Morgunblaðið - 09.03.1976, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1976
Grágæsamóðir,
ljáðu mér vængi
BUNAÐARÞING situr nú á rök-
stólum og er þar nú velt vöngum
yfir þvi, hvernig hægast sé að
fækka eða útrýma grágæs, og er
það helst í ráði að drepa hana
meðan hún er í sárum — er hún
er ófleyg, hefir misst flug-
fjaðrirnar sem gerist árlega i júlí.
Eg tel það slæma menn, sem eru
svo illa innrættir að láta sér detta
þetta í hug, hvað þá fara með
svona óþverra inn á Alþingi. Ekki
trúi ég því, að þetta fái þar neinn
hljómgrunn, en Búnaðarþingi er
af þessu vansæmd.
Það er i lögum, að gæsaveiðar
byrji ekki fyrr en eftir 20. ágúst
og má það ekki fyrr vera og vona
ég að því verði ekki breytt. Um
tjón af völdum gæsa er fjas eitt.
Bændur geta haldið öliu sínu
fyrir henni, enda sprettur hvergi
betur en þar sem hún er. Hún
gefur af sér áburð, sem öllum
öðrum áburði er betri. Það hefi ég
reynt, og Guðmundur Jónsson á
Ægissíðu sagði, að þar sem gæs-
irnar væru mest við ána i túninu
hjá honum þyrfti hann ekki að
bera á.
Þeir eru að tala um, að gæs hafi
fjölgað og er ég á öndverðum
meiði við þá menn. Eg tel, að
henni hafi fækkað mjög mikið hin
síðari ár. Ég held, að það væri
hægt að komast að því sanna Er
ekki hægt að telja þær úr flugvél?
Maður að nafni Egill kom i sjón-
varp í gærkveldi og talaði um að
drepa gæsirnar með því að veiða
þær í net meðan þær væru
ófleygar. Honum fannst bara
verst, að þær væru þá horaðar —
það myndi ekki vera hægt að éta
þær. Eg vil segja það að lokum.
Bændur eiga ekki að vera svona
smáir að geta ekki séð af nokkr-
um stráum í þennan fyrsta vor-
boða, sem senn kemur til okkar
með sunnanblænum.
Heiðarbrún, 6. marz 1976
Guðmundur H. Eyjólfsson
— Það sem er í
húfi í Angóla
Framhald af bls. 25
forsendum var dreginn í efa. Núverandi
umræður eru tengdar möguleikanum á
þvi, að Brezhnev hverfi af sjónarsviðinu,
hvort sem það verður á flokksþinginu í
þessum mánuði eða síðar, og endurskoð-
un mála, sem líkur á meiriháttar breyt-
ingum á æðstu stöðum hafa í för með sér
eins og í öllum öðrum skrifstofustjórn-
um.
í núverandi umræðum í Moskvu er að
því spurt, hvort leggja skuli fast að vest-
rænum kommúnistaflokkum að hagnast
á „kreppu kapitalismans" — þannig að
Moskvustjórnin geti siðan hagnazt á enn
meiri veikleika vestrænna ríkja sem af
því mundi leiða — og það er nátengt
friðsamlegri sambúð í allri heild sinni.
Kremlherrarnir verða að spyrja sig
þeirrar spurningar, hvort friðsamleg
sambúð, slökunarstefna, eða tilraun til
þess að hagnast á veikleikum vestrænna
ríkja, þótt það stríði gegn slökunar-
stefnu, eigi að vera meginundirstaða
sovézkrar stefnu og í hvaða hlutföllum
eigi að blanda þessa efnishluta, þannig
að ávinningurinn verði sem allra mest-
ur.
DÉTENTE
Þarna er komið að spurningunni um
stuðning við „frelsisbaráttu".
Það mál hefur blandazt inn í háværari
umræður í Sovétríkjunum um hörku
þeirrar stefnu, sem erlendir
kommúnistaflokkar eigi að fylgja. Enn
einu sinni hefur opinberum sérfræðing-
um á Vesturlöndum yfirleitt ekki tekizt
að greina upphaf þessa máls á sama hátt
og þeir flöskuðu á þýðingu umræðnanna
um „kreppu kapitalismans“ — og jafn-
vel á því, að slíkar umræður ættu sér
stað — og mikilvægi þeirra fyrir
slökunarstefnuna détente og sovézka
utanríkisstefnu yfirleitt. Það sem nú er
að gerast í Angóla er eðlilegt framhald
af þessum umræðum.
Þetta stærra mál verður ekki útkljáð á
þann veg, að Kremlverjar gefi Kissinger
til kynna að Rússar kunni að taka upp
hógværari stefnu í Angóla, kalla Kúbu-
mennina burtu með vissum skilyrðum og
samþykkja myndun samsteypustjórnar
stuðningsmanna Rússa og annarra afla.
Slíkt greinilegt undanhald af Rússa
hálfu mundi ef nokkuð væri styrkja
haukana I Kreml. Þeir gætu haldið því
fram, að með sömu aðferðum og voru
notaðar í Austur-Evrópu eftir síðari
heimsstyrjöldina mætti hægt og hægt
beygja undir vald ráðamanna í Moskvu
samsteypustjórn, þar sem hreyfingin
MPLA, sem Rússar styðja, hefði sterk-
ustu aðstöðuna. Þetta teldu þeir sanna
réttmæti fyrri röksemda sinna þess
efnis, að sókn Rússa inn í Angóla hefði
verið þess virði að reyna hana, að vitur-
legt hefði verið af þeim að neita að
láta óljósar viðvaranir Bandaríkjamanna
aftra sér og að frekari tilraunir af þessu
tæi skiluðu ennþá meiri hagnaði. öllum
hófsamari forystumönnum í Kreml, sem
kynnu að halda því fram, að þetta væri
of áhættusöm stefna, yrði mótmælt með
þeim rökum, að stefnan í Angóla hefði
bersýnilega borið árangur.
VALDAHLUTFÖLL
Fram kemur I skrifum þeirra manna í
Moskvu, sem reyna að útskýra fyrir trú-
uðum flokksmönnum tilgang slökunar-
stefnunnar, hvernig þær aðferðir, sem
beitt er í Angola, falla inn í hina stærri
mynd heildarstefnu sovézkra stefnu-
miða og baráttuaðferða. Þeir draga
ekki dul á þá staðreynd, að það er til-
gangur sovézkrar stefnu að breyta
„valdahlutföllunum" í heiminum „sósí-
alisma" í vil, það er Sovétrfkjunum. Þeir
taka skýrt fram, að þetta eigi að tryggja
með því að hagnýta þau þrjú „meirihátt-
ar“ öfl, sem Kremiverjar geta haft
nokkra stjórn á.
I fyrsta lagi er hér um að ræða öfl
„sósíalisma“, það er að segja Sovétríkin
og dyggustu bandamenn þeirra, og nota
á efnahagslegan og hernaðarlegan
áhrifamátt þeirra til þess að breyta
valdahlutföllunum þeim sjálfum í vil
þegar því verður við komið. I öðru lagi
er um að ræða „vinnandi stéttir heims-
ins“, sem ýmsir stjórnmálamenn I Kreml
segja að nota eigi I krafti þess hlutverks,
sem þær gegni í „kreppu kapitalism-
ans", til að breyta „valdahlutföllunum“
milli Sovétríkjanna og Vesturveldanna.
Loks er hér um að ræða „þjóðfrelsis-
hreyfingar", siðasta aflið í þessari óguð-
legu þrenningu, sem menn í Moskvu
telja að gangi nú í gegnum „millibils-
ástand" vegna sigurs þeirra i Víetnam og
muni færast „á nýtt stig“.
Eins og lýst er í World Marxist Review
speglast í því sem gerðist í Víetnam í
sjálfu sér „grundvallarbreyting á valda-
hlutföllum heimsaflanna". Alþjóðlegt
mikilvægi þessara atburða, segir Review
— sem er málgagn alþjóðahreyfingar
kommúnista — felst í því, að sigurinn í
Víetnam „er framlag til áframhaldandi
sóknar i sömu átt“. Ritið spyr hverjar
alþjóðlega afleiðingar þetta hafi. Það
telur svarið felast í þeim skerfi, sem
Víetnam — og nú Angóla — séu fyrir
„framvindu byltingarþróunarinnar i
heiminum". Utskýrt er i ritinu, að bylt-
ingarþróunin feli í sér viðurkenningu á
rétti þjóða til að ráða „sjálfar örlögum
sinum" — eins og það er túlkað í
Moskvu. Það segir, að þetta birtist í
mynd baráttu gegn heimsvaldastefnu i
„rúmlega hundrað“ löndum Asíu,
Afríku og Rómönsku Ameríku.
FORDÆMI
Eitt þessara ianda er Angóla. Framlag
þess til breytingarinnar á „valdahlutföll-
um heimsaflanna" kann að vera smá-
vægilegt. En sigur þar gæti auðveldað
Moskvumönnum að nota fordæmið í
Angóla til að fá fram svipaðan skerf
fyrst í einu þeirra „hundrað landa", sem
þeir beina sjónum sínum að, síðan fleir-
um.
Auðvitað getur tilraun Kremlverja
farið út um þúfur á sama hátt og fyrri
tilraun þeirra til að hagnýta sér þjóð-
frelsishreyfingar á síðasta áratug. Auð-
vitað hefur þessi grófa útgáfa dóminó-
kenningarinnar illt orð á sér. Auðvitað
er sú falslausa krafa í mörgum þessum
löndum um sósíalisma i einhverri mynd
til að stuðla að sigri á sárri fátækt þeirra
tilgangi Kremlverja sjálfra óviðkom-
andi.
En ekki fer á milli mála, að Rússar
hafa Iagt drög að stórbrotinni meistara
áætlun, gerð er grein fyrir henni í
sovézkum ritum og um hana er rætt í
Kreml. Meðan umræðurnar fara fram
geta Vesturveldin haft áhrif á úrslit
þeirra. Svo mikið er víst, að það sem
Vesturveldin gera í Angóla hefur
áreiðanlega áhrif á umræðurnar — ekki
endilega í Angóla, heldur í Moskvu.
— Þjóðhags-
stofnun
Framhald af bls. 13
rúmar 420.000 krónur eða tæp-
lega 8% hækkun á hásetahlutn-
um.
Á 350 lesta loðnubát, sem veiðir
8.000 tonn á loðnuvertíðinni,
lækkar skiptaprósentan úr 36,0%
í 29.0%, en vegna hækkunar á
loðnuverðinu við kerfisbreyting-
una, hækkar hásetahluturinn
m.v. 14 manna áhöfn um 36.000
krónur, úr 514.000 upp í 560.000,
eða tæplega 9% hækkun. 2)
I samningsdrögunum er gert
ráð fyrir 8,7% hækkun á kaup-
tryggingu og raunar öllum öðrum
kaupliðum, sem í samningum eru.
Hásetatrygging (að fatapeningum
meðtöldum) hækkar því úr rúm-
um 83.000 kr. upp í 90.300 kr. (án
orlofs). Auk þessarar hækkunar á
tryggingunni sjálfri er í
samningsdrögunum það nýmæli,
að tekin eru upp sérstök aflaiaun,
sem greiðast til þeirra skipverja,
sem eru samfellt i skipsrúmi allt
tryggingartímábilið, nái aflahlut-
ur hálfri kauptryggingu eða
meiru (að fatapeningum meðtöld-
um). Aflalaun þessi nema
fjórðungi þess, sem hluturinn fer
fram úr hálfri kauptryggingu (að
meðtöldum fatapeningum hjá
undirmönnum).
2) t löflum hér á eflír er hækkun áhafnar-
hlutar gerð nokkuð ítarlegri skil fyrir hel/tu
stærðar- or veiðarfæraflokka bæði báta og
togara. Ilér er um að ræða heinan samanhurð
hlutum áhafna miðað við annars vegar
breytta sjóðatilhögun, fiskverðsbreytingar
þær, sem af kerfisbreytingunni leiða, og
nýjar skiptaprósentur, og hins vegar miðað
við þau hýti, sem óbreytt tilhögun á sjóðum
sjávarútvegsins byði upp á. Þá er og birt
yfirlit yfir heildarbreytingu áhafnarhlutar í
hverjum sta'rðarflokki, annars vegar miðað
við áhafnarhlut eins og gert var ráð fyrir í
skýrslunni, að hann yrði vegna kerfisbreyt-
ingarinnar, og hins vegar eins og hann
verður skv. nýjum skiptaprósentum i
samníngsdrögunum. Að auki er getið áhrifa
frekari ha*kkunar fiskverðs á hluti
sjómanna. Samanburður þessi á kjörum
áhafna fyrir og eftir breytingu á sjóðatilhög-
uninni er ótvíræður, hvort sem bregður til
betri eðá verri vegar hvað sókn og aflabrögð
snertir.
Fyrir hverjar 10.000 krónur,
sem hluturinn er hærri en hálf
trygging, fær skipverjinn þannig
2.500 krónur í aflalaun ofan á
trygginguna, þar til hann fer yfir
á hlut.
Sem dæmi um áhrif þessa afla-
launakerfis má taka háseta með
3% aflahlut á bát, sem veiðir fyr-
ir 3,0 milljónir króna á mánuði á
haustvertíð. Tryggingin nemur á
mánuði 90.300 kr., en hluturinn
er um 90.000 kr., og fengi háset-
inn því eingöngu tryggingu, ef
ekki kæmi til hin nýju aflalaun,
sem bætast ofan á kauptrygging-
una. Míðað við 3% hásetahlut
geta þessi nýjuaflalaun komist
upp i 15.050 kr. áður en hásetinn
fer á hlut, og heildarkaupið því
15.050 + 90.300 = 105.350 kr.
Aflalaunin hækka því heildar-
kaupið hér um tæp 17%. Lægst
fara aflalaunin niður í 0, þ.e. þeg-
ar hluturinn nær ekki 45.150 sem
er hálf trygging (fatapeningar
meðtaldir). Til þess að svo ýrði,
þyrfti báturinn að afla fyrir
minna en 1,5 m.kr. á mánuði. Ef
fiskast fyrir um 2.5 m.kr., þá eru
aflalaunin orðin tæpar 7.500 kr. á
mánuði, og hækkar þannig
heildarkaupið um rúm 8.0%.
I töflum A (yfirmenn) og B
(undirmenn) hér áeftir eru sýnd
dæmi um það hvernig aflalaunin
fara hækkandi eftir því sem skár
fiskast, og hve mikið heildarkaup
skipverja hækkar, bæði hlutfalls-
lega og í krónum.
Með þessari viðbót við launa-
kerfið á bátunum ætti jafnan að
vera ávinningur af því að fiska
því sem mest þótt undir kaup-
tryggingu sé þar sem aflalaunin
hækka í hlutfalli við afla. Þannig
er því að nokkru komizt hjá helzta
ókosti hlutaskiptakerfisins, sem
felst í þvi að oft dregur úr sóknar-
áhuga, þegar einsýnt þykir, að
ekki fiskast upp i tryggingu. Afla-
launakerfið nýja má einnig skoða
sém skref í þá átt að á fiskiskipa
flotanum verði tekið upp launa-
kerfi með föstum launum og stig-
hækkandi aflaverðlaunum eftir
aflabrögðum.
Lokaorð
Hvernig sem á málið er litið,
hafa nýju kjarasamningarnir og
fiskverðsákvörðunin fært sjó-
mönnum verulega kjarabót. Jafn-
framt er ljóst, að afar erfitt verð-
ur fyrir útgerðina að risa undir
þeim kostnaðarauka, sem þessu
er samfara, auk hækkunar á olíu-
verði og vátryggingu og öðrum
útgerðarkostnaði. Má búast við af-
ar erfiðri afkomu útgerðarfyrir-
tækja á næstunni einkum þeirra
sem til þessa hafa notið stuðnings
af sjóðakerfinu.
Danskennsla barna
í Kópavogi
Aðalfundur Danskennarasam-
bands tslands var haldinn í lok
janúar. t skýrslu stjórnar kom
fram að tvær stúlkur luku prófi á
vegur D.S.I. þær Guðrún Jacob-
sen og Svanfriður Ingvadóttir.
Hlutu báðar hæstu einkunn. Þá
hefur einnig verið ákveðið að
taka upp kennslu fyrir 11 ára
börn I Kópavogi á vegum Tóm-
stundaráðs Kopavogs og er sú
kennsla hafin.
Einnig barst beiðni frá
Styrktarfélagi vangefinna um
danskennslu við dagheimili
þeirra á Suðurlandi.
Stjórn D.S.l. skipa nú Guðbjörg
H. Pálsdóttir, Iben Spnne, Edda
Pálsdóttir, Heiðar R. Ástvaldsson
og Klara Sigurgeirsdóttir.
— Minning
Kristinn
Framhald af bls. 31
Fljótum, að hún er hin mesta at-
gerviskona og hefur unnið merk
störf að fræðslumálum hús-
mæðraefna, en um hitt er ef til
vill ekki minna vert hve mikinn
óbeinan þátt hún hefur átt í því
að Kristni manni hennar auðn-
aðist að leysa störf sin af höndum
með þeim ágætum sem raun
hefur borið vitni. Þau Dagbjört
giftust 14. janúar 1944.
Börn séra KristinS óg fyrrí kön-
unnar eru þrjú: Þráinn skipstjóri
giftur Sigriði Geirsdóttur, Þóra
Björk hjúkrunarkona gift Jósef
Halldóri Þorgeirssyni lögfræðingi
á Akranesi, og Kristinn húsa-
smíðameistari í Kópavogi giftur
Guðrúnu Sveinsdóttur. En börn
séra Kristins og Dagbjartar eru
tvö: Guðrún húsmæðrakennari
gift Sigurði Hauk kennara við
Gagnfræðaskóla Austurbæjar
Sigurðssyni, og Stefán Reynir við-
skiptafræðingur giftur Guðríði
Marteinsdóttur lögfræðingi. Enn
er dóttir Kristins áður en hann
giftist Erla Guðrún húsmæðra-
kennari gift í Bandaríkjunum.
I útfararræðu fyrir tæpum
aldarfjórðungi vitnaði séra Krist-
inn Stefánsson í þessi orð biblí-
unnar: „Eg þekki verkin þín“ og
lét svo um mælt, að samherjar og
samstarfsmenn þess manns, sem
þá var verið að kveðja gætu „falið
hugsanir sínar í þessum orðum:
Vér þekkjum verkin þín. Og
þeirri hugsun fylgir hjartanleg
þökk og hvetjandi minning".
Þetta má heimfæra upp á séra
Kristin sjálfan. Allir samstarfs-
menn hans fyrr og síðar, ekki sizt
bindindismenn, geta sagt með
þökk og söknuði: Vér þekkjum
verkin þín. Og þeir geta bætt
þessu við: Vér þekkjum mann-
kosti þína og óbilandi trú á sigur
hins góða, á lífið sjálft.
Olafur Þ. Kristjánsson.
— Markaðsmál
Framhald af bls. 11
Frá 16. til 22. febrúar, hvert kg.......................kr. 3.70
Frá 23. til 29. febrúar, hvert kg.......................kr. 3.40
Frá 1. til 7. marz, hvert kg............................kr. 3.10
Frá 8. til 14. marz, hvert kg...........................kr. 2.80
Frá 15. til 21. marz, hvert kg..........................2.50
Frá 22. marz til loka loðnuvertíðar, hvert kg............k.r. 2.25
Auk þess greiði kaupendur . . ... ,, ,,
10% af skiptaverðinu í Stofn- kvæmt. logum um Verðlagsrað
fjársjóð og kr. 0.10 fyrir hvert sjavaru vegsms, en þess . stað
kg í loðnuflutningasjóð frá 16. samþykkt krofur sjomanna og
til 29. febrúar og kr. 0.05 frá 1. utvegsmanna um akveð.ð lag-
til 14. marz. Verðið er upp- marksverð a loðnu til bræðslu,
segjanlegt með 4 daga fyrir- or þelr hafa sett sem sk,lyrði
vara fyrir undirr.tun kjarasamn-
inga. Verður að víta slíka máls-
Verðið var ákveðið af odda- meðferð meirihluta yfirnefnd-
manni og fulltrúum seljenda ar, er starfar sem fjölskipaður
gegn atkvæðum kaupenda. dómur.
Oddamaður lét bóka eftirfar- Við mótmælum eindregið
andi: þessari verðákvörðun þar sem
„Akvörðun þessi er tekin á enn er aukið á rekstrartap
þeirri forsendu, að ríkisstjórn- verksmiðjanna og fjárhags-
in beiti sér fyrir ráðstöfunum á stöðu þeirra stefnt i algjört öng-
vettvangi verðjöfnunarsjóðs þveiti, nema þær úrbætur, sem
eða með öðrum hætti, sem full- stjórnvöld hafa gefið fyrirheit
nægjandi geti talizt til að um verði verulegar og komi
tryggja rekstur veiða og skjótt til framkvæmda."
vinnslu.“ I yfirnefndinni áttu sæti:
Fulltrúar kaupenda létu bóka Olafur Davíðsson, sem var
eftirfarandi: oddamaður nefndarinnar, Páll
„Meirihluti yfirnefndar Guðmundsson og Tryggvi
hefur við verðákvörðunina Helgason af hálfu seljenda og
sniðgengið þau meginatriði, Guðmundur Kr. Jónsson og Jón
sem lögð skulu til grundvallar Reynir Magnússon af hálfu
hverri verðákvörðun, sam- kaupenda.