafði kviknað
Framhald á bls. 47.
Iscargo:
„ÞAÐ sem af er þessu ári, erum
við sennilega búnir að flytja um
6000 kálfa frá Irlandi til ftalfu,
en í hverri ferð flytjum við 240
kálfa. Það eru frábærir farþegar,
fjörugir og skemmtilegir meðan
þeir eru svona litlir,“ sagði
Hallgrfmur Jónsson hjá Iscargo f
samtali við Morgunblaðið f gær.
Hallgrímur sagði, að á Italíu
Sighvatur Bjarnason, forstjóri
Vinnslustöðvarinnar, sagði í gær,
að í saltfiskverkunarstöðinni væri
ný saltfiskþurrkunarvél frá
Noregi, sams konar og er í verk-
unarstöð Guðbergs Ingólfssonar í
Garðinum. Búið er að setja vélina
upp og er þegar farið að reynslu-
keyra hana. Þurrkunarvélin mun
kosta hátt í 30 millj. króna
uppsett, en þess má geta að vélin í
Garðinum kostaði ekki nema -10
millj. kr. fyrir tveimur árum.
Nýja verkunarstöðin í Vest-
mannaeyjum stendur í svonefnd-
um Botnum og er húsið mjög stórt
og vandað til þess á allan hátt.
Sæfari RE
skemmdist
mikið af eldi
ELDUR kom upp f Sæfara RE 77 f
fyrrinótt en þá var báturinn
staddur skammt undan Þorláks-
höfn. Hringur GK dró bátinn til
Þorlákshafnar og þar var slökkt f
honum. Báturinn er mikið
skemmdur.
Skipstjóri Sæfara sendi út
neyðarkall um leið og eldsins varð
vart, en eldurinn var f vélarrúmi
og káetu. Hringur GK var skammt
frá og kom strax á staðinn. Áhöfn
Sæfara fór um borð í Hring og
lína var sett á milli bátanna og
var Hringur kominn með Sæfara
til Þorlákshafnar kl. 01.25.
Slökkviliðið i Þorlákshöfn beið á
bryggjunni þegar bátarnir komu
til hafnar og tókst fljótlega að
slökkva eldinn. Miklar skemmdir
urðu á Sæfara.
EINS OG fram kemur á forsíðu
blaðsins f dag náðu 13 olíufram-
leiðslurfki, sem þingað hafa f
Vínarborg samkomulagi f fyrri-
nótt um að hækka verð á hráolfu-
tunnu um einn dollar og er það
um 10% hækkun. Morgunblaðið
spurði f gær Önund Ásgeirsson,
forstjóra Olfuverzlunar tslands
h.f. um áhrif þessarar hækkunar
á verð á bensíni og olíum hér
innanlands. Önundur sagði, að
mjög bráðlega myndi þessi hækk-
un hafa áhrif hér, en ekki væri
unnt að segja nákvæmlega, hve-
nær verð olfuafurða myndi
hækka. Það færi að nokkru eftir
birgðum, sem til væru f landinu.
væru kálfarnir sem allir eru tarf-
ar, aldir í nokkrar vikur, en sfðan
er þeim slátrað til manneldis.
Mjög mikið er um þessa flutninga
og er Iscargo ekki eina flutninga-
flugfélagið sem er í þessum
flutningum.
Annars sagði Hallgrímur að
félagið hefði nú svo til næg verk-
FJÖRAR fiskvinnslustöðvar í
Vestmannaeyjum eru nú að at-
huga með kaup á tveimur skut-
togurum og leggja stöðvarnar
áherzlu á að fyrra skipið geti
komið fljótlega, og f athugun er
að kaupa togara, sem nú er í smfð-
um í Noregi.
Sighvatur Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinn-
Skráning á olíuverði til Islands
fer eftir skráningum í Curacao í
Venezuela og í Rotterdam í Hol-
landi og hækkunarinnar mun
mjög bráðlega gæta hérlendis.
Hvenær hennar gætir í útsölu-
verði hér fer eftir birgðum í land-
inu og stöðu innflutningsjöfnun-
arsjóðs á olíum. Önundur sagði,
að engir verðútreikningar hefðu
enn verið gerðir en grófir út-
reikningar, gætu gefið hugmynd
um væntanlega hækkun. Önund-
ur kvaðst ætla, að verð á húshit-
unarolíu myndi hækka um tæp-
lega eina krónu hver lftri, en
bensínlítrinn myndi hækka um
rúmlega eina krónu.
á árinu
efni og ýmislegt væri á döfinni.
Mjög margir aðilar á Islandi væru
nú að huga að fiskflutningum í
stórum stíl til meginlands
Evrópu. Búið væri að fara með
eina litla sendingu til Danmerk-
ur, og á næstunni stæði jafnvel til
að fara nokkrar ferðir með fisk og
þá til Rotterdam og Danmerkur.
ar, sagði í viðtali við Morgunblað-
ið í gær, að enn væri ekkert afráð-
ið í þessum efnum. Forráðamenn
fiskvinnslustöðvanna, sem væru
með þeim stærstu á landinu, væru
allir sammála um, að skuttogar-
ana þyrfti að kaupa. Eyjaflotinn
hefði dregist mjög aftur úr á síð-
ustu árum, bæði hvað stærð og
aldur snerti.
Þá sagði Sighvatur að höfnin í
Vestmannaeyjum væri nú mjög
góð, og ennfremur, að miklum
verðmætum hefði verið varið til
þess að byggja Heimaey upp, eftir
gosið, og ef einhver afturkippur
kæmi í atvinnulífið gæti það leitt
REKNETABÁTURINN Hafnar-
nes fékk um 60 tunnur af sfld f
netin um 4 mflur austur af Bjarn-
arey í fyrrinótt. Þetta kom fram
er Mbl. ræddi við Svein Svein-
björnsson, leiðangursstjóra á
rannsóknarskipinu Árna Frið-
rikssyni í gærmorgun. Þá var
Árni Friðriksson staddur f Háa-
dýpi og ætluðu skipverjar að fara
að kasta flotvörpunni, en lóðað
hafði á torfupeðring niður við
botn. Sveinn var ekki viss um
hvort hér væri um sfld eða ein-
hverja aðra fisktegund að ræða,
en það hefði átt að koma f Ijós,
þegar búið var að draga flotvörp-
una f gegnum torfurnar.
Sveinn Sveinbjörnsson sagði,
að þeir á Árna hefðu fundið lítið
af sfld við Eyjar í fyrrinótt, en
sums staðar hefði verið lélegt
punktadrasl. Hafnarnes hefði lagt
í rönd á 20 faðma dýpi og átti
skipstjóri bátsins alls ekki von á
þvf að fá þetta mikinn afla út úr
ióðningunni. Fór Hafnarnesið
með aflann til Þorlákshafnar og
ætlaði að vera komið á sömu slóð-
ir í kvöld.
til þess að fólk flytti á ný frá
Eyjum og margir væru nú orðnir
vanir að flytja.
Sighvatur sagði, að fiskleysi á
miðum Eyjabáta ýtti á um skut-
togarakaup. Bátunum gengi
sífellt erfiðar að ná í fiskinn og
^að væri ekki hægt að neita því,
að fiskur færi nú minnkandi á
miðum þeirra. En hægt ætti að
vera að byggja fiskstofna við Is-
land upp á ný, t.d. þegar við vær-
um búnir að reka útlendinga út
úr túnunum okkar og síðan með
iþví að skipuleggja fiskveiðar Is-
,lendinga vel. Friða þyrfti meira
af gotstöðvum, eina friðaða got-
stöðin væri á Selvogsbanka, en
það hólf væri alltof litið.
Þá sagði Sveinn, að spærlings-
bátar hefðu orðið varir við ein-
stöku síld í afla sínum, þannig að
síldin virtist vera dreifð á stóru
svæði við Suðurland.
------• 4 4
Könnun á heilsu-
fari starfsmanna
Kísiliðjunnar
Björk, Mývatnssveit 27. sept.
HAFIN ER hér rannsókn á
heilsufari starfsfólks Kísiliðjunn-
ar. Það er félag læknanema við
Háskóla íslands, sem óskaði eftir
að fá að gera slika athugun. Fyrst
og fremst er stefnt að þvi að
rannsaka hjarta, blóðrás og önd-
unarfæri. Þeim til aðstoðar er
Tryggvi Ásmundsson, lungnasér-
fræðingur við Vifilsstaðaspítala,
og ennfremur Laufey Egilsdóttir
héraðshjúkrunarkona hér.
Áherzla er lögð á að allt starfsfólk
Kisiliðjunnar komi, en stefnt er
að þvi að þessari rannsókn ljúki
fyrir n.k. mánaðamót. Kristján.
Hefur flutt 6000 kálfa frá
írlandi til Ítalíu
Um það bil krónu hækkun
á gasolíu- og bensínlítra
Framhald á bls. 47.
Fékk 60 tunnur
af síld við Eyjar