Morgunblaðið - 09.03.1976, Síða 38

Morgunblaðið - 09.03.1976, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1976 Veðurskemmdir á Reyðarfirði Reyðarfirði, 8. marz GUNNAR SU 139 landaði i gær, sunnudag, 25 tonnum af fiski. Er það fyrsta veiði- ferð bátsins síðan í janúar. Báturinn var 5 daga i þessari veiðiferð. Veður og verkföll hömluðu. að báturinn kæm- ist fyrr á veiðar. Snæfugl SU 20 er á loðnu- veiðum við Suðurland. Föstudaginn 5. marz gerði hér aftaka veður, suðaustan rok og rigningu. Töluvert tjón varð viða i bænum, rúður brotnuðu i mörgum húsum og vegir spilltust. í dag er snjókoma, en stillt veður. — G Loðnuaflinn 130 þús. lestum minni en í fyrra: Helga Guðmunds- dóttir var aflahæst 1 lokvikunnar LOÐNUAFLINN í síðustu viku var 56,124 lestir og samkvæmt skýrslu Fiskifélags Islands var heildaraflinn s.l. laugardagskvöld orðinn 219,652 lestir hjá 76 skipum. I fvrra höfðu 107 skip fengið á sama tíma 349.821 lest. Helga Guðmundsdóttir BA 77 var aflahæsta loðnuskipið I vikulokin með 7874 lestir. Skipstjóri er Guðmundur Garðarsson. Loðnu hafði verið landað 1 21 höfn auk bræðsluskipsins Norglobal.en þar hafði mestri loðnu verið landað í vikulokin eða 34,543 lestum. Hér fer á eftir skrá yfir afla- hæstu loðnuskipin, sem landað höfðu í vikulokin: Frumvarpið um 25% toll á brezkar vörur: Myndi auka tolltekjur ríkis- sjóðs um 2 milljarða króna — Sé miðað við innflutning frá Bretlandi árið 1975 NOKKRIR þingmenn Alþýrtubandalagsins hafa borið fram á Alþingi tillögu um að settur verði 25% innflutn- ingstollur á vörur frá Bretlandi. Frummælandi tillög- unnar, Stefán Jónsson, sagði við umræður um tillög- una, að það væri skoðun flutningsmanna, að taka ætti alveg fyrir innflutning á vörum frá Bretlandi, en vegna varahlutainnkaupa í dráttarvélar og bátavélar frá Bret- landi, kvað hann ekki talið rétt að loka alveg fyrir innflutning þaðan. Morgunblaðið gerði lauslega at- hugun á því, hvað slíkur innflutn- ingstollur myndi þýða fyrir neyt- endur. Kemur í ljós að á árinu 1975 losaði innflutningur á brezk- um vörum rétt 8 milljarða króna og þýðir því slíkur 25% tollur, þar sem er um cif-verð að ræða, um 2ja milljarða auknar tolltekjur ríkissjóðs, sem að sjálfsögðu myndi hleypa upp verðlagi, sem því nemur. I íslenzkum fiskiskipum er al- gengt að aðalvélar séu af brezkri gerð. Lausleg athugun bendir til þess að í íslenzkum fiskiskipum séu 227 brezksmiðaðar vélar eða Sambandið kaupir Dyngju á Egilsstöðum UNDIRRITAÐUR var í gær samningur um kaup Sambands fsl. samvinnufélaga og Kaup- félags Héraðsbúa á prjónastof- unni Dvngju hf. á Egilsstöðum. Fyrirhugað er að Dyngja starfi í nánum tengslum við iðnaðardeild Sambandsins á Akurevri, og aðal- verkefni Dvngju á næstunni verður framleiðsla á ullarvörum til útflutnings. Dyngja hf. var stofnuð 15. janúar 1968, og hefur fram að þessu framleitt prjónavörur fyrir innanlandsmarkað og til út- flutnings. Á árinu 1974 hófst sam- starf Dyngju hf. við iðnaðardeild Sambandsins, sem síðan hefur séð prjónastofunni fyrir verulegum hlutá verkefna hennar. Stjórn Dyngju hf. skipa: Hjörtur Eiríksson, formaður, Þor- steinn Sveinsson, varaformaður, og Ásgrímur Stefánsson, meðstjórnandi.(Fréttatilkvnning) Opnaði Framhald af bls. 40 brúnina. Þetta gerðist allt í svo skjótri svipan að Magnús heit- inn komst ekki út, en hann var sofandi í bílnum, sem ég reynd- ar vissi ekki þá. — Eins og við var að búast greip um sig hræðsla hjá fólk- inu en ég get þó ekki sagt ann- að en það hafi gengið vel að ná því út úr bílnum. Menn voru svo auðvitað mjög slegnir þegar þetta var afstaðið og menn höfðu áttað sig á því sem hafði Einn keppendanna I brautinni I snjó-rallinu um helgina. Um 20 þátttakendur mættu til keppni á vélsleðum sfnum en nálægt 3000 manns fylgdust með mótinu. Ágóði af mótinu rennur til tækjakaupa fvrir hjörgunar- sveitir en vinna við mótið var lögð fram endurgjaldslaust. Sigurvegari í mótinu varð Lárus Eiríksson en hann ók 10 km braut á 9 mínútum og 12 sekúnd- Framhald á bls. 39 Vel heppnað Reykjavíkurmót í snjó-ralli MEISTARAMÖT Reykjavfkur f vélsleðaakstri fór fram við Þing- vallaveg á Mbsfellsheiði á laugar- daginn og tókst vel í alla staði. um 22,3% af öllum flotanum. Eru þá ekki meðtaldar hjálparvélar eóa trilluvélar. Einnig er ljóst að verulegur hluti bílaeignar lands- manna er brezkur og ein algeng- asta jeppabifreið sem bændur eiga er t.d. Land-Rover. Auk þess er mikill hluti af innfluttum neyzluvörum kominn frá Bret- landi. Korn og unnar kornvörur voru flutt inn frá Bretlandi á árinu 1975 fyrir 198 milljónir króna, sykur og annar sykurvarningur var fluttur inn fyrir 311 milijónir, kaffi, te, kakó og krydd var flutt inn fyrir 155 milljónir jarðolía og jarðolíuafurðir fyrir 882 milljónir króna, kemisk frumefni og efna- sambönd fyrir 112 milljónír króna, lyfja- og lækningavörur fyrir 190 milljónir, rokgjarnar olí- ur, snyrtivörur og sápa fyrir 186 milljónir, tilbúinn áburður fyrir 179 milljónir, óunnin plastefn fyrir 2,2 milljónir, unnar gúmvör ur fyrir 122 milljónir pappír og pappi fyrir 167 milljónir, spuna- garn og vefnaður fyrir 510 milljónir, járn og stál fyrir 170 milljónir, unnar málningarvörur fyrir 586 milljónir, vélar fyrir 1.189 milljónir, rafmagnsvélar, tæki og áhöld fyrir 102 milljónir, flutningstæki fyrir 535 milljónir, fatnaður fyrir 463 milljónir, skó- fatnaður fyrir 107 milljónir, vísinda-, mæli- og ljósmyndatæki voru flutt inn fyrir 120 milljónir króna og ýmsar iðnaðarvörur voru fluttar inn fyrir 349 milljón- ir króna. Er hér aðeins tekið það helzta, sem flutt var inn frá Bret- landi, en heildarinnflutningurinn nam 8.007 milljónum króna, en það eru 10.6% af heildarinn- flutningi landsmanna. Þá er þess að gæta, að setji Islendingar 25% toll á innfluttar vörur frá Bretlandi, gæti það eins leitt til þess að Bretar svöruðu í sömu mynt og settu 25% toll á vörur, sem Islendingar flytja út til Bretlands vörur fyrir 4,7 mill- jarða króna eða nánar tiltekið 4.718 milljónir króna, en það eru um 9,9% af heildarútflutningi Is- lendinga. Helga Guðmundsdóttir BA77 7874 Guðmundur RE 29 7770 SigurðurRE4 7504 Börkur NK 122 6926 Hilmir SU 171 6383 Eldborg GK 13 6213 Grindvíkingur GK 606 6048 Hákon ÞH 250 5740 Gísli Arni RE 375 5649 Loftur Baldvinsson EA 24 5385 Pétur Jónsson RE 69 5158 Árni Sigurður AK 370 4945 Gullberg VE292 4729 Hrafn GK 12 4702 Ásberg RE 22 4572 Súlan EA 300 4468 Örn KE 13 4244 Rauðsey AK 14 4160 Oskar Magnússon AK 177 4134 Dagfari ÞH 70 4085 Fífill GK 54 4038 Náttfari ÞH 60 3853 Jón Finnsson GK 506 3786 Huginn VE 55 3687 Albert GK 31 3420 Asgeir RE 60 3419 Reykjaborg RE 25 3353 Flosi IS 15 3322 Þorsteinn RE 303 3318 Vörður ÞH 4 2650 Öskar Halldórsson RE 157 2610 SkírnirAK 16 2598 Isleifur VE 63 2578 Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 2568 Sveinn Sveinbjörnsson NK 55 2448 Svanur RE 45 2397 Húnaröst AR 150 2382 Bjarni Ölafsson AK70 2297 Helga RE 49 2296 Keflvikingur KE 100 2291 Skógey SF 53 2244 Níræður í dag NlRÆÐUR er í dag 9. marz Jónas Guðmundsson verka- maður, Grundarbrekku 9 í Vestmannaeyjum. Jónas á Grundarbrekku hefur til skamms tíma unnið árið um kring við fiskverkun í Vest- mannaeyjum og aldrei gaf hann eftir yngri mönnum. Jónasi er árnað heilla í tilefni dagsins, en myndinni smellti Sigurgeir í Eyjum af Jónasi að snudda við rabarbarann á blettinum hjá sér. gerzt. — Það sem gerðizt var það. að þrir af fjórum boltum sem héldu loki yfir spindilkúlu brotnuðu og það hékk á fjórða boltanum. Við það fór stýrið úr sambandi. Þegar svo fjórði bolt- inn gaf sig gekk lega upp og braut i sundur bremsurörið og við það fóru bremsurnar af bílnum. Þegar billinn var keypíur hingað í janúar var hann nýskoðaður og bifreiða- eftirlitinu fannst þá ekkert at- hugavert við hann, sagði Gestur Halldórsson að lokum. Bátar stærri en 8 tonn þurfa sér- stakt leyfi til hrognkelsaveiða SjávarútvegsráðuneytiS gaf út I gær nýja reglugerB, sem sett er m.a. I þeim tilgangi a8 draga úr vaxandi hrognkelsaveiSum fremur stórra báta og til þess a8 koma I veg fyrir söltun grásleppuhrogna um borS I veiSiskipum. Þessi nýja reglugerS gerir rá8 fyrir að ekkert skip stærra en 8 rúmlestir fái heimild til veiSanna, nema me8 sérstöku leyfi sjávarútvegsráSu- neytisins. Með reglugerð þessari er bannað að salta grásleppuhrogn um borð I veiðiskipum. Ennfremur er bannað að nota „móðurskip" við veiðarnar nema að fengnu leyfi sjávarútvegs- ráðuneytisins. ( umsóknum um sllk leyfi skal „móðurskipið" tilgreint og bátur sá sem nota skal til veiðanna Jafnframt skal upplýst, hvort slikar veiðar hafi verið stundaðar áður. Að lokum er sú skylda lögð á alla Framhald á bls. 39

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.