Morgunblaðið - 09.03.1976, Síða 1

Morgunblaðið - 09.03.1976, Síða 1
40 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 52. tbl. 63. árg. ÞRIÐJUDAGIJR 9. MARZ 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Mesta hrap pundsins London, 8. mar/. Reuter. PUNDIÐ lækkaði um fjögur cent gagnvart dollar í dag og hefur aldrei hrapað eins hratt á einum degi. Staða þess gagnvart öðrum gjaldmiðlum hefur heldur aldrei verið eins veik. Englandsbanki varö að styrkja pundið og talið er að hann hafi varið til þess um 150 milljönum dollara. Pundið lækkaði um fimm cent fyrstu tvo tímana eftir opnun í morgun en við aðgerðir bankans dró úr þrýsingnum og við lokun var pundið skráð á um 1.94 doll- ara, miðað við um 1.98 dollara við Framhald á bls. 39 Áttu að myrða eigin ráðherra Kaíró, 8. marz. Reuter. LlBlUSTJÓRN reyndi að ræna utanrfkisráðherra sfnum og öðr- um Ifbýskum embættismanni f Egyptalandi eða myrða þá þar sem þeir neituðu að snúa heim að þvf er egypska saksóknaraem- bættiðskýrði frá f dag. Því er haldið fram, að þetta Portúgal hyggurá 200 mílur Lissabon, 8. mara. Reuler. PORTCGALAR áskilja sér rétt til að taka sér 200 mflna fiskveiði- lögsögu ef fiskveiðihagsmunum þeirra verður ógnað á fjarlægum miðum að þvf er aðstoðarfiski- málaráðherra Portúgals, Pedro Coelho, sagði á fundi einnar nefndar FAO, Matvæla- og land- búnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, f dag. 200 mílna lögsaga næði frá portúgalska meginlandinu og til Azoreyja og Madeira á Atlands- hafi. Hann sagði að hægt yrði að lýsa yfir 200 mílum ef fiskveiði- lögsaga ríkja þar sem portúgalski fiskiskipaflotinn stundaði hefð- bundnar veiðar yrði færð út ein- hliða. samsæri hafi falið f sér tilraunir til morða, mannrána og skemmdarverka og sennilega mun það enn spilla sambúð Egyptalands og Lfbýu. Frá því var skýrt þegar sjö líbýskir hermenn höfðu verið handteknir og lokið var við að yfirheyra fyrrverandi utanríkis- ráðherra Túnis, Mohammed Al- Massmoudi, sem er sagður náinn vinur þjóðarleiðtoga Líbýu. Muammar Gaddafi ofursta. Massmoudi var handtekinn um leið og líbýsku hermennirnir um helgina vegna hins meinta sam- særis um að ræna eða myrða utan- ríkisráðherra Líbýu, Abdel Moneim Al-Honi majór og Omar Meheishi majór, sem báðir eiga sæti í líbýsku byltingarstjórninni. Talsmaður saksóknaraembætt- isins segir, að Massmoudi hafi ját- að að hann hafi komið til Kafró til að fá mennina til að snúa aftur til Tripoli. Þar sem þeir hafi neitað þvf hafi Líbýustjórn ákveðið að beita valdi. Honi majór fór flugleiðis á laug- ardag frá Kairó til Rómar þar sem talsmaður líbýska sendiráðsins sagði í dag að hann væri í læknis- skoðun. Líbýsku hermennirnir sjö eru sagðir félagar úr sömu samtökum og þrír Líbýumenn sem voru handteknir á Fiumicino-flugvelli Framhald á bls. 39 RlKISRÁÐSFUNDUR— Juan Carlos konungur á fundi í ríkisráðinu um ástandið. Forseti ráðsins, Torcuato Fernandez-Miranda, er þriðji frá vinstri. Hinir eru Carlos Fernandez-Villaspin hershöfðingi og Manuel Lora-Tamayo, varaforseti ráðsins. Mestu verkföll á Spáni síðan 1939 Madrid, 8. marz AP. Reuter ÞJÓÐVARÐLIÐAR skutu ungan Baska til bana í Bilbao í dag þegar 325.000 verkamenn í Baskahéruðunum á Norður-Spáni efndu til víðtækasta verkfalls á Spáni síðan í borgarastríðinu 1936—39 tii að mótmæla því að fjórir verkamenn biðu bana í óeirðum við lögreglu í síðustu viku. Baskinn sem féll, Vincente Ferrero, var 18 ára gamall járn- verkámaður og fékk kúlu í höfuð- ið þegar lögreglan dreifði um 2.000 mönnum sem efndu til mót- mælaaðgerða. Hann lézt síðar í sjúkrahúsi. Vegna verkfallsins var verzlunum, skrifstofum, skól- um og bönkum lokað. Öeirðirnar í Bilbao hófust fyrir dögun þegar lögregla gerði leit á heimilum verkfallsforingja og handtók að minnsta kosti sex þeirra. Þjóðvarðliðar beittu fyrst gúmmiskotum en siðan föstum skotum þegar 2.000 menn fóru i mótmælagöngu. Margir verka- menn særðust af gúmmikúlunum. Hvitt lak var breitt yfir staðinn þar sem Ferrero var skotinn og hópur verkamanna stóð þar vörð. Annars staðar í Bilbao skutu lög- reglumenn út í loftið og beittu táragasi til að dreifa fólki sem hrópaði „Lögreglumenn eru morðingjar." Fjórir þeirra sex sem voru handteknir voru frá iðn- aðarbænum Basauri skammt frá Bilbao. I San Sebastian reyndu þúsund- ir manna að ganga til miðborgar- innar en lögreglan réðst til atlögu með kylfur að vopni og margir voru slegnir í götuna. I bænum Framhald á bls. 39 Liðhlaupar ná landamæravígi Beufort-kastala, Libanon. 8. marz. AP. Reuter. MÚHAMEÐSKIR uppreisnarher- Ronald Reagan er spáð enn öðru áfalli — í Florida í dag Miami, 8. marz. Reuter RONALD Reagan, fyrr- um ríkisstjóri í Kaliforn- íu og keppinautur Fords forseta í forkosningun- um fyrir forseta kosning- arnar, verður líklega fyr- ir öðru áfalli á morgun þegar forkosningar fara fram í Florida. Ford forseta er spáð sigri samkvæmt skoðana- könnunum og þar með fengi hann geysisterka forystu í baráttunni um útnefninguna. Wallace 1 forkosningum demó- krata er talið að úrslitin verði tvísýnni og menn treysta sér ekki aö spá um úrslitin. Þó er talið að baráttan verói milli George Wallace, ríkis stjóra í Alabama, og Jimmy Carter, fyrrum ríkisstjóra í Georgia. Andstæðingar þeirra eru frjálslyndari en gengið er út frá því að þeir tapi. Þó getur verió að baráttunni un útnefn- inguna veröi alls ekki lokið þegar flo cksþing demókrata kemui saman í New York í júlí til að velja forsetaframbjóó- anda flokksins. Reagan Naumur sigur Fords forseta í viðureigninni við Reagan í forkosning- unum í New Hampshire hefur treyst stöðu forset- ans og hann er bjartsýnn á úrslitin. menn lögðu undir sig stórskota- liðsstöð í kastala frá timum kross- ferðanna aðeins sex kílómetra frá ísraelsku landamærunum í dag og hótuðu að skjóta niður allar ísraelskar flugvélar sem flygju inn í lfbanska lofthelgi. Þar með er óttazt að bardagar geti blossað upp nálægt Golan- hæðum án þess að sýrlenzk eða líbönsk vfirvöld geti bundið enda áþá. Uppreisnarmennirnir eru rúm- lega 50 talsins og lýstu því yfir að þeir hefðu gengið í „Líbanska Arabaherinn“, hóp uppreisnar- manna, sem eru undir forystu lið- hlaupa úr landhernum, Ahmed Al-Khatib lautinants. Hann stjórnaði uppreisn í hern- um í janúar og Libartski Araba- herinn hefur staðið fyrir nokkr- um uppreisnum síðan. Líbanska stjórnin kom saman til aukafundar í dag til að fjalla um ráðstafanir til að koma i veg fyrir upplausn i hernum. Á eftir var sagt að Rashid Karami for- sætisráðherra hefði beðið Abdul Halim Khaddam, utanrikisráð- herra Sýrlands, um aðstoð til að binda enda á uppreisn Khatibs og Líbanska Arabahersins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.