Morgunblaðið - 09.03.1976, Síða 13

Morgunblaðið - 09.03.1976, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1976 13 sem er að meðaltali 32.5%, eða um 7% meira en svarar til kerfis- breytingarinnar einnar. Loðnan hækkar einnig frá því, sem ann- ars hefði orðið, um 35% eða sem svarar kerfisbreytingunni. I kjarasamningum sjómanna og út- vegsmanna ráðast hins vegar skipti aflaverðmætis í bátshlut og áhafnarhlut. Kjarasamningarnir Abendingar nefndarinnar um breytingar á hlutaskiptareglum eru reistar áþeirri meginforsendu aó hlutir áhafna úr hinu nýja skiptaverómæti, þ.e. eftir að fisk- verð hefur verið hækkað vegna kerfisbreytingarinnar, haldist óbreyttir að meðaltali fyrir meg- ingreinar flotans. AIls staðar er miðað við meðaltölur heilla greina, sem nánar skyldi kveðið á um i kjarasamningum sjómanna og útvegsmanna. Um ábendingar nefndarinnar um breytt hluta- skipti gegnir þvi sama máli og um fiskverðsbreytingarnar, sem fyrr var getið um, að einungis er horft til þeirra áhrifa, sem beinlínis leiða af kerfisbreytingunni sjalfri, án tillits til annarra atriða, sem varða tilboð eða kröfur hags- munaaðila, enda eru þessi síðar- nefndu atriði hrein samnings- atriði milli sjómanna og útvegs- manna og skyldu til lykta leidd á þeim vettvangi eftir sem áður. Sú breyting á kjörum áhafna, sem af kerfisbreytingu þessari leiðir, er þannig fyrst og fremst hugsuð sem leiðrétting á kjörum þeirra, sem hvað verst hafa farið út úr viðskiptum sinum við sjóðina, þ.e. áhafnir þeirra báta, sem greitt hafa meiratil sjóðanna heldur en þeir hafa fengið greitt úr þeim, fá nú meira til skipt- anna. Kerfisbreytingin ein sér leiðir þannig ekki til beinnar heildarkauphækkunar, heldur er um að ræða tilfærslur frá þeim bátum, sem notið hafa ríflegra styrkja úr sjóðunum til þeirra báta, sem vel hafa aflað en ekki hafa notið sín sem skyldi vegna óhóflegra greiðslna í sjóðina. I þeim samningsdrögum sem nú liggja fyrir, hefur hlutaskipta- reglunum verið breytt á þann veg, að skiptaprósenturnar hafa verið lækkaðar nokkuð, en vegna þeirrar hækkunar á fiskverði sem beinlinis leiðir af kerfisbreyting- unni, hækka hlutir áhafna um rúmlega 10% að meðaltali fvrir bátaflotann í heild. t). Hér hafa því fléttast saman tveir þættir, annars vegar breytingin á sjóða- kerfinu, sem felur í sér bætt kjör áhafna, einkum á þeim bátum, sem verst voru leiknir af sjóða- kerfinu, hins vegar hafa sjómenn fengið framfylgt kröfum sinum um bætt hlutaskipti á bátaflotan- um í heild, þannig að meðal- áhafnarhlutur hækkar við þessa samninga og þá fiskverðshækkun, sem breytingin á sjóðakerfinu veldur, um rúmlega 10%. Þegar tekið er tillit til þeirrar fiskverðs- hækkunar, sem er umfram hækkun vegna breytingarinnar, er hækkun á hlutum sjómanna orðin 13—14% að meðaltali sé miðað við hlutina eins og þeir voru fyrir samningana. Sem dæmi má nefna, aó skipta- prósentan (án orlofs) á 100 tonna bát á línu lækkar úr 32,0% í 28,5%, og hásetahluturinn (án or- lofs) miðað við 11 manna áhöfn fer úr 2,9% í 2,6%, en vegna fiskverðshækkunarinnar, sem breytingin á sjóðakerfinu felur í sér, hækkar hlutur áhafnar, og þar með hlutur háseta, um rúm- lega 10%, en þegar bætt er við fiskverðshækkun umfram kerfis- breytinguna verður hlutarhækk- unin 17—18%. En þaó eru ein- mitt vertíðarbátarnir í þessum stærðarflokki, 50—110 brl., sem hafa haft hvað mestan óhag af viðskiptum sinum við sjóðakerfið. Hækkunin á hlutum sjómanna á öllum vertíðarbátum nemur um 10% að meðaltali vegna kerfis- breytingarinnar einnar sér, en um 17—18% sé umframhækkun fiskverðs talin með, en bátar þess- ir taka til um 40—45% fiskiskipa- flotans m.v. heildaraflaverðmæti. Hækkunin er meiri hjá smærri bátum, en minni hjá stærri bát- um. Minni skuttogararnir hafa kom- ið því sem næst sléttir út úr við- skiptum sinum við sjóðakerfið og njóta þvi engra sérstakra hags- bóta við þá breytingu á sjóðakerf- inu, sem hér um ræðir. Þó má telja, að meðalhlutur á þeim hækki um 2% vegna kerfisbreyt- ingarinnar en með umframhækk- un á fiskverði um 9—10%. Stóru togararnir hafa notið hárra styrkja úr sjóðakerfinu, og við afnám Olíusjóðsins og aðrar þær breytingar, sem um ræðir, skapast miklir örðugleikar við rekstur þessara skipa. Fullt sam- komulag hefur þó verið um það að leysa þau mál á öðrum vettvangi og láta það á engan hátt koma niður á hlut áhafna þessara skipa, þannig breytast aflaverðlaun á þeim eins og aflahlutir á minni skuttogurunum. Hjá loðnubátum kemur breyt- ingin þannig út, að miðað við t.d. 6000 tonna afla hjá 250 lesta skipi, þá lækkar skiptaprósentan úr 36,5% niður i 29,1%, og háseta- hluturinn m.v. 14 menn i áhöfn fer úr 2,6% i 2,1%, en vegna hækkunar loðnuverðs, sem sjóða- kerfisbreytingin veldur, hækkar hásetahluturinn um rúmar 35.000 krónur eða úr 390.000 upp 1 Framhald á bls. 26 1) 1 töflum hér á eftir eru birt yfirlit yfir skiptakjör eins og þau eru skv. slðast gildandi bátakjarasaniningum að þvi einu breyttu, ad stærðarflokkar hafa verið sam- ræmdir milli veiðarfæra, og skiptakjör skv. samningsdrögum þeim, sem hér lisftja fyrir. Ennfremur er sýnd hlutfallsleg hækkun á hlutum sjómanna i hverjum þeim stærðar- og veiðarfæraflokki, sem samningarnir taka til, miðað við nvju skiptaprósenturnar og bæði þær fiskverðshækkanir, sem kerfis* breytingin veldur, sem og þá frekari hækkun algengs fiskverðs, sem ákvcðin var á fundi yfirnefndar Verðlagsráðsins 29. febrúar sfðast liðinn umfram hækkun vegna kerfis- breytingarinnar. Föt rí mörgum sniðum? stakir jakkar, stórkostlegt buxnaúrval, skyrtur ■ Frakkar, þunnir og þykkir, leðurjakkar, v blússur Aðalstræti 4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.