Morgunblaðið - 22.08.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.08.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. AGUST 1976 17 klukka hans var fallin og varð því að sætta sig við tap gegn neðsta manni mótsins. Þetta setti Hollendinginn unga út af laginu, og hann missti af milli- svæðamótinu í þetta sinn. Timman er fremsti skákmað- ur Hollands um þessar mundir, eins og glöggt kom fram á hol- lenzka meistaramótinu 1974. Þar vann Timman yfirburðasig- ur, og varð 2 vinningum fyrir ofan næstu menn, Ree og Sosonko. Meðal helztu árangra Timmans má nefna 1.—4. sæti f Hastings 1974, þar sem hann varð jafn Tal, Kuzmin og Szabo með 10 vinninga af 15 möguleg- um. Sombor 1974. 1.—2. Timman og Gulko, 1014 vinning af 15 mögulegum. Natanya, ísrael 1975. 1. Timman 9 vinninga af 13 mögulegum. 2. Liberzon 814 vinning. Miguel Najdorf, Argentfna. Fæddur 15.4. 1910. Skákstig : 2510. Najdorf er pólskur að upp- runa, en hefur verið búsett- ur í Argentínu síðan 1939. Najdorf hefur sett mark sitt á skáksögu undanfarinna ára- tuga, og var til skamms tíma einn allra öflugasti skákmaður heims. Hann hefur tekið þátt í tveim áskorendamótum, í Budapest 1950, og ZUrich 1953. 1 Budapest varð Najdorf í 5. sæti á eftir Sovétmönnunum Bronstein, Boleslavsky, Smyslov og Keres. Áskorenda- mótið í ZUrich er jafnan talið eitt öflugasta skákmót allra tíma, enda voru þar saman- komnir bókstaflega allir fremstu skákmenn heims, að Botvinnik undanskildum. Þarna varð Najdorf I 6.—8. sæti af 15 þátttakendum, með 14‘A vinning, en Smyslov varð efstur með 18 vinninga. Næstir komu Keres, Bronstein og Reshevsky með 16 vinninga, og þá Petroshan með 15 vinninga. Á Olympfuskákmótum hefur Najdorf verið mjög sigursæll, og oft orðið hlutskarpastur 1. borðs manna í keppninni. Má nefna Olympiuskákmótið 1950, er hann fékk 11 vinninga úr 14 skákum, Helsinki 1952 og loks Varna 1962. Þar hlaut Najdorf 14 vinninga úr 18 skákum, og varð m.a. fyrir ofan þáverandi heimsmeistara Botvinnik, og Fischer. Najdorf átti um skeið heims- metið f blindskákafjöltefli. Árið 1947 tefldi hann á 45 borð- um í Brazilfu, og tók keppnin 23*A klukkustund. Najdorf vann 39 skákir, gerði 4 jafntefli og tapaði aðeins 2 skákum. Þrátt fyrir aldurinn er lftinn bilbug á Najdorf að finna. Það sýnir bezt árangur hans á skák- þingi Argentfnu 1975, er hann varð í 1.—2. sæti ásamt Panno með 15 vinninga af 20 möguleg- um. Raymond Keene, England. Fæddur 29.1.1948. Skákstig : 2460. Undanfarin 10 ár hefur Keene verið einna mest áber- andi enskra skákmanna. Bæði hefur hann teflt ósleitilega, og eins skrifað mikið um skák og skákfræði. Hann hefur tekið þátt I svæðamótum og flokka- keppnum fyrir Englands hönd, og þykir traustur og öruggur skákmaður. Keene hefur verið nærri þvf að hljóta stór- meistaratitil í skák, og til skamms tfma háðu hann og Mil- es harða keppni um hvor fyrr yrði til að ná takmarkinu. Enski fjármálamaðurinn Slat- er, hafði heitið £ 5.000 þeim Englendingi til handa sem fyrstur næði stórmeistaratitli, og lengi vel mátti vart á milli sjá, hvor krækti i verðlaunin, eða þar til Miles náði stór- meistaratitlinum s.l. vetur. Á Olympíuskákmótinu 1970, náði Keene mjög góðum árangri, 11 vinningum af 16 mögulegum, og tapaði engri skák. Keene var mjög nærri þvf að hljóta stórmeistaratitil á 3. þýzka meistaramótinu 1975. Þar sigraði Brown með 11 v. af 15 mögulegum, Pachaman varð f 2. sæti með 10'A v. og í 3.—4. sæti urðu Keene og Kestler með 9'A v., en 1014 v. þurfti f stórmeistaratitilinn. Keene vann góðan sigur á Camaguey-skákmótinu á Kúbu 1974, er hann varð efstur f B- flokki með 12 vinninga af 15 mögulegum. Keene var meðal þátttakenda á svæðamótinu f Barcelona 1975, en mót þetta sniðgengu A-Evrópuþjóðirnar af pólitískum ástæðum. Keene hafnaði í 4. sæti með 4 vinninga af 7 mögulegum, en Sosonko sigraði með 514 v. Árið 1972 hlaut Keene titil- inn alþjóðlegur meistari, og sama ár tefldi hann hér á Reykjavíkurskákmótinu. Vladimir Tukmakov, Sovét- rfkjunum. Fæddur 25.3. 1946. Skákstig : 2490. Tukmakov vakti fyrst á sér verulega athygli, er hann tefldi á heimsmeistaramóti stúdenta 1966. Hann var þá varamaður f sovézku skáksveitinni, og vann allar sfnar skákir, 9 að tölu. Árið eftir var hann kominn upp á 1. borð, og fékk þar beztu útkomuna, 814 vinning af 11 mögulegum. Eftir þetta tefldi Tukmakov á 1. borði allt til 1972, en þá kom Karpov til sög- unnar, og tók við forystunni. Árangur Tukmakovs á skák- mótum hefur verið óvenju sveiflukenndur. Á skákþingi Sovétríkjanna 1972 varð Tukmakov f 2. sæti á eftir Tal, og tryggði sér með því þátttöku- rétt á millisvæðamótið f Len- ingrad næsta ár. Urslitin þar hljóta að hafa verið Tukmakov mikil vonbrigði, því hann varð i 16. sæti af 18 keppendum með 6 vinninga. í Buenos Aires 1970 náði Tukmakov mjög góðum árangri, er hann varð f 2. sæti á eftir Fischer. Tukmakov tapaði aðeins einni skák á mótinu, og varð fyrir ofan Panno, Najdorf, Smyslov og Mecking, svo nokkr- ir séu nefndir. Tukmakov var meðal kepp- enda á Reykjavikurskákmótinu 1972, og hafnaði f 6. sæti með 10 vinninga af 15 mögulegum, og sá árangur veitti honum stór- meistaratitil. Heikki Weterinen, Finnland. Fæddur 28.4. 1944. Skákstig : 2485. Westerinen hefur um árabil verið skæðasti skákmaður Finnlands. Hann þykir sérlega harðskeyttur sóknarskákmaður og teflir af mikilli leikgleði. Hann gerir venjulega fá jafn- tefli, og er þvf vinsæll meðal áhorfenda. Westerinen hefur teflt ötullega undanfarið, og helstu árangrar hans eru þess- ir: Santa Felicia, Spáni 1973. 1. Westerinen 7 v. af 9 mögu- legum. 2. Tatai 614 vinning. Torrelimos, Spáni 1974. 1.—2. Torre og Gheorgieu 914 v. af 13 mögulegum. 3.—4. Westerinen og Lombard 814 v. Framhald á bls. 43

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.